Morgunblaðið - 22.04.2004, Page 60
HÓTEL BORG: Tríó Kára Árnason-
ar flytur tónlist í anda hljómsveita Elv-
in Jones og Joe Lovano sunnudag kl.
21. Miðaverð kr. 1000.
HRESSINGARSKÁLINN: Búðar-
bandið hressa laugardag.
HVERFISBARINN: Dj Andri föstu-
dag. Dj Kiddi Bigfoot laugardag.
HVÍTA HÚSIÐ, Selfossi: Á móti sól
ásamt Loveguru föstudag. 16 ára ald-
urstakmark.
KAFFI AKUREYRI: Kung fú föstu-
dag.
KAFFI DUUS, Keflavík: Feðgarnir
spila þriðjudag.
KAFFI LIST: Kvartett Andrésar
Þórs fimmtudag.
KLÚBBURINN VIÐ GULLINBRÚ:
Hunang föstudag. Á móti sól laugar-
dag.
KRINGLUKRÁIN: Eyjólfur Krist-
jánsson og Íslands eina von föstudag.
LEIKHÚSKJALLARINN: „Eitís-
“danspartí af gamla skólanum föstu-
dag. Gullfoss og Geysir laugardag.
LUNDINN, Vestmannaeyjum:
Smack föstudag og laugardag.
NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Ís-
lenska fáninn föstudag. Ný dönsk
laugardag.
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR: Stór-
sveit Reykjavíkur heldur árlega stór-
sveitaveislu laugardag kl. 14.
RÁIN, Reykjanesbæ: Hafrót föstu-
dag.
SJALLINN, Akureyri: Jet black Joe
laugardag kl. 00 til 04. Dj Andri á Dát-
anum.
VÍÐIHLÍÐ: Villikettirnir laugardag
kl. 23.
ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustics
föstudag og laugardag.
ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur
Caprí-tríó leikur fyrir dansi sunnudag
kl. 20 til 23:30.
BROADWAY: Unfrú Reykjavík
föstudag. Stelpubandið Nylon tekur
tvö lög.
BÚÁLFURINN, Hólagarði, Breið-
holti: Hermann Ingi jr föstudag og
laugardag.
CAFÉ AROMA, Verslunarmiðstöð-
inni Firði: Ingvar Jónsson trúbador
laugardag kl. 23 til 03.
CATALINA, Hamraborg 11, Kópa-
vogi: Rúnar Guðmundsson föstudag.
CELTIC CROSS: Spilafíklarnir og
Danni á efri hæðinni um helgina.
DÁTINN, Akureyri: Dj Leibbi
fimmtudag kl. 23 til 01. Dj Lilja föstu-
dag kl. 00 til 04.
FELIX: Atli skemmtanalögga föstu-
dag og laugardag.
FJÖRUKRÁIN: Hilmar Sverrisson
föstudag. Hilmar Sverrisson og Már
Elísson laugardag.
GAUKUR Á STÖNG: Diskósveitin
The Hefners föstudag. Írafár laugar-
dag.
GLAUMBAR: Dj Steini föstudag. Dj
Þór Bæring laugardag.
GRANDROKK: Hoffman og Lokbrá
föstudag. Black Forrest/Black Sea frá
Bandaríkjunum og Kimono laugardag.
FráAtilÖ
FÓLK Í FRÉTTUM
60 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Laugavegi 54,
sími 552 5201
Vorútsala
40%
afsláttur
af öllum vörum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við
Deep Purple-tónleikum en eft-
irspurnin eftir miðum á tónleikana
24. júní í Laugardalshöll var gríð-
arleg og snemma seldist upp. Þessir
aukatónleikar verða haldnir daginn
áður eða miðvikudaginn 23. júní.
Hin fornfræga sveit Mánar mun
sjá um upphitun en sveitin var ein
helsta rokksveit landsins á sjöunda
áratugnum og réð lögum og lofum í
rokkinu á Suðurlandi árin ’65 til ’75.
Það eru „gullaldar“-Mánar sem
munu leika á Deep Purple-
tónleikunum en sveitin er skipuð
þeim Ólafi „Labba“ Þórarinssyni,
Birni Stefáni Þórarinssyni, Smára
Haraldssyni, Guðmundi Benedikts-
syni og Ragnari Sigurjónssyni.
