Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 35

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 35 TÍSKUDOPIB ECSIACY ER KOMIB TILISLANDS Vímuefnið Ecstacy hefur verið áberandi í Bretlandi og á Spáni á undanförnum misserum. Þetta er ofskynjunarlyf sem jafnframt er örvandi. Þótt stutt sé síðan Ecstacy varð áberandi ytra hefur íslenska fíkniefnalögreglan þegar lagt hald á efnið hérlendis og það er notað af hópi íslenskra vímu- og fíkniefnaneytenda. í september síðastliðnum var maður tekinn í tollinum í Keflavík með þrjár töflur af vímuefni. Vímuefni þetta nefnist „Ecstacy" eða alsæla. Efnið hefur náð geysimikilli útbreiðslu í Evrópu en er ekki mjög útbreitt hér á landi enn sem komið er. Björn Halldórsson hjá fíkni- efnalögreglunni segist hafa upplýsingar um að efni þetta sé komið til landsins en veit lítið um útbreiðslu þess eða hverjir eru helstu neytendur: ,,Við erum bara nýlega farin að sjá greinar um þetta efni frá lögregluyfirvöldum í öðr- um löndum. Við vitum að efnið er útbreitt í Hollandi, Bretlandi, Þýskalandi og á Spáni og eitthvað á Norður- löndunum. Við vitum líka hvernig fólk lítur út þegar það hefur tekið þetta efni og að víman er þannig að neyt- andinn fer í aðra veröld og verður mjög framtakssamur; getur til dæmis dansað í marga klukkutíma án þess að finna fyrir þreytu.“ KEMUR FRÁ BRETLANDI OG IBIZA Ecstacy eða MDMA, eins og það er kallað á lyfjamáli, er efnafræðilega skylt LSD og amfetamíni. Það er því bæði ofskynjunar- og örvandi efni. Flestir viðmælenda PRESSUNNAR sem nota efn- ið virtust ekki vita að það væri skylt LSD eða amfeta- míni, því þær upplýsingar liggja ekki á lausu. „Isiendingar sem nota þetta eru frekar fáir, kannski innan við 100,“ segir notandi efnisins, sem vill eVki láta nafns getið. „Fólkið sem not- ar þetta hér er fólk sem hefur Björn Halldórsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögregl- unnar. „Víman er þannig að neytandinn fer í aðra veröld og verður mjög framtaks- samur; getur til dæmis dansað í marga klukkutíma án þess að finna fyrir þreytu." kynnst þessum klúbbakúltúr í Bretlandi eða á Ibiza. Notk- un þessa efnis tengist klúbb- um sem bjóða upp á House- tónlist með hljómsveitum eins og Happy Monday, 808 State og fleiri. Ég byrjaði að nota þetta þegar ég bjó í Bret- landi og þetta gengur þannig fyrir sig að þú ferð á svona klúbb, kaupir pillu og ferð svo í vímu sem gerir að verkum að þér líður alveg ofsalega vel; kvöldið verður ofsalega skemmtilegt og allir eru svo skemmtilegir í kringum þig og þér þykir svo vænt um alla. Pillurnar kosta 5.000 krónur á íslandi en um 2.000 krónur í Bretlandi." FULLT AF FÖLSKU DÓPI Jakob Kristinsson hjá Rannsóknarstöð Háskólans í lyfjafræði segist ekki hafa fengið mörg sýni af iyfinu til rannsóknar: „Við höfum fengið sýni sem hafa verið nefnd þessu nafni (Ecstacy) en voru það alls ekki þegar við rannsökuðum þau nánar," segir Jakob. Rannsóknarstöð- in hefur aðeins fengið eitt sýni sem var að mestu leyti hreint MDMA. „Það sem ein- kennir islenskan fíkniefna- markað er að hér er selt fulit af lyfjum sem eru ekki það sem þau eru sögð vera,“ segir Jakob. Viðmælandi PRESSUNN- AR sagði að víman væri mjög mismunandi og „maður veit í rauninni aldrei hvað maður kaupir. Maður reynir að kaupa af þeim sem maður þekkir. Pillurnar eru allavega á litinn og eru annaðhvort í hylkja- eða pilluformi. Víman varir svona í 2 til 8 tíma eftir styrkleika". „Einn vinur minn lenti í því að kaupa eitthvert drasl og í marga klukkutíma var hann með uppköst og ofsjónir," segir annar. FÓLK NOTAR SJÁLFT SIG SEM TILRAUNADÝR Lyfið var fyrst búið til 1898 og notað af Þjóðverjum í fyrri heimsstyrjöldinni til að minnka matarlyst hermann- anna. Neysla lyfsins jókst aft- ur á sjöunda áratugnum en það var bannað í Bretlandi árið 1977. i kringum 1980 fer að bera aftur á neyslu þessa lyfs hjá háskólanemendum í Bandaríkjunum og það er nú orðið vinsælt í Evrópu. „Hreint Ecstacy virkar þann- ig að fólk verður rólegt og getur talað og hlustað í marga klukkutíma," segir Arno Adelaars, hollenskur maður sem skrifaði bók um Ecstacy. Lyfið er sem fyrr seg- ir skylt amfetamíni, en fólk þarf að nota meira af efninu til að ná fram örvunaráhrif- um amfetamínsins. Engar marktækar rannsóknir liggja fyrir um langvarandi áhrif lyfsins og er þetta efni skráð af Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni sem ávana- og fíkniefni. „Fólk er því að taka áhættu og notar sjálft sig sem til- raunadýr," segir Peter McDer- mott, forstöðumaður Mers- ey-fíkniefnamiðstöðvarinnar