Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 43

Pressan - 12.12.1991, Qupperneq 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 12. DESEMBER 1991 43 Sigríður Indriðadóttir: „Við truflum hann ekki rétt fyrir mót." tvisvar á ári með honum, en það er ekki svo gott við það að eiga vegna þess að maður getur ekki hlaupið hvenær sem er úr vinnunni. Auk þess fylgja skákmótunum gífur- lega stífar dagskrár þannig að það er ekki alltaf sérstak- lega gaman að fylgja þeim eftir" EIGINKONURNAR MIKLAR VINKONUR OG FARA í UTAN- LANDSFERÐIR SAMAN Skákmennskan og kraft- lyftingar eiga það sameigin- legt að vera miklar einstakl- ingsíþróttir. Það er reyndar túlkunaratriði hvort tala eigi um skák sem íþrótt eða list en það skiptir ekki máli hér. Hvoru tveggja virðist fylgja að konur lyftingamanna verða góðar vinkonur og konur skákmeistaranna einn- ig. Reyndar eru, þegar þessi orð eru skrifuð, eiginkonur Jóns L., Margeirs og Jónína Ingvadóttir, eiginkona Jó- hanns Hjartarsonar, lagðar af stað einar í sameiginlegt or- lof til útlanda, þar sem þær ætla að eyða nokkrum dög- um saman. Þær vildu ekki svara því hvort ferðin væri mótleikur við eilíft utan- landsbrölt eiginmannanna. ÞARF STUNDUM AÐ ÝTA ÞEIM í HÚSVERKIN En hvernig ætli önnum kafnir íþróttamenn og skák- menn reynist sem heimilis- feður þegar þeir gefa sér tíma til þess á annað borð, leggja þeir til dæmis sjálfir parketið á stofugólfið? „Já minn maður setti niður parketið sjálfur fyrir tveimur vikum og var ekki lengi að því,“ segir Lilja. „Margeir gerir nú ekki stóra hluti hérna heima. Það þarf eiginlega að ýta honum í það sem hann gerir, en við skulum ekki fara nánar út í það,“ segir Sigríður. Þórunn, kona Jóns L., segir að það hafi ekki enn reynt á verkkunnáttu Jóns og Soffía, kona Jóns: „Hann er í eðli sínu heimakær og væri meira heima ef hann þyrfti ekki að æfa sig svona mikið. Hann er nú enginn stórviðgerðamað- ur en hann þolir alls ekki drasl á heimilinu og er alltaf Óskar Adólfsson: „Ekki alltaf létt líf." að skamma mig fyrir að skilja fötin mín eftir út um alla íbúð.“ SEGI HONUM FREKAR AÐ FARA Á BAR EN VERA HEIMA Er hann erfiöur í sambúd og stressadur fyrir mót? „Nei, Jón er í eðli sínu geð- góður og síbrosandi. Það býr mikið skap í honum, ég finn það, en ég hef ekki skoðað það nánar." Lilja segir að þegar Magnús sé stressaður og pirraður fyr- ir mót segi hún honum að drífa sig frekar út að hitta fé- lagana eða fara á barinn. Hún nenni ómögulega að hafa hann inni á heimilinu stress- aðan og þöglan. Kristín Gísladóttir, kona Valdimars Grímssonar hand- boltahetju, segir að Valdimar kunni ýmislegt fyrir sér inni á heimilinu en það þurfi reynd- ar að ýta honum í það. „Svo er það svo skrýtið með hann að fyrir mikilvæga handboltaleiki, þegar hann er alveg að deyja úr stressi, þá á ég helst að vera heima en vera samt ekki að atast í honum að óþörfu," segir Kristin og hlær hátt. „Annars er ekki farið að reyna svo mikið á hefðbund- ið heimilislíf hjá okkur því að við erum ekki með barn á heimilinu og bæði önnum kafin. Ég kenni eróbikk og fimleika og hann þjálfar í yngri flokkum í handbolta auk vinnunnar og æfing- anna, sem eru fimm sinnum í viku, þannig að við erum hvorugt komin heim fyrr en um níuleytið á kvöldin." Ferö þú með honum utan í keppnisferdir? „Nei, það hentar ekki. Ég hef einu sinni farið og það var skemmtilegt því þá unnu ís- lendingar B-heimsmeistara- keppnina. Það er miklu skemmtilegra þegar hægt er að tengja keppnisferðir frí- um, þá gætum við hist úti að lokinni keppni." GAFST UPP Á HONUM ÞVÍ HÚN VILDI EKKI EIGA NEINN „HOBBÍ-MANN“ Það eru til dæmi um að konur hafi hreinlega gefist upp á unnustum sínum sem hafa verið á kafi í íþróttum og því sem þeim fylgir. Hún var, eins og hún