Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 50

Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 50
50 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk GRETTIR! ÞAÐ ER EKKI KOMINN TÍMI TIL ÞESS AÐ VAKNA! AF HVERJU VARSTU ÞÁ AÐ ÖSKRA? ÞAÐ TÓKST! ANSANS! HÉRNA STENDUR JÓI SVALI Á VELLINUM Á SUNNU- DEGI... ÞAÐ ER ALLT LOKAÐ... ÞAÐ ERU ALLIR FARNIR HEIM... ENGAR GELLUR... EKKERT! ÞAÐ BAUÐ ENGINN JÓA SVALA HEIM Í KAFFI ÞANNIG AÐ HANN NEYÐIST TIL ÞESS AÐ FÁ SÉR HAMBORGARA OG GOS Í SJOPPU... OJ! ALDREI VERÐA ÁSTFANGINN AF SNJÓKORNI! Leonardó © LE LOMBARD HANN ER SVO SEM EKKI SLÆMUR KVARÐI ÞESSI RICHTERKVARÐI ÉG ÆTLA AÐ VONA AÐ ÞÚ HAFIR EKKI EYÐILAGT MÆLINGUNA NÚNA SKULUM VIÐ SKOÐA STYRKLEIKA SKJÁLFTANS ÞAÐ MUNAÐI LITLU... AÐ ÉG DITTI Í GLUFU JA HÉRNA! SAMKVÆMT MÆLINUM VAR SKJÁLFTINN AF STYRKLEIKANUM 6.5 EN HVERNIG GETUR ÞÚ VITAÐ ÞAÐ MEÐ ÞVÍ AÐ MÆLA SPRUNGUNA MEÐ STIGA? EINFALT! MAÐUR TELUR BARA HVERSU MARGAR TRÖPPUR ERU UNDIR YFIRBORÐINU HMM ÞETTA ER EKKERT MÁL! AF HVERJU DATT MÉR ÞETTA EKKI Í HUG? ÉG Á ENNÞÁ MARGT ÓLÆRT ÞETTA ER AÐGERÐ SEM MÆLIST 7,8 Á BRÁÐAMÓTTÖKUKVARÐA HMM BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MEÐ fáeinum línum langar mig til að þakka Ingólfi Guðbrandssyni fyr- ir frábært ferðanámskeið sem hann hélt á mánudagskvöldum 9. febr. til 8. mars í vetur, sem fjallaði um 40 fegurstu, frægustu, einstöku staði heimsins. Námskeiðið stóð svo sann- arlega undir nafni, enda Ingólfur frábær leiðsögumaður og ferðajöfur og getur því manna helst tileinkað sér eftirfarandi kvæði úr Gestaþátt- um Hávamála sem sjálfum Óðni er lagt í munn: Sá einn veit Er víða ratar Og hefur fjöld um farið, Hverju geði Stýrir gumna hver, Sá er vitandi er vits. Námskeiðin voru haldin á Grand hóteli, með glæsibrag. Var notalegt að koma inn úr sorta og skammdeg- iskulda í fallegan veislusal þar sem kertaljós var á hverju borði og í hléi biðu veitingar frammi í námunda við arineld, kaffi og konfekt m.a. And- rúmsloftið meðal fólksins minnti óneitanlega á þann góða anda sem ríkti í ferð sem undirrituð fór með Heimsklúbbi Ingólfs 1996 og kynnt- ist þá fyrst „Töfrum Ítalíu“ þar sem eftirfarandi boðorð fararinnar voru í heiðri höfð: Glaðværð, góðvild, hjálp- semi, tillitssemi, athygli, hófsemi og þolinmæði“, en í þeim eru töfrar mannlegra samskipta fólgnir. Ing- ólfur töfraði einnig fram myndræna lýsingu á ferðum sínum um sérhvern heimshluta sem hann fór með okkur um, sagði frá sögu, menningu, ein- stökum atburðum sem hann hafði upplifað, eða orðið vitni að, gaf heil- ræði og margt meira. Ef lesa hefði átt um áðurnefnda 40 staði heimsins, hefðu ferðahandbækurnar spannað nokkur hundruð ef ekki þúsund blað- síður samanlagt, en Ingólfur dró fram það sem máli skipti og bætti við því sem er enn dýrmætara. Hann sagði frá sinni eigin reynslu. Með þessum línum langar mig til að ítreka þakkir mínar til Ingólfs Guðbrandssonar og einnig aðstoðar- manns/manna við myndvarpann sem og þátttakendum í námskeiðinu og óska öllum