Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 FYRST^tFREMST steingrímur hermannsson. Veröur hann sendiherra í New York? haraldur I andra. Ætlar aö græða 53 milljónir á fyrsta ári nýja dag- blaösins. ÆTLA AÐ GRÆÐA 53 MILLJÓNIR Á FYRSTA ÁRINU í frumáætlunum um nýtt dagblað er gert ráð fyrir að hagnaðurinn fyrsta árið verði um 53 milljónir króna. Har- aldur í Andra og aðrir upp- hafsmenn þessa blaðs ætla því að byrja með glans. Að minnsta kosti gera þeir ráð fyrir því á pappírunum. Þrátt fyrir þá almennu skoðun manna að ekki sé hægt að stofna nýtt dagblað nema leggja til þess 150 til 200 milljónir er ekki gert ráð fyrir nema um 70 milljóna króna hlutafé í nýja blaðið samkvæmt þessum áætlun- um. Hluti þess er greiddur með peningum og annar hluti með viðskiptavild Þjóð- viljans, Tímans og Sjónvarps- vísis. Þjóðviljinn ogTíminn fá því áskrifendur sína metna til hlutafjár. Einnig mun það metið inn að nýja blaðið hef- ur hag af því að þessi blöð hætti að koma út á sama tíma og það hefur göngu sína. Þaði er reyndar fyrirséð með Tím- ann, þar sem ákvörðun ligg- ur fyrir um að hætta að gefa blaðið út um áramót. Þjóð- viljinn á síðan einungis tæp- an mánuð eftir ef greiðslu- stöðvunartímabili sínu. í áætlunum er gert ráð fyrir drjúgum kostnaðarlið vegna hönnunar og áætlanagerðar, sem að öllum líkindum falla Hvíta húsinu að mestu i skaut. Það er einmitt Gunn- ar Steinn Pálsson í Hvíta húsinu sem veitir undirbún- ingshópnum forstöðu. Aðrir í honum eru Guðjón Arn- grímsson í Athygli, dóttur- fyrirtæki Hvíta hússins, og Björn Brynjólfur Björns- son í Sýn. Björn Brynjólfur hefur hannað nýtt útlit nokk- urra blaða; meðal annars Þjóðviljans og Helgarpósts- ins sáluga. ÁRNI í STAÐ STEINGRÍMS TIL NEW YORK? í síðustu viku greindum við frá vangaveltum um hver yrði næsti sendiherra í New York. Þar komu við sögu þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, þingmaður og formaður ut- anríkismálanefndar, og Gunnar G. Schram prófess- or. En fleiri eru nefndir til. Vitað er að Árnl Gunnars- son hefur hug á starfinu. Árni datt út af þingi þegar hann færði sig frá Norður- landi eystra til Suðurlands. Eftir kosningarnar var hann orðaður við ýmis embætti, til dæmis formennsku í HSl. Hann er nú formaður Slysa- varnafélagsins. Annar maður sem talinn er á leið út úr pólitik er Stein- grímur Hermannsson, en hann mun hafa gefið afsvar við boði utanríkisráðherra. Hann hefur haft hug á virð- ingarstöðum við erlendar stofnanir. PRESSAN hefur meðal annars sagt frá því að Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra hafi á óformlegan hátt kannað hug Norðurlandaþjóðanna til framboðs Steingríms til aðal- ritara Sameinuðu þjóðanna. STRIÐ UM VORUMERKI Þad gekk ekki lítid á hjá forystumönnum Slysavarna- félags íslands þegar stofnun Landsbjargar, Landssam- bands björgunarsveita, stód fyrir dyrum. Landssamband flugbjörgunarsveita og Hjálp- arsveit skáta standa aö Landsbjörg og er því stórveldi á svidi björgunarmáta viö hlid Slysavarnafélagsins. Slysavarnafélagsmenn gátu af einhverjum ástæðum ekki sætt sig við stofnunina og þustu niðurá Vörumerkjaskrá iðnaðarráðuneytisins og létu skrásetja möguleg og ómöguleg innlend og erlend vörumerki fyrir tugi þúsunda króna til að koma í veg fyrir að hin nýstofnuðu samtök gætu heitið nafni sem gæfi til kynna hlutverk þeirra. Meðal nafna sem Slysa- varnafélagið lét skrásetja voru Björgunarfélag íslands. National