Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 16

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 Ritskrá yfir rannsóknir við Háskólann Milljón í súginn vegna fýlu háskólakennara Ritskrá yfir rannsóknar- störf við Háskóla íslands var unnin, rituð og prentuð en hefur hins vegar enn ekki verið dreift, aðallega vegna merkilegheita í einstaka kennurum við skólann að því er best verður séð. Kostnaður liggur ekki fyrir, en kunnugir telja að hann sé ekki undir einni milljón við prentverkið og þá er ótalinn sá kostnaður, sem bundinn er í gagna- vinnslu og ritstjórn skrárinn- ar. Skráning ritsins var hafin í september 1990 að frum- kvæði Sigmundar Guð- bjarnasonar, þáverandi há- skólarektors, og var ætlunin að í kynningarriti þessu væri að finna á einum stað yfirlit yfir fræðastörf við Háskól- ann. Var ákveðið að fyrsta bindi næði yfir rannsóknar- störf við heimspekideild og guðfræðideild frá 1911 til 1990. Strangar reglur voru þegar settar um hvað teldist tækt í rítið og hvað ekki. Þannig var til dæmis blaðagreinum og minningargreinum og öðru slíku smálegu alfarið sleppt. Þá átti einnig að Iáta ritið að- eins ná til rannsóknarstarfa, sem menn höfðu innt af hendi við Háskólann sjálfan. Snemma fór þó að bera á óánægju með það, því helstu ritgerðir margra voru ritaðar við háskóla ytra, og var brugðið á það ráð að óska eft- ir gögnum þar að lútandi. Skil voru hins vegar með mjög misjöfnu móti og tími af skornum skammti, því áhersla var lögð á að fyrsta bindið kæmi út fyrir rektors- skiptin á síðasta hausti. Þegar bókin kom loksins út magnaðist fýlan í háskóla- kennurum mjög, sérstaklega þeim, sem ekki höfðu skilað inn ritskrám sínum. Hótuðu þeir öllu illu ef bókinni yrði dreift. Var afráðið að setja málið í nefnd til umsagnar og dreifa ritinu ekki að svo stöddu. Það hefur verið bak við lás og slá til þessa. Ingvi Hrafn og nágrannar í Hlíðunum Mótmæla byggingu fjölbýlishúss ingu. Henni er nú lokið og á fundi byggingarnefndar i dag, fimmtudag, verður mál- ið afgreitt. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hefur Ingvi Hrafn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri Sjónvarpsins, ver- ið í forsvari fyrir íhúana í mót- mælum þeirra. Byggingar- nefnd fer yfir þau mótmæli í dag, þegar málið verður af- greitt. íbúar í Hlíðunum hafa mót- mælt áformum um byggingu fjölbýlishúss við Bogahlíð. Umsókn um byggingu húss- ins var samþykkt í skipulags- nefnd en nú er umsóknin hjá byggingarnefnd, sem ákveð- ur um endanlegt byggingar- leyfi. Henni ber samkvæmt byggingarreglugerð að senda umsóknir er lúta að bygging- um í þegar grónum hverfum í svokallaða grenndarkynn- Éigandi markaðstorgsins Undralands Sakar rafmagnsveituna um innbrot Eigandi markaðstorgsins Undralands við Grensásveg 14, Sigríður Ævarsdóttir, hyggst kæra Rafmagnsveitu Reykjavíkur fyrir að hafa þann 15. janúar síðastliðinn spennt upp hurð verslunar- innar í þeim tilgangi að kom- ast að rafmagnstöflu og loka fyrir rafmagn. ,,Hurðin leit þannig út eftir heimsóknina að það var eins og allir gætu gengið inn," segir