Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 28

Pressan - 12.12.1991, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 ækur & 'akkelsi Jón A. Kristinsson er bakara- meistari í Álfheimabakaríi. Jón A. Kristinsson * Afangar , ,,Eg ætla að velja mér Áfanga eftir Jón Helgason. Ástæðan er einföld. Kvæðið er failegt." Liðiö er hátt á aðra öld; enn mun þó reimt á Kili, þar sem í snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkt eins og mynd á þili; hleypur einn með hærusekk, hverfur í dimmu gili. Vötnin byltast að Brunasandi, bólgnar þar kvikan gljúp; landið ber sér á breiðum herðum bjartan og svalan hjúp; jötunninn stendur með járnstaf i hendi jafnan við Lómagnúp, kallar hann mig, og kallar hann þig . . . kuldaleg rödd og djúp. Elisabet Jökulsdóttir er rithöf- undur og skáld. Hún gefur út bókina Rúm eru hættuleg. Elísabet Jökulsdóttir Heimilisfriður „Þetta er uppskrift sem ég fékk hjá Sigríði Ragnars, kennara og tónlistarfrömuði á ísafirði. Það var árið 1978 og ég baka þessa köku við öll hátíðleg tækifæri og líka þeg- ar mig langar til að búa til hversdagshátíð. Þá kveiki ég á kertum og spila allskonar tónlist." 3 egg I bolli sykur 1 bolli hveiti 1 bolli haframjöl pínulítið lyftiduft I bolli saxaðar döðlur 1 bolli saxað súkkulaði nokkrir dropar af vanillu eða kaffi u.þ.b. 200 g bráðið smjörliki e.t.v. örlítið af mjólk Egg og sykur hrært vel saman. Hveiti, haframjöl og lyftiduft bæt- ast í hópinn. Döðlur og súkkulaði og þá lítur deigið út eins og varða. Droparnir og smjörlíkið og öllu hrært saman. Mjólkinni bætt út í ef deigið verður of þykkt. Bakist við 200 gráður þangað til kakan er tilbúin. Góð með þeyttum rjóma. Og jafngóð heit eða köld. Hvenær segulband til að taka upp drauma? Pétur Gunnarsson er grandvar maður og íhugull og þekktur fyrir að liggja lengi yfir hverju skáldverki, jafnvel svo sumum þykir nóg um. Pétur uppgötvaði ein- hverja lífseigustu vinsælda- formúlu síðari ára; fyndna og dálítið ljóðræna skáldsögu af drengstaula sem smátt og smátt eflist að skilningi mitt í björtum, ævintýralegum, en þó nokkuð ógnvekjandi heimi borgarinnar. Það hefði þó verið allsendis ólíkt Pétri að láta þar við sitja; skáld- verk hans hafa í síðari tíð orð- ið torræðari, flóknari, stærri í sniðum, en um leið hefur Pét- ur orðið af því hnossi að vera eftirlæti bókakaupenda. En Pétur er alltaf að hugsa, oft þannig að brakar í. Fyrir tveimur árum lét hann frá sér vasakver með þankabrotum og smálegum athugunum, sem var ágætis handbók um það hvernig Pétur skoðar til- veruna, líkt og svolítið úr fjarska. Nú er Pétur aftur bú- inn að safna saman þanka- brotum, bútum úr dagbók- um, augnablikum úr tilveru hversdagsins, og gefur út í bókarkveri sem hann nefnir Dýrdin á ásýnd hlutanna. Pétur vitnar í Halldór Lax- ness sem gefur þann grunn- tón bókarinnar að það sé ein- mitt hæfileikinn að koma auga á þá óbrotnu og látlausu dýrð hlutanna sem sé inntak Ýmsir fjölmiðlamenn og viðteljendur hafa reynt að komast inn fyrir skelina á Ladda, Þórhalli Sigurdssyni, en eftirtekjan yfirleitt orðið rýr. Bæði