Pressan - 05.12.1991, Side 46

Pressan - 05.12.1991, Side 46
46 FIMMTUDAGUR PRESSAN 5. DESEMBER 1991 ^iíjjnr íélcngftor ^jóðSögitr Þaö var á Akureyri aö maöur, sem ekki gekk heill til skógar, starfaði til margra ára við snúninga fyrir fyrirtæki í bænum. Hann sá um aö fara í bank- ann, eins rukkaði hann og sá um fleiri léttari verk. Eitt sinn bað fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins manninn aö fara fyrir meö peninga á trésmíðaverk- stæði og borga fyrir sig timbur og skila því til smiö- anna aö setja timbrið fyrir utan, þar sem hann ætlaði að taka það með sér þegar hann færi heim. Sendisveinninn hlustaði greinilega ekki nógu vel á það sem framkvæmda- stjórinn sagði. Þrátt fyrir að hann væri ekki alveg viss um hvað hann átti að gera lét hann ekki á neinu bera og hélt af stað. Hann gekk að verslun Áfengisverslunarinnar. Þann dag var verslunin lok- uð vegna verðbreytinga. Sendisveinninn var með samviskusamari mönnum og þar sem hann taldi sig eiga að fara í sendiferð í áfengisverslunina lét hann lokaða verslun ekki stöðva sig, heldur bankaði hraust- lega á hurðina. Eftir að hann var búinn að banka talsverða stund opnaði verslunarstjórinn glugga á annarri hæð húss- ins og spurði sendisveininn hvaða erindi hann ætti. „Hann Stebbi bað mig að kaupa fyrir sig eina brenni- vínsflösku. Hann sendi mig með pening og bað mig að borga þér flöskuna. Þú átt að skilja hana eftir á tröpp- unum, þar sem hann ætlar að taka hana með sér þegar hann fer heim." (úr einfeldningasögum) Það var á bensínstöð í kaupstað á Norðurlandi að afgreiðslumaðurinn var nokkuð mikið utangátta. Eitt sinn kom inn við- skiptavinur sem vildi fá frostlög og láta setja á bil- inn sinn. Afgreiðslumaðurinn brást vel við þessu og gekk inn á lagerinn og tók brúsa, sem hann taldi að geymdi frostlög, og gekk með hann út. Hann skrúfaði lokið af vatnstanki bíls viðskipta- vinarins og hellti úr brúsan- um á tankinn. Þegar hann var búinn að hella um tveimur litrum tók aðfreyða uppúrvatnstank- inum. Afgreiðslumaðurinn og viðskiptavinurinn urðu undrandi mjög. Þegar þeir könnuðu hverju þetta sætti sáu þeir sér til mikillar hrellingar að það var ekki frostlögur í brúsanum. A brúsanum stóð skýr- um stöfum: ÞVOL. (úr einfeldningasögum) ENGIR TÍSKUSKÓR EN GÓÐIR ENGU AÐ SÍÐUR hjá Unni Svavarsdóttur í Ódýra skómarkaöinum eitthvaö annad hafa skórnir reynst afbragösvel. Hefurdu fengist viö sölu- mennsku áöur? „Ég hef unnið áður í versl- un og þegar ég var atvinnu- laus fór ég á sölumannanám- skeið; ég hafði víst lítið annað við að vera.“ aö spjalla viö Unni því aö hún er á þönum út um alla búö, enda í nógu að snúast fyrir jólin. Sölumannshœfi- leikarnir leyna sér ekki og sjálf hefur undirrituö verslaö viö Unni og orðiö nokkrum hundraököllum fátœkari en blessunarlega þurr í fœturna. Unnur er gœdd þeim hœfi- leikum aö geta selt fótalaus- um manni snjóþrúgur í sól- skini en hvortsem þaö er göf- uglyndi sölumannsins eöa ,,Eg kalla þetta stundum ruslmarkaöinn svona í gamni en staðreyndin er reyndar sú aö hér eru bara ósköp venjulegir skór á viö- ráöanlegu veröi," segir Unnur Svavarsdóttir, kaupmaöur í Odýra skómarkaöinum viö Hverfisgötu. „Fólk sem versl- ar hérna einu sinni kemur aftur af því aö þaö fœr þaö sem þaö vantar á því verði sem þaö getur meö góöu móti greitt. Það nefnilega kreppir víöast hvar aö hjá fólki. Ég var atvinnulaus um tíma,“ segir Unnur, ,,og þá kom að máli við mig maður sem rak skóverslun og bað mig að afgreiða í skómarkaði fyrir sig í einn eða tvo mán- uði því að hann ætlaði að losa sig við gamla lagera. Eftir að hafa kíkt á lagerinn sá ég að þetta voru engir tískuskór en góðir skór og sló til.