Pressan


Pressan - 07.11.1991, Qupperneq 27

Pressan - 07.11.1991, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991 27 ÞANNIG GE1A| RAÐHERRARNIR RÁBIB EIGlH LAUNIIM Þaö vœri lítið varið í að vera ráðherra eða þingmaður ef ekki kœmu til allar aukasporslurnar. Dreifbýlisstyrkur, bílastyrkur, dagpeningar, lífeyrisréttindi, ókeypis sími og ódýr matur gera það þess virði að vera ráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson nœr i stóran hluta af tekjum sinum meö dagpeningum. Islenskir stjórnmálamenn hafa oft kvartaó yfir því aó hafa lái> laun sein séu engan veginn í samræmi vió þá viróingu sem embættió nýt- ur. Kf litió er á skattframtöl ráöherra sést aö þeir eru a<V eins hálfdrættingar á viö helstu forstjóra landsins. I óttekt Frjálsrar verslunar kemur fram að framreiknuö laun Jóns Baldvins Hanni- hulssonar utanríkisráðherra í ágúst námu 350.()()() krónum á mánuöi. Stcintfrímur Her- rnunnsson var meö 438.000 krónur á mánuöi síöasta áriö sem hann var forsætisráö- lierra. Jón Sigurdsson iðnað- arráöherra 'hafði 434.000 krónur á mánuði. Þessi laun má reikna út úr skattframtöl- um þeirra. Kkki háar tölur, en segja hins vegar engan veginn alla söguna. Inn í þessar upphæö- ir vantar mikilvæga liði eins og dagpeninga. bifreiða- hlunnindi. eftirlaunaréttindi og þau hlunnindi sem felast í því aö fá margvíslega kostn- aöarreikninga greidda. Þaö hlýtur til dæmis aö teljast mönnum til hlunninda aö geta gert eins og Halldótr Blöndal þegar hann varð ráð- herra; hann lét landbúnaðar- ráðuneytið bera kostnaðinn af fagnaði sínum á Hótel Sögu vegna tilefnisins. Kða þegar Fridrik Sophusson tók að sér að halda íþróttaveislu fyrir fé- lag sitt. Föst laun ráöherra skiptast þannig aö hann fær þingfar- arkaup. eins og aðrir þing- menn. sem er núna 175.000 krónur á mánuöi. Þá fær hann 113.800 í sérstök laun sem ráöherra. Heildarlaun ráöherra samkvæmt launa- seöli eru því 288.800 krónur. Afgangurinn virðist vera undir honum sjálfum kom- inn. DAGPENINGARNIR GEFA MEST AF SÉR Kn það eru líklega dagpen- ingarnir sem gefa hvað mest af sér. því ráöherrarnir fá. auk dagpeninga. allan kostnaö greiddan. Ráöherra sem ferö- ast í Svíþjóð og Noregi fær 205 SDR (gengi SDR er nú 81 króna) á dag. í New York fær hann 180SDRogannarsstaö- ar fær hann 168 SDR. Ofan á þetta fær hann 20% álag og svo fær ráðherrafrúin helm- ing upphæðarinnar í dagpen- inga til sín. Þegar ráðherra er í Noregi og Svíþjóð fær hann því 19.926 krónur á dag og frúin 9.963 krónur. Heim- sókn Dauíds Oddssonar og konu hans til Norges fyrir skömmu hefur því gefið um 30.000 krónur á dag til heim- ilisins. Feröin til Róm, sem Davíð er nú í. gefur ekki eins mikiö af sér. Bæöi Ríkisendurskoöun og ríkisskattstjúri líta á dagpen- ingagreiöslur sem beinar tekjur. Aö sjálfsögðu geta þær verið mjög mismunandi en það er vanalega utanríkisráö- herra sem hækkar tekjur sín- ar mest með þessum hætti. Kf