Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 Á L I T GATT og máldutningur uianríkisráðherra JÓHANNES GUNNARSSON, FORMAÐUR NEYTENDASAMTAKANNA | ,,Eg tel að þessi drög að GATT-samkomuIagi I hafi ótvíræðan ávinning í för með sér fyrir ís- i lenskan almenning. Bæði er að við náum fram tollaívilnunum á mikilvægum útflutningsvör- um okkar og eins er ég sannfærður um það, að sú litla rifa, sem opnuð er hvað varðar innflutning á búvöru, muni leiða til aukinnar hagkvæmni í íslenskum landbúnaði og þar með verðlækkunar til neytenda. Hins vegar tel ég miður hve illa stjórnvöld stóðu að kynningu á umræddum GATT-drögum og það veitti landbúnaðarforystunni ákveðið svigrúm í þeim áróðri, sem hún setti fram. Nú þegar Jón Baldvin reynir að bæta hér úr verð ég að lýsa undrun minni á ummælum þeim, sem ýmsir úr landbúnaðargeiranum hafa látið falla í hans garð, og lýsa kannski best hversu lélegur málstaður þeirra er.“ 4.4. IJÓHANNES TORFASON, BÓNDI Á TORFALÆK II í HÚNAVATNSSÝSLU „Ég hef ekki setið fundi utanríkisráðherra þar sem hann hefur kynnt GATT-tiIboðið og hann hefur því ekki sannfært mig um ágæti þess fyr- ir íslenskan landbúnað. Hins vegar skortir hlut- lægt mat á öllum kostum þess og göllum fyrir íslenskt atvinnu- líf. Sú mynd, sem fjölmiðlar hafa dregið upp af málflutningi ut- anríkisráðherra og viðbrögðum við honum, hefur sannfært mig um það, að þeir bregðast of oft skyldum sínum, að fræða og upplýsa — um málefnalega umfjöllun. Ég gef enga ein- kunn.“ PÁLL PÉTURSSON, ALÞINGISMAÐUR OG BÓNDI „Ég held að það sé mikilvægt fyrir Íslendinga að vera aðilar að GATT-samkomuIaginu, en það er ekki sama hvernig það lítur út. Það er skylda okkar og fyrst og fremst skylda utanrík- isráðherra 801)30 verði sem hagstæðast fyrir íslendinga. Til- boð Dunkels er það ekki. Málflutningur utanríkisráðherra í þessari siðustu lotu, bæði á bændafundunum og eftir þá, er náttúrlega forkastanlegur. Það er eðlilegasti hlutur í heimi að bændur leyfi sér að gagnrýna meðferð ráðherrans á málinu. GUÐBERGUR BERGSSON fékk nú í vikunni íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Svaninn. í viðtali við PRESSUNA segist Guðbergur hafa verið eins og vandræðaunglingur sem þó framdi engan sérstakan glæp. Voru verðlaunin sáttargjörð þjóðarinnar við Guðberg? Rithöfundar verða að rækta djöfulinn í sjálfum sér rr j BIRGIR RAFN JÓNSSON, FORMAÐUR FÉLAGS S ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA í ,,Viðhorf mitt til GATT-samkomulagsdrag- anna er mjög jákvætt. Félag á borð við Félag iíslenskra stórkaupmanna er fylgjandi þeirri Istefnumörkum, sem felst í drögunum, því hún miðar að því að milliríkjaviðskipti séu frjáls og óhindruð. Svo má minna á að Hagfræðistofnun Háskólans sýnir að frjáls matvöruinnflutningur er fijótvirkasta leiðin til að auka ráð- stöfunartekjur almennings. En það er fjöldamargt annað í þessum samningi, sem máli skiptir. Fyrst og fremst eru GATT-drögin þó stefnumótandi hvað varðar almenn lögmál í verslun og viðskiptum. Það eru ótal tæknileg mál, sem eftir er að ræða og útfæra. Þessi umræða er rétt að hefjast.“ 4.4, Alfred Dunkel, framkvæmdastjóri GATT (General Agreement on Trade and Tariffs), lagdi fram tillögurad GATT-samningi hinn 21. desember, en verði þær samþykktarþarf islenskur landbúnadur ad laga sig að nútimaaðstædum, bædi i framleidslu- og við- skiptaháttum. Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisrádherra hóf fundaherferð medal bænda isiðustu viku til kynningar tillögunum. Mikill kurr var ilidi bænda og hofdu sum- ir uppi gifuryrdi. Rádherra sagdi ad skipulögd rógsherferd væri i gangi gegn sér, kvad myrkraöfl vinna gegn sér med stalinskum adferdum og sagdi þau skipuleggja málflutn- ing bænda med þvi ad dreifa leynilegum „heimastiT'. Hann reyndist hafa birst i TJman- — Gudbergur, manni íinnst eins og þú sért enginn sér- stakur uerdlaunamadur í edli þínu. „Nei. Eiginlega fær maður bestu verðlaunin frá sjálfum sér. En ef einhver vill verð- launa mann er betra að taka við verðlaununum en gera það ekki. Það er mjög tilgerð- arlegt að þiggja ekki verð- laun." — Þú sagöir í rœöu vid af- hendinguna að sú rithöfund- ur sem fengi verðlaun vildi meiri verðlaun. „Þetta var nú sagt til gam- ans. En það er reyndar oft þannig með listamenn að þegar þeir byrja að fá verð- laun heltekur þá einhvers konar verðlaunaveiki og sú veiki er mjög leiðinleg. Til dæmis Miguel Angel Asturi- as, sem sóttist mikið eftir verðlaunum. Áður en hann fékk Nóbelsverðlaunin var hann mikið i Svíþjóð. Svo fékk hann verðlaunin og þá hætti hann að fara til Svíþjóð- ar. En þá fór hann að leita að öðrum verðlaunum, til dæm- is á Spáni. Þegar þeir fundu að hann vildi fá verðlaun fóru þeir að stríða honum. Hann er dæmi um mann sem varð verðlaunasjúkur." — Þú talaðir líka um plúg- ur ú sviði frœða, bókmennta- frœði, kvennafrœði og fjöl- miölafrœði. Vinna þessi frœði ógagn? „Þetta eru nokkurs konar kjaftafög og dálitlar plágur, sérstaklega í háskólunum. I gagnfræðaskóla voru þetta kölluð kjaftafög, það voru þau fög sem maður þurfti ekki að leggja sig mikið fram við. Ég veit hins vegar ekki hvort þessi fræði vinna beint ógagn. í þau fara menn og konur sem hafa yfirleitt mjög litla hæfileika og menn með litla hæfileika geta ekki gert mjög mikið ógagn. Þetta ger- ir þessi fög afar leiðinleg.” — Manni fannst eins og iðkendur bókmennta- og kvennafrœða hefðu einmitt hlegiö hvað úkafast að þess- um orðum þínum. „Það eru mjög algeng við- brögð, t.d. hjá konum. Þær hlæja í kór, það eru eðlileg viðbrögð þess sem er í minni- máttaraðstöðu. Séu þær ekki í kórnum verða þær reiðar. Þær bregðast við eins og mömmur sem annaðhvort reiðast eða hlæja að krökk- unum sínum. Svona er oft einkenni hreyfinga sem eru á lokastigi." — Eru kvennafrœðin þú komin að fótum fram? „Svona hreyfingar koma alltaf upp, þar sem er annars vegar helvíti og hins vegar guðdómur. í raun eru þær beint framhald af kristin- dómnum. Helvíti er karlmað- ur, konan guðdómur. Vínið er helvíti, bindindi guðdómur. Ríkisrekstur er góður, kapít- alisminn synd. Á endanum kafna allar hreyfingar í orða- leppum, allar hugsjónir enda á því.“ — I vetur hefur mikið verið talað um bókmenntafrœði og hluti eins og stríðan lestur eða lestur með eða gegn texta. „Þegar mikið tómlæti er komið í fræðigrein, hvort sem það er kvennafræði eða sósíalismi, koma upp alls konar frasar, innantómar seíningar. í staðinn fyrir inni- hald koma orðaleppar. Þá temja nemendur sér að kafa aldrei djúpt í neitt, heldur læra þeir orðvaðal eins og „intertextual" og eitthvað þvíumlíkt, sem er svona kjaftavaðall." — Er þetta ekki mjög vont? „Þetta er ákaflega leiðin- legt. íslenskir rithöfundar eru BÆTIFLÁKAR FYRIR WESTAN „Flugleiðir birtu auglýsingu hér i blaðinu í fyrradag um hagstæð fargjöld í ýmsar átt- ir. Þar var m.a. þessi setning: „Besta verðíð westur.“ Það eru ekki mistök hjá Víkverja að skrifa vestur í þessu tilviki á þennan veg... Sé þetta staf- setning Flugleiða má spyrja hvað valdi? Dugar íslenzk stafsetning ekki lengur?“ Víkverji Morgunblaðsins. Einar Sigurðsson, blaðafull- trúi Flugleiðá „Þetta er fyrirsögn í auglýs- ingu og er hugsuð sem kóm- ísk útgáfa. Mönnun þótti ástæða til að gera þetta til að laða fram bros hjá fólki. í fyr- irsögnum í auglýsingum leyfa menn sér meiri leik- araskap en ella. Vík- verji getur verið róleg- ur því það er mjög mikill vilji og metn- aður hjá starfsfólki hér til að stuðla að góðri málvitund fólks. í þessu tilviki er þetta nánast eins og skáldaleyfi." ineistari „Mér finnst þetta bara alveg út í hött, þetta eru rug- lummæli í einu orði sagt. Það nafa orðið stórkostlegar framfarir hjá bakarastéttinni undanfarin ár, mjög miklar, bæði í s a m - bandi v i ð VONT BRAUÐ SÆTA- „Það eru bakstursvör- urnar sem ég ætla að ræða hér. Þeim hefur stórhrakað frá því fyrlr nokkrum árum, að ég segi nú ekki áratugum. Þetta er orðlð meira og minna það sama sem fæst í öllum bakaríum, og afskaplega lítið til þess vandað.