Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 05.12.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 Gestur Guðmundsson. doktor í rokkfræðum ROKKIÐ ÁTTI STÓRAN HLUT í HRUNI MÚRSINS ,,Efnefna á dœmi um þjód- félagsbreytingar sem rokkiö hefur haft í för meö sér þá er fyrst aö nefna hrun mársins. Þad er enginn vafi á því aö rokkiö átti mikinn þátt í aö grafa undan veldi sovéska kerfisins og jafnvel má segja aö þaö hafi haft meiri áhrif en beinn áróöur vestan frá. Æskan austan járntjalds not- aöi rokkiö mikiö til aö finna samhljóm vestan frá. Þaö er hinn alþjóölegi œskuheimur sem geröi þetta kerfi fárán- legt í augum unga fólksins." Þetta sagði Gestur Guð- mundsson, sem síðastliðið vor varði doktorsritgerð við Kaupmannahafnarháskóla um æskulýðskenningar, en þar notaði hann rokkið til að lesa sögu æskunnar eftir stríð. Hann er einnig höfund- ur bókarinnar „Rokksögu ís- lands", sem kom út í fyrra. Við spjölluðum við Gest um rokkið fyrr og nú. FYRSTA TÓNLISTIN TENGD ÆSKUNNI „Ég hef oft sagt að það sé ekki hægt að skilgreina rokk- ið bara sem tónlist heldur verði að líta á félagslega þátt- inn í þeirri skilgreiningu. Rokkið kemur upp sem blanda af blús og kántrí og verður síðan suðupottur sem hægt er blanda nánast hverju sem er saman við. Rokkið verður fyrsta tegund tónlistar sem er sérstaklega tengd æskunni. Það kemur upp á þeim tíma sem æskuskeiðið er að verða til sem sjálfstætt skeið á sjötta áratugnum, en rokkið verður til sem skil- greining um 1954 þótt tónlist- in hafi orðið til áður," segir Gestur þegar hann er beðinn að skilgreina rokkið. Gestur segir að rokkið hafi Júdas fór hamförum i eina tíð. i upphafi tengst uppreisn æskunnar gegn hinum eldri og það eigi sinn þátt í að rokkið hafi orðið svona líf- seigt. Með þessari tónlist hafi hvíta æskan verið að taka upp ýmsa þætti úr menningu svartra, þar á meðal meiri lík- amlega tjáningu. Menning hvíta mannsins hafi verið mjög bundin við höfuðið. í byrjun hafi rokkið því ekki síður verið dans en tónlist og því til stuðnings bendir Gest- ur á að kannski hafi Sæmi rokk og Lóa verið fyrstu ís- lensku rokkhetjurnar frekar en einhverjir söngvarar. Rokkið byrjar í Bandaríkjun- um og Gestur segir að meðal fyrstu rokksöngvaranna hafi verið Bill Haley, sem stæidi nokkuð svartan söngvara er hét Joe Turner. Einnig megi nefna Chuck Berry og fleiri en það hafi verið Elvis Presl- ey sem fyrstur gerði rokkið að stóru fyrirtæki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.