Pressan - 05.12.1991, Page 10

Pressan - 05.12.1991, Page 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 ÞRATTAÐ UM VERÐMÆTI ASIACO Ágreiningur er nú risinn vegna kaupanna á Asiaco hf., sem voru gerð fyrir um það bil ári. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta þjónustufyrirtækið við sjávarútveginn hér á landi, var selt þeim Gunnari Óskarssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjárfestingarfélagsins, og Eyjólfi Brynjólfssyni, framkvæmda- stjóra Jöfurs. Þeir keyptu af feðgunum Kjartani Jóhannssyni og Kjartani Erni Kjartanssyni, sem er orðinn umboðsmaður fyrir MacDonald’s-hamborgarakeðjuna hér á landi. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR stendur ágreiningur- inn um söluverð fyrirtækisins. Telja þeir Gunnar og Eyjólfur sig ekki hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um verðmæti fyrirtækisins þegar kaupin fóru fram. Aðrir halda því fram að þeir hafi keypt fyrirtækið of dýru verði. Þessi ágreiningur hef- ur ekki leitt til riftunar kaupanna, en hvorki Gunnar né Kjart- an Örn vildu tjá sig um málið. Asiaco er heildsölu- og þjónustufyrirtæki við sjávarútveg- inn og flytur meðal annars inn flestar tegundir veiðarfæra. Samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar var fyrirtækið í 192. sæti yfir stærstu fyrirtæki landsins í fyrra. Veltan var þá um 410 milljónir króna en hjá fyrirtækinu starfa 30 manns. Þá voru heildareignir metnar á 173 milljónir. LÖGREGLAN GLEYMDIAD FARA MED RÚTUNA í SKOBUN Rúta Lögregluskólans er ólögleg og ætti eins og aðrar óskoðaðar bifreiðir að sæta númeraklippingu. Rútan er notuð til að ferja nemendur. Númerið er JV-855 og átti rútan því að ná aðalskoðun í maí, en í síðasta lagi í júlí. Komið var með rútuna í skoðun 23. ágúst, en þá voru at- hugasemdir gerðar við rúður, rúðuþurrkur, aðalljós, önnur ljós, slökkvitæki og sjúkrakassa. Lögreglan fékk frest til 23. september til að laga þetta, en hefur enn ekki mætt með rút- una í endurskoðun. Af einhverjum ástæðum fékk rútan ekki bráðabirgðamiða í ágúst, er enn með gamla miðann, og ætti því að vera fæði fyrir klippur lögreglunnar. „Við höfum samband við þá á stundinni,” sagði Magnús Ein- arsson, foringi klippsveitar lögreglunnar, aðspurður um þetta. LANDSPITALINN MEÐ220 MILLJÓNA Um nokkurt skeið hafa verið miklar sprengingar og með- fylgjandi jarðvegsvinna á Landspítalalóðinni. Skýringin á því er sú að nú er hafin vinna við mikil tengigöng þar á milli húsa. Það er Byggðaverk sem sér um framkvæmdirnar en 220 millj- óna króna tilboði þess var tekið. Verkið var boðið út fyrr á ár- inu. Með göngunum á að tengja saman einstakar byggingar á spítalalóðinni, en í þessum áfanga verða tengd saman hluti K-byggingarinnar og eldhúsbygging. Einnig er ætlunin að byggja þarna yfir ljósa- og spennistöðvar. Þetta er í raun aðeins áfangi í að gera Landspítalann að einni heild, en það vekur hins vegar athygli að í framkvæmdirnar skuli vera ráðist núna á samdráttartímum. Mun láta nærri að til framkvæmdanna sé varið því fé sem Sighvatur Björgvins- son heilbrigðisráðherra ætlaði að spara hjá ríkisspítulunum. ívar Hauksson mætti 10 sinnum á skrifstofu Hagskiptamanna á tveimur mánaða tíma til að rukka, * Innheimtuaðferðir Ivars Haukssonar HÖIABIAB BERJA BG BRffA SKUIBARANA Eins og komið hefur fram í PRESSUNNI hefur ríkissak- sóknari ákveðið að ákæra ívar Hauksson líkamsræktar- mann fyrir harkalegar inn- heimtuaðferðir, skjalafals og líkamsárásir. Ákæran á hend- ur Ivari er tvíþætt; annars vegar vegna eldri líkams- árása og hins vegar fyrir inn- heimtuaðferðir hans og skjalafals. Ivar var ekki alltaf einn að verki, eins og sést af sam- skiptum hans við skrifstofu Hagskipta hf. í Reykjavík. Þar er Hreinn Hjartarson ákærð- ur, ásamt ívari, fyrir að hafa hótað þeim Sigurdi Erni Sig- urðssyni og Sigurði Halli Garðarssyni. Þeir nafnarnir hafa um skeið rekið umdeilda viðskiptaskrifstofu sem hefur meðal annars verið til um- fjöllunar hér í PRESSUNNI. ívar og Hreinn komu ítrek- að á skrifstofu þeirra og hót- uðu þeim líkamsmeiðingum, dauða og eignatjóni ef þeir greiddu ekki víxilkröfu sem Hreinn átti á þá. Það var Hreinn sem fyrst í stað hafði reynt að innheimta kröfuna með hótunum, en í nóvemb- er 1990 réð hann ívar til verksins. Var fjölskyldum Sig- urðanna hótað meiðingum og fór ívar um 10 sinnum á skrifstofu þeirra frá nóvemb- er 1990 fram í febrúar 1991. Var ívar þá ýmist einn eða í fylgd með manni, sem ekki hefur tekist að bera