gleðilegs sumars með þakklæti fyrir ánægjulegar sam- verustundir í vetur. GUÐRÍÐUR BRYNDÍS JÓNSDÓTTIR, Ægisíðu 92, 107 Reykjavík. Um sumarmál Frá Guðríði Bryndísi Jónsdóttur: Á ÖÐRUM degi páska átti ég leið um Þingvelli og drakk kaffi í hinu nýopnaða kaffihúsi Þingi sem áfast er við Valhöll. Þægilegur og snyrti- legur staður, en nokkuð í dýrari kantinum. Rölti með fjölskyldunni í nágrenni Valhallar og við okkur blasti ljót sjón. Einhver með vélsög hefur al- gjörlega misst sig og ráðist til vel- heppnaðrar atlögu við þau grenitré og aspir sem næst eru staðnum. Heilu þyrpingarnar höfðu verið gjörfelldar og stóðu aðeins naktir stubbar eftir. Eiginlega ekki nein grisjun heldur frekar gjöreyðing á myndarlegum 50–60 ára gömlum trjám, sennilega jafnöldrum lýðveld- isins unga. Kyrkingslegum birkitrjám hafði auðsýnilega verið þyrmt þótt beygð væru og bæld af átroðningi og snjó- broti. Skógarfura sem erfitt hefur átt uppdráttar lengi vel og var að rétta úr kútnum varð einnig fórn- arlamb hinna íslensku keðjusagar- morðingja, aðeins stubbar nú. Hópar af auðnutittlingum flugu tístandi yfir stubbana og fremur auðnulausir að sjá í trjáleysinu. Reyndar eru þeir ekki alíslenskir enn, tegund sem nam land fyrir 20– 30 árum og kannski í hættu fyrir þjóðernissinnum á Þingvöllum? Langt hefur verið farið í æði þessu því á gönguleiðinni frá Valhöll að Almannagjá í 200–300 metra fjar- lægð voru heilu lundirnir stráfelldir og berir stubbarnir tákn um sorg- legt offors. Hvað er að gerast á Þingvöllum? Ekkert segir um þetta á vefsíðu Þingvalla um þjóðernishreinsun þessa á erlendum trjám. Sem lengi voru umdeild en höfðu skapað sér sess sem sjálfsögð ásýnd og eru orð- in hluti af náttúru staðarins. Reyndar stendur í lögum um þjóðgarðinn frá 1928: En skógurinn og villidýralíf, sem þar kynni að geta þrifist, skal vera algerlega friðað. Þó skal nefndin gera ráðstafanir til eyð- ingar þeim dýrum og fuglum, sem gera usla á hinu friðlýsta svæði eða vinna búfénaði héraðsmanna tjón. Maður getur skilið að grisja þurfi og oft er það því miður ekki gert fyrr en of seint og til skaða fyrir þau tré sem eftir standa. En slíka gjöreyðingu er erfitt að skilja nema fegra ætti staðinn frek- ar en nú er og hefur það þá al- gjörlega mistekist með vanhugsuðu verklagi. Börnin mín voru hneyksluð og skildu lítt í þessu enda innprentað frá blautu barnsbeini að vel skuli gengið um þjóðgarðinn. Birkið á Þingvöllum hefur nú ver- ið friðað í meira en hálfa öld og að sögn kunnugra lítið rétt úr kútnum, þar var gjörvilegustu trjánum eytt í gegnum aldirnar og aðeins kræklað kjarr eftir sem þjáist í úrkynjun sinni. Sunnudagsheimsóknin í þjóðgarð- inn, sem lyft hefði getað andanum, var því miður hin sorglegasta og staðurinn fátæklegri fyrir vikið og ég spyr, hver ber ábyrgðina? Svarið nú þið þrír þingmenn sem Þingvallanefnd skipa. VALUR Þ. NORÐDAHL, Hraunbæ 86, 110 Reykjavík. Skemmdarverk á Þingvöllum Frá Vali Þ. Norðdahl:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.