Sigríður. „Það var aldrei haft samband við mig út af þessu máli, enda enginn við í húsnæðinu á virkum dögurn," segir Sigríð- ur Hér var um að ræða gamla skuld fyrri leigjanda eignar- innar, en hann rak þar bill- jarðstofu þar til hann fór úr landi. Mun skuldin hljóða upp á annað hundrað þúsund krónur. Sigríður opnaði versl- un sína þann 16. nóvember síðastliðinn. Hún bað þá um aflestur á rafmagnsmælinn og var orðið við því. Sigríður hafði samband við lögreglu þar sem hún taldi að um inn- brot væri að ræða og var í framhaldi af því tekin skýrsla. Rafmagnsveitan opnaði strax aftur fyrir rafmagnið þegar áðurnefnd mælislesn- ing fannst. Nú hyggst Sigríður kæra Rafmagnsveitu Reykja- víkur og krefjast bóta vegna skemmda. Samkvæmt upplýsingum PRESSUNNAR er opinberum stofnunum ekki leyfilegt að brjóta sér leið inn á heimili eða í fyrirtæki án fenginnar heimildar frá borgarfógeta. Eftir því sem PRESSAN komst næst lítur út fyrir að Raf- magnsveita Reykjavíkur hafi ekki sótt um leyfi frá borgar- fógeta til að komast inn í Undraland. Þórsteinn Ragnarsson. deildarstjóri viðskiptadeildar Rafmagnsveitunnar, vísaði því á bug að Rafmagnsveitan brytist inn í hús til að geta lokað fyrir rafmagn. Öðrum aðferðum væri beitt ef illa gengi að innheimta skuldir. Hönnuöir heilsugæslustöðva HÖNNUBU EINA BYGGINGU UG FENGU GREITT FYRIR FJORAR ✓ I úttekt Ríkisendurskoðunar á hönnunar- og eftirlitskostnaði við byggingarframkvæmdir á vegum ríkisins kemur fram að ríkið virðist síður en svo njóta þess þó að það láti byggja á mörgum stöðum eftir sömu teikningum. Eru sérstaklega gerðar athugasemdir við svokallaðar H-byggingar sem byggðar voru á Ólafsvík, Höfn í Hornafirði, Hvammstanga og Dalvík. Dæmi um þetta má einnig finna í hönnunarkostnaði annarra heilsugæslustöðva þótt unnið sé eftir stöðluðum teikningum. H-byggingarnar voru allar með háan hönnunarkostnað. I yfirliti um framkvæmda- kostnað sex heilsugæslu- stöðva, sem Ríkisendurskoð- un hefur tekið saman, kemur fram að hönnunar- og eftir- litskostnaður er mjög hár þó að um staðlaðar framkvæmd- ir sé að ræða. Stöðvar þessar voru byggð- ar á árunum 1975 til 1988 og var hönnunar- og eftirlits- kostnaður þeirra um 13 pró- sent. Hönnunarkostnaður var að meðaltali um 9,3 pró- sent en eftirlitskostnaður um 3,6 prósent. Ríkisendurskoðun hefur farið yfir skilamat við eftirfar- andi heilsugaeslustöðvar; á Hornbrekku í Ólafsfirði, Höfn í Hornafirði, Hvammstanga, Dalvík og á Þórshöfn. I áritun Ríkisendurskoðunar kemur fram að fjárhæðirnar sem birtast í skilamati heilsu- gæslustöðvanna gefa ekki glögga mynd af fram- kvæmdakostnaðinum vegna langs byggingartíma. HÖNNUN MEÐ LJÓSRITUNARVÉL Á FULLU KAUPI Hönnun heilsugæslustöðv- anna sem Ríkisendurskoðun tekur fyrir var í höndum þriggja arkitekta; Vilhjálms Hjálmarssonar, Jóns heitins Haraldssonar og Jes Einars Þorsteinssonar. Fjórar þeirra eru svokallaðar H-byggingar, allar teiknaðar af sama arki- tektinum, Jóni. Sömuleiðis var öll verkfræðivinna við þær unnin af sömu verk- fræðistofunum, s.s. burðar- virki sem var unnið af