kennsl á. BARÐI ÞRJÁ SAMA KVÖLDIÐ í CASABLANCA Eldri ákæran á hendur ívari er vegna harðvítugrar líkamsárásar á veitingastaðn- um Casablanca við Skúla- götu. Atvikið átti sér stað að- faranótt sunnudagsins 8. júlí 1990 og lágu þrír menn sárir. Sá fyrsti var sleginn tvisvar í gólfið og síðan skellt niður þannig að stórsá á honum. Annar var tekinn kverkataki og haldið þannig með þeim afleiðingum að hann marðist á hálsi. Þriðji maðurinn var sleginn hnefahöggi í andlitið svo hann féll í gólfið og þá sparkaði ívar í hann liggjandi með þeim afleiðingum að blæddi úr vitum hans. Er far- ið fram á skaðabætur vegna þessara mála. HÓTAÐI AÐ BERJA OG DREPA SON LÖGREGLUSTJÓRANS Eitt kærumálanna er frá í ágúst. Þá hringdi ívar í tví- gang í Harald Braga Böðvars- son, lögfræðing á lögmanna- stofu Olafs Thoroddsen. Har- aldur, sem er sonur Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykjavík, var með kröfu á hendur ívari til innheimtu. Hafði hann falið öðrum lög- manni að innheimta kröfuna. ívar hótaði í símann að berja Harald eða drepa ef hann drægi ekki kröfuna til baka. Ivar var því í þetta skipti í hlutverki skuldarans. ívar er auk þess ákærður fyrir skjalafals. Um miðjan desember seldi hann í Spari- sjóði Reykjavíkur og ná- grennis skuldabréf að upp- hæð 350.000 þar sem hann hafði falsað nafn manns sem sjálfskuldarábyrgðarmanns bréfsins. „SÝNDI MÉR KA RATEK YLFU‘ ‘ Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á innheimtuaðferð- um Ivars vilja ógjarnan koma fram og rekja sögu sína. PRESSAN fékk þó tvo slíka til að greina frá hinni „dæmi- gerðu" atburðarás. „Þegar hann kom til að rukka mig um skuldina var hann með svarta skjalatösku sem hann opnaði fyrir fram- an mig rétt nægilega mikið til að ég gæti séð að hún inni- hélt ekkert nema karatekylf- ur," sagði karlmaður á þrí- tugsaldri í samtali við PRESS- UNA. „Hann sýndi mér kröfuna og lét mig sjá kylfurnar og hellti yfir mig óbótaskömm- um. Meðal annars sagði hann að hlutverk sitt væri að bjarga þjóðfélaginu frá mönnum eins og mér sem lékju þann leik að safna skuldum og stinga síðan af frá öllu saman. Hann fylgdi PRESSAN greindi frá máli ívars í síðustu viku. þessu síðan eftir með því að hringja bæði í aðstandendur mína og vini og hóta þeim öllu illu; hann hringdi marg- sinnis í pabba minn og hótaði því að þjarma sérstaklega að honum." Þannig lýsir viðkomandi, sem er afgreiðslumaður í miðbænpm, viðskiptum sín- um við ívar Hauksson. Þessi maður, sem ekki treysti sér til að koma fram undir nafni, var lýstur gjaldþrota fyrir nokkrum árum en einn af lánardrottnum hans seldi skuldakröfuna eftir gjaldþrot- ið og hún komst í hendur ívars Haukssonar. „LEITAÐI SKULDARA UPPIÁ VEITINGASTÖÐUM" „Á þessum tíma varð ég mjög lífhræddur og leið mikl- ar sálarkvalir, ég hætti að fara út á kvöldin og var aldrei einn á ferli. Börnin mín fengu þau fyrirmæli að opna ekki fyrir neinum ókunnugum og fjölskyldunni leið eins og hún væri í fangelsi. Það var ekki fyrr en ég komst að því fyrir tilviljun hvert skuldakrafan hefði farið og hver hefði látið ívar innheimta kröfuna og ég hringdi og hótaði á móti sem þessu línnti. ívar Hauksson er bara peð í þessu tafli; það eru fjársterk- ir aðilar sem standa á bak vtð þetta og gera út á að inn- heimta kröfur sem aðrir hafa gefist upp á að fá greiddar. Það gerir enginn einstak- lingur sér að leik að verða gjaldþrota og það þarf ekki að geta sér til um aðferðirnar sem þessir menn beita ef fólk borgar ekki orðalaust. ívar fór mikið um vínveitingastað- ina til að leita að fólki sem hann var með kröfur á og auk þess á aðra staði þar sem hann gat átt von á að hitta þetta fólk fyrir. Auðvitað eru brotalamir í þjóðfélaginu, gíf- urleg vanskil og fleira slíkt, en ef þessar aðferðir verða látnar afskiptalausar endar þetta allt með ósköpum," sagði maðurinn að lokum. MEÐ PAPPÍRA SEM AÐRIR HAFA AFSKRIFAÐ „Ég tók þetta aldrei alvar- lega en þetta hafði mjög trufl- andi áhrif á konurnar sem unnu hér. Hegðunarmunstrið er þannig," sagði skrifstofu- maður sem kynntist vinnu- brögðum ívars. „Hann er ekki eigandi að þessum kröf- um sem hann er með, ef hægt er að ræða um kröfur. Yfir- leitt er hann með kröfur sem menn sjá að ekki er forsenda til að innheimta. Oft eru þetta tryggingavíxlar sem menn hafa ekki staðið við og því forsendur fyrir innheimtu horfnar. Þetta eru pappírar sem allir eru búnir að af- skrifa." Sigurður Már Jónsson Þóra Kristin Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.