Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 35
Þ
riðjudaginn 6. apríl
birtist leiðari hér í
Morgunblaðinu
undir fyrirsögninni
„Sótt að óbyggð-
unum“. Þar er snúist harkalega
gegn hugmyndum mínum og
margra annarra um Norð-
urveg, sem ég hef skýrgreint
svo, að eigi að liggja úr Borg-
arfirði um Hallmundarhraun og
Stórasand til Skagafjarðar.
Þessi leiðari er gagnlegur fyrir
þá sök, að þar hefur verið safn-
að saman á einn stað helstu rök-
semdunum gegn Norðurvegi.
Vegir um allt hálendið?
Á einum stað segir í leið-
aranum: „Það er hægt að færa
endalaus rök fyrir því að hag-
kvæmt sé frá þröngu fjárhags-
legu sjónarmiði að leggja vegi
um allt hálendið og virkja hvar
sem kostur er.“ Ekki veit ég
hvort ég á að taka þessi um-
mæli til mín, en ef svo er, minni
ég á, að ég hef lýst því yfir á Al-
þingi að ég vilji friða vatna-
svæði Jökulsár á Fjöllum eins
og það leggur sig. Gullfoss er
jafnheilagur í mínum huga og
Goðafoss og það
yrði mikil um-
turnun, ef Ald-
eyjarfossi yrði
spillt. En nóg um
það.
Ekki hef ég
lagt til að leggja
vegi um allt há-
lendið, en grein
þessari fylgir
kort, þar sem
sýnt er, hvaða há-
lendisvegir hafa
þegar verið tekn-
ir inn í sam-
gönguáætlun. Auðvitað má
reikna með, að þeir verði
byggðir samkvæmt stöðlum
Vegagerðarinnar með bundnu
slitlagi og fullri breidd, en á
hinn bóginn geri ég ráð fyrir að
þeir verði látnir fylgja landslag-
inu, a.m.k. þar sem uppbyggður
vegur stórspillti landslaginu
eins og á Fjallabaksleið. Öðru
máli gegnir um eyðisanda.
Ég hef látið draga vegina á
kortið með svartri línu eins og
mér sýnast þeir muni verða
lagðir. Í því sambandi vek ég at-
hygli á tvennu. Ég tel einsýnt
að Kjalvegur sveigi niður í
Skagafjörð sunnan Blöndulóns.
Annað kemur í rauninni ekki til
greina.
Á hinn bóginn liggja fyrir til-
lögur frá Vegagerðinni um að
vegurinn yfir Sprengisand komi
niður í Mývatnssveit austan
Sellandafjalls, sem er um 100
km styttra til Reykjavíkur en
hringvegurinn eins og hann
liggur nú. Mér skilst að það sé
að kröfu ferðaþjónustunnar, en
það mun auðvitað líka þýða það,
að þungaflutningar til og frá
Austurlandi muni liggja um
Sprengisand í vaxandi mæli
nema Norðurvegur verði lagð-
ur.
Á kortinu hef ég fylgt til-
lögum Vegagerðarinnar en
bætt við tengingu frá Sprengi-
sandsvegi í Eyjafjörð um
Fnjóskadal, sem sjálfsagt er,
eftir að göng eru komin í gegn-
um Vaðlaheiði. Auðvitað munu
Akureyringar og Eyfirðingar
ekki sætta sig við að þurfa að
aka um Mývatnssveit til að
komast Sprengisand. Það er
umhugsunarefni, að þá verður
um 20 km styttra fyrir Ak-
ureyringa að fara Sprengisand
til Reykjavíkur en hringveginn
eins og hann liggur núna.
Ég vek athygli ritstjóra
Morgunblaðsins á því, að veg-
urinn um Sprengisand hefur
verið byggður upp
að sunnan svo
langt norður sem
virkjanir ná. Héð-
an af verður því
ekki aftur snúið, en
spurningin snýst
eðlilega um það,
hvar hann komi
niður í byggðina
eða byggðirnar
fyrir norðan eins
og ég hef rakið.
Norðurvegur
eða Kjölur?
Í leiðara Morgunblaðsins var
lagst gegn því, að vegir yrðu
lagðir „um allt hálendið“ eins
og það var orðað. Ég leyfi mér
að skilja það svo, að hér sé átt
við vegi, sem byggðir yrðu sam-
kvæmt stöðlum Vegagerð-
arinnar og að ágreiningsefni
mitt við Morgunblaðið sé þá
það, hvort slíkur vegur skuli
lagður um Kjöl eða Stórasand.