Verk- fræðistofu Stefáns Ólafsson- ar og lagnir og loftræstikerfi sem unnin voru af Gudmundi Kristjánssyni. Húsin eru öll nákvæmlega 750 fermetrar og á verðlagi dagsins í dag voru greiddar fyrir hönnun og eftirlit tæplega 55 milljón- ir króna. Hönnunarkostnað- ur einn og sér er upp á 40 milljónir. Kostnaðurinn við hönnun þessara húsa nam á bilinu 6,8 til 13,6 prósentum af heildar- kostnaði framkvæmda. Þeg- ar eftirlitskostnaði er bætt við eru þess dæmi, eins og á Dalvík, að samanlagður kostnaður við hönnun og eft- irlit hafi verið 17 prósent. í einhverjum tilvikum var enn- fremur um að ræða hönnun hjúkrunarheimilis, sem tengt var byggingu heilsugæslu- stöðvar, en var svo ekki byggt. I skýrslu Ríkisendurskoð- unar eru gerðar sérstakar at- hugasemdir við það hversu hár hönnunarkostnaðurinn er við byggingar unnar sam- kvæmt sömu teikningum. Ríkisendurskoðun ályktar því að lítil hagkvæmni sé í því fólgin að nýta sér sömu teikn- ingu vegna byggingar sem nota á í sama tilgangi. HÖNNUNAR- KOSTNAÐURINN VEXSTÖÐUGT „Það sem mér er efst í huga í sambandi við þetta er að hönnunarkostnaðurinn er sí- fellt að aukast," sagði starfs- maður sem unnið hefur við úttekt á þessum málum fyrir hið opinbera og bætti við: „Þá er ljóst að lítið hagræði er í því að byggja eftir sams- konar teikningum, einfald- lega vegna þess að alltaf virð- ast koma upp einhver auka- verk sem eru þá unnin í tíma- vinnu og eru fljót að hleypa kostnaðinum upp." Það hefur einmitt verið reynt að fá að nota staðlaðar teikningar við fleiri stöðvar án þess að hönnunarkostnað- urinn lækki neitt að ráði. Má sem dæmi taka að Geirhard- ur Þorsteinsson arkitekt hannaði stöðvar á Vopna- firði, Djúpavogi og Þorláks- höfn. Samkvæmt heimildum PRESSUNNAR varð hönnun- arkostnaður þeirra ekkert lægri þrátt fyrir að stuðst væri við sömu teikningar. Einnig hefur Jes Einar Þor- steinsson hannað stöðvar á Kirkjubæjarklaustri, Vík í Mýrdal, Búðardal, Hólmavík og Bolungarvík. Þar mun nið- urstaðan hafa orðið sú sama — hönnunarkostnaður lækk- aði lítið sem ekkert þótt í raun væri stuðst við eina hönnun. HÖNNUN OG EFTIRLIT MUN KOSTNAÐAR- SAMARA HÉR EN í NOREGI Ríkisendurskoðun leitaði eftir upplýsingum frá Noregi um hönnunar- og eftirlits- kostnað til að fá samanburð. Þar kom fram að þessi kostn- aður er nokkru lægri í Nor- egi, ef rætt er um nýfram- kvæmdir, en athyglisvert er að eftirlitskostnaður, einn og sér, er um 2 prósentum hærri hér á Iandi. Þegar samanburður er gerður á kostnaðinum við endurbyggingu kemur í ljós að hann er umtalsvert hærri hér á landi. í Noregi er kostn- aður við umsjón, hönnun og eftirlit yfirleitt um 14 til 14,5 prósent af framkvæmda- kostnaði. Ef um endurbygg- ingu er að ræða hækkar þessi kostnaður um 1 eða 2 pró- sent. Það á hins vegar ekki við hér á landi og virðist óhætt að tala um óeðlilega hátt hlutfall við sumar bygg- ingar. Má til dæmis nefna Þjóðleikhúsið, en þar var hönnunar- og eftirlitskostn- aður tæplega 35 prósent, og um 25 prósent við endurreisn Bessastaðastofu. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.