Pressan - 07.11.1991, Blaðsíða 28
28!
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. NÓVEMBER 1991
* er með
ólíkindum
— Fyrir 15 árum var
haldinn aðalfundur Stúd-
entafélags Háskóla ís-
lands, sem vaeri vart í frá-
sögur færandi, nema fyrir
þá sök að lögmæti fundar-
ins lenti fyrir dómstólum.
Vinstri og hægri öfl deildu
að vanda og fór svo að full-
trúar hægri kærðu aðal-
fundinn. Stefnendur voru
Kjartan Gunnarsson, þá
laganemi, nú fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðis-
flokksins, Siguröur Helga-
■ son sagnfræöinemi, Geir
Waage guðfræðinemi.
Anna Jónsdóltir lyfja-
fræðinemi og Tryggvi Agn-
arsson lyfjafræðinemi.
Meðal vitna fyrir þeirra
hönd var Hannes Hólm-
steinn Gissurarson. Hinir
kærðu vinstrimenn voru
Garöar Mýrdal háskóla-
nemi, Eiríkur Brynjólfsson
háskólanemi, Jón Guöni
Kristjánsson, síðar frétta-
maður, Gunnlaugur Ást-
geirsson háskólanemi og
Halldór Á. Sigurösson há-
skólanemi. Endanlegur
dómur féll vinstrimönnum
nokkuð í vil, en hér verður
málið ekki rakið nánar. En
á fundinum voru uppi órói
og hrindingar, eftir mikla
smölun, og meðal annars
vitnaði Kjartan Gunnars-
son um að á hann hefði
verið ráðist og Hannes,
sem var annar fundarrit-
ara, sagði um fundinn:
„Óp, köll og háreysti ein-
kenndu fundinn, þannig
að varla var hægt að
greina orðaskil hjá þeim
fundarmönnum sem köll-
uðu . . . Menn höfðu gert
sig líklega til áfloga, stokk-
ið upp á borð, haldið þar
ræður, æpt og kallað . . .
Atli Árnason hafði gert til-
raun til að leggja hendur á
mig, en verið stöðvaður af
Adolf Guömundssyni, Arn-
lin Óladóttir hafði stokkiö
upp á borð og hélt þar ræð-
ur, og Púll Balduinsson
kallaði í sifellu og hvatti
menn til að sæta ekki því,
sem var að gerast."
ÞRJAR TVEGGJA
ÞIN
I fljótu bragði
lítur út fyrir að
34 þingmenn séu
með skráð aðset-
ur í Reykjavíkur-
borg, þótt vafa-
laust verði þar
fjölgun á þegar
hinir mörgu nýju
þingmenn hinna
dreifðari býggða
hafa komið sér
almennilega fyrir. Aðeins
einn þingmaður er skráður i
gamla Breiðholtinu, Vest-
manneyingurinn Arni John-
sen í Rituhólum.
Hins vegar eru sex þing-
menn skráðir í Seljahverfi,
sömuleiðis sex í Fossvogs- og
Smáíbúðahverfum, en alls
tólf í borgarhlutum vestan
Tjarnarinnar.
I þingkosningunum 1987
og 1991 var það „flakkarinn"
sem síðastur fékk úthlutað
þingsæti og í hvorumtveggja
kosningunum kom sætið i
hlut Kvennalistans, fyrst
skreið inn Danfrtöur Skarp-
hédinsdóllir og síðast Jóna
Valgerdur Kristjánsdóttir. Áð-
ur var við lýði uppbótarþing-
Það eru síðan þrjár götur í
borginni sem innihalda tvo
þingmenn hver. Fram hefur
komið að Halldór Ásgríms-
son Framsóknarflokki og
Steingrímur J. Sigfússon Al-
þýðubandalagi halda heimili
í Brekkuseli, sem um leið var
um tíma tveggja ráðherra
gata. Þau Kristín Einarsdóttir
Kvennalista og Ingi Björn Al-
bertsson Sjálfstæðisflokki
búa í lítilli gotu að nafni
Brekkubær í Arbæ Loks hafa
valið sér Tómasarhaga þau
fngibjörg Sólrún Gísladóttir
Kvennalista og Jón Kristjáns-
son Framsóknarflokki.
