Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 11

Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 11 Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4. flokkur, 21. apríl 2004 Kr. 1.000.000,- 10109B 12225B 14914G 15607G 17502B 26385G 33086E 33112B 39723E 40224B 43359F 45808E 46258E 47334E 52900H VEGNA mikils hávaða af múrbroti og öðrum framkvæmdum utandyra hjá Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands við Háaleitisbraut í Reykjavík, má gera ráð fyrir því að nokkur truflun verði á starfsemi stofnunar- innar á næstu vikum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá HTÍ. Nú er unnið að endurbótum á Val- höll að utan, húsnæðinu þar sem stofnunin er til húsa og fylgir því mikill hávaði. Starfsemi HTÍ krefst þess að gott hljóð sé bæði þegar unn- ið er við heyrnarmælingar og ekki síður við stillingu á heyrnartækjum, að því er segir í fréttatilkynningu. Reynt hefur verið að færa starfs- menn, sem sjá um heyrnarmælingar, til innanhúss, en hefur það dugað skammt þar sem hávaðinn frá múr- brotinu leiðir um allt hús. Eru tveir klefar á stofnuninni sérstaklega hljóðeinangraðir til heyrnarmælinga og hefur aðeins verið hægt að nota annan þeirra eftir að múrbrotið hófst. Segir einnig að viðbúið sé að hann verði ekki nothæfur þegar iðn- aðarmenn færa sig til eftir því sem verkinu vindur fram. Í fréttatilkynningunni biðst stofn- unin velvirðingar á þessum truflun- um og vonar að viðskiptavinir verði ekki fyrir miklum óþægindum af þeirra völdum. Reynt verður að laga starfsemina að múrbrotinu og hefur verið samið við verktakana um að ekki verði unnið við múrbrot á ákveðnum tíma dagsins. Múrbrotið gæti staðið yfir næstu fjórar til sex vikur. Morgunblaðið/Ásdís Heyrnar- og talmeinastöð Íslands Mikill hávaði raskar starfsemi menningararfi sínum enda styrki það Kanada sem ríki. Kanadísk stjórnvöld hafi styrkt ýmislegt í þessari viðleitni Kanadamanna af íslenskum uppruna og allur styrk- ur sé af hinu góða. ,,Þetta er allra hagur og þannig verður það að vera,“ segir hann og tekur undir með Birni Inga varðandi mikilvægi þess að um lifandi menningar- og viðskiptasamband sé að ræða. ,,Þetta er ekki bara fortíðin heldur nútíðin og framtíðin.“ Björn Ingi bætir við að alls staðar þar sem þeir hafi komið hafi þeir hitt ein- staklinga sem af mikilli hugsjón og óbilandi krafti hafi haldið sam- skiptunum gangandi undanfarna áratugi. ,,Þessi vakning, sem nú er í gangi, er tiltölulega nýtilkomin og hefði kannski aldrei komið til ef ekki hefði verið fyrir elju þessara nokkurra einstaklinga sem maður finnur að eru nú að sjá uppskeru erfiðis síns.“ Í þessu sambandi nefna þeir meðal annars Neil Bardal, Kris Stefanson, Eric Stef- anson, Davíð Gislason, Nelson Gerrard og Brynjólf Helga Sigur- geirson eða Binna í Heclu. ,,Nelson er til dæmis að vinna starf sem er ómetanlegur grunnur í því að brúa kynslóðabilið milli sögunnar og þeirra sem geta lesið um hana,“ segir Illugi og Björn Ingi dregur fram ógleymanlega mynd af Binna. ,,Binni er dæmigerður íslenskur sjómaður sem maður hittir í hverju einasta plássi á Íslandi en eini munurinn er sá að hann stundaði sjómennsku í 49 ár á Winnipeg- BJÖRN Ingi Hrafnsson, aðstoðar- maður utanríkisráðherra, og Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður for- sætisráðherra, hafa verið á yfirreið um Manitoba í Kanada undanfarna daga til að kynna sér ,,íslenska“ samfélagið í fylkinu og styrkja tengslin, sem ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á. ,,Greinilegt er að það framlag ríkisstjórnarinnar að opna ræðis- mannsskrifstofu í Winnipeg hefur gjörbreytt öllum samskiptum og það er mjög ánægjulegt að heyra það hjá heimamönnum,“ segir Björn Ingi og Illugi tekur í sama streng. ,,Aðalatriðið er ekki bara það sem maður sér heldur það sem maður upplifir,“ segir Illugi. ,,Það er ógleymanlegt að hitta allt þetta góða fólk, sem lætur sér svo annt um uppruna sinn og tengslin við gamla landið.“ Vaxandi áhugi Samskiptin milli Manitoba og Ís- lands hafa aukist mikið undanfarin ár. Björn Ingi og Illugi segja að ástæða sé til að vona að þessi gagn- kvæmi áhugi fari vaxandi. ,,Það hefur komið skemmtilega á óvart að heyra að ungt fólk af íslenskum uppruna sé farið að sýna þessum tengslum meiri áhuga en áður,“ segir Illugi og vísar meðal annars til aukins áhuga á íslenskunámi og heimsókna til Íslands. ,,Tengsl við upprunann skipta þetta unga fólk greinilega miklu máli.“ Hann bætir við að hið mikla starf einstaklinga og félagasamtaka hafi komið á óvart. ,,Það er mikilvægt að hafa fengið tækifæri til að hitta forystu- menn allra þessara félagasamtaka og fá að heyra og kynnast öllum þeim aragrúa verkefna sem eru í gangi,“ segir hann. Björn Ingi bendir á að sóknar- færin felist meðal annars í því að viðhalda þessari sameiginlegu menningu og mikilvægt sé að ætt- fræðin sé aðgengileg jafnt í Mani- toba sem á Íslandi. ,,Auk þess eru mikil sóknarfæri í ferðamennsku, viðskiptum og samskiptum háskól- anna og jákvæð tíðindi af þeim vettvangi á næstunni munu skipta mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að um leið og komið verður á við- skiptasamband á milli þessara tveggja svæða verður miklu auð- veldara að styrkja öll önnur sam- skipti, sem koma þá í beinu eða óbeinu framhaldi.“ Lifandi samband milli landanna mikilvægt Illugi bendir á að kanadísk stjórnvöld hafi lagt á það áherslu að þjóðarbrotin í Kanada sinni vatni.“ ,,Ég þekki marga svona karla,“ segir Illugi, sem eins og Björn Ingi var í sinni fyrstu ferð til Manitoba. „Þetta er gríðarlega öflugt fólk“ Björn Ingi og Illugi hafa kynnt sér vel sögu íslensku landnemanna. Þeir segja að það sé ógleymanlegt að hafa séð umhverfið sem land- nemarnir þurftu að berjast við og að hafa kynnst afkomendum þeirra. ,,Þetta er gríðarlega öflugt fólk,“ segir Illugi. ,,Maður skynjar það líka hjá þessu fólki, sem nú stendur framarlega í samfélaginu, að undir niðri er sú vitneskja að forfeðurnir hefðu verið ánægðir að sjá stöðuna nú miðað við þau ósköp sem þeir þurftu að leggja á sig við erfiðar aðstæður,“ bætir Björn Ingi við. Íslendingar voru vart komir til Manitoba þegar þeir hófu blaða- útgáfu og segja Björn Ingi og Ill- ugi að það sé mjög sláandi. ,,Það sýnir að þetta fólk ætlaði sér að setjast hér að, búa til samfélag, sem hefði allt það til að bera til að fólk gæti lifað mannsæmandi lífi,“ segir Illugi. ,,Þetta fólk vissi það vel að til þess að halda samfélaginu saman þurfti það sameiningartákn,“ segir Björn Ingi. ,,Við skynjum það mjög vel á fólki að sameiningartáknin, útgáfa Lögbergs – Heimskringlu og félagsstarfið allt, eru ákaflega mikils virði og bindur þetta allt saman.