Morgunblaðið - 22.04.2004, Qupperneq 68
AGNES Bragadóttir, blaðamaður
á Morgunblaðinu, fékk blaða-
mannaverðlaun ársins, sem veitt
voru í fyrsta skipti á pressuballi á
Hótel Borg í gærkvöldi. Agnes
fékk verðlaunin fyrir greinaflokk
í Morgunblaðinu, sem fjallaði um
baráttuna um Íslandsbanka, og
fyrir sinn hlut í umfjöllun blaðsins
um skattamál Jóns Ólafssonar.
Börn Agnesar, Sunna og Sindri
Viðarsbörn, tóku við verðlaun-
unum og fluttu þakkarræðu
Agnesar sem er við friðargæslu-
störf á Sri Lanka.
Í rökstuðningi dómnefndar
sagði að greinaflokkurinn samein-
aði flest það sem einkenndi vand-
aða blaðamennsku, fréttnæmi,
dýpt, hlutlægni og samsetningu.
Agnes hefði dregið upp heild-
stæða mynd af veruleika sem
flestum landsmönnum hefði verið
hulinn áður og gert það að verk-
um að skilningur almennings á
hinum nýja og gjörbreytta veru-
leika íslensks viðskiptalífs væri
nú allur annar en áður.
Brynhildur og
Reynir verðlaunuð
Þá fékk Brynhildur Ólafsdóttir,
fréttamaður á Stöð 2, verðlaun
fyrir rannsóknarblaðamennsku
ársins fyrir öfluga umfjöllun um
varnarmál og boðaða brottför
hersins. Reynir Traustason,
blaðamaður á Fréttablaðinu, fékk
verðlaun fyrir bestu umfjöllun
ársins, fyrir frumkvæði og heild-
stæða umfjöllun um rannsókn
Samkeppnisstofnunar á samráði
olíufélaganna.
Morgunblaðið/Golli
Agnes Bragadóttir fékk
blaðamannaverðlaun ársins
Blaðamannaverðlaun/4
Börn Agnesar Bragadóttur, Sunna og Sindri Viðarsbörn, tóku við verð-
laununum fyrir hönd móður sinnar á pressuballinu í gærkvöldi.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
Opið 13.00 - 17.00
Gleðilegt sumar!
Sumarhátíð í dag
GAMLA ÍR-húsið var í gærkvöldi fært upp á Árbæjar-
safn frá hafnarbakkanum við Ægisgarð, þar sem það
hafði verið geymt frá árinu 2001. Ragnar Árnason,
varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar í Reykjavík,
sagði húsið með þeim stærri sem flutt hefðu verið með
þessum hætti innan borgarinnar. Beina þurfti allri um-
ferð frá og keyra með húsið á öfugum vegarhelmingi
alla leiðina, um Sæbraut og upp Ártúnshöfðann, á Ár-
bæjarsafn. Ferðin sóttist vel þó aðeins væri keyrt á um
5 km/klst. Voru lögreglumenn á fimm vélhjólum og
einum bíl og lokuðu þeir stuttum götuköflum í einu til
að valda sem minnstri röskun á umferð.
Pallur flutningabílsins var þannig útbúinn að hægt
var að láta húsið standa sem réttast í beygjum með því
að tjakka upp hliðarnar. Flutningarnir voru afar um-
fangsmiklir, enda húsið um 90 tonn að þyngd og nokk-
uð stórt. Færa þurfti umferðarljós og skilti til að koma
húsinu eftir götum borgarinnar. Áætlað var að flutn-
ingurinn tæki um 5–6 klukkustundir en Ragnar bjóst
við að hann tæki jafnvel skemmri tíma.
ÍR-húsið var reist árið 1897 sem kirkja á Landakots-
túni. Það var gefið Íþróttafélagi Reykjavíkur þegar
Kristskirkja var risin á Landakotstúni árið 1929 og þá
flutt til, vestur fyrir gamla prestssetrið. Þá var kirkju-
turninn tekinn af húsinu og því breytt í íþróttahús á
steyptum kjallara.
Morgunblaðið/Júlíus
Færa þurfti umferðarljós og skilti til að koma húsinu um göturnar.
Lífsreynt hús á langferð
LÆGSTU laun félaga í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur (VR) og
Landssambandi íslenskra verzlunar-
manna hækka á bilinu 17,5% til 31%
samkvæmt nýjum kjarasamningi við
Samtök atvinnulífsins (SA) sem und-
irritaður var í gærkvöld.