Brekkusel, Brekkubær:
Eitthvað heilla brekkurnar
og svo er Eyjólfur Konrád
Jónsson í Brekkugerði...
mannakerfi. Árið 1983 skreið
síðastur inn á þing Egill Jóns-
son, bóndi á Seljavöllum, rétt
á undan Eyjapeyjanum
Magnúsi H. Magnússyni, sem
sat eftir með sárt ennið. Egill
skreið líka síðastur inn 1979,
rétt á undan Kjartani Ólafs-
syni ritstjóra. Árið 1978 var
síðastur inn Árni Gunnars-
UNGLINGARNIR
ERÍ/NÚ TIL
FYRIRMYNDAR
(aldrei þessu vant)
Um hverja helgi eru nú
brotnar ein til tvær rúður í
miðborginni. Við slíkar að-
stæður kallar lögreglan á
Bjarna Hólm „rúðumeistara"
sem framkvæmir „í snatri
bráðabirgðaviðgerð". Það
eru að sjálfsögðu unglingar
borgarinnar sem venjulega
.brjóta þessar rúður, en áður
son, rétt á undan Steinþóri
Gestssyni. Árið 1974 skolaði
Geir Gunnarssyni síðast inn,
rétt á undan Ingiberg Hannes-
syni sjálfstæðismanni. Árið
1971 var það núverandi
menntamálaráðherra, Ólafur,
G. Einarsson, sem var síðast-
ur inn og tróðst j» framfyrir
flokksbróður sinn, Halldór
en unglingunum er blótað
skal eftirfarandi haft í huga.
Blöndal, sem tuttugu árum
síðar er landbúnaðar- og
samgönguráðherra. Tvenn-
um kosningum áður hafði
Matthías Bjarnason gert
sama hlut; orðið síðastur inn
en ýtt samflokksmanni til
hliðar, Ragnari Jónssyni.
Að sögn Gudmundar Gud-
jónssonar hjá lögreglunni
hafa þau ánægjulegu tíðindi
orðið að talsvert hefur dregið
úr ofbeldis- og skemmdar-
verkum unglinga síðustu
1—2 ár. Og þau verk sem
framin eru eru frekar annars
staðar en í miðborginni. Of-
beldi unglinga náði hámarki
fyrir 5 til 6 árum og nútíðin
hálfgerður barnaleikur í sam-
anburði. Dæmi: Rán af hendi
fólks yngra en 16 ára voru 16
árið 1989 en 7 á síðasta ári.
Líkamsárásir hjá sama ald-
urshópi voru 34 árið 1989 en
22 árið eftir. Þetta þýðir ekki
að ofbeldisverkin hafi færst
til annarra borgarhluta, því
þeim hefur t.d. einnig fækkað
í Breiðholti, eftir tilkomu nýju
lögreglustöðvarinnar við
Drafnarfell. Guðmundur taldi
að ástæður hinnar ánægju-
legu þróunar í miðborginni
væru aukin gæsla, samvinna
við unglingadeildir borgar-
innar og aukin vitund ung-
linganna sjálfra.
Þeir unglingar sem voru 15
ára árið 1990 og 1991 eru
fæddir árin 1975 og 1976.
Þetta eru börn barnabylgj-
unnar miklu 1954 til 1958.
EGILL Á SELJAVÖLLUM OG AÐRIR HINIR SÍÐUSTU
KYNLÍF
Náin samskipti HIV-jákvæds
fólks
Alnæmis verður vafa-
laust minnst í sögunni sem
faraldurs sem lagði sitt af
mörkum til að opna um-
ræðu um kynlif og sýna
fram á nauðsyn kyn-
fræðslu. Þótt átakanlegt sé
að hugsa til þess að sjúk-
dóm þurfi til að benda okk-
ur á vankanta í mannlegum
samskiptum má segja að al-
næmi veiti okkur ýmis
tækifæri. Alnæmi kennir
okkur meðal annars að
verða betri elskhugar með
hættulausu kynlífi, gefur
„leyfi" til að ræða um getn-
aðarvarnir, til dæmis
smokkinn, og bendir okkur
réttilega á hversu gagns-
laust það er að draga fólk í
dilka eftir því hver smitleið-
in er.
