Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 31
DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 31
Á ÞESSUM tíma voru næturgjafir
orðnar fastmótaðar, þú vaknaðir
um klukkan 6 og aftur um klukkan
9. Reyndar er varla hægt að segja
að þú hafir vaknað, enda ertu stein-
sofandi þegar ég gef þér. Þó ég sofi
með þér frameftir, er ég enn fegin
því hvernig meðgangan var búin að
búa mig undir að vakna nokkrum
sinnum yfir
nóttina. Á
meðgöng-
unni vaknaði
maður
nefnilega
ekki bara út
af bumb-
unni, heldur var maður líka alltaf á
klósettinu! „Ég þarf að pissa á 10
mínútna fresti,“ sagði ólétt vinkona
mín á síðustu vikunum sínum og
var greinilega orðin frekar þreytt á
þessu næturbrölti. „Ég veit það,“
svaraði ég hlæjandi og rifjaði þetta
upp. Strax á fyrstu vikum ólétt-
unnar eru tíðar klósettferðir eitt af
einkennunum. Sjálf vandist ég
þessu svo fljótt að ég held að stund-
um hafi ég bara hreinlega gengið í
svefni fram á klósett. Undir það
síðasta er samt margt annað sem
truflar svefninn. Barnið er orðið
stórt og fyrirferðarmikið, líkaminn
þunglamalegur og þreyttur. „Það er
náttúrulega allt farið að þrýsta svo
á,“ hélt ólétta vinkona mín áfram og
andvarpaði. Ég vissi af reynslu að
nú væri hún verulega farin að þrá
að hvílast betur. Viku eftir þetta
samtal eignaðist hún síðan 16
marka dóttur, tveimur vikum fyrir
tímann.
DAGBÓK MÓÐUR
Svefnleysi
Meira á föstudag.
DR. JOHN Harcup er breskur lyf-
læknir sem staddur var hér á landi
fyrir skömmu í tengslum við mark-
aðssetningu á Reykjavík sem heilsu-
borg (SPA city Reykjavík). John þessi
hefur áður komið
til Íslands og er
einn af fjölmörg-
um sem fallið hafa
flatir fyrir landi
elda og ísa hér í
norðrinu. Íslenska
vatnið heillar John
þó hvað mest og
segir hann það
vera gull okkar Ís-
lendinga. Glöggt er jú gests augað og
við sem búum hér og lítum á hreint
drykkjarvatn og heitt baðvatn sem
sjálfsagðan hlut, höfum auðvitað gott
af því að láta benda okkur á forrétt-
indi þau sem við búum við.
John hefur undanfarin tíu ár verið
ötull talsmaður heilsulinda og þrátt
fyrir að hann sé lærður lyflæknir þá
er hann á þeirri skoðun að fólk eigi
fyrst að leita annarra leiða en lyfja
eða leggjast undir skurðarhníf, þegar
krankleikar sækja á. „Heilsa er víð-
tækt hugtak og ótalmargt sem hefur
áhrif á hana. Ef við einföldum þetta
þá getum við sagt að oft vill gleymast
að líkamleg og andleg heilsa haldast í
hendur, eða hafa mikil áhrif í báðar
áttir. Þess vegna getum við bætt
heilsu okkar á svo margan annan hátt
en með lyfjum eða skurðaðgerðum og
eins skiptir miklu máli að stunda fyr-
irbyggjandi aðgerðir til heilsubótar.
Ein þeirra leiða er að nýta sér heilsu-
lindir og þar leikur vatn stærsta hlut-
verkið. Vatn er ótrúlega magnað fyr-
irbæri í einfaldleika sínum og getur
gert okkur svo margt gott, því slökun
og vellíðan skipta miklu máli þegar
heilsa er annars vegar. Ef við gleym-
um að sinna slökunarþættinum, þá
endum við í hnút,“ segir John og bæt-
ir við að fólk sé almennt orðið meðvit-
aðra um að allt vinni þetta saman og
því sé vaxandi áhugi fyrir heilsulind-
um víða í veröldinni. „Snerting vatns
við líkamann veitir mikla slökun og
hana er hægt að nálgast á ýmsan hátt,
til dæmis með því að láta líða úr sér í
heitum potti, sitja eða liggja í gufu-
baði, synda í sundlaug, svo ekki sé tal-
að um staði eins og Bláa lónið sem er
alveg frábært og einn af mínum uppá-
halds baðstöðum og hef ég þó farið
víða.“ John segir misjafnt hvað hverj-
um einstaklingi henti þegar leitað er
slökunar í vatni og því gott að geta
valið um ólíkt hitastig í pottum eða
gufuböðum, farið í nudd eða annað
slökunardekur á sama stað og jafnvel
lagt sig í hvíldarherbergjum með ró-
andi náttúruhljóðum.
