Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 26
26
____________FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992_
ÁRSHÁTÍÐIR & VETRARFAGNAÐIR
sem var ákaflega leiðinleg."
Hver er eftirminnilegasta
rœda sem þú hefur heyrt á
árshátíd?
„Það er ræða Páls Magnús-
sonar sjónvarpsstjóra á árs-
hátíð Stöðvar 2 í fyrra. Það
má bera þessa ræðu saman
við það þegar Guðbergur
Bergsson tekur sig til og stíg-
ur á stokk. Hún hneykslaði
fólk talsvert, því þarna var
farið með klámvísur. Mörg-
um fannst ræðan býsna
skemmtileg, en aðrir vissu
ekki alveg hvernig átti að
taka þessu — sem hátíðar-
ræðu sjónvarpsstjóra. Sjón-
varpsstjórinn mætti ekki á
síðustu árshátíð."
HJÖR
Hjördís Gissurardóttir verslun-
armaður
Manstu eftir skemmtilegri
árshátíd sem þú hefur sótt?
„Ég fer nú bara voðalega
sjaidan á árshátíðir, skal ég
segja þér. Ég skemmti mér
svo rosalega vel heima að ég
þarf ekkert að fara á svona
samkomur. Ég man þó eftir
einni skemmtilegri gull-
smiðaárshátíð sem ég fór
einu sinni á. Hún er minnis-
stæð að því leyfi, að ég var í
gömium antíkpérlukjól. Fljót-
lega tók ég eftir því að ansi
margir voru á fjórum fótum í
kringum mig. í fyrstu hélt ég
að allir væru svona vel í glasi.
Svo tók ég eftir því að perl-
urnar voru farnar að hrynja
af kjólnum mínum og
streyma um gólfið. Þegar síð-
asta perlan var horfin af
kjólnum dreif ég mig heim í
skyndi. Ég á enn það sem eft-
ir er af kjólnum."
ARTH
Arthúr Björgvin Bollason sjón-
varpsmaður
Eftirminnilegasta árshátíð-
in?
„Ég man nú í fljótu bragði
eftir einni mjög sérkennilegri
árshátíð. Aðdragandinn var
að minnsta kosti mjög sér-
kennilegur. Það var árshátíð
Útvarpsins fyrir nokkrum ár-
um. Þá bjó ég úti í Þýskalandi
og var í fríi hérna á íslandi.
Mér var sagt að koma í Þórs-
kaffi á árshátíð. Ég hafði kom-
ið þangað í gamla daga og
vissi hvar staðurinn var. Ég
kem þarna inn og spyr kon-
una í fatahenginu hvar árshá-
tíðin sé og hún vísar mér upp
á loft. Þangað gekk ég, en
þegar ég horfði yfir salinn
fannst mér ég ekki kannast
við nokkurn mann. Ég sá mér
ekki annað fært en að hverfa
inn á klósett til að hugsa mitt
ráð og þykjast vera að sinna
erindum mínum þar. Þangað
kom þá inn maður. Ég fékk
það á tilfinninguna að þetta
væri tæknimaður hjá Útvarp-
inu og spurði hvort hann ynni
þar. Um leið og ég gerði það
þá sagði hann: „Ja, áður en
ég svara því, þá langar mig að
spyrja þig hvort þú heitir Art-
húr?“ Ég jánkaði því og varð
náttúrlega mjög feginn, því
ég var alltaf talandi í útvarpið
og hélt að hann myndi eftir
röddinni frá því að hafa tekið
mig upp. Maðurinn sagði að
það væri gaman ef ég vildi
setjast með þeim hjónum, því
hann þekkti mig úr útvarp-
inu. Ég þáði boðið, en svona
áður en við gengum til borðs
spurði ég hann hvað hann
gerði hjá Útvarpinu. Þá sagð-
ist hann reyndar ekki vinna
þar heldur væri hann í Mál-
arafélagi íslands. Þeir væru
að halda árshátíð í kvöld. Ég
hafði ekkert til þess unnið að
lenda hjá Málarafélagi ls-
lands og dreif mig út. Svo
komst ég að leyndardómin-
um. Það voru tveir salir á efri
hæðinni. í öðrum enda húss-
ins voru einhver norðurljós,
sem gengið var inn í á horn-
inu. Þar var árshátíð Útvarps-
ins. Þar leið mér mun betur
þótt ég hafi ekkert á móti
Málarafélagi íslands."
STEIN
Steingrimur Ólafsson, útvarps-
maður á Bylgjunni
Hver er eftirminnilegasta
árshátíð sem þú hefur verið
á?
„Ég verð að nefna árshátíð
Tímans 1987 í þessu sam-
bandi. Þetta var eiginlega
líka reisugilli fyrir nýja Tíma-
húsið uppi á Lynghálsi. Af því
gillunum var slegið saman
var komið með nokkra kassa
af vodka. Síðan gerðist sam-
kvæmið svolítið þurrt, eins
og gerist og gengur, þannig
að ákveðinn hópur ákvað að
fara bara frekar í partí. Ég
nappaði tveimur vodkaflösk-
um og fór í partíið. Þar voru
um fimmtán manns, sem áð-
ur höfðu verið í gillinu. Þá
kom í ljós að hver gestur
hafði meðferðis tvær stolnar
vodkaflöskur. Það get ég vott-
að að einum þremur árum
síðar fór ég í heimsókn til
gestgjafans — og hann var
ennþá með vodka."
ÖRN
Örn Árnason, leikari og Spaug-
stofumaöur
Hver er misheppnaðasta
árshátíð sem þú manst eftir?
„Það var þegar við Karl Ag-
úst vorum uppi í skíðaskálan-
um í Hveradölum. Þar voru
aðstæður þær frumstæðustu
sem við höfum kynnst. Hljóð-
búrið var fyrir ofan okkur og
míkrófónsnúrurnar náðu
ekki alveg niður, þannig að
við þurftum að tylla okkur á
tá til að ná í míkrófónana. Of-
an á allt saman slökkti plötu-
snúðurinn á undirspilinu okk-
ar í miðjum klíðum og fattaði
ekki að kveikja á því aftur.
Við enduðum meði. þvi að
þurfa að garga yfir mann-
skapinn uppi á borðum."
Hvað um skemmtilegustu
árshátíðina?
„Ég held að flestir
skemmtikraftar séu nú sam-
mála um að það, að skemmta
í Njálsbúð á Suðurlandi hjá
Fjölbrautaskóla Suðurlands,
sé það skemmtilegasta sem
þeir hafa upplifað. Við hætt-
um þar í miðjum klíðum
vegna óláta. Það kom fljúg-
andi kókflaska upp á svið. Við
tókum ekki sénsinn á að
verða limlestir þarna og hypj-
uðum okkur. Þetta var þegar
kókið var bara til í gleri.
Svo var það á árshátíð á
Akranesi. Það kitlaði okkur
dálítið þegar kynnirinn sagði
að hér væru komnir á svæðið
landsþekktir skemmtikraftar,
sem gersamlega væri óþarfi
að kynna. Hann kynnti okk-
ur þó með eftirfarandi hætti:
Sigurjón Sigurðarson, Örn
Arnarson og Úlfar Agústs-
son."
ÓLÍN>
Ólína Þorvarðardóttir borgar-
fulltrúi
Segðu mér frá eftirminni-
legri árshátíð.
„Dalamenn héldu mikla
hátíð fyrir allmörgum árum,
þar sem ég var heiðursgestur
ásamt Jóni Helgasyni land-
búnaðarráðherra og Valgeiri
Guðjónssyni. Ég var þar
„súpukjötsfréttamaður" frá
Sjónvarpinu.
Súpukjöts. . .?
„Það hafði allt orðið vit-
laust út af frétt sem ég gerði
fyrir Sjónvarpið um súpukjöt.
Bændur reiddust mér mjög
fyrir að ráðast á íslenska
lambakjötið og út frá þessu
spannst mikil umræða.
Bændur í Dölum vildu bæta
mér upp árásirnar og buðu
mér sem heiðursgesti. Þeir
sýndu mikla framsýni, Dala-
bændur, og héldu uppi heiðri
bændastéttarinnar þegar
þeir ákváðu að bjóða mér.
Þetta var mjög skemmtileg
árshátíð og ræðuhöld fóru að
mestu fram í bundnu máli. Ég
man ekki hver það var í svip-
inn, en það orti einn Dala-
maðurinn til okkar Valgeirs.
Vísan hljómaði svona:
Valgeir kemur hœgt og hljótt
hér í Dali vestur,
á eftir honum fetar fljótt
fréttamaöur beslur.
Ekki linnti svo kveðskapn-
um og allt eftir sama mann-
inn, svo það endaði með því
að ég orti á móti:
Elsku vinur upp' í Dölum
sem augum hefur litiö mig
sitjandi í sjónvarpssötum
hvad segirö' um að kvnna þig?
Þetta varð til þess að hann
var leiddur til mín og við
dönsuðum og kynntumst.
Verra þykir mér að muna
ekki nafnið lengur."
KRIST
Kristinn T. Haraldsson ráö-
herrabilstjóri
Manstu eftir einhverju
skemmtilegu varöandi árshá-
tíðir?
„Ja, eftirminnilegasta rugl-
ið sem ég man eftir varðandi
„show-bissnessinn“ var þeg-
ar ég ætlaði að fara til Amer-
íku að meika það. Ég keypti
dverg og ætlaði að ráða hann
til búktals á árshátíðum til að
redda mér út úr fjármála-
vandræðum. Þetta atvikaðist
þannig að ég kem við í Kvik-
myndaverinu hjá Jonna Sig-
hvats í Kaliforníu. Þar sé ég
dverg, sem er að leika i ein-
hverri hryllingsmynd. Mynd-
in endaði á því að dvergurinn
át sjálfan sig. Ég gerði samn-
ing við dverginn um að koma
til íslands. Hugsunin var sú að
ég léki búktalara með hann á
hnjánum sem dúkku. Síðan
átti dúkkan að standa upp. En
nóg um það. Ég fór með and-
skotans dverginn sem tösku-
bera af stað til New York. Þeg-
ar við komum út úr flugstöð-
inni í New York sjást bara
töskur labbandi við hliðina á
mér. Aðvífandi kemur leigu-
bílstjóri, sem sér ekki dver^-
inn og keyrir yfir hann. Eg
fann hann aldrei aftur."
SALO
Salome Þorkelsdóttir þing-
maöur
Hver er þín eftirminnileg-
asta þingveisla?
,,Ég held það sé þingveisl-
an þegar Stefán Jónsson heit-
inn var að hætta sem þing-
maður. Þetta var 1983 ef ég
man rétt. Hann og Halldór
Blöndal, sem er mikill hag-
yrðingur, voru báðir í miklu
stuði þetta kvöld og kváðust
á. Þetta er skemmtilegasta
þingveislan sem ég man eftir.
Það skiptir máli að menn séu
vel upplagðir á svona kvöld-
um og andinn komi yfir þá.
Stefán var sérlega skemmti-
legur maður þegar andinn
var yfir honum og eins Hall-
dór Blöndal. Það lá vel á
þeim báðum þetta kvöld. Þeir
voru úr sama kjördæmi og
höfðu oft eldað grátt silfur
saman, enda úr andstæðum
pólitískum flokkum. Ég kann
nú ekkert til að fara með fyrir
þig, enda veit ég ekki hvort
það er leyfilegt."
JÓHA
Jóhann Sigurðarson leikari
Hefur eitthvert óhapp hent
þig á árshátíð?
„Það var einhvern tíma í
fyrravetur þegar ég var að
troða upp með Bláa hattinum
á Hótel Sögu. Ég var í kjólföt-
um og hafði gleymt axla-
böndunum heima og var eig-
inlega allan tímann að reyna
að halda uppi á mér buxun-
um. Þetta var frekar óþægi-
legt, því ég þurfti að sleppa
og halda á víxl."
__^wfc _-_
LADD
Þórhallur Sigurösson leikari
Hver er eftirminnilegasta
árshátíðin?
„Það er ekki nein. Eða, jú,
kannski. Ég og Örn vorum að
leika eitthvert atriði á ein-
hverri samkomunni. Ég hélt
svona í hann á meðan hann
hoppaði upp og niður. Svo
sleppti ég óvart og þá hrundi
hann í gólfið og lenti á rófu-
beininu. Hann stóð svo upp
og ætlaði að skemmta áfram,
en þá leið yfir hann og ég
þurfti að bera hann út. — Svo
var það á Akureyri þegar ég
var að skemmta með Halla
bróður. Við vorum í upp-
klappi og komum hlaupandi
inn á gólfið. Gólfið var svo
sleipt að Halli rann til, tók
einn hring í loftinu, datt í gólf-
ið og handleggsbrotnaði.
Fagnaðarlátunum ætlaði
aldrei að linna. Þetta var það
albesta uppklapp sem heyrst
hefur á Akureyri. Ég þurfti
líka að bera hann út, því það
leið yfir hann."