Í þessu sambandi minni ég á, að
samkvæmt vegalögum liggur
landsvegur úr Borgarfirði um
Hallmundarhraun niður í Mið-
fjörð eins og sýnt er með brot-
inni línu hér á kortinu.
Nú er skemmtilegt að minn-
ast þess, að árið 1965 var haldið
SUS-þing á Akureyri og var
fjölgað um tvo í stjórninni til
þess að við Styrmir Gunn-
arsson kæmumst í hana. Þar
flutti Kalman Stefánsson,
bóndi í Kalmanstungu, snjalla
ræðu, þar sem hann lagði til að
stytta leiðina milli Akureyrar
og Reykjavíkur með því að fara
þá leið sem ég hef kallað Norð-
urveg eða um Stórasand í
Borgarfjörð. Ungir sjálfstæð-
ismenn fögnuðu þessari tillögu
mjög. Einróma að ég ætla!
Vegslóðinn um Hallmund-
arhraun liggur hjá Surtshelli.
Óhjákvæmilegt er að hann sé
byggður upp á næstu árum og
gerður akfær öllum bílum. Al-
menningur á rétt á því að kom-
ast þennan spöl vandræðalaust.
Og ferðaþjónustan hlýtur að
hafa sömu sjónarmið. Þúsundir
manna fara í hellana á hverju
ári. Frá Surtshelli eru síðan
rúmir 20 km í Réttarvatn, en
vegslóðinn dapurlegur, satt
best að segja. Reynsla er fyrir
því, þar sem vegslóðar eru lé-
legir, að menn freistist til að
aka utan vegar.
En víkjum nú að öðru. Flest-
ir Íslendingar hafa gaman af
því að fara út í náttúruna og
mörgum þykir skemmtilegt að
kasta flugu, því að veiðimað-
urinn lifir enn í okkur sem bet-
ur fer. En laxveiðar eru dýrar
og ekki á allra færi að greiða
fyrir þær. Á Arnarvatnsheiði
eru mörg skemmtileg silungs-
vötn. Þangað liggur mikill
straumur veiðimanna og ferða-
manna.
Eftir að vegur hefur verið
lagður í Surtshelli verður ekki
látið þar við sitja, heldur haldið
áfram að Réttarvatni og síðan
niður í Miðfjörð eins og lands-
vegurinn liggur lögum sam-
kvæmt. Þessi vegur verður fær
öllum bílum. Hagsmunir Borg-
firðinga og Húnvetninga kalla á
hann og ferðaþjónustan í
Reykjavík þarf á þessum vegi
að halda til þess að fá enn eina
dagsferð um hálendið sem
byrjar og endar í Reykjavík. Til
þess að allir Norðlendingar
njóti vegarins vantar bara
þennan litla spöl, sem skilur á
milli mín og Morgunblaðins,
þessa 35 km um svartan eyði-
sand frá Réttarvatni að
Blöndulóni.
Einkaaðilar borga
brúsann
Norðurvegur styttir leiðina
milli Akureyrar og Reykjavík-
ur um 42 km, sem skiptir máli,
hvernig sem dæmið er reiknað.
Þetta er sama stytting fyrir
Norðlendinga og Hvalfjarð-
argöng, hvorki meira né minna.
Og í fljótu bragði sýnist um-
ferðarþunginn vera nægilegur
til að standa undir kostnaðinum
með því að veggjaldið yrði svip-
að og um göngin. Það er á hinn
bóginn ekki hægt að segja um
hina fjallvegina þrjá eða um
Kjöl, yfir Sprengisand eða
Fjallabaksleið. Varla er hægt
að fá betri mælikvarða á það,
hvar þörfin er brýnust. Eða
með hvaða rökum getur ríkið
staðið á móti því, að slíkri þjóð-
þrifaframkvæmd sé flýtt og í
hana ráðist, ef einkaaðilar
borga brúsann? Þau get ég
ekki fundið.
Að lokum þykir mér rétt að
taka fram, að ég skil áhyggjur
íbúa Blönduóss. Þeir hafa
margir hverjir atvinnu af þjón-
ustu og verslun, en það breytir
því ekki, að á borði Vegagerð-
arinnar hafa svo árum skiptir
legið tillögur um að stytta
hringveginn og þær eru stöð-
ugt í endurskoðun og um þær
spurt. Sérstaklega hefur verið
til athugunar að taka af krók-
inn til Blönduóss með því að
sveigja út af veginum í Langa-
dal hjá Móbergi og fara þar yfir
Blöndu, en það er 14 km stytt-
ing. Mér sýnist nær lagi að hafa
hringveginn áfram þar sem
hann liggur, en það kallar að
sjálfsögðu á Norðurveg.
Það er þessi spölur
frá Réttarvatni
að Blöndulóni
Eftir Halldór Blöndal
Halldór Blöndal
Norðurvegur stytt-
ir leiðina milli Ak-
ureyrar og Reykja-
víkur um 42 km,
sem skiptir máli,
hvernig sem dæmið
er reiknað.
Höfundur er 2. þingmaður
Norðausturkjördæmis.
á sjálfstæðum milliríkjasamningi en ekki Hels-
inki-sáttmálanum, sem er megingrundvöllur nor-
ræns samstarfs. Því hafi verið auðveldara í fram-
kvæmd að bjóða Eystrasaltsríkjunum aðild að
honum en öðrum norrænum stofnunum.
Fjárfestingarbankinn er að öllum líkindum að-
eins fyrsta skrefið í nánara samstarfi Eystrasalts-
ríkjanna og Norðurlanda. Per Unckel, fram-
kvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar,
hefur verið falið að gera tillögur um nýtt skipulag
norræna samstarfsins, ekki síst með það í huga
hvernig hægt sé að auka tengslin við Eystrasalts-
ríkin. Unckel segir að meðal annars hafi verið
rætt um hvort Eistland, Lettland og Litháen geti
tekið þátt í nemenda- og kennaraskiptaáætl-
uninni Nordplus, sem margir Íslendingar þekkja
til, og öðru samstarfi í menntamálum og rann-
sóknum.
Eystrasaltsríkin áhugasöm um aðild
Eistneski þingmaðurinn Andres Taimla, sem
jafnframt er varaformaður Þingmannasamtaka
Eystrasaltsríkjanna, segir að í Eistlandi sé tölu-
verður áhugi á aðild að Norðurlandaráði. „Utan-
ríkismálanefnd eistneska þingsins hefur málið til
meðferðar og þar er meirihluti fyrir því að sækja
um aðild. Ég held reyndar að Eistar séu áhuga-
samari um norrænt samstarf en hinar tvær þjóð-
irnar. Litháar horfa mikið til Póllands og Úkraínu
og Lettar eru einhvers staðar mitt á milli í afstöðu
sinni. En alls staðar er töluverður áhugi á aðild að
Norðurlandaráði.“
Per Unckel segir að öðru hverju berist fyr-
irspurnir frá Eystrasaltsríkjunum um möguleika
á nánara samstarfi við Norðurlandaráð og Nor-
rænu ráðherranefndina. „Þessi áhugi kom meðal
annars fram í orðum fjármálaráðherra Litháens,
sem innan skamms tekur sæti í framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins, í tilefni af ákvörð-
uninni um inngöngu ríkjanna í Norræna fjárfest-
ingarbankann. Hann sagði að Eystrasaltsríkin
gætu í sjálfu sér fengið peninga að láni hvar sem
er. Með aðildinni væri á hinn bóginn verið að gefa
merki um það hvar menn teldu sig eiga heima
pólitískt.“
Verður enska ráðandi?
Norrænir þingmenn nefna oftast tvær ástæður
fyrir andstöðu við aðild Eystrasaltsríkjanna að
Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni.
Í fyrsta lagi að Eistland, Lettland og Litháen séu
ekki tengd Norðurlöndum nægilega sterkum
menningarlegum og sögulegum böndum. Í öðru
lagi að innganga þeirra muni leiða til þess að ekki
verði lengur hægt að nota skandinavísku tungu-
málin, það er að segja dönsku, norsku og sænsku,
sem aðalvinnutungumál samstarfsins heldur
muni enska taka við.
Íslensku þingmennirnir nefna síðarnefndu
ástæðuna ekki síður en aðrir, þó að ekki sé það
móðurmál þeirra sem er í húfi. Raunar er það
áberandi hversu Íslendingar leggja sig fram um
að tala á skandinavískum tungumálum á vett-
vangi norræns samstarfs, þó að sumum reynist
það erfitt.
