Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 42

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 Helga Möller: „Heppilegast aö áhuginn sé hinn sami." Efhjónabönd íþróttamanna sem standa framariega á sínu sviði eiga að lukkast verða makamir að sætta sig við að sjá l>á ekki nema í þijá tíma á dag í mesta lagi, hafasama áhugaogþeirá íþróttum, hugga þá þegar á móti blæs og samfagna þeiin í kampavíni og kökubakstri eftír sigra, trufla þá ekki þegar þeir þurfa á næði að halda, qá áeftir þeim í langar keppnisferðir til útlanda mörgum sinnumááriog annað slagið að ýta þeim í heimilis- verkin þegar þeir hafa tíma til að koma heim. Makar íþróttamanna eru stundum kallaðir íþrótta- og skákekkjur. ,,Ég hef oft hugsað um þetta orð, íþróttaekkja. Mér finnst það nú heldur kaldr- analegt og ekki gefa rétta mynd af fjölskyldulífi íþrótta- manna. Auðvitað erum við konur kraftlyftingamanna oft einar heima, en við leggjum líka því meiri áherslu á að sinna fjölskyldunni á þeim tíma sem æfingar standa ekki yfir. Þegar við förum eitthvað út þá förum við yfirleitt sam- an.“ Það er Soffía Sveinsdóttir, eiginkona kraftlyftinga- mannsins Jóns Gunnarsson- ar, sem fyrir stuttu vann til bronsverðlauna á heims- meistaramótinu í kraflyfting- um í Svíþjóð, sem hefur orðið. Jón er vélamaður að at- vinnu hjá verktakafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og er farinn út upp úr klukkan sjö á morgnana. Fjóra daga vik- unnar æfir Jón í tvo tíma eftir vinnu á kvöldin og er ekki kominn heim fyrr en hálfníu. „Tíminn til miðnættis er ekki langur en það er sá tími sem við höfum út af fyrir okk- ur. Þegar snjóar mikið á vet- urna er Jón á kafi í snjó- mokstri á næturnar og þá get ég bara alveg gleymt honum. Þá er hann bara eins og tuska þegar hann kemur heim eftir vinnu og þá gæti ég sagt að ég væri íþróttagrasekkja. En svona var hann þegar ég kynntist honum og þó að ég hafi oft æst mig upp úr öllu og óskað þess að hann hefði aldrei byrjað á þessum æfing- um þá var þetta hlutskipti sem ég valdi og nú langar mig ekkert lengur til að breyta honum," segir Soffía. TRUFLUM HANN EKKI RÉTT FYRIR MÓT „Margeir er mikið frá vegna vinnu sinnar, á skák- mótum hérna heima og svo náttúrlega erlendis. En þegar hann er heima þá er hann heima. Hann sinnir skák- rannsóknunum heima og þó að hann loki sig af inni í her- bergi þá læðumst við hin ekk- ert á tánum á meðan. Hann hefði ekki náð þessum ár- angri í skákinni ef hann gæti ekki verið út af fyrir sig. Þess vegna gildir sú regla á heimil- inu að trufla hann ekki rétt fyrir stórmót því þá ríður á að hann geti einbeitt sér að fullu í skákinni. Mér finnst þetta mjög eðlilegt og þekki ekki annað, en auðvitað er mér umhugað um að hann ein- angrist ekki algerlega í því sem hann er að gera,“ segir Sigrídur Indriöadóttir, kona Margeirs Péturssonar, at- vinnumanns í skák. Undir þetta tekur eigin- kona Jóns L. Arnasonar skákmanns, Þórunn Guð- mundsdóttir, en segir að langvarandi ferðalög eigin- mannsins séu erfiðust í þessu sambandi. EKKI EFTIRSÓKNAR- VERT AÐ FARA MEÐ UTAN Á MÓT „Við förum ekki mikið með mönnunum okkar til útlanda, enda finnst mér það ekki áhugavert. Keppnisferðir eiga ekkert skylt við skemmtiferðir og mér mundi bara leiðast í keppnisferðum. Soffía Sveinsdóttir: „Gras- ekkjur væri nær lagi að kalla okkur." Á móti kemur að við hittumst mikið eiginkonurnar og þó að við lifum kannski ekki hefðbundnu fjölskyldulífi, þar sem allir eru saman- komnir við matarborðið á heilbrigðum tíma, þá mundi ég ekki vilja breyta Magnúsi. Ég vissi að hverju ég gekk á sínum tíma,“ segir Lilja Bjarnþórsdóttir, eiginkona Magnúsar Vers Magnússonar kraftlyftingamanns. Sigríður, kona Margeirs, er sama sinnis. „Ég hef farið að jafnaði Lilja Bjarnþórsdóttir: „Vil frek- ar aö hann sé á barnum en í fúlu skapi heima."

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.