miöað er viö ferðalög þess ráðherra, sem feröaöist mest árið 1989. var tekjuauki hans á mánuöi 128.000 á verölagi dagsins í dag. Þetta er rúm- lega ein og hálf milljón á ári. JEPPINN HANS STEINGRÍMS OG AÐRIR RÁÐHERRABÍLAR Hlunnindi ráöherra eru enn í skattalegri óvissu vegna þess aö ráöherrar neita aö greiða skatta af þeim eins og ríkisskattstjóri hefur fariö fram á. í tengslum við ráðherrabíl- ana eru margvíslegir mögu- leikar fyrir ráðherra aö auka tekjur sínar. Nýlega kom fram aö Steingrímur Her- mannsson fékk 184.000 krón- ur á mánuöi fyrir jeppa sinn síðustu 11 mánuðina sem hann var forsætisráðherra. Þetta var af því hann vildi ekki nota ráðherrabílinn sem til var. Á þessum tíma fékk Steingrímur 2.020.000 krón- ur og þar af leiðandi 868.000 krónur i svokallaöa endurnýj- unargreiöslu. Sú fyrningarregla sem þar er unnið eftir býður upp á ýmsa möguleika fyrir ráö- herra til að auka tekjur sínar. Reglan er þannig aö ráðherra sem notar eigin bíl fær 20% af veröi bílsins á ári tvö fyrstu árin en 15% eftir þaö. Því dýr- ari bíll, þeim mun meiri end- urgreiðsla. Nýlega hóf Olafur Battnur Grímsson umræðu á Alþingi um bílakaup Sit’huats Björt>- uinssonar heilbrigðisráð- herra. Sighvatur keypti sér nýlega mjög dýran bíl, Volvo 960. sem tryggir honum 800.000 á ári í tekjuauka. Taldi Ólafur Ragnar að Sig- hvatur fengi þannig 2,5 millj- ónir króna í leigu fyrir bílinn á fjórum árum. Tekjur ráðherra af afnotum ráöherrabíla eru mismun- andi eftir verðgildi bílanna. Sá sem hefur mest mundi lík- lega hafa um 100.000 króna tekjuauka á mánuði, en aö jafnaði má gera ráö fyrir um 40.000 til 55.000 króna tekju- auka hjá flestum ráðherr- anna. EINSTÖK LÍFEYRISRÉTTINDI Lífeyrisréttindi þingmanna og ráðherra eru miklu meiri en annarra. Á meðan al- mennir starfsmenn ríkisins vinna sér rétt á 2% af launum sinum í eftirlaun á ári fá ráö- herrar 6%. Þingmenn vinna sér inn um 3% á ári. IJfeyrisskuldbindingar rík- isins eru nú taldar um 50 milljaröar króna. 39 milljarö- ar eru vegna skuldbindinga til opinberra starfsmanna. þar af 3 milljarðar vegna al- þingismanna og ráðherra. Þar sem iðgjöld stjórnmála- manna sjálfra standa engan veginn undir skuldbinding- unum fær ríkiö reikninga frá sjóöunum sem þaö veröur aö greiða. Hjá öðrum er þessu vanalega háttaö þannig aö ef iðgjöld standa ekki undir skuldbindingum eru skuld- bindingarnar skertar. Reikna má lífeyrisréttindi venjulegs ráðherra til 131.700 króna ofan á mánaðarlaun og 155.300 króna ofan á laun forsætisráðherra. Að öllu samanlögöu má því gera ráð fyrir aö raunveruleg laun ráðherra rokki á bilinu 450.000 til 630.000 krónur á mánuði. Kf litiö er til ná- grannalandanna virðast þetta svipuð laun og tíðkast þar meðal ráðamanna. DANSKIR STJÓRNMÁLA- MENN FÁ EKKi DAGPENINGA Samkvæmt upplýsingum frá danska þinginu og fjár- málaráðuneytinu er þingfar- arkaupið danska 301.000 krónur, ráðherralaunin ofan á eru 331.000 eða samtals 632.000 krónur. Allir þingmenn fá ókeypis öll ferðalög innanlands. Danskir stjórnmálamenn fá hins vegar ekki dagpeninga Davíð Oddsson jók ráðstöfunartekjur heimilis sins um 30.000 krónur á dag með því að heimsækja Gro Harlem Brundtland i Noregi. Þökk sé dagpeningunum. anfariö hefur átt sér staö í Bandaríkjunum. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarið velt mikiö fyrir sér launakjörum bandarískra stjórnmálamanna. Má vera að tannlæknaferöir Johns Sununu, starfsmannastjóra Hvíta hússins, hafi ýtt undir það. Þingmaöur í bandarísku fulltrúadeildinni hefur 120.800 dali í árslaun en 1. janúar síðastliðinn hækkuöu launin um 25%. Þetta gerir um 600.000 krónur á mán- uði. Fulltrúadeildarþing- menn fá hærri laun en öld- ungadeildarmenn, enda er öldungadeildin full af millj- únamæringum sem eiga nóg til hnífs og skeiðar. I Bandaríkjunum hefur oft verið miðaö viö aö raunveru- leg laun þingmanna séu í raun tíu sinnum meiri en launaseðillinn segir til um. Þessi upphæð fæst með því að reikna þeim til tekna öll hlunnindi sem starfinu fylgja. Þá er átt við hluti eins og líf- eyrisréttindi og ókeypis heil- brigðisþjónustu. Auk þess vilja Bandaríkjamenn reikna til tekna hluti eins og ókeypis skrifstofuaðstööu, sem bandarískir þingmenn njóta reyndar bæði í Washington og á heimaslóðum. Auk þess fá þeir allan símakostnað borgaðan, sem íslenskir þing- menn hafa stundum nýtt sér, eins og þegar sonur Púls IVt- urssonar nýtti sér skrifstofu föður síns fyrir kosningabar- áttu í háskólanum. Þá fá bandarískir þingmenn ókeypis prentun og útgáfu- þjónustu. Einnig fá þeir ríku- lega staöaruppbót og allur póstur er sendur þeim aö kostnaöarlausu. Sighvatur Björgvinsson fær 2,5 milljóna króna kaupauka á næstu fjórum árum út á bilinn heldur er eingöngu greiddur útlagður kostnaöur vegna ferðalaga þeirra. Eins og komiö hefur fram áður varö Ritt Bjerretfuard aö segja af sér sem þingflokks- formaður jafnaðarmanna eft- ir að kom í Ijös að hún mis- notaði sérstaka staðaruppbót sem danskir þingmenn fá. Þessi staðaruppbót nær frá rúmlega 300.000 krónum upp í rúmlega 700.000 á ári. íslenskir þingmenn njóta samskonar greiðslna ef þeir eru af landsbyggðinni. Lands- byggðarmenn fá þannig um 101.000 krónur skattfríar á mánuöi. Þeir fá 31.000 krón- ur á mánuði í feröakostnaö, 38.000 vegna húsaleigu og 32.300 í dvalarkostnaö. Islenskir þingmenn búa viö ýmis hlunnindi, eins og til dæmis ódýran mat, eins og aörir starfsmenn Alþingis. Þeir veröa reyndar aö deila honum meö blaöamönniiin sem starfa á þinginu. Sömu- leiðis fá þeir síma og póst- þjónustu ókeypis. Er greiddur fyrir þá sími á heimili þeirra. Þetta er tínt til vegna þess að nú orðið tíðkast aö telja slík hlunnindi til launa, sam- anber þá umræöu sem und- Sigurður Már Jónsson smaa letrið Ollu vill rikið skipta sér afog nu hefur mannanatnanefnd kveðið upp urskurð sinn um hvað börnin eiga