Association of lee- iandic Rescue Teams, Björg- unarsveitir fslands, The Na- tional Rescue Association of lceland, National Association of lcelandic Search and Rescue Teams og Landssam- band björgunarsveita, sem er einmitt undirtitill Landsbjargar. Landsbjörg fékk nafnið Landssamband björgunarsveita staðfest hjá Vöru- merkjaskrá með því að hafa Landsbjörg sem yfirtitil sam- takanna. Slysavarnafélagið er nú búið að kæra samtökin fyrir nafngiftina á þeim for- sendum að þau geti ekki heit- ið Landssamband björgunar- sveita af því að Slysavarnafé- lagið sé ekki innan vébanda þess. Þá mun Jón Baldvin hafa kannað hvort hægt væri að gera Steingrím að yfirmanni Alþjóðamatvælastofnunar- innar. ÓLAFI HÁLT Á SVELLINU Ólafur B. Thors, forstjóri Sjóvár/Almennra, var gestur í morgunþætti Eiríks Jóns- sonar á Bylgjunni á þriðju- dagsmorguninn. Olafur og Eirikur ræddu bifreiðatryggingar, slysabæt- ur og fleira viðkomandi tryggingamálum. Þennan morgun var hált í Reykjavík og var þetta fyrsti dagurinn í vetur sem einhver hálka var að ráði. Ólafur sagði að reynslan sýndi að tjón væri ekkert óeðlilega mikið fyrstu hálkudaga hvers vetrar og þakkaði hann það aðgæslu og varfærni ökumanna. Þegar Eiríkur kvaddi Ólaf bað hann hann að fara nú varlega í umferðinni. Ólafur kvaðst ávallt gera það. Þeir kveðjast síðan með virktum. Ólafur heldur að bíl sínum, sest upp í hann, setur í bakk- gír, bakkar úr stæðinu og á næsta bil. Fyrst verið er að tala um ákeyrslur má segja frá því að þegar Svavar Gestsson var menntamálaráðherra ók hann einu sinni ráðherrabíln- um á ráðuneytið. Áreksturinn var það harður að bæði bíll- inn og húsið þörfnuðust lag- færingar. GÍSLIj GÍSLI OG GISLI Vírnet hf. í Borgarnesi keypti nú fyrir skemmstu Bif- reiðaog trésmiðju Borgar- ness, eins og fram hefur kom- ið í fréttum. Salan gekk í stuttu máli þannig fyrir sig að Gísli H*dl- dórsson, framkvæmdastjóri BTB, talaði við Gísla Halldórs- son, stjórnarformann Vír- nets, um hugsanleg kaup Vír- nets á BTB. Gísli Halldórsson, stjórnarformaður Vírnets, sneri sér til Gísla Halldórsson- ar, stjórnarmanns í Sparisjóði Mýrasýslu, og athugaði með hugsanlega fyrirgreiðslu í sambandi við kaup á BTR Gísli í Sparisjóðnum tók þessu vel og Gísli í Vírneti tal- aði þá við Gísla í BTB og end- irinn varð sá að gengið var frá kaupunum. Felldar voru niður einhverj- ar skuldir og Vírnet greiddi 5 prósent af nafnvirði hluta- bréfa og tók að auki yfir skuldir. Menn voru ekki til- búnir að láta BTB fara í gjald- þrot, sem hefði þýtt rekstrar- stöðvun. Hjá BTB vinna í kringum 25 manns og það hefði verið mikil blóðtaka fyrir ekki stærra bæjarfélag en Borgarnes ef rekstur fyrir- tækisins hefði stöðvast. Gíslar þeir er fyrr eru nefndir rúmast allir í sama manninum, en hann er einn- ig þekktur sem sonur Hall- dórs nokkurs E. árnigunnarsson. Krati sem horfir til New York. ólafurathors.Sagði fólki að fara gætilega í umferðinni og bakkaði á bil. svavargestsson Keyrði á ráðherrabíl á ráðuneyti svo gera þurfti við hvort tveggja. halldór e. sigurdsson Gisli sonur hans ekki síður áberandi i Borgarnesi en faðirinn. gunnar steinn pAlsson. Hvíta húsið mun hafa nokkrar tekjur af hönnun og áætlanagerð fyrir nýja dagblaðið. bjórn brynjólfur bjóRNSSON. Hannaði Þjóðviljann á sinum tima, lika Helgarpóstinn og er nú í undirbúningsnefnd um nýtt dagblað. Er ekki rétt að selja Grænfriðungum sæti okkar í Alþjóðahval- veiðiráðinu, svona