Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 41

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. JANÚAR 1992 41 Btki kxttuUuft að (piU d ptmó Jónas Sen er þekktastur fyrir hæfileika sína sem ein- leikari. Færri vita að á síðasta ári lauk hann mastersgráðu frá City University í London og hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Jónas fór ótroðnar slóðir í efnisvali og útkoman varð 127 síðna fræðirit um atvinnusjúkdóma píanóleikara. Á næstu tveim- ur árum vill Jónas skrifa og gefa út bók á ensku um sama efni fyrir alla hljóðfæraleik- ara. „Ritgerðina kallaði ég Playing the piano, playing with fire? A study ofthe occu- pational hazards of piano playingsegir Jónas. ,,A1- gengasti sjúkdómur píanó- leikara er sinaskeiðabólga, en svo eru líka mjög algengir kvillar sem eru að einhverju leyti sálrænir með líkamleg- um einkennum. Það fylgir því mikið álag og stress að vera hljóðfæraleikari, enda mikil samkeppni í tónlistar- heiminum. Ég varð að koma eins víða við og ég gat og það verður að segjast eins og er að þetta var gífurleg vinna. Fað má kannski líkja hljóðfæraleik- ara við íþróttamann því þetta eru eins konar íþróttalækn- ingar." Ert þú sá eini sem hefur tek- id þetta efni fyrir? „Já, það hefur mjög lítið verið skrifað um þetta efni og ekki til nein bók svo ég viti til. Ég tók um 20 viðtöl við lækna, geðlækna, sálfræð- inga, sjúkraþjálfa, píanó- kennara og aðra, og notaði greinar úr ýmsum læknarit- um. Heimildaskráin ein og sér var fimm síður. Ég skoð- aði Alexanderstækni, sem er ekkert nýmæli lengur, og svo- kallaða Feldenkreistækni, sem mjög fáir þekkja. Það var minnst á mig og ritgerðina í The Strad, sem er eitt vinsæl- asta tímarit strengjaleikara í heiminum. Ritstjóri þess tók viðtal við mig og notaði það sem heimild í grein sem hún var að skrifa." Þú fékkst vidurkenningu fyrir námsárangurinn. „Já, ég fékk mjög háa ein- kunn. Fyrir utan ritgerðina var ég með tónleika og annað verkefni um músík í tíbetsk- um búddisma, sem er helvíti intressant. Þessi viðurkenn- ing er veitt á hverju ári. Innan tónlistardeildarinnar í há- skólanum eru margir kúrsar og ég lauk minni masters- gráðu í þeim sem nefnist Per- formance Studies. Ég varð hæstur og fyrir bragðið verð- launaður fyrir námsárangur- inn.“ Hvaö tekur nú vid hjá þér? „Tónlistarskólinn í Reykja- vík ætlar að fjölrita ritgerð- ina og nota sem námsefni fyr- ir nemendur í píanóleik á efri stigum. Ég vil endilega spandera næsta ári í að vinna að bókinni. Þannig var að kennarinn minn úti, sem jafn- framt er yfirmaður tónlistar- deildar City University, leið- beindi mér við skrif ritgerð- arinnar. Honum fannst ég svo góður penni og skrifa svo skemmtilega að ég yrði að ÍC jjí, skrifa bók. Hann taldi víst að ég fengi útgefanda og þá sér- staklega í Bandaríkjunum, því þar hófust rannsóknir á atvinnusjúkdómum hljóð- færaleikara. Ég geri ráð fyrir að ég þurfi að fara til Bandaríkjanna og taka viðtöl við þá lækna og sérfraéðinga sem gerðu þess- ar fyrstu rannsóknir. En til þess að geta það þarf ég styrki. Ég fékk 12 mánaða starfslaun frá ríkinu en hef ?amt þurft að kenna, því starfslaunin duga ekki á ís- Iandi.