Ekki alls fyrir löngu
héldu HlV-jákvæðir Norð-
urlandabúar árlega ráð-
stefnu sína í Reykjavík. (Að
vera HlV-jákvæður merkir
að viðkomandi sé smitaður
af veirunni sem veldur al-
næmi.) í einum vinnuhópn-
um var fjallað um „Ást og
kynlíf" og þátttakendur
greindu frá eigin viðhorf-
ÉJÖNA
INGIBJÖRG
JÓNSDÓTTIR
um og reynslu. Ýmislegt at-
hyglisvert kom i Ijós sem
mig langar að tæpa á i pistl-
inum.
Hver er líðan einstakl-
ings sem stendur frammi
fyrir þeirri staðreynd að
vera HlV-jákvæður? Hverju
breytir það í nánum sam-
skiptum? Fyrst þegar vitn-
eskjan unt að vera smitaður
liggur fyrir verða margir
fyrir áfalli. Reiði, kvíði.
áhyggjur yfir eigin smiti og
ótti við að smita aðra eru
áberandi. Sumir finna til
óöryggis urn það hvenær
og hvernig eigi að segja
elskhuga frá því að maður
sé smitaður. Einstaklingn-
um finnst ef til vill að hann
sé á einhvern hátl
„óhreinn" og óttast nei-
kvæð viðbrögð og höfnun
þeirra sem ekki eru smitaö-
ir. Aðrir óttast að einangr-
ast frá öðru fólki, jafnvel
það sem eftir er ævinnar,
eða að allt eðlilegt fjöl-
skyldulíf — þar með taliö
barneignir — sé út úr
myndinni. Hræösla, von-
leysi, ótti og óöryggi eru
allt eðlilegar tilfinningar
hvað varðar náin sam-
skipti, sérstaklega fyrstu
mánuðina — jafnvel nokk-
ur ár eftir að viðkomandi
veit að hann er HlV-já-
kvæður.
Það sem mér þótti einna
athyglisverðast var sú
skoðun nokkurra sænskra
homma að gagnkyn-
hneigðir karlmenn sem
mælast HlV-jákvæðir ættu
erfiðara með að leita sér
hjálpar en samkynhneigöir
karlmenn og stæðu því
verr að vígi með vitneskj-
una um smit. Ástæðurnar
töldu hommarnir vera þær
að gagnkynhneigðir karl-
menn gengjust meira upp í
því (en hommarnir) að vera
harðir af sér — sýna „karl-
mennskuna" — og þeir
hefðu ekki greiöan aðgang
að „stuðningsneti" eins og
því sem finnst meðal
homma.
Þeir sem hafa verið smit-
aðir í nokkur ár hafa haft
tíma til að átta sig á hlutun-
um og lífið aftur náð jafn-
vægi hvað varðar náin sam-
skipti. Heyrum hvað þeir
hafa að segja: „Núna kann
ég hættulaust kynlíf utan-
bókar og óttast ekki að
smita neinn." „Viðhorf fólks
hefur breyst, þetta er ekki
eins mikiö mál og það var
einu sinni." „Þarfir mínar í
nánum samskiptum eru
skýrari núna en áður og
sjálfstraustið hefur aukist
— ég hef þroskast." „Ég lifi
bara eðlilegu kynlífi —
hættulausu kynlífi."
Það er ekki bara tíminn
sem virðist hafasett plástur
á sárið heldur það að hafa
tileinkað sér hættulaust
kynlíf (kynlíf sem felur ekki
i sér að fá sæði eða blóð inn
í líkamann), aö eiga skiln-
ingsríkan maka og vin.
sýna persónulegan kjark,
leita sér hjálpar í upphafi
og horfast í augu við vand-
ann þótt það sé gífurlega
erfitt.
HlV-jákvæðir einstakl-
ingar þurfa að takast á viö
ótalmarga hluti — allt á
meðan þeir eru í mikilli
óvissu um hvernig sjúk-
dómurinn þróast. I vinnu-
hópnum létu nokkrir í Ijós í
lokin von um að ást og kyn-
líf gæti orðið það sem það
var hér áður; frjálst og
óheft, laust við hræðslu og
kvíða. Löngun til að hitta
þann eina rétta, eignast
fjölskyldu — börn. Ósk um
.. núna kann
ég hættulaust
kynlíf utanbókar
og óttast ekki að
smita neinn.“
að nákomnir yrðu ekki
fórnarlömb fáfræði eða for-
dóma. HlV-jákvætt fólk
þyrfti á stuðningi að halda.
Spyrjió Jónu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík