Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 54

Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 54
ÍÞRÓTTIR 54 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ  RICHARD Money, fyrrverandi varnarmður hjá Liverpool og þjálf- ari AIK í Svíþjóð, hætti hjá félaginu á mánudag. Hann segist ekki hafa trú á þeirri stefnu sem forráðamenn félagsins hafa í sambandi við knatt- spyrnu. Aðstoðarmenn hans taka við starfinu fyrst um sinn.  GRÍSKA lögreglan athugar þessa dagana hvort forráðamenn Pan- athinaikos hafi sett upp hlerunar- búnað í búningsherbergi mótherja sinna fyrir leik og í leikhléi um helgina. Mótherjinn var Olympi- akos, helsti keppinauturinn, og segja forráðamenn félagsins að hljóðnemar hafi verið í búningsher- berginu.  BERTI Vogts, landsliðsþjálfari Skotlands, fagnar nýjum leikmanni í landsliðshópi sínum sem mætir Dön- um í Kaupmannahöfn á miðvikudag- inn kemur. Það er Nigel Quashie, miðvallarleikmaður Portsmouth. Hann hefur áður leikið landsleiki fyrir England, en er nú gjaldgengur fyrir Skotland þar sem hann á ættir að rekja þangað. Afi hans fæddist í Balornock – fyrir norðan Glasgow. Þá hefur Vogts valið Malky Mackay, leikmann Norwich, sem er einnig nýliði í landsliðshópi Skotlands.  OLE Gunnar Solskjær, 31 árs, hefur verið kallaður í landsliðshóp Noregs fyrir leik gegn Rússum í næstu viku. Hann hefur ekki leikið með Norðmönnum í fimm mánuði vegna meiðsla. Åge Hareide, lands- liðsþjálfari Noregs, sagði að Sol- skjær, sem er nýr fyrirliði norska liðsins, komi ekki til með að leika all- an leikinn.  DOUG Ellis, stjórnarformaður Aston Villa, hefur varað Chelsea við að reyna að fá David O’Leary, knatt- spyrnustjóra liðsins, til að taka við stjórninni á Stamford Bridge. „Dav- id hefur unnið frábært starf hjá okk- ur. Hann er samningsbundinn okk- ur, þannig að við munum ekki láta það líðast að Chelsea fari að ræða við hann.“  KIERON Dyer, leikmaður New- castle, mun ekki leika meira með lið- inu á keppnistímabilinu. Hann meiddist í leik gegn Aston Villa sl. sunnudag.  RONNIE Simpson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Skotlands, sem varð Evrópumeistari með Celtic 1967, dó á þirðjudag, 73 ára. Banamein hans var hjártaáfall. Hann varð tvisvar bikarmeistari með Newcastle í Englandi 1952 og 1955, en síðan lék hann með Hibs og Celtic frá 1960. Átti mjög góðan leik í marki liðsins þegar Celtic vann Int- er Milano í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða í Lissabon 1967, 2:1. Stuttu áður hafði hann leikið sinn fyrsta landsleik fyrir Skotland, þá 36 ára – sögufrægan leik á Wembley í London, þar sem Skotar lögðu Eng- lendinga, 3:2. FÓLK ÞÓRÐUR Guðjónsson er ekki sátt- ur við sína stöðu hjá þýska liðinu Bochum en eftir gott gengi með liðinu á síðustu leiktíð, þar sem hann var fastamaður, hefur hann lítið fengið að spreyta sig á yfir- standandi leiktíð. Þórður hefur einungis spilað 11 leiki liðsins þar af aðeins þrjá í byrjunarliði. „Þetta er búið að vera ansi fúlt tímabil hvað mig snertir. Ég átti samtal við þjálfarann ekki alls fyrir löngu en það kom minnst út úr því samtali. Eins og staðan er í dag er ég ekki hans maður en á meðan liðinu gengur vel þá er erfitt um vik fyrir mig. Það verða töluverðar breytingar á leik- mannahópnum fyrir næsta tíma- bil. Það fara frá okkur fimm til sex leikmenn en á móti er búið að kaupa fjóra og maður veit ekki hvort þeir verða fleiri. Ég ætla að nota sumarið til að skoða mín mál og ef ég sé fram á það að næsta tímabil verði á svipuðum nótum þá verð ég auðvitað að meta mína stöðu upp á nýtt,“ sagði Þórður sem á tvö ár eftir af samningi sín- um við Bochum. Þórður ekki sáttur við sína stöðu hjá Bochum Dallas, sem lék til úrslita um NBA-meistaratitilinn á síðustu leik- tíð, er ekki í góðum málum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Dallas beið lægri hlut fyrir Sacramento í fyrrinótt, 83:79, í öðrum leik liðanna í úrslitum vesturdeildarinnar og er 2:0 undir í einvígi liðanna. Dallas-mönnum gekk afar illa að ráða við frábæra vörn Sacramento en skorið í leik liðanna var það lægsta í 126 viðureignum þeirra. Chris Webb- er fór á kostum í liði Sacramento og náði þrennu í fyrsta sinn í úrslita- keppni. Webber skoraði 19 stig, tók 14 fráköst og átti 12 stoðsendingar. Mike Bibby átti einnig mjög góðan leik og var sérstaklega drjúgur í fjórða leikhlutanum en þá skoraði hann 10 af 22 stigum sínum í leiknum. Þjóðverjinn Dirk Nowitski fór fyrir Dallas en hann skoraði 28 stig og tók 10 fráköst en það sem skipti sköpum fyrir liðið var að því tókst aðeins að skora eina körfu utan af velli síðustu þrjár mínútur leiksins. Þriðji leikur liðanna verður í Dallas á laugardaginn en þar hefur Sacra- mento tapað fimm leikjum í röð. „Vörnin gerði útslagið,“ sagði Rick Adelman, þjálfari Sacramento, eftir leikinn. „Vörnin var frábær og von- andi höldum við áfram að spila vörn- ina með þessum hætti. Við þurfum hins vegar að bæta sóknarleikinn. Hann var alls ekki góður og skotnýt- ingin léleg en sem betur fer kom það ekki að sök,“ sagði Adelman. Leikmenn New York Knicks sáu aldrei til sólar gegn sterku liði New Jersey í vesturdeildinni og þegar upp var staðið var munurinn 18 stig, 99:81, og hefur New Jersey nú unnið tólf leiki í röð. Heimamenn höfðu yfir all- an tímann. Í hálfleik var staðan52:39 en í síðari hálfleik var munurinn aldr- ei minni en tíu stig. Kenyon Martin átti fínan leik hjá Jersey og skoraði 22 stig og var gríð- arlega öflugur í fráköstunum en hann reif niður 16 slík. Richard Jefferson skoraði 20 stig og Kerry Kittles 16. Í liði New York var Stephon Marbury stigahæstur með 23 stig og Kurt Thomas skoraði 18. Indiana fer með gott veganesti til Boston þar sem liðin mætast í þriðja leiknum á morgun í austurdeildinni. Indiana vann og getur þakkað vara- mönnum sínum fyrir sigurinn en þeir komu mjög öflugir af bekknum og skoruðu 31 af 38 stigum liðsins í loka- leikhlutanum. Jermaine O’Neal var stigahæstur í liði Indiana með 22 stig og Fred Jones setti niður 17 stig. Í liði Boston var Paul Pierce atkvæðamest- ur með 27 stig og Chutny Atkins skoraði 21. Dallas réð ekki við vörn Sacra- mento HEIMALIÐIN áttu góðu gengi að fagna í úrslitakeppni NBA- deildarinnar í körfuknattleik í fyrrinótt. Sacramento, Indiana og New Jersey höfðu betur í rimmum sínum við Dallas, Boston og New York. Staðan í rimmum liðanna er 2:0 á öllum vígstöðvum. HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, lék sinn 300. deildaleik á ferlinum í fyrra- kvöld. Hann valdi þekktan leik- vang fyrir þennan áfanga, Charlton sótti Manchester United heim á Old Trafford í ensku úr- valsdeildinni en beið þar lægri hlut, 2:0, frammi fyrir 67.477 áhorfendum. Hermann lék 66 leiki með ÍBV í úrvalsdeildinni áður en hann hélt til Englands árið 1997. Þar er hann að ljúka sínu sjöunda keppnistímabili og er eini Íslend- ingurinn sem hefur spilað í öllum fjórum deildunum í Englandi. Hermann hefur spilað 157 leiki í ensku úrvalsdeildinni, með Crystal Palace, Wimbledon, Ips- wich og Charlton, 36 leiki í 1. deild með Palace, Wimbledon og Ipswich, 8 leiki í 2. deild með Brentford og 33 leiki í 3. deild, einnig með Brentford. Guðni Bergsson er eini Íslend- ingurinn sem hefur spilað fleiri leiki en Hermann í efstu deild í Englandi, 202 talsins með Totten- ham og Bolton, en Eiður Smári Guðjohnsen er þriðji með 118 leiki fyrir Chelsea. Reuters Hermann Hreiðarsson náði ekki að koma í veg fyrir að Louis Saha skoraði fyrir Manchester United. Hermann lék 300. leikinn á Old Trafford NAFN Guðjóns Þórðarsonar, fyrr- um knattspyrnustjóra Stoke og Barnsley, hefur verið nefnt í skosk- um fjölmiðlum varðandi stöðu knattspyrnustjóra hjá skoska úr- valsdeildarliðinu Hibernian. For- ráðamenn skoska liðsins leita eft- irmanns Bobby Williamson sem í vikunni var ráðinn stjóri enska 2. deildarliðsins Plymouth í stað Paul Sturrocks en hann er tekinn við liði Southampton. „Ég hef heyrt af þessu og ég veit að nafn mitt kemur til greina. Ég er hins vegar ekki neinum viðræðum en það eru aðilar úti sem sjá um mín mál og þetta fer mest í gegnum þá,“ sagði Guðjón í samtali við Morgunblaðið í gær en honum var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá Barnsley í byrjun mars eftir átta mánaða starf. Spurður hvort hann gæti hugsað sér að taka við Hibernian sagði Guðjón: „Jú. það gæti ég alveg. Hibernian er ágætis klúbbur og þó skoska deildin sé ekki stór þá er hún þéttings góð. Helst vil ég samt vera áfram í Englandi og einhverjir möguleikar eru þar opnir sem og annars staðar en það verður bara að koma í ljós hvað verður.“ Guðjón kom til greina í starf knattspyrnustjóra hjá Plymouth en forráðamenn liðsins sögðu að reynsla þeirra af Skotum væri það góð að þeir vildu ráða Williamson til starfa en Williamson og fyr- irrennari hans, Paul Sturrock, eru báðir frá Skotlandi. Guðjón Þórðarson orðaður við Hibernian í Skotlandi Guðjón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.