Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 26
Sandgerðisbær | Sigurður Valur
Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sand-
gerðisbæjar, segir það aðeins
tímaspursmál hvenær stórslys
verða á fólki við ratsjárstöðina
Rockville á Miðnesheiði en börn
og ungmenni hafa gert sér að leik
að fara inn á svæðið sem að mati
bæjarstjórans er stórvarasamt.
Bæjaryfirvöld áttu fund með full-
trúa frá varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins í fyrradag
vegna málsins og hyggjast rita
Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli
bréf þar sem krafist er úrbóta.
Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað
óskað eftir því við Varnarliðið að
mannvirki yfirgefnu ratsjárstöðv-
arinnar Rockville verði rifin en
Varnarliðið hefur lýst því yfir að
það hafi ekki fjármagn til að ráð-
ast í verkið.
Nánast hver einasta
rúða brotin
„Það er ekkert launungarmál að
ég hef verulegar áhyggjur af
stöðu þessara mála. Nú er að vora
og krakkanir hafa meiri tíma eftir
að skóla lýkur og fara mikið þang-
að upp eftir í eggjaleit og berja-
leit. Þó að gömul girðing sé þarna
í kring er svæðið opið og búið að
brjóta þarna nánast hverja ein-
ustu rúðu. Þarna er laust drasl
fjúkandi um og menn hafa talað
um að þarna sé asbestmengun og
þar af leiðandi er þetta enginn
staður fyrir börn að vera á.“
Að sögn Sigurðar eru í einu
húsinu stórvarasöm gólf, sk.
„kerfisgólf“ þar sem börn geta
hæglega fallið niður og stórslas-
ast. „Það sem ég hef hins vegar
einna mestar áhyggjur af eru
dísilrafstöðvar sem voru notaðar
til að framleiða rafmagn fyrir
svæðið þegar rafmagn féll út.
Þarna eru olíutankar og sýru-
geymar til að búa til rafmagn ef
dísilrafstöðvarnar duttu út. Þetta
hús er núna opið og er stór-
hættulegt ef börn komast að
þessu, og þau komast að þessu.“
Sigurður segir að Varnarliðið
hljóti að eiga sjóði til að grípa til
þegar um öryggismál er að ræða
sem varði almannaheill á svæðinu.
„Það er ekki líðandi að það
skulu vera skilin eftir mannvirki
sem geta orðið fólki að fjörtjóni
hér í nágrenni við þrjá byggð-
arkjarna.“
Bæjaryfirvöld hyggjast senda
Varnarliðinu bréf þar sem krafist
verður úrbóta.
Sorglegur endir
á góðu samstarfi
„Það má hins vegar ekki gleyma
því að samskipti Varnarliðsins og
bæjarfélaganna í kring, einkum
Sandgerðisbæjar og flughersins
hvað varðar Rockville, hafa alla tíð
verið mjög góð. Það væri sorgleg-
ur endir á góðu samstarfi ef þetta
myndi enda með einhverri skelf-
ingu,“ segir Sigurður.
Að sögn hans er með öllu óljóst
hver bæri ábyrgðina ef fólk slas-
aðist inni á svæðinu. Varnarliðið
hafi lýst því yfir að svæðið sé
bannsvæði og ábyrgðin sé þeirra
sem fari í leyfisleysi inn á svæðið.
„Það er hins vegar þannig, eink-
um þegar börn eiga í hlut, að það
er erfitt að standast freisting-
arnar,“ segir Sigurður og ítrekar
að mikilvægt sé að lausn verði
fundin á málum.
Sýrugeymar og olíu-
tankar í opnu rými
„Stórhættulegt“ og aðeins tímaspursmál hvernær slys verða á fólki, að
mati bæjarstjórans í Sandgerði sem krefst úrbóta af hálfu Varnarliðsins
Börn og ungmenni hafa gert sér að leik að fara inn á svæðið þar sem
Rockville-ratsjárstöðin á Miðnesheiði var áður til húsa.
SUÐURNES
26 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Reykjanesbær | Húsfyllir var á tónleikum
„Bassanna þriggja frá Keflavík“ í Lista-
safni Reykjanesbæjar sl. sunnudag. Er
þetta í fyrsta sinn sem bassasöngvararnir
Jóhann Smári Sævarsson, Davíð Ólafsson
og Bjarni Thor Kristinsson syngja allir
saman og greinilegt var að Keflvíkingar
og nærsveitamenn höfðu beðið eftir þess-
um tónleikum lengi, slík voru fagnaðar-
ópin.
Fyrir hlé samanstóð efnisskráin af ís-
lenskum og erlendum einsöngslögum en
eftir hlé voru fluttar aríur úr vinsælum óp-
erum. Meðfylgjandi mynd var tekin við
flutning Heljargöngunnar, sem er loka-
atriði óperunnar Don Giovanni eftir Moz-
art. Kurt Kopecky lék undir á flygil.
Það var Tónlistarfélag Reykjanesbæjar
sem stóð fyrir tónleikunum.
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Húsfyllir á tónleika
„Bassanna þriggja“
Reykjanesbær | Þroskahjálp á Suður-
nesjum fékk í fyrradag eina milljón króna
að gjöf frá Bónus en fyrirtækið gaf 15 millj-
ónir króna til ýmissa góðgerðamála og var
Þroskahjálp þeirra á meðal. Jóhannes Jóns-
son, stofnandi Bónuss, afhenti peningana
en forsvarsmenn fyrirtækisins afhentu
styrkina í tilefni af 15 ára afmæli Bónuss.
Garðar Garðarsson, gjaldkeri Þroska-
hjálpar á Suðurnesjum, tók á móti styrkn-
um fyrir hönd félagsins.
Þroskahjálp á Suður-
nesjum fékk 1 milljón
Reykjanesbær | Stjórn og vara-
stjórn Starfsmannafélags Suð-
urnesja var endurkjörin á aðal-
fundi félagsins sem haldinn á
Flughóteli í fyrrakvöld. For-
maður er Ragnar Örn Péturs-
son og varaformaður Sæmundur
Pétursson. Að loknum aðalfundi
var fundur haldinn með hóp-
ferðabílstjórum hjá SBK þar
sem nýr kjarasamningur við
Samtök atvinnulífsins var
kynntur. Samningurinn var að
því loknu borinn undir atkvæði
og samþykktur samhljóða.
Að sögn Ragnars Arnar felur
samningurinn í sér töluverða
hækkun lægstu launa og að
öðru leyti svipaðar launahækk-
anir og Starfsgreinasambandið
og Flóabandalagið sömdu um
við Samtök atvinnulífsins fyrir
skemmstu. „Það eru ýmsar lag-
færingar í þessu eins og orlofs-
uppbót og desemberuppbót sem
eru lagfærðar verulega.“
Samningurinn nær til hóp-
ferðabílstjóra SBK og starfa
tæplega tuttugu manns eftir
samningnum.
Starfsmannafélag Suðurnesja
Stjórnin
endurkjörin
FROST ACTIVITY
Ólafur Elíasson
Björgólfi Thor Björgólfssyni og Samson Eignarhaldsfélag, er sannur hei›ur a› veita s‡ningunni brautargengi.
Opi› daglega 10-17.
Sí›asta s‡ningarhelgi
Hús Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhús, Kjarvalssta›ir og Ásmundarsafn eru öll
opin sumardaginn fyrsta.
Veri› velkomin!