Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga verður haldinn
á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38,
fimmtudaginn 29. apríl 2004 kl. 17:15.
Fundarefni:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningsskil.
3. Fjárfestingarstefna.
4. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12.2003 - skýrsla
tryggingafræðings sjóðsins.
5. Stjórnarlaun .
6. Breytingar á samþykktum.
7. Kosning eins manns í stjórn og eins til vara.
8. Kosning endurskoðanda og tveggja
skoðunarmanna.
9. Önnur mál.
Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt
skýrslu tryggingafræðings munu liggja frammi á skrifstofu
sjóðsins viku fyrir aðalfund, sjóðfélögum til sýnis.
Ársreikning má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins
www.lifsverk.is.
Reykjavík, 14. apríl 2004.
Stjórnin.
SAMSÝNINGU með sjálfum sér kallar
Birgir Andrésson sýninguna sem nú gefur
að líta í Galleríi i8 við Klapparstíg. Birgir
sýnir þónokkur verk í þessu tiltölulega litla
rými, textaverk, ljósmyndir og teikningar
auk skúlptúrs eftir Kristin E. Hrafnsson,
unninn út frá einu verki Birgis. Sýning
Birgis er þó langt í frá sundurleit og verkin
tengjast innbyrðis af því þema sem einkennt
hefur list Birgis um árabil en það er endur-
vinnsla og skoðun á íslenskri menningu og
fyrirbærum í íslensku samfélagi fyrr og nú.
Innihald verkanna á sýningunni býr yfir
tregablandinni fegurð og einhverri fortíð-
arþrá, það má segja að þau fjalli um hverf-
ulleikann, hinn horfna tíma og á sama tíma
um þá blekkingu sem listin er; ljósmynd er
teikning, teikning er ljósmynd en á end-
anum leysist allt upp í frumeindir sínar,
punkta sem sýna ekkert nema yfirborðið.
Verk Birgis eru í takt við samtímann hvað
varðar hugleiðingar um eðli listaverka og
samtal listamannsins við áhorfandann um
leið og þau fela í sér þennan yndislega sér-
íslenska trega sem Molarnir sungu um einu
sinni, trega norðursins.
Texti og myndir
Framsetning texta í myndlistarlegu sam-
hengi er eilíft stríð og mótsögn í sjálfu sér,
það er mikið vandaverk að finna textum
réttan framsetningarmáta miðað við inni-
hald þeirra, sýningarstað og samhengi.
Möguleikarnir eru margir og texta má setja
fram í hvaða miðli sem er, heyranlegum,
sýnilegum, hreyfanlegum. Hvaða stærð sem
er, í bók eða með risastöfum á vegg, með
hjálp hátalara, á skjá og svo framvegis. Það
er þó fyrst og fremst hlutverk listamannsins
að skapa áhorfandanum rými til að lesa og
njóta þess texta sem sýndur er, skapa inni-
legt rými, opinbert rými eða hvað sem við á.
Reynslan sýnir svo að það er eiginlega alger
undantekning ef listamanninum tekst vel
upp því þetta er afar vandasamt. Listsýn-
ingarrými bjóða eiginlega ekki upp á mögu-
leikann á afslöppuðum lestri og þessi tak-
mörk verða oft til þess að ágæt listaverk ná
ekki að njóta sín sem skyldi. Það er einnig
það sem gerist hér, en hestatextar þeir sem
Birgir fann í bók Ásgeirs Jónssonar frá
Gottorp, Horfnir góðhestar, komast ekki
eins vel til skila og ákjósanlegt væri og það
er miður því þeir eru afar fallegir og sterk-
ir. Tónn þeirra er að mínu mati grunntónn
sýningarinnar en það er svo þröngt um þá
að augu áhorfandans hvarfla frá einum til
annars í stað þess að gefa sér tíma til að
njóta hvers fyrir sig. Ég er heldur ekki frá
því að þessi sýning Birgis hefði í heildina
notið sín betur í stærra rými sem hefði gefið
verkum hans meira andrúm auk mögu-
leikans á að hafa öll verkin í sama rými.
Birgir sýnir hér einnig teikningar, ljós-
myndir og málverk en í þeim verkum má
finna leik að ákveðnu þema sem ég skynja
sem meðvitaðan blekkingarleik af hálfu
listamannsins þar sem hann vísvitandi leik-
ur sér með hugsanlega þrá áhorfandans eft-
ir einhverju raunverulegu; raunverulegri
sköpun, raunverulegri fegurð, eða þrá eftir
liðnum tíma þegar allt á að hafa verið raun-
verulegra og áþreifanlegra en það er í dag.