“ HVAR Á ÉG AÐ KAUPA SKÓ? „Hann féll frá þessi maður og ég fjárfesti í gömlu skó- ræflunum sem eftir voru, enda kom fólk að máli við mig þegar átti að loka þessu og sagði: „Hvar á ég nú að kaupa skó?“ Ég ákvað að bíða og sjá til enda ekki verra að reka þetta sjálf ef ég gæti haft kaupið mitt skammlaust upp úr því.“ Þaö er ekki hlaupiö aö því BÚÐIRNAR VERÐA AÐ SELJA SJÁLFAR Kaupiröu ennþá gamla lagera úr búöunum? „Nei, þær verða að hafa fyrir því að selja sitt dót sjálf- ar. Ég kaupi núna afgangslag- era af heildsölunum og svo flyt ég sjálf inn skó. Það var nú ekki hlaupið að því, þeir vildu lítið tala við mig í fyrstu þarna úti. Ég fór því bara á staðinn og sýndi þeim nafn- spjald sem ég lét útbúa fyrir ferðina." Unnur tekur upp nafnspjald sem á er letrað: Unnur Svavarsdóttir director. „Og það kom annað hljóð í strokkinn. Annars sel ég mest breska skó, en draumurinn er að flytja inn frá Bandaríkjun- um. Þar er breidd í skónum." Ha? „Já þrenns konar breidd. 1 evrópskum skóm er bara ein breidd í kvenskóm og síðan þurfa konurnar að troða sér í skóna hvernig sem fóturinn annars er í laginu. Það er brjálæðislegt." MYNDLISTARKONAN UNNUR En Unnur hefur önnur áhugamál en skókaup- mennsku. Hún er myndlistar- kona og hefur haldiö fimm- tán einkasýningar: „Ég lærði hjá Arneyju Ein- arsdóttur kennara og var tvo vetur í Myndlistarskóla ís- lands. Ég hef unnið með bæði olíu, pastel, akrýl og er nú komin í vatnslitina. Mér hætt- ir nefnilega til að svissa alveg yfir þegar mér er farið að ganga vel. Ég verð stöðugt að hafa eitthvað til að keppa að. Þetta er stórhættulegur eigin- leiki," sagði Unnur Svavars- dóttir að lokum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir SJÚKDÓMAR OG FÓLK Afstaða til dauðans Mannlegt líf er óvissu háð og ekki nema tvennt sem er nokkurn veginn öruggt, að fæðast og deyja. Enginn get- ur haft áhrif á eigin fæðingu enda muna fæstir eftir þeim merkisatburði. Vitrir menn segja mér þó að fæðingin sé eitt það erfiðasta sem mann- eskjan reynir á lífsleið sinni, enda kemur barnið í heim- inn blátt og bólgið af áreynslu og streitu og rekur upp mikið reiðiorg þegar það kemst til meðvitundar um þau umskipti sem orðin eru á tilveru þess. Dauðinn stendur mönnum nær, enda er hann framundan í óvissu veruleikans og flestir eru sem betur fer komnir til vits og ára þegar þeir mæta hon- um. Það síðasta sem mann- eskjan gerir í jarðlífi sínu er að deyja. enda er dauðinn endir alls. Yfirleitt kemur dauðinn öllum að óvörum, bæði þeim feiga og aðstand- endum hans. Þegar síðustu andvörpin hafa verið tekin verður ekki aftur snúið og allt sem var ógert verður það áfram og öll orðin sem átti eftir að segja verða ósögð um alla framtíð. Eftir það verður engu breytt. Höfundar íslendinga- sagna gerðu sér góða grein fyrir návist dauðans. í ís- lendingasögum er urmull af nákváemum frásögum um dauðdaga og því lýst hvern- ig menn deyja með hreysti- yrði á vörum. Gott dæmi um þetta er að finna í þætti Orms sterka Stórólfsson- ar. Brúsi jötunn veröur Ás- birni prúða að bana með voöalegum hætti. Hann opnaði kvið á Ásbirni, náði í þarmaenda hans og hnýtti um járnsúlu og leiddi Ásbjörn síðan hring eftir hring kringum súluna svo röktust upp þarmarnir. Ás- björn lét þetta þó ekki á sig fá heldur orti mikinn kvæða- bálk á röltinu kringum súl- una þar sem hann sagði frá hreystiverkum sínum og Orms. Frásögninni lýkur með þessum