Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 15

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 15 I kjölfar úthlutunar úr Kvikmyndasjóði á dögunum hefur verið stofnað nýtt félag kvik- myndastjóra til höfuðs áhrifum Hrafns Gunnlaugssonar í greininni Spörfugl fyrir sólinni segir Þráinn Bertelsson „Það var löngu tímabært að stofna stéttarfélag sem gætir hagsmuna allra kvik- myndastjóra á íslandi," sagði Þráinn Bertelsson, formaður Félags kvikmyndastjóra, í samtali við PRESSUNA. „Guð blessi leiknu myndirnar, en kvikmyndastjórn nær yfir svo miklu fleira en þær. Inn- tökuskilyrði í Samtök kvik- myndaleikstjóra voru svo ströng að í þau komst til dæmis ekki fólk sem hefur borið uppi gerð heimilda- kvikmynda árum saman, en á þó til höfundarréttar að telja. Það er hrópleg ósann- girni að vera að þvarga um hagsmunamál allra kvik- myndastjóra í hópi sem er kerfisbundið að útiloka stór- an hluta þeirra frá þátttöku. Þetta á ekki að vera hægt i nútímanum." Aö hve miklu leyli stendur stofnun félagsins í tengslum vid ólgu innan kvikmynda- gerdarinnar nú? „Ég lagði á það áherslu á stofnfundinum að þótt það sé margt spjallað í kvikmynda- gerðinni um þessar mundir og rík ástæða til, þá sé þetta félag stofnað til að líta eftir stórum hagsmunum til lengri tima. Þótt það sé stofnað í skugga ákveðinna deilna, þá eru þær vonandi bara eins og lítið ský eða eins og að litill spörfugl fljúgi fyrir sólina andartak." Hrafn Gunnlaugsson er kominn með fingurna í of margt sem tengist íslenskri kvikmyndagerð. Þetta er undirrótin að klofningi sem varð í Samtökum kvik- myndaleikstjóra í síðustu viku þegar þriðjungur félaga sagði sig úr þeim og stofnaði nýtt Félag kvikmyndastjóra. í nýja félaginu er fjöldi leik- stjóra sem ekki voru í hinum eldri samtökum og stefnir í átök um hvort félagið telst fulltrúi þeirra sem eiga höf- undarrétt að kvikmyndum. Á yfirborðinu er tekist á um hvernig félagsmálum stéttar- innar verði best fyrir komið, en undir krauma persónuleg átök um aðgang að og úthlut- un á þeim peningum sem ís- lenskir kvikmyndagerðar- menn skipta á milli sín. TÓLF MANNA STÉTTARFÉLAG Það eru ekki nema um tvö ár síðan stofnuð voru Samtök kvikmyndaleikstjóra með það að leiðarljósi að gæta hagsmuna þeirra. Hrafn var einn aðalhvatamaðurinn, en í lögum félagsins var það sett sem skilyrði fyrir inngöngu að einstaklingur hefði gert tvær leiknar kvikmyndir, samtals 120 mínútur að lengd, hvort heldur væri fyrir kvikmyndahús eða sjónvarp. Stétt kvikmyndaleikstjóra er ekki fjölmenn á íslandi, en reglurnar þrengdu enn frekar hóp þeirra sem gátu verið í fé- laginu. Undir það síðasta voru í því tólf manns. For- maður er Friörik Pór Friö- riksson. Minnihluta í félaginu þótti sem meirihlutinn, átta manns, gætti ekki hagsmuna allra félagsmanna og því síð- ur hagsmuna þeirra sem fyrir utan félagið stóðu. Tilraun var gerð til að opna félagið og forsprakki minnihlutans, Þrá- inn Bertelsson, bauð sig fram til formennsku gegn Friðriki á aðalfundi skömmu fyrir áramótin, en varð undir. Upp úr því og í kjölfar úthlutunar úr Kvikmyndasjóði fyrir skömmu var boðað til stofn- fundar Félags kvikmynda- stjóra. Félagar eru átján og formaður Þráinn Bertelsson. OPNARA FÉLAG Nafn nýja félagsins gefur vísbendingu um þann fag- lega ágreining sem gerður hefur verið að ásteytingar- steini. Þetta er félag kvik- myndastjóra en ekki kvik- mynda/e/'festjóra og á þessu er meira en blæbrigðamunur. Forsvarsmenn nýja félagsins skilgreina stéttina á mun víð- tækari hátt og undir þá skil- greiningu falla til dæmis þeir sem gera heimildakvikmynd- ir og stuttmyndir. Til að ganga í félagið þarf viðkom- andi að hafa annaðhvort lok- ið námi við viðurkenndan kvikmyndaskóla eða haft kvikmyndastjórn að atvinnu í eitt ár. Þeir sem yfirgáfu Samtök kvikmyndaleikstjóra og stofnuðu nýja félagið voru Þráinn Bertelsson, Ágúst Guömundsson, Lárus Ymir Óskarsson og Þorsteinn Jóns- son. Meðal annarra félaga sem hafa stýrt leiknum myndum eru Asdís Thorodd- sen, Kristín Pálsdóttir, Óskar Jónasson, Þórhildur Þorleifs- dóttir og Guöný Halldórsdótt- ir, en Guðný hafði reyndar sótt um aðild að eldra félag- inu og verið hafnað. HRAFN ER AÐALÁSTÆÐAN Tilurð Félags kvikmynda- stjóra verður þó ekki skýrð eingöngu með tilvísun í fag- legan ágreining. Eftir tölu- verðar fjarvistir erlendis er Hrafn Gunnlaugsson aftur farinn að láta til sín taka í málefnum kvikmyndagerðar á íslandi. Eins og PRESSAN hefur greint frá er hann for- maður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, í stjórn Samtaka kvikmynda- leikstjóra, formaður Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva (sem beita á æ frekar í þágu kvikmyndagerðar), dag- skrárstjóri innlendrar deildar hjá Sjónvarpinu (í leyfi um stundarsakir þó) og stjórnar- maður og helsti styrkþegi Kvikmyndasjóðs frá upphafi. Hrafn hefur sem sagt „sest á alla pósta alls staðar" þar sem hagsmuna er að gæta í kvik- myndagerð. í þessu Ijósi verður að skoða átökin innan Samtaka kvikmyndaleikstjóra. Þar hefur átta manna meirihluti ráðið ferðinni og er með rétiu eða röngu litið á þá sem vild- arvini Hrafns sem stundi þar gagnkvæma hagsmuna- gæslu á kostnað annarra. Það er talinn lokaður klúbbur, sem takmarki inngöngu, en geri um leið kröfu til að fara með hagsmunamál þeirra sem fyrir utan eru. Einnig er bent á að til þess að gerast fé- lagi í Samtökum kvikmynda- leikstjóra þurfi annaðhvort að gera tvær bíómyndir eða sjónvarpskvikmyndir. í báð- um tilvikum hafi Hrafn tölu- verð áhrif á hverjir fá til þess fé og því geti varla fjölgað ört í félaginu nema fyrir tilstilli hans. Þegar úthlutað var úr Kvikmyndasjóði á dögunum sauð loks upp úr og Félag kvikmyndastjóra er stofnað til höfuðs þessari „samtrygg- ingu" Hrafns og hans fólks. EKKI PLÁSS FYRIR TVÖ FÉLÖG Samtök kvikmyndaleik- stjóra hafa farið með höfund- arrétt fyrir stéttina og annast meðferð fjár sem fæst frá Inn- heimtumiðstöð gjalda, en þar er um að ræða gjald sem lagt er á auðar myndbandsspólur. Samtökin hafa einnig tilnefnt fulltrúa í Norræna kvik- myndasjóðinn, sem er hinn „félagslegi" sjóðurinn sem ís- lenskir kvikmyndagerðar- menn hafa aðgang að. Með stofnun nýs félags er boðið heim árekstrum um hvort félagið telst réttmætur fulltrúi íslenskra kvik- mynda(leik)stjóra. Það kem- ur í ljós á næstu vikum og mánuðum hvaða mæli- kvarða stjórnvöld og aðrir, sem slíka afstöðu þurfa að taka, leggja á það. Miklir hagsmunir eru í húfi og að- standendur beggja félaganna telja sig réttmæta fulltrúa starfsgreinarinnar. Upptökustjórafélag segir Hrafn Gunnlaugsson „Mér skilst að þetta sé upp- tökustjórafélag," sagði Hrafn Gunnlaugsson, stjórnarmað- ur í Samtökum kvikmynda- leikstjóra, í samtali við PRESSUNA, en formaðurinn, Friðrik Þór Friðriksson, er staddur í Japan. „Mér var ekki boðið á stofnfundinn af einhverjum ástæðum, en það er ekki að vita nema ég sæki um inngöngu. Lögum Samtaka kvik- myndaleikstjóra var breytt á síðasta aðalfundi, þannig að þeir sem ekki geta orðið full- gildir félagar geta fengið aukaaðild með 1/3 úr at- kvæði. Um þetta var fullt samkomulag, en eftir for- mannskjör virðist samstaðan hafa rofnað og þá var þetta félag stofnað. Ég vona sann- arlega að þetta sé ekki gert af öfund út í Friðrik Friðriksson, sem hefur gengið mjög vel með myndirnar sínar, en eins og þú veist er velgengni refsi- verð á íslandi." Þau urðu eftir Friðrik Þór Friðriksson, Ari Kristinsson, Egill Eðvarðsson, Hilmar Oddsson, Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður Pálsson, Viðar Stofnfélagar í Félagi kvikmyndastjóra Ágúst Guðmundsson, Ásdfs Thoroddsen, Brynja Benediktsdóttir, Guðný Halldórsdóttir, Hákon Oddsson, Hjálmtýr Heiðdal, Karl Slgtryggsson, Krlstín Pálsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Magnús Magnússon, Óskar Jónasson, Ralph Christians, Sigurbjörn Aðalstelnsson, Valdlmar Leifsson, Þorstelnn Jónsson, Þórhitdur Þorleifsdóttir, Þráinn Bertelsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.