Böll með Tull
„Þetta er bandið eins og það var
þegar sólin stóð sem hæst hjá okk-
ur,“ er haft eftir Labba. Aðspurður
segir hann að það hafi ekki verið erf-
itt að hóa mannskapnum saman.
„Það gekk vel og var eiginlega
frekar auðsótt enda erum við allir
ennþá að starfa við tónlist meira og
minna. Við vorum líka allir sammála
um að þetta væri kjörvettvangur
fyrir endurreista Mána. Við höfum
lengi vel velt því fyrir okkur hvernig
við ættum að standa að þessari end-
urkomu. Og nú segir það sig í raun
sjálft.“ Mánar náðu miklu flugi árið
1968 er trymbillinn Ragnar Sig-
urjónsson gekk til liðs við sveitina að
sögn Labba en þá hóf tónlistin að
þyngjast til muna.
„Upp úr því fórum við að æfa dag-
lega og spiluðum lengi vel með
Hljómum. Svo fórum við að halda
okkar eigin böll.“
Það er í raun vel við hæfi að Mán-
ar hiti upp fyrir Deep Purple en liðs-
menn, sem búsettir voru í og við Sel-
foss, náðu frekar evrópskum
útvarpsstöðvum, eins og Radio
Caroline, en bandarískum stöðvum á
sjöunda áratugnum. Á þeim möt-
uðust hins vegar keflvískar og reyk-
vískar sveitir. Mánar voru því undir
sterkum áhrifum frá breskum sveit-
um eins og Jethro Tull, Uriah Heep
og Deep Purple.
„Við mótuðumst af þessu rokki og
í því var fólgin okkar sérstaða, held
ég. Það er alveg ótrúlegt til þess að
hugsa að við gátum keyrt heil böll á
plötuhliðum með Tull, eins og t.d. af
Thick As A Brick. Og fólk var þvílíkt
með á nótunum!“
Enginn fornleifagröftur
Mánar gáfu út samnefnda breið-
skífu árið 1971, sem hefur staðist
tímans tönn vel þó hún sé um leið
skilyrt afkvæmi síns tíma.
„Já, verst er með skurðinn á vín-
ylnum,“ segir Labbi. „Hún var
pressuð hjá einhverju vafasömu fyr-
irtæki úti í Noregi og við vorum
hundfúlir þegar við fengum loks að
heyra plötuna. Hún nýtur sín miklu
betur á geisladiskinum sem út kom
árið 1992.“
Labbi segir að Deep Purple hafi
alla tíð verið gríðarlega öflug sveit
en þessi mikli áhugi nú hafi þó komið
honum í opna skjöldu.
„En eins og Einar Bárðarson tón-
leikahaldari orðaði það svo skemmti-
lega: „Gæði fara aldrei úr tísku“.“
Mánar eru nú farnir að æfa á fullu
og segir Labbi að notast verði við
frumasamið efni að mestu en líklega
verði einhverjum Tull- og Heep-
slögurum laumað með.
„Þessi lög Mána hafa nú aldrei
komist undir torfuna og ég spila þau
reglulega með hljómsveit minni,
Karma. Hér þarf því engan forn-
leifagröft til.“
Síðast komu Mánar saman árið
1985 á Inghóli, á sérstakri dagskrá
tileinkaðri sveitinni.
„En á næsta ári verða svo fjörutíu
ár liðin frá því að sveitin var stofnuð.
Ætli við höldum þá ekki áfram að
hrófla við hræinu,“ segir Labbi að
lokum og hlær.
Mánar hita upp á aukatónleikum Deep Purple í Höllinni
„Gæði fara aldrei úr tísku“
Ljósmynd/Einar Bárðarson
Mánar í dag. Mánar í árdaga.
Miðasala á aukatónleika með
Deep Purple hefst á morgun
klukkan 11.30.
Miðasala verður á Hard Rock
Café og í síma 511 2255 hjá
Concert.
Á sama tíma hefst miðasala í
Hljómvali, Keflavík,
Hljóðhúsinu, Selfossi,
Pennanum, Akranesi,
Dagsljósi, Akureyri, og
Faktorshúsinu, Ísafirði.