segir, ekki tilbúin að fórna sér algerlega fyrir hann og áhugamálin hans. „Það var ætlast til þess að ég stæði í söfnunum fyrir lið- ið með hinum konunum, bak- aði, færi á alla leiki, fagnaði með honum þegar liðið vann og styddi hann þegar það tap- aði. Þegar voru til dæmis samkvæmi í báðum vinahóp- um á sama tíma þá varð ég alltaf að boða forföll en það kom aldrei til greina að hann Kristín Gísladóttir: „Vera heima en atast ekki í honum." gerði það. Ég gafst upp á þessu. Ég hafði ekki og hef aldrei haft áhuga á íþróttum og þótt ég færi stundum á völlinn þá fann ég mig ekki í þessu. Ég hafði ekki áhuga á því að fara að stunda mann- inn minn sem eitthvert hobbí,“ segir fyrrverandi unnusta landsliðsmanns í boltaíþrótt. HEPPILEGAST EF ÁHUGINN ER SVIPAÐUR HJÁ BÁÐUM AÐILUM „Ég held að galdurinn við góð hjónabönd íþróttamanna sé að miklu leyti áhugi hins aðilans á því sem makinn fæst við," segir Helga Möller, eiginkona Péturs Ormslev knattspyrnumanns. „Ég held að öðruvísi sé erfitt að fá dæmið til að ganga upp, þetta er svo tímafrekt. Pétir æfir fimm daga vikunnar auk þess sem hann er þjálfari í knatt- spyrnu. Hitt er annað að fé- lagsandinn er geysilega góð- ur og við hittumst mjög mikið liðin og makarnir og gerum mikið saman og svo framveg- is.“ Fariö þið alltaf með þegar strákarnir fara saman út að borða? „Nei, þeir fara stundum einir og það er mín vegna í góðu lagi. Maður þarf ekki alltaf að vera að gera allt sam- an. Við hittumst oft konur þessara manna og þá eru þeir ekki alltaf með.“ Helga segir að Pétur sé meistarastraujari og taki sig stundum til og straui allan þvottinn í einu. Hún þurfi sjaldnast að hreyfa litla putta í eldhúsinu eftir matinn því hann sjái algerlega um það. En hann hafi ekki gaman af hömrum og sögum. Þegar slíks þurfi við leiti hann til vina sinna en sé jafnframt til- búinn að handlanga til þeirra áhöldin. ENGINN DANS Á RÓSUM En það eru ekki allt konur sem þurfa við íþróttamenn að eiga. Óskar Adolfsson er sambýlismaður Ragnheiðar Runólfsdóttur, sunddrottn- ingar frá Akranesi. Þau eru nú bæði í Alabama í Banda- ríkjunum, þar sem þau stunda háskólanám. Ragnheiður æfir sund sex daga vikunnar, stundum tvisvar á dag, auk þess að vera í skóla. Hún fer snemma að heiman á morgnana og kemur seint heim á kvöldin. Hún er á ferðalögum, í æf- ingabúðum og sund er íþrótt sem er stunduð allan ársins hring. Því fer Ragnheiður í laugina á Þorláksmessu, jafnt sem aðra daga ársins. „Það var mikið að það var talað við mig,“ segir Óskar í símann og hlær. „Hún er ansi mikið í burtu, það verður nú Þórunn Guðmundsdóttir: „Það hefur ekki reynt á verk- kunnáttu Jóns ennþá." ekki annað sagt en það. En hún var sundfrík þegar ég kynntist henni og ég vissi því nokkurn veginn út í hvað ég var að fara. Því er þó ekki að neita að maður hefur sossum fórnað ýmislegu. Við höfum til dæmis aldrei átt frí saman, ég hef lagað mig algerlega að hennar málum. En ég er full- sáttur við það. Sundið gengi aldrei upp hjá henni nema vegna þess að það er fullkom- in samstaða um það milli okkar og innan fjölskyldunn- ar. Hún á góða að.“ SÉR FRAM Á BETRITÍMA Þú ert fullsáttur við hlut- skipti þitt? „Já, ég er það, en þetta er ekki alltaf létt, hún getur ver- ið erfið í sambúð þegar hún kemur heim útkeyrð á kvöld- in, sérstaklega fyrir mikilvæg mót — hver væri það ekki þegar mikið er í húfi? En ég sé nú fram á betri daga með blóm í haga því hún hefur ákveðið að Ólympíuleikarnir á Spáni á næsta ári verði lokapunktur hennar í sundi í þeirri mynd sem það er í dag. Hún hættir auðvitað ekkert að synda en það verður ekki svona mikið eins og það er í dag. Svo koma börnin kannski einhvern tímann," sagði Óskar að lokum. Bolli Valgarðsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.