Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 22

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 ækur & 'akkelsi Haraldur Friðriksson er bak- arameistari hjá Ömmubakstri í Kópavogi. Haraldur Friðriksson Júnímorgunn „Ég ætla að nefna Júní- morgun úr Stjörnum vorsins eftir Tómas Guðmundsson. Ástæðan fyrir því að ég vel þetta kvæði er hversu vel það lýsir morgunfegurðinni. Það erum jú við bakararnir sem njótum hennar öðrum frem- ur." Úðinn drýpur og sindrar í silfurgljá. í svona veðri finnst regninu gaman að detta á blómin, sem nú eru upptekin af að spretta og eru fyrir skemmstu komin á stjá. Og upp úr regninu rís hin unga borg, rjóð og tær eins og nýstigin upp af baði. Og sólin brosir á sinu himneska hlaði og horfir með velþóknun yfir stræti og torg. Og léttir geislar glitra um lygnan fjörð eins og glóbjört minning um tungl- skinið frá því í vetur. Ó, engan ég þekki, sem gæti gert þetta betur en guð, að búa til svona fallega jörð. Margrét Lóa Jonsdottir er Ijóðskáld. Hún hefur nýlega lokið við að yrkja Ijóðabókina Ávextir. Margrét Lóa Jónsdóttir Vínberjaterta Lísu „Mér fannst vel við hæfi að hafa vínberjatertu af því nýja Ijóðabókin mín heitir Ávext- ir.“ 125 g smjör eða sólblóma 125 g hveiti 100 g saxaðar möndlur 75 g sykur 1 cl koníak 1 eggjarauða V.i tsk. lyftiduft 'h tsk. kanill hnoðað og látið í hringform, 2 cm upp með börmum. 400 g græn vinber (án kjarna), skorin í bita og geymd í skál. Fylling: 100 g smjör eða sólblóma 4 eggjarauður 50 g sykur 1 tsk. vanilludropar svolítið af rifnum sítrónu- berki Hrærigrautur af bókstöfum — bækur sem fá falleinkunn í frágangi „Þetta eru kannski ekki endilega Ijótu bækurnar, bara nokkur handahófsdæmi úr flóðinu." Nokkuð áhyggjusamlegt er hversu slæmt útlit er núorðið á íslenskum bókum og virðist fara hríðversnandi. Allt of margar bækur mundu blátt áfram fá falleinkunn i frá- gangi. Á þessu eru sjálfsagt ýmsar skýringar; útgefendur vilja hafa allan kostnað sem minnstan og gera sig þá stundum bera að þeirri reg- inskyssu að spara smáupp- hæðir í útliti og frágangi. Ekki er þó örgrannt um að tölvur hljóti að teljast einn helsti sökudólgurinn; þótt tölvur séu nákvæm tæki er ekki einhlítt að þær séu trygging fyrir vandvirkni. Núorðið eru flestar bækur settar og jafnvel brotnar um í litlum einkatölvum. Þá virð- ist oft undir hælinn lagt að gaumgæfð séu meginatriði í bókagerð, eins og til dæmis mismunandi læsileiki og áferð leturgerða, línubil, spássíur og þéttleiki texta á síðu. Utkoman vill allt of oft verða einn allsherjar hræri- grautur af bókstöfum og bók- in fyrir vikið óaðlaðandi og erfið aflestrar. Pappír er iðulega lélegur, gulleitur og grófur eins og í dagblaði ellegar svo lítilfjör- legur að matar í gegn yfir á næstu eða jafnvel þarnæstu síðu. Þarna gæti slæmri prentun líka verið um að kenna. Glanspappír, sem til skamms tíma var algengur í íslenskum bókum, er þó orð- inn blessunarlega fáséður, enda glampar hann þannig í birtu að mætti álíta að bækur sem prentaðar eru á slíkan pappír skuli lesnar í myrkri. Og svo er það eitt smáatriði sem virðist ýmsum gleymt sem stunda bókaútgáfu á ís- landi: Lengd texta í línu eða öllu heldur lengd hverrar línu í bók frá vinstri spássíu til þeirrar hægri. Línurnar eru einfaldlega og einatt of lang- ar. Menn geta sannreynt það á sjálfum sér — og það er reyndar margsannað grund- vallaratriði í bókagerð — að línu sem er um það bil 10 sentímetra löng les maður í einu augnakasti. Hins vegar les maður línu sem er 11 og hálfur eða 12 sentímetrar að lengd í tveimur augnaköst- um. Maður sem les bók sem er prentuð með þeim hætti þreytist einfaldlega fyrr á því að vera alltaf að skotra til augunum. Samt er línulengd í íslenskum bókum yfirleitt á bilinu frá 11 og allt upp í 13 sentímetrar. Til að mynda geta menn at- hugað þetta nánar með því að líta á tvær þekktar útgáfur íslendingasagna. Margir hafa kvartað undan því að stór- bækur sem gefnar voru út af forlaginu Svart á hvítu séu nánast ólæsilegar og því óbrúklegar nema sem hillu- stáss. Eitt markmið útgáfunn- ar var náttúrlega að koma fyrir miklu lesmáli á fáum síð- um; þótt margt sé vei gert og fallega er textinn einfaldlega of þéttur og línurnar svo langar að Njála virðist óyfir- stíganlegt torf. Hin samræmda útgáfa Fornritafélagsins, sem nú hefur loks runnið sitt skeið, er náttúrlega gölluð og mörkuð sérvisku þeirra manna sem fylgdu henni úr hlaði. Margir síðari tíma menn hafa til dæmis álitið að sú stafsetning sem þar er fylgt sé hálfgerð skrítla. Á hinn bóginn virðist þeir hlutir kórréttir sem láta lítið yfir sér og lúta að svip- móti þessa bókaflokks: letur- stærð, leturgerð, þéttleiki texta á síðu, línubil og línu- lengd. Útgáfan er blátt áfram læsileg þrátt fyrir kenjar nor- rænufræðinganna. Kannski er hægt að stinga upp á þeirri mótbáru að hér sé ómaklegur samanburður á ólíkum útgáfum sem þjónuðu tvennum tilgangi. Vísast er nokkuð hæft í því. Frá sjónar- hóli bókagerðarlistarinnar er samanburðurinn þó athyglis- verður og marktækur. Að endingu, fyrst við erum komin út í þessa sálma: Ný- skeð kom út bókarkorn sem ætti að vekja eftirtekt bóka- útgefenda, rithöfunda, les- enda og allra þeirra sem sýsla með bækur. Við látum inni- hald bókarinnar liggja milli hluta, en þetta er nýtt smá- sagnasafn eftir Elísabetu Jök- ulsdóttur og nefnist Rúm eru hœttuleg. Það er annað sem vekur athygli í þessu sam- hengi: Þótt Elísabet gefi bók- ina út sjálf, eða kannski ein- mitt vegna þess, hefur hér verið lagður fágætur metnað- ur í útlit og ytri gerð. Á glæst- ara skeiði í bókagerð hefði maður kannski ekki tekið neitt sérstaklega eftir svona bók, tiltölulega látlausri, en nú í miðju bókaflóði er eins og hún undirstriki allt það sem hefur aflaga farið í útliti annarra bóka; hún líkt og hreykir sér hátt yfir aðrar bækur. Það er kannski ekki að undra: Pappírinn hefur þá fyllingu sem einkennir al- mennilegan pappír, letrið er afbragð, öllum skynsamleg- um prinsíppum um það hvernig texti fer best á síðu er fylgt út í hörgul, og loks er eitt atriði sem vekur áleitnar spurningar um hvort nauð- synlega sé einhlít fylgni milli nútímatækni og framfara; bók Elísabetar er blýsett og trukkprentuð upp á gamla móðinn. Var Bláskjár rasisti? Var Bláskjár rasisti? Það er aldrei að vita. En höfundur hans, Þjóðverjinn Franz Hoff- mann, var það alveg örugg- lega, þótt hann hafi sér til nokkurrar afbötunar að hann var uppi á framanverðri nítjándu öldinni, eiginlega samtímamaður Jónasar Hall- grímssonar. Eða muna ekki allir eftir Bláskjá, Ijóshærða og bláeyga greifasyninum sem mátti hírast fanginn hjá hörundsblökkum og svart- brýndum hellisbúum, drykk- felldu og ruddalegu illþýði undir forystu óbermisins Svarta-Eiríks? Þetta eru þýskar miðaldir eins og þær voru í meðförum rómantískra skálda nítjándu aldar; skógarnir eru dimmir og þrungnir ógn, það glittir í kastala í tunglsljósinu, hug- umprúðir riddarar kljást við myrkraöfl sem vega úr laun- sátri. En er von að maður spyrji? Ekki síst nú á tímum þegar það er orðin heil fræðigrein hvað sé hollt og hvað óhollt fyrir börn, og geðþekkar söguhetjur á borð við Dodda, Andrés Önd og Tinna hafa sums staðar verið settar á bannlista vegna ávirðinga í ætt við kynþáttafordóma og brenglað kynlíf. Eða skiptir alls engu máli hvort bókmenntirnar eru góðar eða slæmar þegar börn eiga í hlut, svo fremi sem þær eru siðferðilega og pólitískt réttar? Eitthvað hlýtur Bláskjár þó að hafa til síns ágætis, þótt því verði ekki neitað að í sög- unni er Ijóshærða og bláeyga fólkið gott og göfugt, en svarthærða og hörunds- dökka fólkið vont, spillt og alls ills maklegt. Það er allt- ént víst að allar götur síðan bókin kom fyrst út á íslensku 1915 hafa meinleg örlög Bláskjás vakið hljóða angist hjá íslenskum börnum og jafnvel kallað fram tár. Hún er einfaldlega ein af þeim bók- um sem hreiðra um sig í barnshuganum og víkja aldr- ei þaðan framar. Forlagið stendur nú fyrir nýrri útgáfu á Bláskjá, það er fimmta útgáfa bókarinnar. Útgefanda hafa greinilega orðið ljósir áðurnefndir ann- markar bókarinnéu-, því í eft- irmála um sögusvið og tíðar- anda talar Vilborg Dagbjarts- dóttir, rithöfundur og kenn- ari, máli flökkufólksins svart- leita, sem hún telur víst að sé af kynkvísl Sígauna, svokall- að Romfólk. Vilborg fer ekki dult með að bækur Hoffmanns hafi fengið misjafna dóma, enda sé hann barn síns tíma, en um leið tekur hún upp hanskann fyrir þetta ævintýri: „Gamlar sögur hjálpa okk- ur til að skilja margt í nútím- anum og þær vekja okkur til umhugsunar, það sem við héldum vera gamla fordóma og heyra sögunni til er kannski enn ástundað í örlít- ið breyttri rnynd." ,Þú hefur samt sem áður ætlað að strjúka, fanturinn þinn. Skáldsögur Þegar rennt er yfir skáld- sagnaflóru vertíðarinnar stingur kannski helst í augu hversu rýr eftirtekjan í raun- inni er og Ijóst að margir hafa kosið að bíða annars tíma, annarra jóla. Flestir nafntog- aðri og afkastameiri skáld- sagnahöfundar gefa út enga bók eða eitthvað allt annað ■ en skáldsögu: Þannig sendir Thor Vilhjálmsson frá sér rit- gerðasafn og þýðingu, Vigdís Grímsdóttir Ijóðabók og það gera líka Einar Már Gud- mundsson og Steinunn Sig- urdardóttir, en Pétur Gunn- arsson gefur út vasabók. Fríða A. Sigurdardóttir þýðir, en Einar Kárason gefur ekki neitt út og ekki heldur Sig- urdur A. Magnússon — hann er að þýða Ulysses. Þær nýju íslensku skáldsögur sem ein- hver veigur er í eru því lík- lega teljandi á fingrum ann- arrar handar. Þar verða fyrst fyrir ungir menn, rétt ný- komnir af unglingsaldri, sem hljóta að teljast einhvers kon- ar krónprinsar: Gudmundur Andri Thorsson sendir frá sér Islenska drauminn, Ólafur Jóhann Ólafsson bókina Fyr- irgefningu syndanna og lllugi Jökulsson hefur loks skrifað skáldsögu, Fógetavald heitir hún. Systir hans Elísabet Jök- ulsdóttir hefur tekið saman sögur í safnið Rúm eru hoettu- leg og Kristín Ómarsdóttir ör- stuttar sögur í bókina Einu sinni sögur. Gyrðir Elíasson er líka lagstur í örsöguskrif í bókinni Heykvísl og gúmmí- skór. Öllu lífsreyndari eru náttúrlega þeir Steinar Sigur- jónsson sem skrifar úr Kjall- aranum og Guöbergur Bergs- son sem gefur út skáldsögu eftir sex ára bið; það er Svan- urinn, ábyggilega sú skáld- saga sem beðið er með mestri óþreyju þessi jól...

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.