Miðaverð er 3.800 í stæði
og 4.800 í stúku.
www.concert.is
arnart@mbl.is
næstu helgi. Allar myndirnar
eru með íslensku tali nema
Kötturinn með höttinn og
Draugahúsið.
Nánari upplýsingar um sýn-
ingartíma má finna annars
staðar í blaðinu og á www.sam-
bio.is og á www.mbl.is þar sem
finna má upplýsingar um sýn-
ingartíma bíóhúsanna.
SAMBÍÓIN efnir til Fjöl-
skyldubíódaga í dag og fram á
sunnudag.
Þá verða valdar barna- og
fjölskyldumyndir sem Sambíóin
hafa haft til sýninga und-
anfarið sýndar með sérkjörum,
en miðinn mun kosta aðeins
200 kr.
Eftirfarandi myndir verða í
boði á fjölskyldudögunum:
Björn Bróðir (Brother Bear),
Kötturinn með höttinn (The
Cat in the Hat), Hjálp, ég er
fiskur, Kalli kanína og félagar
(Looney Tunes), Draugahúsið
(The Haunted Mansion) og Ást-
ríkur 2. Einnig verður nýja
teiknimyndin Drekafjöll for-
sýnd í dag kl. 3.50 í Sambíó-
unum Álfabakka en almennar
sýningar á henni hefjast um
Fjölskyldubíó
KVIKMYNDIR eftir Coen-bræður,
Emir Kusturica og Michael Moore
eru meðal þeirra 18 mynda, sem
keppa munu um Gullpálmann á kvik-
myndahátíðinni í Cannes, 12.–23.
maí. Tilkynnt var gær hvaða myndir
hefðu verið valdar í aðalkeppnina en
kvikmyndin Niceland, eftir Friðrik
Þór Friðriksson, var ekki þar á meðal
eins og jafnvel hafði verið vonast eft-
ir.
Nýjasta mynd Ethans og Joels
Coen er Kvennaflagararnir (The
Ladykillers), sem er endurgerð sam-
nefndrar enskrar kvikmyndar frá
árinu 1955. Tom Hanks leikur aðal-
hlutverkið. Meðal annarra mynda
sem keppa um aðalverðlaunin eru
Skrekkur 2 (Shrek 2), framhald af
tölvumyndinni Shrek sem Andrew
Adamson leikstýrir, Mótorhjóladag-
bækurnar eftir Brasilíumanninn
Walter Salles, Lífið er kraftaverk,
eftir bosníska kvikmyndagerðar-
manninn Emir Kusturica, 2046 sem
Wong Kar-Wai frá Hong Kong leik-
stýrði, La Nina Santa, eftir Argent-
ínumanninn Lucretia Martel, Konur
eru framtíð mannkynsins, eftir suð-
ur-kóreska leikstjórann Hong Sang
Soo og Fahrenheit, 9/11, eftir Banda-
ríkjamanninn Michael Moore.
Þrjár franskar myndir keppa einnig
um Gullpálmann: Hrein (Clean), eftir
Olivier Assayas, með Maggie Cheung
og Beatrice Dalle í aðalhlutverkum,
Comme une image, eftir Agnés Jaoui
og Exils, eftir Tony Gatlif.
Myndin Bana Billa – 2. kafli, eftir
bandaríska leikstjórann Quentin Tar-
antino, verður sýnd í Cannes en tekur
ekki þátt í keppninni um Gullpálm-
ann. Tarantino verður hins vegar for-
maður dómnefndarinnar.
Opnunarmynd hátíðarinnar verður
Slæm menntun (La mala educación),
eftir Spánverjann Pedro Almodóvar
en lokamyndin verður De-Lovely,
eftir bandaríska leikstjórann Irwin
Winkler með Kevin Kline, Ashley
Judd og Jonathan Pryce í aðalhlut-
verkum.
Keppnin um Gullpálmann í Cannes
Coen-bræður, Kusturica,
Moore og Shrek 2
Tom Hanks gantast í Coen-bræðrum við upptökur á nýjustu mynd þeirra.