Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 6

Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ SÁ Á FUND SEM FINNUR,“ HAFÐI HAUSKÚPAN ÚRSKURÐAÐ. SAMKVÆMT ÞVÍ ÁTTI ÉG BARNIÐ Í HOLUNNI. ÉG ER EKKI HRÆDDUR HEFUR TRÓNAÐ EFST Á ÍTÖLSKUM METSÖLU- LISTUM SAMFELLT SÍÐUSTU ÞRJÚ ÁR. NICCOLO AMMANITI Á SÚFISTANUM Í KVÖLD KL. 20.30 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ´ „ BOGI Nilsson ríkissaksóknari sagði fyrir Hæstarétti í gær að niðurstaða varðandi sakarefnið í málverkaföls- unarmálinu byggðist á líkum, því ekki væru vitni að því að ákærðu hefðu falsað eða látið falsa þau mál- verk sem um ræðir í málinu. Hins vegar hefði verið leitt í ljós með eig- endasögurannsóknum, listfræðileg- um og tæknilegum rannsóknum, að verkin væru fölsuð og hefðu ákærðu vitað það þegar þeir seldu verkin. Málið var dómtekið í Hæstarétti í gær eftir tveggja daga málflutning. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi ákærða Péturs Þórs Gunnarssonar, sagðist ekki muna eftir því á ára- tugalöngum lögmannsferli sínum að Hæstiréttur hefði verið beðinn um að svipta menn frelsinu á líkunum einum saman þegar sekt sakborn- inga væri ekki væri byggð á sönn- unum. Ragnar gagnrýndi að við rannsókn málsins hefðu aldrei verið borin saman óvefengjanleg málverk við vefengd og þá hefðu verjendur aldrei verið beðnir um að vera við- staddir sýnatöku úr hinum um- deildu málverkum. Þá hefðu vinnu- brögð sérfræðinga lögreglunnar verið óforsvaranleg með því að einn þeirra hefði m.a. komist að óyggj- andi niðurstöðu um að alkýð í mál- verkum undir lögreglurannsókn, þótt hann hefði ekki rannsakað þau jafnítarlega og verk Kjarvals á Landsbankahúsinu í miðbænum, þar sem þríendurtekin sýnataka hefði ekki einu sinni dugað til. Sér- fræðingar lögreglu hefði talið það hlutverk sitt að sanna falsanir og hefði lögregla búið til sögu um skipulagða glæpastarfsemi ákærðu. Hefði lögreglan leynt öllu sem hefði getað verið ákærðu hagfellt undir rannsókninni en það hefði verið lög- reglu gríðarlegt metnaðarmál að fá einhvern dæmdan eftir 100 milljóna króna rannsókn. Kenning um skipulagða brotastarfsemi athyglisverð Karl Georg Sigurbjörnsson, verj- andi ákærða Jónasar Freydals Þor- steinssonar, sagði athyglisvert að ákæruvaldið skyldi vera með kenn- ingar um skipulagða brotastarfsemi í málinu þar sem Jónas Freydal væri ekki ákærður fyrir nema fyrir 10 verk, eða 5% af heildarfjölda kærðra verka. Ákærði hefði selt verk hjá þekktum uppboðshúsum og hefði talið sig fara eftir þeim venjum á markaðnum. Þá hefði hann endurgreitt eina mynd þegar vafi reis um hana, og beðið upp- boðshúsið um að varðveita hana á meðan. Þá hefði hann boðið dönsku lögreglunni aðstoð við að upplýsa málið og hefði danskur lögreglu- fulltrúi staðfest samstarfsvilja hans. Myndunum hefði þá verið breytt eftir að hann seldi þær og gögn málsins í heild bæru það með sér að rannsakendur hefðu gefið sér sekt ákærðu fyrirfram og síðan reynt að sanna sektina. Um væri að ræða klárt brot á 31. grein laga um með- ferð opinberra mála og reglum um réttláta málsmeðferð. Óeðlileg tengsl sérfræðinga lögreglunnar Verjandinn taldi þá tengsl sér- fræðinga lögreglunnar, m.a. for- varða og listfræðinga, vera óeðlileg. Þannig hefði pappírssérfræðingur unnið fyrir einn forvörðinn og sama gilt um annan forvörð. Þá hefði að- koma þeirra að málinu verið óeðli- leg með því að þeir hefðu ýmist gert við verkin, keypt þau eða unnið hjá kærendum. Hlytu að vakna spurn- ingar um eðli þessara tengsla í rétt- arríki. Þá gagnrýndi hann listfræðilegar rannsóknir sem áttu m.a. að sýna fram á fölsun á verki eftir Nínu Tryggvadóttur, en í því tiltekna dæmi hefði listfræðingur sagt myndina fáránlega. Þætti þetta skrýtið þar sem nokkru síðar hefði óvefengd og nánast eins mynd eftir Nínu komið upp úr læstu hylki. Í öðru tilviki væri