Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 40

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 — Nú mun nokkurn veg- inn ljóst að eftirmaður Charlies Cobb sem sendi- herra Bandarikjanna á ís- landi verður Sig Rogich, einn helsti ráðgjafi Georgs Bush forseta. Siggi (eins og við hljótum að kalla hann) er fyrrum auglýsingastjóri frá Nevada en hefur á und- anförnum árum haft þá iðju að bæta og fegra ímynd Bush, ekki veitir af. Væntanlega verða allir landsmenn himinlifandi að fá nánast hreinan lslending í þetta starf, en ráðherrar vorir hljóta að velta fyrir sér: Já, en á hann hús á Flórída og skíðaskála upp til fjalla? 1N I K FllNUlVlAtJUKr Þessa mynd tók Einar Óla- son, Ijósmyndari PRESSUNN- AR, á hinu háa Alþingi fáein- um dögum áður en þing- menn hættu að fara hamför- um yfir bandorminum og tóku sér langþráð vetrarfrí. Við fyrstu sýn virðist þetta hin hyersdagslegasta mynd af daglegu lífi í þinginu. Þarna standa í gætt þingsalarins fulltrúar þriggja stærstu stjórnmálafiokkarina; Jó- hannes Geir Sigurgeirsson framsóknarmaður, Vilhjálm- ur Egilsson úr Sjálfstæðis- flokki og þau Jón Sigurðsson og Rannveig Guðmundsdótt- ir úr Alþýðuflokki. Þrír kappsfullir stjórnarliðar, og einn stjórnarandstæðingur, tortrygginn á svipinn. En bið- um nú hæg — okkur rekur ekki minni til að fimmti mað- urinn á myndinni hafi verið kosinn á þing. Það skyldi þó ekki vera að hann hafi ein- faldlega verið fenginn þang- að inn til að hleypa smáfútti í þinglífið? Eða til að berja frumvörp í gegnum þingið? Honum er treystandi til þess, og í raun sómir hann sér ágætlega í þessu umhverfi, svo hugmyndaríkur maður. Við getum semsagt ekki fundið neitt því til foráttu að Hrafn Gunnlaugsson verði áfram á Alþingi Islendinga. Einar Oddur er liðtækur f klisjunum. DUGLEGIR KLISJUGERÐ- ARMENN Einhverjir öflugustu klisju- gerðarmenn landsins eru all- ir þeir sem fjalla um kaup og kjör; verkalýðsforingjar, for- svarsmenn atvinnurekenda og fréttamenn sem segja tíð- indi af samningum. Meðan samningafundir standa yfir ræða „þungaviktarmenn í verkalýðshreyfingunni" mál- in ,,í sinn hóp“; það er „þungt í þeim hljóðið", óstaðfestum orðrómi „vísa þeir á bug", en þó „gengur saman" að lok- um, líka í „sérkjaraviðræð- um“. Svo má lengi telja. Nu hefur bæst við ný og efnileg klisja sem ábyggilega verður lífseig. Það er klisja janúarmánaðar. Hún hljómar vel, þótt hún sé reyndar ger- samlega óskiljanleg öllum þorra manna. Nú koma allir skapaðir hlutir „inn á sam- eiginlegt borð" ... FLOTTASTA BUÐ I BÆNUM Það hefur í raun aldrei ver- ið neinn sérstakur ljómi yfir verslun á íslandi. Lengi var þjóðin ofurseld dönskum ein- okunarkaupmönnum, ekki svo löngu eftir að það breytt- ist tók við tímabil hafta og ófrelsis í verslun, en það fólk sem nú er í blóma lifsins man varla annað en að hér hafi vöruverð alltaf verið grát- hlægilegt. Verslun á íslandi hefur þó átt sínar gullnu stundir. Thomsens-magasín hafði á velmektardögum sínum lagt undir sig mestallan austur- enda Hafnarstrætis og Lækj- artorg. Eftir að hafa grann- skoðað hina nýju Sögu Reykjavíkur er varla hægt að efast um að það hafi verið flottasta búð í bænum fyrr og síðar — Kringlan standist engan samjöfnuð við þann andblæ borgaralegs glæsi- leika sem tíðkaðist í Thom- sens-magasíni á árunum 1900 til 1910. Meðal deilda Thom- sens-magasíns á blómatima þess voru nýlenduvörudeild, kvenfata- og vefnaðarvöru- deild (með kjólasaumastofu), kvenhattadeild, kjallaradeild (vín, öl og gosdrykkir, og þar var einnig gosdrykkjaverk- smiðja), pakkhúsdeild (bygg- ingarvörur, kol, olía o.fl), skó- fatnaðardeild, basardeild (glysvarningur o.fl.), karl- mannafatadeild ásamt skraddaraverkstæði, hús- gagnadeild (með trésmíða- verkstæði), járnog leirvöru- deild, strandferðadeild (sá um vöruflutninga með strandferðaskipum), ferða- mannadeild (hafði útleigu á vögnum, bátum og hestum), matvörudeild (í tengslum við sláturhús, svínabú, reykinga- ofn og niðursuða), vindla- deild (ásamt vindlaverk- smiðju), brjóstsykursverk- smiðja, veitinga- og billjarð- stofa og skrifstofudeild. TVÍFARARNIR TVÍFARAKEPPNI PRESSUNNAR _ 29. HLUTI Báðir hafa þeir tengsl við orkuna. Yoda, álfurinn góði úr Star Wars, og Halldór Jónatansson, for- stjóri Landsvirkjunar. Yoda hafði „The Force“, valdið góða, á sinni könnu. Halldór hefur orku fallvatnanna á hreinu. Og báðir hafa þeir yfir- bragð góðra vætta; dádýrsaugu, góðlegt glott og hátt og viskulegt enni. UNGIR MENN A UPPLEIÐ -á sjöunda áratugnum Þessir fjórir ungu og glæsi- legu herramenn eru lands- kunnir hver á sínu sviði í nú- tímanum. Myndirnar voru hins vegar teknar á tímabil- inu 1963 til 1969 eða fyrir um aldarfjórðungi. Við ætlum lesendum PRESSUNNAR að geta upp á hverjir þetta eru, en gefum þó vísbendingar. — Einn lagði út í pólitíkina, komst á þing og þaðan í ráð- herrastól. Hann safnaði skeggi og sker það ekki, en sker ýmislegt annað ómælt. — Einn lagði út í kaupsýsl- una, hefur braskað margt og brallað mikið fyrir Flokkinn. Hann er „lobbý-isti" fyrir gamla miðbæinn. Safnaði ekki skeggi, en þó nokkrum aukakílóum sem hann hefur nú látið flakka. — Einn lagði út í frétta- mennskuna, varð heimsfræg- ur á íslandi fyrir skrif sín um tiltekið skipafélag í tilteknu vikublaði sem nú er komið undir græna torfu. Safnaði skeggi. — Einn lagði út í félags- fræðina, gerðist dósent við Háskólann og barðist þar við hinn ógurlega Hannes Hólm- stein. Safnaði skeggi og er ómissandi í umræðum um fjölmiðla og áhrif þeirra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.