Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSRAELSKIR hermenn skutu í gær til bana átta Palestínumenn á Gaza og hafa þá drepið alls 12 frá því á þriðjudag. Segja vitni, að aðeins tveir mannanna hafi skipst á skotum við ísraelsku hermennina en hinir aðeins bar- ist með grjóti. Að minnsta kosti 45 manns særðust. Voru her- mennirnir að hefna þess, að flugskeytum hafði verið skotið að gyðingabyggðum. Jibril Rajoub, öryggisráðgjafi Yassers Arafats, forseta Palestínu- manna, sagði í gær í viðtali við egypskt tímarit, að það væri að- eins tímaspursmál hvenær Ísr- aelar réðu Arafat af dögum. Dómstóll yfir Saddam TALSMENN Íraska fram- kvæmdaráðsins hafa greint frá því að búið sé að skipa dómstól sem ætlað er að rétta yfir Sadd- am Hussein, fyrrverandi for- seta Íraks, og öðrum embætt- ismönnum í stjórn hans. Dómstjóri verður Salem Chalabi, sem er lögmaður menntaður í Bandaríkjunum og frændi Ahmeds Chalabis, sem á sæti í framkvæmdaráðinu íraska. Hefur hann þegar til- nefnt sjö dómara og fjóra sak- sóknara. Ákveðið hefur verið, að dómstóllinn fái 75 milljónir dala, jafnvirði um 5,3 milljarða króna, úr að spila á fyrsta starfsárinu. Frá því stjórn Saddams féll hafa um 300 þúsund lík fundist í fjöldagröfum í Írak, flest af sjía- múslimum og Kúrdum sem sættu ofsóknum meðan Saddam var við völd. Íraksher beitti einnig efnavopnum gegn óbreyttum borgurum til að bæla niður uppreisn Kúrda. Danskur gísl fannst látinn DANSKUR kaupsýslumaður, sem rænt var í Írak í síðustu viku, fannst látinn tveimur dög- um síðar. Bárust ekki fréttir af líkfundinum fyrr en í fyrrinótt að sögn danska utanríkisráðu- neytisins. Danska blaðið Politik- en sagði, að maðurinn hefði heit- ið Henrik Frandsen, 35 ára gamall, og hefði ásamt íröskum vini sínum ætlað að koma upp verslun í Basra með raftæki og búnað til að hreinsa vatn. Ekki er vitað hverjir rændu honum eða í hvaða tilgangi. Hnekkir fyrir stjórnmálin ERKIBISKUPINN af Kant- araborg, Rowan Williams, sagði í ræðu í fyrradag, að bresk stjórnmál hefðu orðið fyrir hnekki vegna ríkisstjórnar, sem þóttist vita með vissu sumt, sem síðar reyndist vera tilhæfulaust. Átti hann þá við Íraksstríðið þótt hann nefndi það ekki á nafn. Í ræðunni fjallaði hann um hlýðniskyldu kristinna manna og sagði, að hún mætti aldrei verða til, að menn tækju þegj- andi við öllum skipunum í von um að verða umbunað fyrir það síðar. STUTT Ísraelar skutu átta á Gaza Saddam Hussein MORDECHAI Vanunu, sem gat sér heimsfrægð fyrir að ljóstra upp um kjarnorkuvopnaáætlanir Ísraela, var látinn laus úr fangelsi í gær. Hefur hann setið inni í 18 ár en er augljós- lega óbugaður með öllu. Fyrsta verk hans sem frjáls manns var að lýsa yf- ir, að hann væri stoltur af því að hafa sagt umheiminum sannleikann. Í augum margra Ísraela er Van- unu svikari og foreldrar hans sneru baki við honum er hann kastaði gyð- ingdómnum og gerðist kristinn. Er honum var sleppt í gær beið hans fjöldi manna, annars vegar ofsa- trúarmenn og þjóðernissinnar, sem kröfðust þess, að hann yrði drepinn, og hins vegar margir stuðnings- manna