í Bretlandi, í viðtali við tíma- ritið The Face. Efnið er skylt amfetamíni og getur því orðið vanabind- andi og þar sem það er líka ofskynjunarlyf geta þeir sem nota það lengi átt á hættu að verða þunglyndir, þróa með sér ofstækisfulla framkomu og verða fyrir geðtruflunum eða persónuleikabreytingum og lystarstoli. Sumt fólk hefur ofnæmi fyrir efninu og þegar það tekur það inn getur það dáið samstundis eins og dæmi eru til um erlendis. Þeir sem hafa notað efnið í ein- hvern tíma kvarta oft undan svefnleysi, kækjum, svita- köstum, bakverkjum, tann- skemmdum og vöðvakrampa og að þeir fái flensu og háls- bólgu oftar en áður. Framleiðsla efnisins er mjög flókin. Sérfræðingar eru þess fullvissir að fólki sé sjaidan selt hreint Ecstacy heldur einhvers konar blanda af ýmsum efnum sem það ætti að vara sig á. „TEK BARA SÉNSINN“ „Að kaupa Ecstacy í dag er eins og að spila rússneska rúllettu; þú veist aldrei hvort efnið er hreint eða ekki,“ seg- ir Peter McDermott. Einn neytenda var spurður hvort hann væri ekki hrædd- ur við að eiturlyfið væri bara eitthvert kukl í pilluformi: „Auðvitað er ég hræddur við aukaverkanir en þar sem ekkert er vitað um efnið tek ég náttúrlega bara sénsinn. Það fólk sem notar þetta dóp er ekki þessir venjulegir dóp- istar með neysluvandamál. Þetta er meira og minna ver- aldarvant fólk sem hefur efni á þessu en notar efnið sem spariefni og alls ekki um hverja helgi; það er of hættu- legt og fólkið veit það. Þetta fólk er flest á aldrinum átján til tuttugu og sex ára og fer á þá skemmtistaði þar sem House-tónlist er spiluð. Fóik notar þetta efni bara á skemmtistöðum, því veran þar eykur vímuna.“ Fólk ætti ekki að nota efnið ef það er hjartveikt, með há- an blóðþrýsting, flogaveikt, með asma, er þunglynt eða á við sálræna erfiðleika að stríða. Umhverfið hefur líka sitt að segja; ef það er til dæmis þéttsetinn loftlaus bar er meiri hætta á sterkum við- brögðum. Flestir viðmælenda PRESS- UNNAR halda því fram að eit- urlyf þetta sé ekki vanabind- andi, „en þegar maður kynn- ist efninu fer mann að langa til að nota þetta um hverja helgi“, segir einn þeirra. Þórunn Bjarnadóttir smaa letrið Pólt jólin séu indæl þá eru þau lika miskunnarlaus. Ekki bara fyrir þá, sem aldrei fá það sem þá langar í íjólagjöf, heldur lika þá þrjá tugi manna og kvenna sem bíða núna eftir dómi markaöarins. Þetta er fólkið sem hefur sent frá sér endurminningar sinar. Þetta er fólk sem hefur ákveðið að mæla verðgildi persónu sinn- ar i jólabókaflóðinu. Af fjöldanum má ráða að margir munu fá falleinkunn um þessi jól. Á aðfangadagskvöld, þegar fjölskyldan safnast sam- an til að gleðjast, mun einn (eða ein) sitja úti i horni særður Iéða særð) sári sem grær ekki svo fljótt. Mikið djöfull hlýtur það að vera sárt að setja saman endur- minningar sinar og leggja til fjölskyldualbúmið til þess eins að komast að þvi langflestum er hjartanlega sama. Jafnvel þeir fáu sem fengu bókinaijóla- gjöf labba sig út i búð á þriðja i jólum til að skipta henni fyrir kúlutússa og skrifblokkir. Við skulum hugsa til þessa fólks í smátíma og senda því já- kvæða strauma. Þetta fólk er nefnilega miklu verr sett en rithöfundarnir og skáldin. Þeir hafa margra aida þjáifun i því að kenna lesand- anum um ef hann kaupir ekki og les bókina. Eina vörnin sem endurminningafólkið hefur er að kenna forleggjaranum um að hafa ekki auglýst nóg, hönnuðinum um að hafa valið kolranga liti á bókarkápuna eða hinum, sem seldu bækurn- ar sinar, um að vera tilbúnir til að Ijúga upp á sig morði og nauðgunum til að selja einu þúsundinu meira. Við hin, sem erum ekki enn svo kjörkuð að hafa farið með endurminningarnar til forleggj- ara, sitjum hjá og fylgjumst með hver fær verstu útreiðina. Verður það Laddi? Verður það Erlendur Einarsson eða Sig- uröur Helgason? Verður það Jónas Jónasson eða Ómar Ragnarsson? Liklega verður það hvorki Árni Tryggvason né Erró, en verður það Heiðar? TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR - 24. HLUTI Tvífarar vikunnar bera báðir með sér anda liðinna alda. Sveinbjörn Beinteinsson alls- herjargoði er forystumaður ásatrúarmanna. Jólasveinninn i Rammagerðinni er forystu- sauður jólasveinanna. Báðir standa þeir fyrir það sem er is- lenskt og báðir þykja vœnleg- ur kostur til að vekja athygli á landiog þjóð í útlöndum. Reynt hefur verið að selja íslenska jólasveininn til Japans og Sveinbjöm er ein helsta „túr- hesta-atraksjónin" í landinu. Báðir eru þeir góðlegir, skeggj- aðir og með bros i augum.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.