„Við sem erum talsmenn heilsu-
linda og berjumst fyrir uppbyggingu
þeirra, erum ekki að finna upp hjólið,
því til eru heimildir um heilsulindir í
Róm til forna og víða annars staðar,
tyrknesku böðin þekkja allir og svo
mætti lengi telja. En við erum að
vekja þetta upp að nýju og það hefur
verið unnið í því undanfarin fjörutíu
ár. Við finnum góðan byr núna og ef-
laust hefur það eitthvað með vaxandi
umhverfisvitund fólks að gera og
áhuga á náttúrulegum leiðum til að
bæta heilsu sína.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Hollusta: Vatn er ótrúlega magnað fyrirbæri í einfaldleika sínum og getur
gert okkur gott því snerting vatns við líkamann veitir mikla slökun.
HEILSA
Vatn er
lífsins lind
khk@mbl.is
NORSKI landbún-
aðarháskólinn og Ósló-
arháskóli hafa hrint af
stað verkefni sem miðar
að því að kanna hvort
sveitastörf og nálægð við
húsdýr geti haft jákvæð
áhrif á líðan fólks sem á
við sálræn vandamál að
etja.
Um 60 sjúklingar, sem
þjást til dæmis af kvíða
og þunglyndi, taka þátt í
verkefninu. Þeim er ætl-
að að heimsækja sveita-
býli, þar sem meðal ann-
ars eru haldnar
mjólkurkýr og sauðfé,
tvisvar í viku og sinna
þar húsdýrum í þrjár
klukkustundir í senn, um þriggja
mánaða skeið. Að sögn Bjarne
Braastad, sérfræðings hjá Norska
landbúnaðarháskólanum, hefur til-
raunin farið vel af stað og segir hann
meðferðir á borð við þessa hugs-
anlega geta sparað heilbrigðiskerf-
inu háar fjárhæðir.
HEILSA
Húsdýr í hlutverk
sálfræðings?
Morgunblaðið/Golli
Tilraun: Sjúklingar sem þjást af þunglyndi og
kvíða fara tvisvar í viku á bóndabæ og verja
þremur klukkustundum með húsdýrunum.
hefst laugardaginn 24. apríl og stendur til 3. maí.
- SPENNANDI VALKOSTUR
Stangarhyl 3, 110 Reykjavík, sími 591 9000
www.terranova.is
Akureyri, sími 461 1099
Þýskaland
og Austurríki
með Terra Nova í sumar
frá 19.990.-
Terra Nova kynnir nú sölu á ódýru fargjöldunum til Þýskalands í
sumar á hreint ótrúlegum kjörum. Beint flug til vinsælustu borga
Þýskalands: Berlínar, Dusseldorf, Munchen, Frankfurt og Hamborgar.
Þú getur um leið valið um úrvals hótel í hverri borg og leigt
bílaleigubíl á einstaklega hagstæðum kjörum.
Munchen
Fimmtudaga
Kr. 29.910
Flugsæti til Munchen, 27. maí með sköttum.
Takmarkað sætaframboð.
Hamborg
Kr. 28.600
Flugsæti til Hamborgar, 18. júní með
sköttum. Takmarkað sætaframboð.
Berlín
Föstudaga / mánudaga
Kr. 19.990
Flugsæti til Berlínar, 10. maí með sköttum.
Verð er mismunandi eftir dagsetningum.
Dusseldorf
Kr. 27.110
Flugsæti til Dusseldorf, 4. júní með sköttum.
Takmarkað sætaframboð.
Frankfurt
Kr. 29.910
Flugsæti til Frankfurt, 3. júní með sköttum.
Takmarkað sætaframboð.
Vín
Kr. 29.990
Flugsæti til Vínar, 17. júní með sköttum.
Takmarkað sætaframboð.