Pressan - 05.04.1990, Side 19

Pressan - 05.04.1990, Side 19
Fimmtudagur 5. apríl 1990 19 Ef þú kennir þér meins þá er sjálfsagt að leita strax til heimilislæknisins. Heimilislæknirinn veitir þér alla almenna læknisþjónustu, fylgist með heilsufari þínu og varðveitir á einum stað allar nauðsynlegar upplýsingar um heilsu þína. Á heilsugæslustöðvum starfar auk þess annað fagmenntað starfsfólk sem einnig er annt um heilsu þína. Viðtal á læknisstofu heimilislæknis á dagvinnutíma er þér að kostnaðarlausu. Ef þú þarft að fá lækni heini... Pú getur þurft að biðja lækni að vitja þín eða barna þinna heima og þegar svo ber undir er gott að eiga heimilislækninn að. Hann þekkir þig og fjölskyldu þína og býr jafnframt yfir þeirri þekkingu sem þarf til að greina sjúkdóm þinn og gera viðhlítandi ráðstafanir. Ef sjúkdómur greinist Heimilislæknir þinn hefur þá kunnáttu og reynslu sem nauðsynleg er til að vísa þér á þann lækni sem er sérfróður um hugsanlegan sjúkdóm þinn. Það er einnig upphaf mikilvægra boðskipta milli þeirra lækna sem um mál þín fjalla, því sérfræðingur sendir heimilislækni þínum læknabréf með öllum upplýsingum sem heilsu þína varðar til varðveislu. Neitaðu þér ekki um þjónustu heimilislæknisins. Hún getur reynst þér ómetanleg. HEII.SAN ER I>ÍN DÝRMÆI ASIA EIGN HEILBRIGÐIS- 0G TRYGGINGAMÁLARÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS ARGUS/SlA

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.