er það að Laddi þykir besti drengur sem hef- ur tæpast syndgað svo á æv- inni að það teljist til vansa eða frásagnar, en líka hitt að þessi óviðjafnanlegi gaman- leikari er með afbrigðum feiminn og hlédrægur, alveg þangað til hann er búinn að setja á sig gervinef, hárkollu, hatt eða gleraugu og um- hverfist. Nú er komið að Þráni Bert- elssyni kvikmyndagerðar- manni að skoða Ladda grímulausan og reyna að svara því hvernig einn feimn- asti maður á íslandi verður Séu þýðingar erfitt og van- þakklátt starf og Ijóðlistin njóti hvorki áhuga né skiln- ings, hvað skal þá segja um Ijóðaþýðingar? Eru þær ekki alveg botninn? Eða kannski er fyrirhöfnin þess virði? ís- lenskar bókmenntir eru nefnilega miklu auðugri vegna þess hversu mörg ágætisskáld hafa látið sig hafa það að þýða kvæði og með því móti reynt á þanþol tungunnar, bæði hvað snertir orðfæri og form. Við getum nefnt tvo meginsnillinga til skáldskapargáfunnar. Eðasjáum hvað Pétur hefur að segja: Beöiö eftir Godot: í hlénu töluöu allir eins og Beckett hefði samiö hléö líka. Suo erfitt að rifja upp ástar- leik. Þaö er hœgt aö muna eftir máltíö, maður man þá hverjir voru viöstaddir og samrœöur sem áttu sér stað. En þetta tveggja manna tal — jafn sporlaust og draumur. „Málverk afHeklu tapaöist á leiöinni frá Akureyri til Húsavíkur. . .“ Útvarpiö er mesti súrreal- istinn. Asýndar eins og akravinna í Kína en þegar betur var að gáö voru þaö krakkarnir í Skólagöröunum. Ævi manns líöur varla, guf- ar frekar upp. Eins og draum- ur sem reynt er aö handsama í morgunsárið en smýgur jafnan úr greipum manns. Hvenœr segulband til aö taka upp drauma? Þangaö til krota og pára —- svo lífiö hverfi ekki sporlaust. dásamlegur rugludallur og grínisti. Svörin má lesa í bók sem heitir einfaldlegaLacM, með- al annars sitthvað um það hvernig helstu og þjóðþekkt- ustu persónur grínistans eru til orðnar. Tökum til dæmis Leif óheppna: það er hann Reynir, seinheppinn ketil- smiður sem var til sjós með Ladda á togaranum Gylfa frá Patreksfirði. Eða Elsu Lund, hún er örlít- ið samsettari persóna: Sam- kvæmt bókinni er stíll henn- ar sennilega eftirlíking af stíl Dóru Einars fatahönnuðar. Mikill íburður og glamúr. Svart hárið á Elsu er líklega þannig til komið að Dóra hafði hannað nýtt útlit á Ragnhildi Gísladóttur söng- sannindamerkis: Jónas Hall- grímsson og Magnús Asgeirs- son. Fyrir margt löngu var sú tíð að menntaskólakrakkar þóttust sjófróðir um franska ljóðlist og vitnuðu jöfnum höndum í Baudelaire og Rim- baud. Sjálfsagt vissu þau ekki bofs um þetta frekar en ann- að, utan hvað þau höfðu handfjatlað kver með frönsk- um kvæðum sem Jón Óskar færði á íslensku. Síðarmeir hafa flestir þessir unglingar vísast heykst á frekari kynn- um af frakkneskum skáld- Siðgæðisverði blöskrar Listamannsbrautin er þyrn- um stráð. Það er kunnara en frá þurfi að segja. En hindran- ir herða listamanninn og efla, það er haft fyrir satt. I bók- inni um Erró eftir Aðalstein Ingólfsson er sagt frá ýmsum uppákomum sem Erró hefur lent í á lífsleiðinni, sumum spaugilegum. Það var til dæmis sýningin sem hann hélt í Listamannaskálanum í maí 1960. Mönnum leist mis- jafnlega á, sumum illa. Þeirra á meðal var Freymóður heit- inn Jóhannesson, málari, lagasmiður og mestur vörður siðgæðis á þeim árum. Frey- móður skrifaði um sýning- una í Alþýðublaðið, en þó ekki fyrr en nokkrum dögum eftir að henni lauk. Hann vildi nefnilega fyrir alla muni forðast að „örva forvitni" manna um sýninguna. Ann- ars skrifar Freymóður: „Málarinn Ferró hefur ný- lega haldið sýningu hér í Reykjavík. Ég fór og sá mér til hrellingar og viðbjóðs. Ekki fyrir það, að nú væri hér á ferð sérstakur vankunnáttu- maður. Þvert á móti má með allmiklum sanni segja að myndirnar á þessari sýningu væru unnar (teiknaðar), að minnsta kosti margar þeirra. En þær voru unnar af óhugn- anlegri hugkvæmni innan þeirrar þröngu tilveru og sjúka sálarástands, sem efnis- val myndanna greinir frá. Nokkrar þessara mynda gefa tilefni til ákafrar hneykslunar, — og eru ekkert annað en viðbjóðslegar klámmyndir, eins og t.d. nr. 1 og 5. Myndir eftir þessum tveimur „mál- verkum" eru prentaðar á sýn- konu, sem allt í einu var kom- in með biksvart hár. Og tal- andinn, Elsa er sýknt og heil- agt að leggja nafn drottins við hégóma, hún hrópar: GU- VUÐ eða GU-VÖÐ! Þennan mæringum, en Jón Óskar hefur setið við sinn keip; fyrir þremur árum tók hann sam- an þýðingasafnið Ljóöastund á Signubökkum, og nú er hann aftur á ferðinni með safn með ljóðaþýðingum úr frönsku og velur því heitið Undir Parísarhimni. Fleiri ljóðaþýðingar er rétt að nefna: Nú þegar Helgi Hálf- danarson hefur lokið við að þýða lauslegan helming heimsbókmenntanna, allan Shakespeare og þá skáld- bræður Aeskýlos, Sófókles og ingarskrána, er látin er fylgja aðgöngumiðanum að sýning- unni. Sýning þeirra og dreif- ing sýningarskrárinnar heyra tvímælalaust undir ákvæði hegningarlaganna. Manni gæti helst dottið í hug að efn- isval myndanna hefði farið fram í víti, frönskum hóru- húsum, fangabúðum nazista í Belsen eða Auschwitz, eða álíka vistarverum, því að myndir þessar eru samtíning- ur af allavega skinhoruðum og vansköpuðum mannskríp- um í ýmiss konar fjölbreyti- legum klámstellingum ... Sem sagt, þetta er viðbjóðs- lega svívirðilegt. Það er næstum óhusandi, að nokkur heilvita maður geti fengið sig til að setja saman annan eins viðbjóð, og kenna hann við listaverk." Stundum heyrir maður fólk sakna tímans þegar mönnum fannst ennþá taka því að láta hneykslast. Lífið, og stundum listin, verður nefnilega leiði- gjarnt til lengdar þegar allt er leyfilegt, allt má, engar höml- ur. Því er allt í lagi að hugsa fallega til Freymóðs. sið segist Laddi hafa fengið að láni hjá Rósu Ingólfsdóttur og hermt þetta samviskusam- lega eftir henni. En Elsa Lund er margflókin persóna og á sér ýmsar hliðar sem sjón- varpsáhorfendur hafa ekki fengið að kynnast, Laddi: „Elsa þykist vera mjög op- inská, en ég er alls ekki viss um að hún sé alltaf að segja satt. Hún dvelur mikið er- lendis og segist þá vera að hanna föt bæði í París og á hinum Norðurlöndunum, en ég hef á tilfinningunni að hún sé ekki síður bara að skemmta