Pressan - 05.12.1991, Síða 41

Pressan - 05.12.1991, Síða 41
FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 41 D V birti á þriðjudaginn lista yf ir 10 mest seldu jólabækurnar, en jóla- bóksalan er hafin af fullum krafti þótt enn séu ekki all- ar bækurnar komn- ar í verslanir. Sam- kvæmt DV er „Líf- róður" Árna Tryggvasonar eftir Ingólf Margeirs- son ritstjóra Al- þýðublaðsins, sem Örn og Örlygur gefa út, mest selda bókin til þessa og í öðru sæti „Fyrirgefning syndanná' eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Sé lit- ið til þess hvaða forlög eiga flestar bækurnar á 10 bóka listanum kem- ur í ljós að Jóhann Páll Valdimars- son í Forlaginu fer þar með vinning- inn með alls fjórar bækur, ævisögu Kristjáns Eldjárns eftir Gylfa Gröndal, „Bláskjá" eftir Franz Hoffmann, „Þegar sálin fer á kreik“ — minningar Sigurveigar. Guðmundsdóttur eftir Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur og „Lífsháská' Jónasar Jónassonar eftir Svanhildi Konráðsdóttur ... u JL JLafnar eru nornaveiðar hinar meiri í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi eftir að PRESSAN birti í síðasta tölu- blaði ábendingar frá nokkrum óánægð- um nemendum með ástand mála í skól- anum. Alls hringdu fimm manns í blaðið og sögðu frá því meðal annars að skólinn væri mjög fátæklega tækjum búinn þótt hann hefði starfað í 50 ár og fengi 50 millj- ónir á ári á fjárlögum auk þess sem nemendur fengju aldrei að fara inn í tilraunagróðurhúsin. Þetta hafa nokkrir fyrrverandi nemendur einnig staðfest. Eftir að fréttin birtist í blaðinu kallaði skólastjórinn, Grétar Unnsteinsson, nemendur á sal og hélt fjallræðu yfir þeim og gaf til kynna að hinir óánægðu nemendur yrðu reknir úr skólanum ef þeir fyndust. Síðan hefur einn nemandi haft samband við PRESS- UNA og skorað á blaðið að gefa upp nöfn þeirra til að megi reka þá ... FLUGLEIÐIR Þegar xnatarilmurinn liggur í loftinu I Lóninu á Hótel Loftleiðum verður fram- reitt glæsilegt jólahlaðborð á aðventunni, frá 29. nóv- ember -23. desember. Matreiðslumeistarar hótelsins sjá til þess að hlaðborðið svigni undan Ijúffengum réttum - bæði í hádeginu og á kvöldin; hvítlauksrist- aður smáhumar, síld, reyktur lax, reyksoðin lundabringa, grísasteik, reyksteikt lambalæri, hreindýrabuff, ris á l'amande, kanelkrydd- uð epli og ótal margt fleira. Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt- takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Það fer vel um þig í Lóninu og þjónarnir okkar leggja sig alla fram til að stundin verði sem ánægju- legust. Borðapantanir í síma 22321.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.