Pressan - 12.12.1991, Síða 4

Pressan - 12.12.1991, Síða 4
4 /aswt jjcdLeff iUndí a ía Maúhfsi Ma*tAoe í Jíel*ypi*ftö*t*ui*K R PRESSAN 12. DESEMBER 1991 Dqy & A/i ght Aersyaam wd />///„ « *°m‘,ncí“- 6» ^ SiUanokfcT',SVÖVU' staóarins. fastagesti Moeiður lumusdóttir ásamt viðhaldi, tónlistarmanninum Eyþóri, á tali við Andrés Magnússon fyrir tónleika Todmobile. M A veitmgastaðnum ■ Óperu er ekki ■ óvanalegt að sjá fremsta H listafólk á Islandi troða upp og taka lagið saman. Hér sjáum við Karl Örvarsson, Ellen Krist- jánsdóttur, Kjartan Valdi- marsson, Eyþór Cunnars- sonog handlegginn á Andreu Gylfadóttur. Z^!nmúsðfarid' Og cn" * og Andrea- þorvalour í, Helgi Björns og Pétur Kristjáns í góðu stuði eftir tónleika Todmobile, en orð fá ekki lýst hversu góðir tónleikarnir Og enn, enn eitt musikparið; Lisa Pals og Böggi. s/r>y SetKy f8ojoö bi (th, Forstn seint aö soía? Ertu undir mikiu álagi? Þurfiirðu aö mæta í veislu sem stóö lengi frameítir en þarft aö líta frísklega og vel út á morgunfundínum í vinnunni á morgun? _ Já. ótrúlegt en satt: þaö er búiö aö finna upp krem viö vandan- um! Þaö má þó ekki ofnota krentiö: í mesta lagi þrisvar í viku. Og þaö virk- ar þótt þaö hljómi ótrúlega. Ueitir „Midnight Secrer og er frá Gu- erlain, ba^öi fyrir dömur og herra. Strákarl Ég madi eindregiö meö þessu kremi. t.d. þegar þiö eruö á viö-skiptaferðalögum og svefninn ekki alltaf reglulegur. Andrea með einkahárgreiðslumeistara sínum; Árna Kristjánssyni. Brussuvinafélaáió Snót h.f. heldur sína árlesu ársháfíð á Ömmu Lú á næsfunni Köfun við erfiðar aðstæður ■SF|RÐINGUR og ævintýri hans í Reykjavík Við Reimar vorum búnir að fiska vel í botninn á dós af klinkinu í peningagjá. Við fleygðum út í þriðja sinn. Við fikruðum okkur hægt eftir botninum með skúff- una. Auðurinn skóf sig upp í hana. Ég heyrði Reimar hlæja hinum megin við gjána. Pontíakkinn glamp- aði svartur hjá brúnni og minnti mig óþægilega á löggubíl. Reimar hafði svar- ið að ég fengi aldrei að keyra þann heilaga bíl. Hann herti gönguna sín megin. Skúffan rótaði upp botnleðjunni og ég sá smámyntina flögra upp og fara glitandi í hringi. Reimar var byrjaður að hlæja þessum geðsjúka aurahlátri sínum og allt í einu losnaði vírinn hans megin. Ég held því fram enn þann dag í dag að það hafi verið honum að kenna. — Æ, and- skotinn kallaði hann. Vertu grafkyrr Nasi. Ég kem og hjálpa þér. Hann byrjaði að hlaupa í kringum brúna. Ég sá enga ástæðu til þess að vera að bíða heldur rykkti í og byrjaði að tosa upp mín megin. — Bíddu maður, kallaði Reimar. — Bíða hvað? svaraði ég. — Bíddu eftir mér. Reimar var fljótur á staðinn og við handlönguðum vírinn upp í sameiningu. Meirihlutinn vall aftur úr skúffunni. Þegar hún var við að ná vatnsborð- inu sendi Reimar mig út á stuðlabergsstall til að teygja mig í hana. Ég prílaði niður, Reimar kippti í og vírinn varð laus þegar mig skorti svona sentímetra til að hafa hendur á henni. Skúffan seig í rólegheitum til botns með að minnsta kosti fimmtán hundruð krónur í peningum innanborðs, samkvæmt áætlun Reimars. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, vitað Reimar verða eins gjörsamlega trítilóðan. Jafn blind tjúllandi galinn. Hann spólaði uppi á bakkan- um og fór yfir ævi sína og lífsferil með slíkum bölsöng að ég var dauðfeginn að vera niðrá stallinum. Annars hefði hann snúið út á mér röngunni. Eftir nokkra stund rann af honum mesta æðið. Hann settist og grúfði andlit- ið í höndum sínum, leit loks upp og mændi í átt að Hrafnabjörgum og sagði: — Nasi, við vorum með pen- inginn í höndunum og þú lætur skúffuna bara renna frá þér. Svonalagað gæti ekki komið fyrir nokkurn mann nema mig. — Læt ég? Til að byrja með varst það þú sem sleist vírinn þín megin. — Það var slys og slíkt get- ur alltaf komið fyrir. Þú gast ekki beðið eftir mér og byrj- aðir að toga sjálfur eins og hálfviti. — En það varst þú sem rykktir síðast í svo seinni vír- inn losnaði. — En þú lést skúffuna sleppa og ég er viss um að þú gerðir það af tómum kvikindisskap. Bara til að kvelja mig. Þú varst með fingur á henni en nenntir bara ekki að grípa í hana. — Reimar, þetta er ósanngjant. Mér varð svo mikið um að lá við ég færi að gráta og Reimar sá það og sagði: — Það þýðir ekki að gráta þegar komið er sem komið er. Við verðum að gera eitthvað í málinu svo við eigum fyrir sprútti á Sel- fossi og bensíni í Þjórsárdal- inn. — Og bensíni heim, bætti ég við. — Mér er andskotans sama um það. Den tíð, den sorg. Ég vil bara komast i djammið og vændið. — Og hvað eigum við þá að gera? — Gera! hvað heldurðu hálfvitinn þinn. Kafa maður. Það er eina leiðin. Ég hló. — Það hlakka ég til að sjá, sagði ég. — Sjá? Sjá hvað? Það ert þú sem átt að kafa vinur. Ég leit niður í djúpið. Ég vai nýorðinn sextán ára. Ég var ekki búinn að sjá mikið af lífinu enn. — Mér finnst eiginlega meiri sanngirni í því að þú kafir, sagði ég. — Ég er bara sextán en þú ert orðinn átján. Ég á til dæmis eftir að taka bílpróf. Það er engin sanngirni í að deyja áður en maður tekur bílpróf. — Uss, það er ekkert varið í að vera með bílpróf, sagði Reimar. — Maður bara held- ur það. Hann skimaði til gljá- vagnsins um leið og hann sleppti orðinu og missti nokkuð af sannfæringar- krafti sínum. — Nasi, þú mátt keyra Pontíakkinn alla leið niður á Selfoss ef þú þor- ir. Ég leit niður fyrir mig. Þetta breytti stöðunni tölu- vert. Nú sýndist styttra til botris. — Ertu að meina þetta? — Ég sver það við heiður minn sem ísfirðings. — Bíddu, sagði ég. Ég fór úr skónum og rak tána í vatnið. Það var kalt. Hins vegar var Pontíakkinn flott- asti bíll á landinu. — Ég er viss um að hann Skúli rothögg mundi ekki þora að reyna þetta, sagði Reimar. — Og er hann þó sagður sá kaldasti á landinu. Þetta var meira en ég þoldi. Ég reis á fætur á stall- inum og byrjaði að klæða mig úr. Ólafur Gunnarsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.