sér, jafnvel að sukka. Og heima hjá Elsu þarf oft að skipta um skrá. Þeir eru orðnir svo margir sem hafa fengið lykla hjá henni." Evripídes eins og þeir leggja sig, tekur hann til við ögn smærra og kannski viðráðan- legra verkefni; að færa í ís- lenskan búning Ijóð eftir róm- verjann Hóras, höfuðskáld sem hefur notið almennra vinsælda allmiklu lengur en gengur og gerist. Mörg skáld hafa glímt við að þýða bálk- inn Rubaiyat eftir persneska skáldið Omar Khayyam, eitt öndvegisrit hins múslimska heimshluta, en fáum tekist betur upp en einmitt Magnúsi Ásgeirssyni: sú bók er endur- Elsa Lund, Dóra Einars, Ragga Gísla og Rósa Ingólfs Ljóðaþýðingar Ljóð Tæpast er það lægð, frekar millibilsástand, en varla er hægt að halda því fram að eft- irtekjan í ljóðlistinni sé miklu veigameiri þessi jólin en í skáldsögulistinni. Hins er þó auðvitað að gæta að ljóða- bækur, fremur en skáldsögur, koma út árið um kring og ekki er bægslagangurinn allt- af mikill þegar þær birtast á bókamarkaði. Eldri skáld- mæringar virðast flestir hafa hengt skáldasveiginn upp á snaga, að minnsta kosti í bili, þó að undanskildum þeim Matthíasi Johannessen og Hannesi Sigfússyni, sem báð- ir gefa út nýjar ljóðabækur. Af ljóðskáldum sem komin eru á miðjan aldur er fyrstan að telja Þórarin Eldjárn, en hann sendir frá sér tvær ljóðabækur: Ort heitir sú fyrri og er í þeim hefðbundna og gamansama stíl sem getið hefur Þórarni alþýðuhylli; Hin háfleyga moldvarpa nefnist hin síðari og óhátt- bundnari, sumir vilja meina að hún hafi að geyma upp- gjör Þórarins við sósíalism- ann og fylgifiska hans. Kúa- skítur og noröurljós er heitið á nýrri ljóðabók eftir Stein- unni Siguröardóttur, hún hefst á svofelldum orðum, sem líklega eru ekki svo ýkja fjarlæg lífsreynslu margra: „Sál mín var dvergur á dans- stað í gær.“ Vigdís Grímsdóttir skrifar líka ljóð og safnar þeim í bókina Lendar elsk- hugans. Gyröir Elíasson er ekki miðaldra, en hefur gefið út svo margar bækur að hann gæti allt eins verið fjörgam- all; hann er höfundur ljóða- bókarinnar Vetraráform um sumarferöalag. Á sama hátt er Sjón miðaldra ungskáld og gefur út kverið ég man ekki eitthvaö um skýin. En ung- skáldin sjálf gefa út bækur eitt af öðru, það hefur ekkert breyst, frekar að það færist í aukana eftir að tímabilið sem kennt var við uppana hverfur í gleymskunnar dá. Flest gefa þau út fjölritað og selja eftir óvanalegum krókaleiðum, úti á götu og á kaffihúsum, heima hjá frænkum og vin- um, en sum hafa þó hlotið náð og stimpil viðurkennds bókaforlags: nefnum Braga Ólafsson, hljóðfæraleikara úr Sykurmolunum, Rögnu Sig- uröardóttur, iistakonu í Hol- landi, Margréti Lóu Jónsdótt- ur og Sverri Stormsker . . . útgefin í tilefni þess að hundr- að ár eru liðin frá fæðingu Magnúsar. Federico Garcia Lorca mændi um skeið upp á skýjakljúfa og mældi breið- stræti í New York; síðan þá er bókin Skáld í New York sem Jón Hallur Stefánsson ís- lenskar. Ljóöaþýðingar úr belgísku eftir Anton Helga Jónsson eru hins vegar ekki ljóðaþýðingarúrbelgísku .. .

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.