Seríulögmál
hugmyndalistarinnar
Verk Birgis einkennast oft á tíðum af
hefðbundinni framsetningu hugmyndalista-
verka, seríum og beinum röðum, fylltum
veggjum og stöðluðum litum og letri, hér
notar Birgir til dæmis svipaða aðferð og
Lawrence Weiner við framsetningu texta á
vegg. Áðurnefndir hestatextar eru einnig í
staðlaðri framsetningu en Birgir hefur unn-
ið mannlýsingar á svipaðan hátt. Það er
spurning hvort þessi staðlaða framsetning
sé besta lausnin og í heild virkar sýningin
nokkuð niðurnjörvuð. Áhorfandinn nær þó
tvímælalaust að skynja þann þrótt og kraft
sem býr undir niðri, kannski væri óhætt að
leysa hann meira úr læðingi án þess að allt
færi úr böndunum? Ef til vill mætti slaka
aðeins á taumhaldinu á þessum verkum og
leyfa þeim að lifa sjálfstæðara lífi þannig að
séreinkenni þeirra fengju að njóta sín betur.
Að mínu mati birtist kjarni listamannsins
helst í hestatextunum og svarthvítu ljós-
myndunum, einnig í fortíðarþránni/hatrinu
sem kemur fram í textanum um afmæliskök-
una, en um leið mynda punktamálverkin og
teikningarnar af vatnsyfirborðinu svalt mót-
vægi við tilfinningahita þeirra verka og sýn-
ingin myndar sannfærandi heild. Skúlptúr
Kristins E. Hrafnssonar vinnur vel með
veggmynd Birgis, efnistökin eru einnig í
samhljómi við önnur verk Birgis.
Ég veit ekki hversu vel þekktur Birgir
Andrésson er hjá íslenskum almenningi en
hér er á ferðinni listamaður sem staðfast-
lega vinnur með íslenska menningu og alltaf
á ferskan, frumlegan og aðgengilegan hátt
og mörgum væri fengur í að kynnast honum
betur á stórri yfirlitssýningu. Enn eitt dæm-
ið um spennandi og aðgengilega samtímalist
sem afsannar klisjuna sem ég nenni ekki að
nefna.
Líkaminn og rýmið
Ragna St. Ingadóttir sýnir nú í Sjón-
arhornsseríu Listasafns Íslands. Hún sýnir
innsetningu með ljósmyndum, speglum og
myndbandi og framsetning verka hennar
fylgir einnig formlegri framsetningu hug-
myndalistaverka, þannig þekja ljósmyndir
af nöflum heilan vegg. Speglar og mynd-
band leitast við að gæða verkin lífi en tekst
það ekki nema mátulega. Í sýningarskrá
segist listakonan jafnan vinna með líkamann
og rýmið og jafnan í seríum en gefur ekki
ástæðuna fyrir þessu. Áhorfandinn skynjar
heldur ekki ástæðuna við skoðun þessara
verka sem eru ófrumleg, fylgja á yfirborð-
inu straumum og stefnum sem hafa verið of-
arlega á baugi síðastliðna áratugi en eru
innihaldsrýr. Þó að viðfangsefni þeirra bjóði
upp á ýmsar vangaveltur vottar ekki fyrir
neinu slíku í úrvinnslu listarkonunnar. Það
vekur furðu að Listasafn Íslands skuli velja
þessi verk til sýningar á sama tíma og al-
menningur fer á mis við verk fjölda hæfi-
leikaríkra listamanna vegna fárra sýning-
artækifæra.
Í fullkomnum takti
Jón Óskar fyllir nú salarkynni Kling &
Bang-gallerís við Laugaveg. Hann sýnir
fjöldann allan af myndverkum sem eru sam-
bland af mónógrafíum, teikningum og mál-
uðum myndum. Í sýningarskrá segir hann á
líflegan hátt frá ferli Ringo Starr og skapar
þannig skemmtilegt rými fyrir áhorfandann
til að njóta þessara hugmyndaríku, flæðandi
og kraftmiklu verka sem eru á mörkum
skissu og málverks, en þó að öllu leyti full-
gerð myndverk. Viðfangsefni Jóns Óskars
eru margvísleg minni, bæði úr bernsku og
samtímanum en þó í anda fortíðar, líkt og
hann horfi aftur til síðari hluta síðustu aldar
og vinni úr minningum sínum og samfélags-
ins.
Einnig birtast hér persónur úr heimi bók-
mennta og kvikmynda. Jón Óskar vinnur í
grunninn með persónulegar teikningar og
form sem skapast hafa á gagnrýnislausan
hátt, líkt og skýringarmyndir á minninga-
brotum eða draumum en síðan tekur at-
vinnulistamaðurinn við og skapar myndverk
sem lýtur lögmálum myndbyggingar og fag-
urfræði án þess að orkan sem býr í grunn-
teikningunni fari forgörðum. Hér er á ferð-
inni auðug sýning sem sprengir rými Kling
& Bang utan af sér og ekki væri úr vegi að
sjá einhver þessara verka aftur síðar í
stærri salarkynnum.