Ein meginbreytingin í samningn-
um er að afgreiðslufólk í hlutastarfi
fær greitt 40% álag á vinnu utan
hefðbundins dagvinnutíma þótt það
hafi ekki náð að fylla dagvinnutíma,
þ.e. 160-170 tíma á mánuði, en greitt
er liðlega 1% af föstum mánaðar-
launum fyrir yfirvinnu umfram dag-
vinnu eins og víðast tíðkast. Að öðru
leyti eru almennar launabreytingar,
lífeyrissjóðsframlög og önnur al-
menn atriði í samningnum í takt við
það sem önnur stéttarfélög hafa þeg-
ar samið um.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segist vera þokkalega sáttur við
samninginn á heildina litið. „Þetta er
búið að vera langt og strangt og
samningarnir sem Starfsgreinasam-
bandið og Flóinn skrifuðu undir
settu ansi djúp hjólför fyrir okkur.“
Gunnar Páll segir viðræður að
undanförnu að miklu leyti hafa snú-
ist um breytingar á töxtum og breyt-
ingar á meðferð yfirvinnu. „Við tök-
um aftur inn orðið eftirvinna þegar
menn eru vinna utan dagvinnutíma
án þess að vera búnir að klára skil-
greindan dagvinnutíma yfir mánuð-
inn, þ.e. 160 til 170 stundir. Þannig
að það má segja að við séum að taka
upp ígildi vaktafyrirkomulags í
verslun og fáum þá innspýtingu í lág-
markslaunin á móti,“ segir Gunnar.
„Þetta er búið að vera þó nokkur
törn og menn hafa setið nánast við-
stöðulaust við síðan í síðustu viku,“
segir Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri SA. Hann segir samningagerð-
ina annars vegar hafa snúið að mark-
aðslaunaumhverfi skrifstofufólksins
en hins vegar að afgreiðslufólki þar
sem sé meira taxtaumhverfi. „Það
var erfitt að koma því heim og sam-
an. Lykillinn að niðurstöðunni fólst í
miklum breytingum á uppbyggingu
samningsins. Það er ljóst að þarna
eru verulegar taxtahækkanir til
starfsfólks í afgreiðslu,“ segir Ari.
Samningar náðust milli VR og SA
17–31% hækkun
lægstu launa
afgreiðslufólks
AÐALEIGANDI Eignarhalds-
félagsins Stofns, móðurfélags P.
Samúelssonar, umboðsaðila Toyota
hér á landi, mun auka við hlut sinn í
fyrirtækinu í kjölfar sölu Sjóvár-Al-
mennra trygginga á hlut sínum í
því. Sjóvá-Almennar eignuðust
fjórðungshlut í fyrirtækinu í janúar
fyrir rúmu ári þegar Bogi Pálsson,
þáverandi forstjóri P. Samúelsson-
ar, seldi hlut sinn. Kaupverð hlut-
arins er ekki gefið upp.
Aðaleigandi Stofns er Páll Sam-
úelsson, en hann og eiginkona hans,
Elín S. Jóhannesdóttir, eiga nú um
60% í félaginu. Eftir kaupin af
Sjóvá-Almennum verður eignarhlut-
ur þeirra samanlagt um 85%. Aðrir
hluthafar eru Anna Stella, dóttir
þeirra, sem á tæp 8%, Emil Gríms-
son, forstjóri félagsins, sem á 5%,
og félagið sjálft, sem á rúm 2%.
Reksturinn gengur vel
Í fyrra seldust rúmlega 2.700
Toyota-bílar hér á landi og hafa þeir
mörg undanfarin ár verið með
hæstu markaðshlutdeildina. Í fyrra
jókst sala þeirra um tæp 44%, sem
er heldur meiri aukning en á mark-
aðnum í heild. Á fyrstu þremur
mánuðum þesssa árs seldust 619
Toyota-bílar, sem er 25% aukning
frá sama tímabili í fyrra. Að sögn
forstjóra P. Samúelssonar gekk
rekstur fyrirtækisins mjög vel í
fyrra.
Sjóvá út úr Toyota
Sjóvá-Almennar/C1
LANDHELGISGÆSLAN ætti
að bjóða út varðskip í einka-
framkvæmd, að mati Sigfúsar
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Nýsis hf. „Það vantar varðskip
og þeir þurfa með þessu móti
ekki að smíða það, heldur leigja
það bara af viðkomandi í tiltek-
inn árafjölda,“ segir Sigfús.
Sama segir hann eiga við um
Hafrannsóknastofnun en Nýsir
rak í tíu ár þrjú hafrannsókna-
skip í Namibíu í einkafram-
kvæmd fyrir ríkisstjórnina.
Gæslan
leigi
varðskip
Heilsugæsla/C8