það þá fráleitt að halda því fram að Jónas hefði átt að vita að verk eftir Svavar Guðnason væri falsað úr því að listfræðingur hjá Listasafni Íslands hefði ekki tekið eftir neinu þegar hann skráði myndina inn á safnið þar sem hún hékk árum saman. Þá gagnrýndi verjandinn tækni- rannsóknaraðferðir sem leiddu til niðurstaðna að verkin væru fölsuð vegna alkýðs í höfundarmerkingum. Hefði lögreglu verið fullljóst að rannsóknir á alkýði í verkunum væru ekki fullnægjandi þar sem hún hefði fengið vitneskju erlendis frá að beita þyrfti tvennskonar rannsóknaraðferðum, smásjárskoð- un og svokallaðri gasgreiningu á súlum. Eingöngu hefði fyrri aðferð- inni verið beitt. Hefði þetta verið gert þrátt fyrir að breska og þýska lögreglan auk danskra sérfræðinga og sérfræðinga hjá Tate-safninu í London hefðu sagt að beita þyrfti báðum aðferðum. Þess í stað hefði íslenskur sérfræðingur gert smá- sjárrannsókn og svarað því til að ekki hefði verið áhugi á hinni að- ferðinni. Með þessari framgöngu hefði lögreglan sleppt því að gera rannsókn sem hefði getað sýknað sakborningana. Segir byggt á viðurkenndum aðferðum Bogi Nilsson ríkissaksóknari svaraði þessu í andmælum sínum á þann veg að byggt hefði verið á við- urkenndum rannsóknaraðferðum og viðkomandi sérfræðingur skilað sinni skýrslu. Það væru hinsvegar verjendur sakborninga sem byggðu vörnina á því að gera lítið úr rann- sóknunum. Þá neitaði hann meint- um réttarfarsbrotum gegn Pétri Þór, sem Ragnar Aðalsteinsson hafði sakað lögregluna um, en þar snerist deilan um yfirheyrslur án viðveru verjanda. Sagði Bogi að ákærða hefði verið boðinn verjandi en hann ekki óskað eftir honum að svo stöddu. Þessi svör sætti verj- andinn sig ekki við og sagði að sak- borningur ætti rétt á verjanda að eigin vali en lögregla hefði keyrt málið áfram með offorsi. Þá væri heldur ekki hægt að krefja ákærðu um eigendasögur verkanna því þær væru almennt ekki til nema í ein- stökum viðskiptum með málverk. Málverkafölsunarmálið dómtekið í Hæstarétti í gær Segja niðurstöðu máls- ins byggða á líkum Morgunblaðið/Sverrir BORGARSTJÓRINN í Reykjavík afhenti Barnabókaverðlaun Fræðslu- ráðs í Höfða í gær. Fyrir bestu frum- sömdu barnabókina hlutu þau Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björg- vinsson verðlaunin, 300 þúsund krón- ur, fyrir „Blóðregn“ sem Mál og menning gefur út. Verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar, 200 þús- und krónur, hlaut Þórarinn Eldjárn fyrir þýðingu bókarinnar „Greppikló“ eftir Axel Scheffler en Mál og menn- ing gefur bókina út. „Þessi verðlaun koma okkur mjög skemmtilega á óvart,“ segir Embla Ýr Bárudóttir. Þetta er fyrsta bók þeirra Ingólfs og Emblu Ýrar og þau segja að það hafi verið draumur þeirra lengi að gera myndasögu eftir Njálu. „Við byrjuðum á bókinni fyrir þremur árum og Blóðregn er í raun- inni fyrsta bókin af fjórum sem við höfum skipulagt. Næsta bók fjallar um Njálsbrennu og þar er Skarphéð- inn Njálsson aðalpersónan. Þriðja bókin mun fjalla um Þráin Sigfússon og Njálssyni og fjórða bókin um Gunnar á Hlíðarenda. Verðlaunin fyrir Blóðregn eru góð hvatning til að halda okkar striki,“ segja þau Embla Ýr og Ingólfur sem dvelja við nám og störf á Spáni í vetur. „Þetta er bráðskemmtileg bók og á það skilið að eitthvert kastljós beinist að henni, “ sagði Þórarinn Eldjárn í samtali við Morgunblaðið um bókina Greppikló. „Það er fínt og örvandi að fá svona verðlaun. Þeim fylgja bæði talsverðir peningar og heiður og hvort tveggja er ágætt,“ sagði Þór- arinn. Iðrun Flosa og reiði Kára Þetta er í 32. sinn sem fræðslu- yfirvöld í Reykjavík veita höfundum og þýðendum barnabóka verðlaun. Tilgangur verðlaunanna er að örva metnaðarfullar ritsmíðar og þýðingar fyrir börn og að vekja athygli á því sem vel er gert á þessum mikilvæga vettvangi íslenskrar bókaútgáfu. Út- hlutunarnefndin