“ Aukin sóknarfæri í samskiptunum milli Manitoba og Íslands Morgunblaðið/Steinþór Frá móttöku í Safni íslenskrar menningararfleifðar í Nýja-Íslandi. Frá vinstri: Tammy Axelsson, framkvæmdastjóri safnsins og kjörræðismaður Íslands í Gimli, Peter Bjornson, menntamálaráðherra Manitoba, Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, og Illugi Gunnarsson, að- stoðarmaður forsætisráðherra. SÝNINGIN Dagar umhverfisins verður á vegum umhverfisráðs í Smáralind í Kópavogi næstkomandi laugardag og sunnudag. Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra setur sýninguna með ávarpi kl. 11 á laug- ardag og opnar um leið Arnarvef- inn, upplýsingavef um haförninn. Dagur umhverfisins er haldinn há- tíðlegur 25. apríl ár hvert. Í kynningardagskrá umhverfis- daga segir Siv Friðleifsdóttir að 25. apríl sé fæðingardagur Sveins Páls- sonar, fyrsta íslenska náttúrufræð- ingsins, en hann hafi einna fyrstur hvatt til aðgerða gegn eyðingu skóga á Íslandi. Hafi verið ákveðið að minnast lífsstarfs og hugsjóna Sveins með því að helga þennan dag umhverfismálum. Hún segir það ný- breytni hjá umhverfisráði að efna til daga umhverfisins. Markmiðið með sýningunni segir hún vera að fræða um umhverfismál á breiðum grund- velli. Síðari daginn veitir umhverf- isráðherra viðurkenninguna Kuð- unginn, því fyrirtæki sem þykir skara fram úr á sviði umhverfis- mála. Yfir 30 aðilar sýna og kynna starf- semi sína á Dögum umhverfisins og eru það m.a. fyrirtæki á sviði sam- gangna, aðilar sem starfa að um- hverfismálum og náttúruvernd, bílaumboð, ferðaskrifstofa, prent- smiðjur og Morgunblaðið sem kynn- ir stefnu sínu í umhverfismálum og árangur. Yfir 30 sýnendur á umhverfisdögum í Smáralind UMHVERFISRÁÐHERRA, Siv Friðleifsdóttir, lagði áherslu á markvissari aðgerðir ríkja til varn- ar vatnsmengun og mengun sjávar á fundi umhverfisráðherra OECD- ríkjanna sem haldinn var í París í vikunni og lauk í gær. Á fundinum var rætt um stöðu umhverfismála í viðkomandi ríkj- um, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá umhverfisráðu- neytinu. „Fjallað var um leiðir til að tryggja betri framgang á sviði um- hverfismála, sérstaklega með notk- un efnahagsstjórntækja svo sem umhverfisgjalda og skatta,“ segir í tilkynningunni. „Í skýrslu um stöðu mála í OECD-ríkjunum, sem lá fyrir ráð- herrafundinum, kemur m.a. fram að þótt ýmislegt hafi áunnist sl. þrjú ár í löndum OECD í umhverf- ismálum þá miðar stefnumiðum OECD hægt og því sé nauðsynlegt að grípa til róttækari aðgerða ef sett markmið eiga að nást fyrir ár- ið 2010,“ segir enn fremur. Siv Friðleifsdóttir á fundi umhverfisráðherra OECD-ríkjanna Lagði áherslu á varnir gegn mengun sjávar FLUGVALLARGJÖLD eru í dag 1.250 kr. í millilandaflugi og 175 kr. í innanlandsflugi. Samkvæmt nýju frumvarpi samgönguráðherra um breytingar á lögum um flugmála- áætlun og fjáröflun til flugmála lækka gjöldin í 980 kr. í millilanda- flugi eða um 27,5% og hækka í 382 kr. í innanlandsflugi eða sem nemur 118%, nái frumvarp ráðherra fram að ganga. Breytingar á farmiðaverði verða því óverulegar. Óveruleg áhrif á far- miðaverð Breytingar á flugvallargjöldum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.