“ Lesendabréf i DV, 24. janúar. Sveinn Kristdórsson bakara- brauð og kök- ur. Miðað við það sem tíðkast er- lendis erum við með langflestar vðrutegundirnar. Ég held við stöndum mjög vel að vígi miðað við aðrar þjóðir.“ LÉLEG MARKVARSLA „Það er ljóst að slök mark- varsla er aðalhöfuðverkur Þorbergs og annarra að- standenda liðsins um þessar mundir. Guðmundur Hrafn- kelsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik í gær, og 11 alls. Þess má geta að í fyrsta leiknum, jafnteflinu gegn Egyptalandi í fyrradag, varði Guðmundur eitt skot allan fyrri hálfleik- inn." Mbl eftir leik islendinga og Súlgara á Austurríkismótinu í handbolta. Guðmundur Hrafnkelsson landsliðsmarkvörður „Markvarslan hefði kannski mátt vera betri, en ég tel nú ekki að hún hafi verið svona slæm. Mér finnst þarna gert kannski aðeins of mikið úr þessu." Á NÁMSKEIÐ TIL AÐ SKILJA LISTINA „Enn glutraðist aðsóknin nið- ur á neðsta þrep, enda skilst mér að listfræðingar telji. að sýningargestir þurfi að fara á námskeið til að geta skilið marga þá undramenn, sem gista einna mest Kjarvals- staði á síðustu tímum." Guðmundur Guðmundarson fram- kvæmdastjóri í Mbl. Sigríður Guðnadóttir, safn- vörður á Kjarvalsstöðum „Fyrir það fyrsta vil ég taka fram að aðsókn að Kjarvals- stöðum hefur aukist frekar en hitt. Það sem við erum ð rey na a ' ð g e r a er að h a 1 d a u p p i fjölbreyttu ý n i n ga r- haldi. Og þótt fólki þyki einstaka sýning tor- meltari en aðrar er það mark- mið okkar að sýna breiddina í íslenskri myndlist." PRESSUMYND/SPESSI svo litlausir og samfélagið er svo litlaust. í litlu samfélagi mega listamenn ekki vera lit- iausir. Ef þeir hafa ekki helvíti eða djöfulinn í sér verða þeir að rækta hann gegn samfé- laginu." — Umfjöllunin um Svaninn var dúlítið ú þann veg að nú vœrir þú loks farinn að vanda þig. Vandaðir þú þig ekki úður? „Fyrst og fremst held ég að fólki finnist Svanurinn hefð- bundinn. Sá sem segir að maður vandi sig hefur venju- lega einhvern samanburð. Þegar eitthvað frumlegt er gert er enginn samanburður, hið frumlega er einstætt og erfitt að meta. Þá heldur fólk oft að verkið sé óvandað. Fólk heldur líka að það sé mjög erfitt að skrifa bækur sem eru með söguþræði og hefðbundnar. En það er rangt. Það er mjög auðvelt." — Er Svanurinn þú þœgi- leg bók fyrir almennan smekk? „Ég held þetta stafi líka af því að bókmenntafólk hafi dálítið samviskubit gagnvart mér og hafi ekki alveg vitað hvernig það átti að taka mig í sátt. Það er eins og ég hafi verið vandræðaunglingur, en hafi þó í rauninni ekki framið neinn sérstakan glæp. Svo finnur það þessa bók og túlk- ar hana á afar einfaldan hátt. Það skilur ekki að svanurinn er mjög margbrotið tákn. Það heldur að hann sé íslenskur fjallasvanur." — Ertu kannski nýr og breyttur maður? „Síðustu bókum mínum var tekið þannig að ég villtist á milli útgefenda og út af því urðu dálítil leiðindi. Síðan fór ég að skrifa fyrir sjálfan mig og var ánægður með það. En í raun er nauðsyn að gefa út. Útgáfan er ögrun við það sem maður heldur að sé fullkom- ið. Þú veist hvernig einsemd- in er; þegar maður er einn heldur maður að hugmyndir manns séu fullkomnar. Þegar út kemur finnur maður að það var misskilningur. Því er nauðsynlegt að skrifa ekki bara fyrir skúffuna. Þegar einræði var aflétt í ríkjum eins og Spáni og Sovétríkjun- um héldu menn að allar skúffur hlytu að vera fullar af merku efni. Það var rangt. í einræðisríkjum hafa menn einmitt mikla þörf fyrir að gefa út. Það var ekkert í skúff- unni nema einhver drög ..

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.