að heita. Frægt er orðið að Friðrik Klem- em Sophusson fjármálaráð- herra er elns ólóglegur og frek- ast er unnt. Hvorugt nafna hans né nafn föður hans hljóta náð fyrir augum nefndarinnar. Flestir eru sjálfsagt sammála um að hægt væri að stafsetja Klemens og Sófus á betri hátt en fjármálaráðherrann gerir (án þess að nokkur hafi skipt sér af þvi hingað til) en Guð mé vita hvað mannanafnanefnd hefur á móti nafninu Friðrik. Þúsundir annarra Islendinga hafa vaknað upp við jafn vond- an draum og fjármálaráðherr- ann. Þeir bera óæskileg nöfn. Einn þeirra er hann Dagmann é Dalvik sem keypti hattinn af ut- anrikisráðherra. En þetta með nöfnin er vandi sem er erfiðara úr að komast en i að lenda. Ef aðeins eru teknir fyrstu stafir stafrófsins (A, Á, B og D) þá blasir þetta vandamál við neðangreindum körlum i Fteykjavik samkvæmt simaskrá 1991: Absalon Poulsen Hamra- borg 30, Alvar Óskarsson gjald- keri Grensásvegi 14, Analius Hagvaag Barmahlið 34, Anders Hansen blaðamaður Skagaseli 10, André Bachmann (meistari kokkteiltónlistarinnar) Hábergi 20, Andrjes Guðmundsson tæknifræðingur Eiðismýri 1, Annes Svavar Þorláksson vél- stjóri Álfabergi 4, Arilius E. Harðarson múrari Vesturbergi 124, Arnfinn Jóhann Hansen verkamaður Sundlaugavegi 37, Arnold Björnsson Mánagötu 23, Arthur Morthens kennari Tómasarhaga 37, Álfþór Br. Jó- hannsson bæjarritari Látra- strönd 2, Ásberg Sigurðsson borgarfógeti Aragötu 7, Asmar Örn Brynjólfsson nemi Hátúni 12, Ástbjörn Egilsson Klepps- vegi 128, Ástvald Valdimars- son Grettsigötu 57b, Baugur Guðmundsson Krókabyggð 9, Bent Bjarnason útibússtjóri (Sparisjóðs vélstjóra) Hraun- tungu 24, Berghreinn G. Þor- steinsson flugvélstjóri Dalseli 34, Bergmann Bjarnason húsa- smiður Miðbraut 30, Bernhard Svavarsson Skálagerði 15, Bernarð Smári Jónsson Garð- húsum 55, Bernótus Kristjáns- son skipstjóri Giljalandi 24, Bertram H. Möller (Það verður rokkað um alla blokk inótt) lög- regluþjónn Tunguvegi 24, Birn- ir Bjarnason héraðsdýralæknir Miðleiti 4, Bjarnar Ingimarsson Smyrlahrauni 44, Bjarnsteinn Þórsson Vesturbergi 78, Bær- ing Jóhannsson Geitlandi 8, Dagþór Haraldsson stýrimaður Stapaseli 11, Danelius Sigurðs- son rennismiður Blöndukvisl 10, Daniel Ágúst Haraldsson (Ný dönsk) nemi Háaleitisbraut 30, Danival Finnbogason bil- vélavirki Garðavegi 2, Donald Jóhannesson framkvæmda- stjóri Tryggvagötu 14 og Dóm- ald Ásmundsson afgreiðslu- maður Mávahlið 18. TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR — 19. HLUTI Enn er það sannað hér i tvi- farakeppninni að útlit og inn- ræti fara saman. Það er eins og þeir Walt Disney og Haukur Morthens séu tviburar sem voru aðskildir við fæðingu. Það sést á andlitsfallinu og skegg- inu. Og þeir lögðu báðir fyrir sig störf i skemmtanaiðnaðinum. Haukur söng en Walt teiknaói. Báðir hafa þeir náð eins langt og hægt er, hvor á sinu sviði.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.