var skipuð af fræðsluráði Reykjavíkur síðastliðið haust og í henni sitja: Katrín Jak- obsdóttir formaður, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Eiríkur Brynjólfs- son. Í Blóðregni má lesa um seinasta hluta Njálu, eftir Njálsbrennu, í teiknimyndasöguformi. Í umsögn dómnefndar segir m.a.: „Óhætt er að segja að með Blóðregni sé ráðist í nokkra nýsköpun í úrvinnslu á forn- sögum en þarna er sagan sett upp sem teiknimyndasaga. Efnistök vekja athygli fyrir sjálfstæði gagnvart frumheimildinni, höfundar virðast ekki háðir frumtextanum en nýta at- burðarás sögunnar til að skapa nýtt listaverk þar sem áherslan er lögð á hraða framvindu, iðrun Flosa og óslökkvandi reiði Kára. Persónur eru skýrt afmarkaðar í teikningum og til- svör eru meira í ætt við nútímalegt orðfæri en fornsögur en um leið veitir sagan ferska innsýn í samfélag og hugmyndaheim Njálu.“ Fyndin saga af Greppikló Í Greppikló segir frá ráðagóðri mús sem býr til kvikindið greppikló til að hræða önnur dýr frá því að éta sig. En músin verður verulega hissa þegar hún rekst á alvöru greppikló og þá eru góð ráð dýr. Umsögn dóm- nefndar hljóðar svo: „Mjög er vandað til þessarar útgáfu og útlit bók- arinnar er til mikillar fyrirmyndar. Sagan sjálf er fyndin og höfðar til yngri lesenda. Textinn er afar lip- urlega þýddur af Þórarni Eldjárn sem sýnir í þýðingunni gott vald á ís- lensku máli og hrynjandi, mikla kímnigáfu og frumleika og nýsköpun í orðaforða. Þýðingin er í bundnu máli og hentar sérlega vel til upplestrar.“ Barnabókaverðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur Blóðregn og Greppikló Embla Ýr Bárudóttir og Ingólfur Örn Björgvinsson hlutu verðlaun fyrir bestu bókina og Þórarinn Eldjárn fyrir bestu þýðinguna. Morgunblaðið/ÞÖK ENN BER mikið í milli í kjaradeilu grunnskólakennara og launanefnd- ar sveitarfélaganna en aðilar munu hittast á morgun og þá mun samn- inganefnd sveitarfélaganna einnig ræða við skólameistara. Vel miðar í samningaviðræðum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins, þ.e. al- menna samningnum, og segir Finn- björn Hermannsson, formaður Samiðnar, að menn hafi haldið áfram viðræðum í gær eftir að hafa klárað virkjunarsamninginn og þeim viðræðum verði haldið áfram í dag. „Við erum að vonast til að klára þetta núna öðru hvorum megin við helgina,“ segir Finnbjörn. Sjómannasambandið og Far- manna- og fiskimannasambandið funduðu með LÍÚ hjá ríkissátta- semjara í gær og þar fara einnig fram samningaviðræður milli flug- manna og Icelandair og verður næsti samningafundur haldinn á laugardag en flugmenn gerðu skamman samning í desember í fyrra sem rann út 15. mars. Engar viðræður í strand „Fundir með kennurunum og skólastjórum eru framundan og það verður fundað án efa stíft þar í næstu viku. Það eru líka viðræður í gangi á milli iðnaðarmanna, og Samtaka atvinnulífsins þótt þær fari ekki fram hér í húsinu. Það eru engar viðræður strand, menn eru að reyna að vinna í málunum,“ seg- ir Ásmundur Stefánsson ríkissátta- semjari. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar launa- nefndar sveitarfélaganna, segir fund boðaðan með kennurum á morgun en eins og fram hafi komið beri mikið á milli. „Öll helstu stétt- arfélög í landinu eru að semja um 15%–17% launahækkun á samn- ingstímabilinu sem á að ná til 2008 og inn á það ár en á meðan eru kennarar að gera kröfur sem eru ferfalt það eða jafnvel meira. Það gefur alveg auga leið að það er langt út fyrir a.m.k. þróun þeirra tekjustofna sem sveitarfélögin byggja sína greiðslugetu á og í al- geru ósamræmi við launaþróun annarra. Þannig að það ber mikið á milli, það er alveg óhætt að segja það. En við munum hittast á föstu- daginn og orð eru til alls fyrst,“ segir Birgir. Vel miðar í kjaraviðræð- um annarra en kennara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.