Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 47
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 47
Í kvöld kl. 20.00: Sumarvaka.
Umsjón Miriam Óskarsdóttir.
Veitingar.
Allir velkomnir.
Ungliðar bjóða til samkomu í
kvöld kl. 20.00 með hinum óvið-
jafnanlega KEVIN WHITE.
Allir velkomnir.
Ath.: Ódýri fatamarkaður ungl-
inganna stendur enn yfir.
www.krossinn.is
Fimmtudagur 22. apríl 2004
Almenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Prédikun Svanur Magnússon.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Föstudagur 23. apríl 2004
Opinn AA-fundur kl. 20:00.
Mánudagur 26. apríl 2004
Biblíulestur í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 19.30.
Þriðjudagur 27. apríl 2004
UNGSAM í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 19:00.
Uppbyggilegt starf fyrir
ungt fólk í bata.
www.samhjalp.is
Ferðalangur 2004
Sumardagurinn fyrsti 22.
apríl kl. 13 og kl. 16: Skemmt-
iferð á heimaslóð í rútu frá Hóp-
ferðamiðstöðinni - Vestfjarða-
leið. Brottför frá Húsgagnahöll-
inni, Bíldshöfða 20.
Út í bláinn um Bláfjallahring-
inn: Rútuferð með góðri leið-
sögn og fjölskylduganga.
Allir velkomnir. Lengd ferða:
2,5 klst. Verð. 1.000 kr., frítt fyrir
börn yngri en 14 ára.
www.hopferd.is
og www.vesttravel.is .
Aðalfundur
Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn fimmtu-
daginn 29. apríl 2004 kl. 16.15 í húsnæði félags-
ins í Mosfellsbæ.
Dagskrá:
1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein
samþykkta félagsins.
2. Heimild aðalfundar til handa félagsstjórn
til kaupa á eigin hlutabréfum.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Ársreikningur félagsins mun liggja frammi á
skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ viku fyrir að-
alfund, hluthöfum til sýnis.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á skrifstofu félagsins í Mosfellsbæ, á fundar-
dag.
Mosfellsbæ, 20. apríl 2004.
Stjórn ÍSTEX hf.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUAUGLÝSINGAR
sendist á augl@mbl.is
SÝNING á innsetningu eftir Krist-
ínu Ísleifsdóttur leirlistamann
verður opnuð á Garðatorgi á veg-
um Hönnunarsafns Íslands kl. 16 í
dag, fimmtudag. Innsetningin, sem
ber heitið Núna, hérna, sam-
anstendur af þremur mannhæð-
arháum athvörfum fyrir gesti og
gangandi. Innan veggja þeirra
geta einstaklingar átt stund með
sjálfum sér, ótruflaðir af venjulegu
áreiti og hlustað á eigin önd.
Verkin eru einhvers konar and-
rými, þar sem form, efnisval og
áferð vinna með þeim sem láta sig
hverfa inn í rýmin og staldra við í
núinu.
Verkin eru að mestu leyti unnin
úr íslenskum hráefnum, m.a. birki,
furu, grasi, leir og náttúrulegum
litarefnum, og er beitt óhefð-
bundnum aðferðum við hagnýt-
ingu þeirra. Vistfræði og end-
urnýting hlutanna er listakonunni
ævinlega ofarlega í huga.
Athvörf Kristínar verða uppi-
standandi á Garðatorgi til júní-
loka. Þau má nálgast á torginu
alla daga frá 10 til 21.
Þrjú athvörf
á Garðatorgi
KYNNING á lokaverkefnum í
námskeiðinu Tæknileg iðnhönnun
við verkfræðideild Háskóla Ís-
lands fer fram á morgun, föstu-
daginn 23. apríl, kl. 11 í stofu 261 í
VR II.
Í fyrsta hluta kynningar byrjar
Helgi Skúli Friðriksson að fjalla
um nýja hönnun á tæki sem er
notað við greiningu á flogaveiki.
Síðan mun Stefán Sturla Gunn-
steinsson kynna tölvukerfi sem
gerir lausnarskrár til að greina
vinduvandamál. Kerfið er einkum
ætlað til að finna spennur við
ígræðslu gervilims við bein. Arn-
hildur Eyja Sölvadóttir fjallar um
nýja hönnun á skynjara fyrir
blinda og sjónskerta.
Síðasta erindið í þessum hluta
fjallar um jarðvarmahönnun á
dælu og pípukerfi fyrir litla byggð
í Mongólíu.
Í öðrum hluta kynnir Fjóla Jó-
hannesdóttir nýja útfærslu á
göngugrind sem auðvelt er að
pakka saman og breyta í staf til að
fara upp og niður tröppur.
Einar Sigursteinn Bergþórsson
fjallar um fjölnota geymslugrind
fyrir bíla, geymslur og bílskúra.
Ríkey Huld Magnúsdóttir kynnir
farangurstrillu fyrir flug- og lest-
arfarþega.
Sigurður Ari Sigurjónsson mun
í síðasta hluta kynningar halda er-
indi um nýja tegund af kartöflu-
sáningarvél. Jon Gustav Wred-
mark fjallar um nýja tegund af
bátarampi fyrir árabáta.
Magnús Ingi Einarsson fjallar
um nýja tegund af opnunarbúnaði
fyrir hitaveitutanka. Daníel
Scheving Hallgrímsson kynnir
nýja tegund af glasahöldum fyrir
sjálfvirka dælingu á bjór.
Kynning á tækni-
legri iðnhönnun
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
TÍSKUVÖRUVERSLUNIN Er
var opnuð nýlega á Skólavörðustíg
3a við hliðina á Mokka. Eigandi
verslunarinnar er Áslaug Harðar-
dóttir. Í versluninni er seldur kven-
fatnaður frá merkjunum Luana og
nuu sem eru frá Ítalíu og Þýska-
landi. Einnig selur verslunin ís-
lenska skartgripi.
Verslunin Er er opin mánudaga
til föstudaga kl. 11–18 og kl. 11–16,
á laugardögum.
Áslaug Harðardóttir í verslun sinni
Er við Skólavörðustíg.
Ný verslun
við Skóla-
vörðustíg