til að fá eitthvað út úr því, Jóhann? „Grœnfriöungar eru þarna til staöar sem áheyrnarfulltrúar og mér þykir ekki rétt aö vera aö höndla meö þessi sœti." Fréttir hafa birst þess efnis að Grænfriöungar hafi keypt sig inn i Alþjóðahvalveiöiráöið Jóhann Sigurjónsson er einn helsti hvalasérfræðingur íslendinga og fulltrúi Tslands í Alþjóðahvalveiöiráðinu. LÍTILRÆÐI af selsemstáli Eg er með afbrigðum frið- samur maður og hef alltaf verið. Þessvegna lofa ég guð fyrir það á hverjum morgni við sólarupprás að vera ekki um þessar mundir búsettur í Serbíu, Króatíu, Beirút eða miðbænum í Reykjavík, heldur í friðsælli sveit þar- sem hundgá boðar stórtíð- indi, hvaðþá hófadynur. Heimahjá mér er öðru- jöfnu allt með stakri spekt enda er ég annálaður fyrir dagfarsprýði og hef löngum verið afar eftirlátur við konu mína með því bæði að skaffa vel og gleyma ekki að gauka einhverju að henni til hátíð- arbrigða á tyllidögum. Og aldrei flökrar að mér að hreyta í hana illindum nema þegar ærin ástæða er til. Hann er skoplítill skerfur- inn sem ég hef lagt til heimil- isfriðarins hjá okkur heið- urshjónunum. Nú er frá því að segja að ekkert gleður konu mína eins af hjartans grunni og að fá svokölluð heimilistæki í jóla- eða afmælisgjöf, og mér finnst ég svosem alveg inega njóta sannmælis þeg- ar ég segi að marga nyt- semdarvélina hef ég gefið henni til að létta henni skyldustörfin á heimilinu. Þessa stundina er hún að hakka Iifur framí eldhúsi með ,,Sunbeam"-hrærivél sem ég fékk eftir hana ömmu mína þegar hún dó fyrir rúmum þrjátíu árum og var víst tækið þá búið að þjóna blessaðri gömlu kon- unni í meira en áratug. Aldrei, í hartnær hálfa öld, hefur þessi kjörgripur slegið feilpúst en nú skilst mér að hnífurinn í hakkavélinni sé orðinn bitlaús og þá er ekki annað en láta það eftir kon- unni að bregða honum á smergel. Allt til vinnandi að halda heimilisfriðinn. Sem dæmi um það hve ríka áherslu ég hef lagt á það að gefa konu minni jafnan vönduð heimilistæki má geta þess að bakarofninn hennar er af AEG-tegund keyptur í Sambandinu um 1950 og gerir ekki aðeins sitt gagn enn í dag heldur er sannkallaður gleðigjafi í daglegri önn húsfreyjunnar. Þetta er semsagt fertugur steikarofn úr ekta stáli. „Selsemstálið" (selst sem stál) kom seinna. Því er ég að hafa orð á heimilistækjum og húsfriði að nú eru óveðursblikur á lofti. Það var semsagt að frum- kvæði konu minnar að keyptur var ísskápur til heimilisins fyrir ári eða svo, ítalskur af IGNIS-gerð. Þetta tæki virðist einnota, einsog svo mjög er í tísku í dag, því skemmst er frá því að segja að plastikinnrétt- ingar þessarar kæligeymslu eru bókstaflega í maski eftir árið. Á umboðsmönnum er helst að skilja að einnota ís- skápa eigi bara að nota einu- sinni, og víst er það geð- þekkt sölutrikk að eiga enga varahluti á lager svo menn verði að kaupa ísskáp árlega þegar plastikruslið fer að gefa sig. Auðvitað getur verið handagangur í öskjunni þeg- ar matmenn þurfa að kom- ast í kæfubelg en ef maður er allsgáður á ekki allt að þurfa að fara í rúst í ísskápn- um þó leitað sé að bringu- kolli eða síðubita. Nú er að vísu búið að panta varahluti i isskápinn frá Ítalíu en ég treysti því ekki að friður haldist á þessu heimili nema ég gefi kon- unni minni nýjan ísskáp á jólunum og það verður ekkij Flosi Ólafsson einnota IGNlS-ísskápur úr selsemstáli heldur alvöru- skápur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.