orðum: Síðan lét Ásbjörn líf sitt með mik- illi hreysti og drengskap. Þormóður Kolbrúnar- skáld í Fóstbræðra sögu særðist til ólífis í orrustunni við Stiklarstaði. Menn sögðu hann fölan á vangann enda var hann særður svöðusári. Hann gerði grín að öllu sam- an, orti vísur og dró svo ör úr hjartanu og mælti þegar hann sá kjöt- og fitutægjur á oddinum: Vel hefur konung- ur alið oss. Atli bróðir Grettis Ásmundssonar varð fyrir snöggri og óvæntri árás þar sem hann stóð í dyrum úti. Maður kom aðvífandi og lagði hann með spjóti í gegnum bolinn af mikilli fúlmennsku. Atli mælti þá snöfurmannlega af kurteisi: „Þau tíðkast him breiðu spjótin" og féll dauð- ur niður. í Brennu Njáls sögu verða margir vel við dauða sínum. Gísli Súrsson barðist við her manns með iðrin úti, kastaði þó fram stöku og dó. Höfundur Njálu vissi líka að banastundin væri enginn leikur. Þegar Atli húskarl Bergþóru hittir fyrir Víga-Kol vinnumann Hallgerðar Höskuldsdóttur og leggur hann með spjóti segir hann þessi fleygu orð: Það átt þú eftir er erfiðast er. en það er að deyja." En bak við dánarlýsingar íslend- ingasagna felast lífsþorsti og lífsþrá hins feiga sem hrygg- ur horfist í augu við eigin endalok en reynir að bregðast við þeim af karl- mennsku. En dauðinn er alltaf nálægur og hátíð lífs og vonar eins og brúðkaup gat á svipstundu snúist upp í andstæðu sína þar sem eld- ur, dauði og sorg stigu tryllt- an dans eins og í Flugumýr- arbrennu. Ástin á lífinu og óttinn við endanleika dauð- ans koma best fram í þessum orðum Hávamála: Nýtur mangi nás (sá dauði gagnast engum). Dauðinn er mun óper- sónulegri og fjarlægari á okkar tímum en fyrr. Flestir deyja á sjúkrahúsum innan um ókunnuga en ekki heima fyrir í faðmi fjölskyldu eða vina eins og áður tíðkaðist. íbúar þéttbýlis finna ekki fyrir þeirri nálægð dauðans sem sveitafólk gerir þar sem slátrun búpenings er hluti af veruleikanum. Lítið er gert af því að tala um dauðann og þann endanleika sem hann hefur i för með sér. Margir unglingar kynnast þvi dauð- anum einungis í dulúðugum. spennandi dægurlagatext- um þar sem hann er kynntur eins og æsandi trúarbragð. Látnir popptónlistarmenn eru hafnir til skýjanna eins og sigurvegarar. Kenningin sem boðuð er hljómar á þá leið að hinn dáni hafi sigrast á fánýti og tilgangsleysi lífsins og horfið til annars til- verustigs. Mörgum verður hált á þessum boðskap og þeir fara að skoða dauðann eins og kærkominn vin eða tímabundna lausn á smá- vægilegum vandamálum daglegs lífs. í þeirri sjálfs- morðsumræðu sem fram hefur farið hef ég saknað þess að enginn hefur minnst á breytinguna sem orðið hef- ur á afstöðu nútímamanns- ins til dauðans; dauðinn er ekki lengur hluti af tilver- unni heldur býr hann á sjúkrahúsum og í dægurlög- um. Hann verður í hugum margra unglinga glæsilegt lík eins og Jim Morrison var í baðkarinu forðum og enn glæsilegri jarðarför þar sem mannkostir og dreng- skapur hins látna koma end- anlega í ljós. Dauðinn verð- ur síðasta úrræðið til að sýna hvað í manni býr en fæstir átta sig á því að eftir það gef- ast ekki fleiri tækifæri, hvorki til að vinna sigra eða tapa, elska eða hata. Arab- íska skáldið Ómar Khayam. sem uppi var fyrir nokkur hundruð árum. lýsir van- þóknun sinni á þessum rugl- ingslegu trúarbrögðum: Ó. njótum sumars fyrir feigdarhaust. er froslköld. háösleg gellur Daudans raust: .. Hcerfduft til duftsl ídufti hófiö mitt helst drykklaust. sönglaust. gestlaust — endalaust!" Njótum lífsins meðan kost- ur er.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.