Séríslenskur tregi og fegurð birtast í textaverkum Birgis Andréssonar í Galleríi i8.
Í takt og trega
Hugmyndalist Rögnu St. Ingadóttur.
MYNDLIST
Gallerí i8
BLÖNDUÐ TÆKNI, BIRGIR ANDRÉSSON
Til 30 apríl. Gallerí i8 er opið fimmtudaga og föstu-
daga frá kl. 11–18 og laugardaga frá 13–17.
Listasafn Íslands
BLÖNDUÐ TÆKNI, RAGNA ST. INGADÓTTIR
Til 2. maí. Listasafn Íslands er opið frá kl. 11–17 alla
daga nema mánudaga.
Kling&Bang-gallerí
MYNDVERK, JÓN ÓSKAR
Til 25. apríl. Kling&Bang Gallerí er opið fimmtudaga
til sunnudaga frá kl. 14–18.
Óræð minni í verkum Jóns Óskars.
Ragna Sigurðardóttir
Fimmtudagur
Borgarbókasafn, Tryggvagötu
15 kl. 13 Boðið verður til ljóðagöngu
í miðbænum til að fagna sumar-
komu. Dagskráin er hluti af Ferða-
langi 2004, sem er verkefni á vegum
Höfuðborgarstofu. Einar Ólafsson,
ljóðskáld og bókavörður leiðir göng-
una. Staldrað verður við á völdum
stöðum og sviðið teiknað upp. Ljóð-
in verða af ýmsu
tagi en tengjast
öll Reykjavíkur-
borg og þema
Ferðalangs, þ.e.
að fara í ferðalag
um borgina og
sjá hana með nýj-
um augum. Gang-
an tekur 1–2 klst.
Borgarbóka-
safn,Tryggva-
götu 15. kl. 14.30 Líkt og tvö und-
anfarin ár hefur Borgarbókasafn
staðið fyrir vali á barnabók ársins
meðal 6–12 ára barna. Skari skrípó
afhendir verðlaunin og hristir brögð
fram úr erminni. Eþos-kvartettinn
leikur létta tónlist.
Norræna húsið kl. 14 Opnuð
verður sýning á teikningum úr
Kuggsbókum Sigrúnar Eldjárns. Á
dagskránni verður lestur úr bókum
Sigrúnar og Anna Pálína og Aðal-
steinn flytja létt barnalög. Einnig
kíkja Kuggur og Málfríður í heim-
sókn en nýjar bækur um þau vinina
koma út um þessar mundir.
Bókasafn Hafnarfjarðar stendur
fyrir vali á barnabók ársins 2003 að
mati 6 til 12 ára lesenda. Velja skal
eina bók og skrifa nafn hennar á
kjörseðil sem nálgast má í bókasafn-
inu. Atkvæðum þarf að skila fyrir
15. maí. Úrslit verða kunngjörð á
opnunardegi Bjartra daga hinn 12.
júní.
Kvenfélagshúsið Grindavík kl. 14
Bókasafnið, ásamt bókasafns- og
menningarnefnd Grindavíkur, býður
börnum að sjá sýningu Möguleik-
hússins, Hatt og Fatt.
Vika
bókarinnar
Sigrún Eldjárn
Einar Ólafsson
Anna P. Árnadóttir
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur býður
til bókmenntaveislu á kaffihúsinu
Súfistanum, Laugavegi 18, kl. 20.30 í
kvöld, fimmtudag. Kynnt verða tvö
þeirra verka sem eru komin út í vor-
bókaflóði Bjarts
2004: Fimm mílur
frá Ytri-Von eftir
Nicolu Barker og
Ég er ekki
hræddur eftir
ítalska rithöfund-
inn Niccolò Amm-
aniti. Hann kem-
ur hingað til lands
í tilefni af útkomu
bókarinnar á Degi bókarinnar og
verður sérstakur gestur kvöldsins.
Niccolò skaust upp á stjörnuhimin
ítalskra bókmennta árið 2001 með
þessari skáldsögu sinni. Hann er nú
búsettur í Róm en er frá Suður-Ítal-
íu og lýsir sagan andrúmsloftinu á
þeim slóðum þar sem fátækt, mennt-
unarskortur og atvinnuleysi hafa um
langa hríð verið ólíkt meiri en á
Norður-Ítalíu. Sagan hefur notið fá-
dæma vinsælda.
Niccolò Ammaniti áritar bók sína
að dagskrá lokinni.
Ammaniti
gestur Bjarts
Niccolò Ammaniti