hans. Fögnuðu þeir honum með því að sleppa hvítum friðardúf- um. Heldur baráttunni áfram Við lá, að Vanunu yrði ekki sleppt vegna þess, að hann neitaði að gefa upp fyrirhugaðan dvalarstað sinn og eins og fyrr segir hefur 18 ára fanga- vist, þar af hátt í 12 ár í einangrun, ekki bugað hann. Árin hafa vissulega sett sinn svip á hann en hann er stað- ráðinn í að halda áfram baráttunni. Er hann gekk út úr fangelsinu skor- aði hann á ísraelsk yfirvöld að losa sig við kjarnorkuvopnin. „Ég er maðurinn á götunni, venju- legur borgari, en ég mun gera skyldu mína. Ég mun hlýða rödd samvisku minnar,“ segir Vanunu í bréfi, sem hann skrifaði í fangelsinu. Vanunu ljóstraði upp um leyndar- mál Dimona-kjarnorkuversins í við- tali við Sunday Times í Bretlandi en ísraelska leyniþjónustan egndi fyrir hann með fagurri snót, sem fékk hann til að fara með sér frá Bretlandi til Ítalíu. Þar var honum síðan rænt og hann fluttur til Ísraels. Var hann dæmdur fyrir „njósnir“ 1986. Í við- talinu upplýsti Vanunu, að Ísraelar réðu yfir meira en 100 kjarna- sprengjum. Ættleiddur af bandarískum hjónum Vanunu starfaði í Dimona-verinu en gamlir kunningjar hans segja, að hann hafi gerst æ vinstrisinnaðri og verið mjög andvígur Líbanonsstríð- inu 1982. Mörgum þótti þó sem hann biti höfuðið af skömminni er hann kastaði gyðingdómi og gerðist mót- mælendatrúar. Breytti hann líka nafni sínu og heitir nú John Cross- man með tilvísan til hins kristna kross. Segist hann hafa verið litinn hornauga og ofsóttur á ýmsa lund vegna sinnar kristnu sannfæringar. Má ekki ræða við útlendinga Eins og fyrr segir vilja foreldrar hans ekkert af honum vita og vitjuðu hans aldrei í fangelsinu. Hjónin Nick og Mary Eoloff í Minnesota í Banda- ríkjunum hafa hins vegar ættleitt hann með löglegum hætti. Þótt Vanunu sé nú laus eftir 18 ára fangavist er hann samt ekki frjáls ferða sinna. Hafa ísraelsk yfirvöld sett verulegar takmarkanir við þeim og hann má ekki tala við útlendinga. Er Vanunu kom til Jerúsalem var það hans fyrsta verk að biðjast fyrir í kirkju þar sem Peter Hounam, breski blaðamaðurinn sem tók við hann hið örlagaríka viðtal á sínum tíma, tók á móti honum hálfgrátandi. Vanunu sagði, að ísraelska leyni- þjónustan hefði reynt að ræna hann vitinu, til dæmis með því að hafa hann í einangrun í næstum 12 ár. Kvaðst hann hafa sagt leyniþjónustu- mönnunum, að þeim myndi ekki tak- ast það og það hefði þeim heldur ekki tekist. „Ég mun hlýða rödd samvisku minnar“ Reuters Ísraelinn Mordechai Vanunu, öðru nafni John Crossman, gaf sigurmerki með fingrunum er hann gekk út úr Shikma-fangelsinu í borginni Ashkelon í gær. Þar var honum haldið í 18 ár, þar af meira en ellefu ár í einangrun. Vanunu, sem skýrði frá kjarnavopna- áætlunum Ísraela, óbugaður eftir 18 ár í fangelsi, þar af meira en 11 í einangrun Jerúsalem. AFP. MANNTJÓN varð og miklar skemmdir urðu á stjórnsýsluhúsi í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, af völdum bílsprengju skömmu eftir hádegi í gær að staðartíma. Stjórnvöld sögðu síðdegis í gær að minnst átta öryggisverðir hefðu látið lífið og um 120 manns særst. Eldur varð laus í húsinu, sem er í Al-Washm-hverfi og er notað af öryggislögreglu landsins og fjöldi bíla í grennd við það gereyðilagð- ist. Sjónarvottar sáu bíl ekið að öryggisgirðingu við húsaþyrp- inguna, verðir vísuðu ökumann- inum frá. Hann sneri þá við en í sömu andrá varð sprenging í bíln- um. Reuters Mannskætt tilræði í Riyadh YFIRVÖLD í Frakklandi vísuðu í gær úr landi alsírskum múslíma- klerk en hann hélt því fram í við- tali, að Kóraninn, trúarrit múslíma, heimilaði ekki aðeins fjölkvæni, heldur leyfði líka karlmönnum að lemja konur sínar. Abdelkader Bouziane, sem var klerkur við mosku í Lyon, var handtekinn vegna ummælanna, sem hann lét falla í viðtali við tíma- ritið Lyon Mag, en þau hneyksluðu marga, ekki síst samtök franskra múslíma. Hvöttu þau til, að hann yrði rekinn frá moskunni. Ollu um- mælin líka reiði meðal annarra Frakka og stjórnmálamanna, sem kröfðust þess, að honum yrði vísað úr landi. Var það gert í gær og hann fluttur til Alsírs. Kennslubók í barsmíðum Í janúar síðastliðnum fékk músl- ímaklerkur á Spáni skilorðsbund- inn dóm vegna bókar, sem hann gaf út 1997, en í henni útlistar hann fyrir múslímskum karlmönn- um hvernig þeir skuli berja konur sínar. Leyfilegt að lemja konur Múslímaklerk vísað frá Frakklandi Lyon. AFP. BANDARÍSKIR vísindamenn hafa skilgreint nýtt heilkenni sem nær til slæmrar hegðunar hjá börnum undir tíu ára, svonefnda andstöðu- og þvermóðskuröskun. Frá þessu greinir breska blaðið The Daily Telegraph nýverið. Heilkennið nýja heitir á ensku „Oppositional Defiant Disorder“, skammstafað ODD, og skaut fyrst upp kollinum hjá Bandarísku geð- læknasamtökunum á níunda áratugnum, en nú undanfarið hefur orðið skyndileg og mikil aukning á beitingu þess við greiningu, segir blaðið. Þeir vísindamenn sem skrifað hafa um ODD segja, að þeir sem haldnir séu heilkenninu „ríf- ist sífellt við fullorðna“, „beinlínis neiti að fara að kröfum og reglum sem fullorðnir setja“ og „skaprauni fólki oft viljandi“. Ennfremur er sagt, að börn sem þjást af þessari röskun „kenni sífellt öðrum um það sem þau geri sjálf af sér“. Andstöðu- og þvermóðskuröskunin er ein af um 300 skilgreindum andlegum heilkennum – flest hafa verið skilgreind af bandarískum vís- indamönnum – sem læknar og sálfræðingar nota til að útskýra slæma hegðun. Talið er að ýmsar þessara „hegðunarraskana“ megi með- höndla með lyfjum á borð við rítalín. Ýmsir sálfræðingar og barnasérfræðingar sem Daily Telegraph ræðir við draga þó í efa ágæti þess að skilgreina svona heilkenni. Vandamálið megi rekja til fullorðna fólksins sem elur börnin upp, ekki barnanna sjálfra. Geðlæknirinn Gareth Vincenti segir við blaðið, að ofnotkun sjúkdómsheita geti í mörgum til- vikum orðið afsökun fyrir slæma hegðun barna. „Hegðunin er gerð að læknisfræðilegu fyr- irbæri með því að segja að barnið sé veikt, og um leið er hvorki við barnið að sakast né for- eldrana,“ segir Vincenti. Heilkenni óhlýðniröskunar skilgreint
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.