Við inngöngu Eystrasaltsríkjanna í Norræna
fjárfestingarbankann var ákveðið að enska og
sænska yrðu vinnumál bankans „Stofnsamningur
Norræna fjárfestingarbankans var gerður í fimm
jafngildum útgáfum á tungumálum allra norrænu
ríkjanna og formlega séð hafa þau öll verið jafn-
rétthá, þó að sænskan hafi í raun orðið ráðandi
mál,“ segir Jón Sigurðsson. „Þegar samið var við
Eystrasaltsríkin þótti ekki skynsamlegt að láta
gera alla samninga bankans á átta tungumálum.
Framvegis verða öll ákvarðanatökuskjöl á ensku
en sænskan verður einnig gilt mál í starfi bank-
ans.“
Jón segist trúa því að hægt yrði að halda í
skandinavísku málin í starfi Norðurlandaráðs og
Norrænu ráðherranefndarinnar þótt Eystrasalts-
ríkin fengju aðild, ef sýndur yrði ákveðinn sveigj-
anleiki í framkvæmdinni.
Forsætisráðherrar deila
Ein skýringin sem nefnd hefur verið á orðum
Mattis Vanhanens, forsætisráðherra Finnlands,
um norrænt samstarf er að þau eigi rætur að
rekja til ósættis hans við Göran Persson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar. Taka skal fram að ekki eru
neinar traustar heimildir fyrir þessari skýringu.
Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra
Finnlands, sækist eftir að verða arftaki Romanos
Prodis í stól forseta framkvæmdastjórnar ESB
og nýtur til þess fylgis Vanhanens. Persson hefur
á hinn bóginn ekki viljað lýsa stuðningi við Lipp-
onen, og sagan segir að Vanhanen hafi mislíkað
það svo að orðum hans um gagnsleysi norræns
samstarfs í viðtalinu við Huvudstadsbladet hafi í
raun verið beint til Perssons. Ef eitthvað er að
marka söguna voru skilaboðin þessi: Úr því þið
getið ekki stutt okkur í þessu máli, til hvers þá yf-
irleitt að vera að standa í samstarfi?
„Halda skal í það sem
lengi hefur reynst vel“
Ef ósætti hefur orðið milli Vanhanens og Pers-
sons er það ekki fyrsta í skipti sem norrænir for-
sætisráðherrar takast á, og raunar kemur Pers-
son þar ósjaldan við sögu. Meðal annars var það
haft á orði að Poul Nyrup Rasmussen, fyrrver-
andi forsætisráðherra Danmerkur, og Göran
Persson kæmi afskaplega illa saman. Frægt er
þegar Nyrup lét taka mynd af sér með Persson
þar sem hinn fyrrnefndi bar merki baráttu-
samtaka gegn kjarnorkuverinu Barsebäck í
barmi sér. Starfsemi Barsebäck, sem stendur
skammt frá Kaupmannahöfn, hefur sem kunnugt
er lengi verið heitt deilumál milli þjóðanna.
Þeir Nyrup og Persson hafa þó látið sig hafa
það að hittast á norrænum fundum, og ekki er út-
lit fyrir annað en að Vanhanen og Persson muni
gera hið sama. Norrænt samstarf lifir af kýtinga
forsætisráðherra, og líklega hefur það einnig af
stækkun Evrópusambandsins. „Norðurlanda-
samstarfið stendur djúpum rótum, og það væri
fráleitt að varpa því frá sér,“ segir Jón Sigurðs-
son, forstjóri Norræna fjárfestingarbankans.
„Halda skal í það sem lengi hefur reynst vel.“
u samstarfi á fundi Norðurlandaráðs í Finnlandi
in jákvæðari
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra
Finnlands, segist sannfærður um að Ísland og
Noregur gangi til liðs við ESB.
Per Unckel, framkvæmdastjóra Norrænu ráð-
herranefndarinnar, sem hér ræðir við Frida
Nokken, framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs,
hefur verið falið að gera tillögur um framtíð-
arskipan norræns samstarfs.
Jón Sigurðsson, forstjóri Norræna fjárfesting-
arbankans, segir að norrænt samstarf standi
djúpum rótum og fráleitt sé að varpa því frá sér.
Siv Friðleifsdóttir stendur vel að vígi í norrænu
samstarfi vegna góðrar norskukunnáttu sinn-
ar. Ef Eystrasaltsríkin bætast í hópinn verður
þörfin á túlkun og þýðingum meiri.