“ Anna Har. Hamar 3íí)jnr tðtcnéíinr jjjóbi?ij^ur Á vertíðarbát nokkrum gerðu karlarnir sér það til afþreyingarað setja saman visur, með misgóðum ár- angri. Sumir voru einfald- lega leiknari en aðrir. Þegar skammt var liðið á vertíðina bættist nýr háseti í hópinn. Það fyrsta sem hann var spurður um var hvort hann gæti sett sam- an vísur. Það stóð ekki á svarinu. „Jú, það get ég og hef fengist lengi við." Þegar karlarnir heyrðu þetta svar voru fyrstu við- brögð þeirra að fjarlægja bókina sem þeir höfðu skrifað vísurnar sínar í. Þrátt fyrir mikla eftir- gangsmuni kom aldrei vísa frá hagyrðingnum. Svo einn daginn tilkynnti hann að hann hefði sett saman vísu. Hinir biðu spenntir. Hagyrðingurinn kom sér vel fyrir og hóf síðan lestur- inn: Sýndu mór og sannaðu að sannur maður sértu betrumbœttu og brýndu þig og mannaðu þig ef þú getur. Eftir að hann hafði lokið flutningi vísunnar var stíla- bókin tekin fram og karlarn- ir hófu að semja vísur á ný. Feimnin við þann nýja var ekki lengur til staðar. RIMSIRAMS Perlan er kirkja Það merkilegasta við Perl- una er að hún er reykvísk. Sennilega eru hún og Ráð- húsið við tjörnina fyrstu raunverulega reykvísku stór- byggingarnar t Reykjavík — báðar tákna þær umfram allt Reykjavík, og ætli það sé ekki þess vegna sem þær mæta svo mikilli andstöðu meðal þjóðarinnar, rétt eins og þeg- ar ungir skáldsagnahöfundar hófu upp úr 1980 að lýsa reykvískum veruleika eins og hann kom þeim, borgarbörn- unum, fyrir sjónir, og voru fyrir vikið úthrópaðir fyrir að skrifa „bernskuminningar" sínar, vegna þess að reykvísk- ar bernskuminningar þóttu lítilsigldar en sveitaminning- ar yndislegar, fyrir utan þá ósvinnu að Einar Kárason skyldi lýsa bröggum og Einar Már krökkum í Vogahverfinu —■ Vogahverfinu dásamlega. En jæja, Perlan og Ráðhús- ið eru ekki reist með tilhlýði- legri sektarkennd, viðeig- andi ábendingu um synda- fall; þess er ekki gætt að láta í Ijós með þeim viljann til að mega heldur dvelja undir að sjálfsögðu skrímslið kennt við Hallgrím sáluga Péturs- son, einkennast allar af til- burðum sveitamannsins við að búa til heimsmenningu úr íslenskri náttúru, búa til sérís- „Byggingar Guðjóns Samúelssonar, Þjóðleikhúsið, Þjóðminjasafnið og að sjálfsögðu skrímslið kennt við Hallgrím sáluga Pétursson, einkenn- ast allar aftilburðum sveitamannsins til að búa til heimsmenningu úr íslenskri náttúru. “ hlíðinni góðu en í þessari vondu borg; hneykslið er að í þeim skuli ekki vera neitt stuðlaberg, ekkert sem minn- ir á álfa og tröll. Byggingar Guðjóns Samúelssonar, Þjóð- leikhúsið, Þjóðminjasafnið og lenskan stíl gjaldgengan á heimsvísu, sem sóttur er í form náttúrunnar — stuðla- bergið, — og allir eiga að ímynda sér að þeir séu komn- ir í álfaborg, þeir séu sveita- pilturinn í furðulegu ævintýri pg hafi látið heillast í björgin. í Ráðhúsinu er Reykjavík hreinlega að hælast um af sínu smánarlegasta formi, bragganum; þettaer reykvísk bygging sem bendir til reyk- vískrar sögu — hér er Reykja- vík að segjast vera orðin stór og hún þurfi ekki að skamm- ast sín fyrir neitt. Það er af þessum orsökum sem Davíð er svo ástsæll meðal borgar- búanna, hann hefur gefið þeim sjálfsmynd með bygg- ingum sínum, og það er út af þessu sem hann leggur slíkt ofurkapp á að þjösna þeim upp, hann hefur gefið þeim söguskoðun, hann hefur gef- ið þeim skáldskap, hann er hið mikla sagnaskáld ís- lenskra stjórnmáia — eða var það. Ólafur Gíslason er einn af þessum fáu skörpu blaða- mönnum okkar og hann greindi Perluna um daginn í Þjóðviljanum og komst að því að hún er tákn, en ein- ungis um sjálfa sig, hún hefur enga fúnksjón, fólk ráfar þarna um og hefur ekki hug- mynd um hvað það á að gera nema labba alveg upp og komast að raun um að hún snýst í hring í kringum sjálfa sig. Ég er ekki alveg sammála Ólafi. Perlan hefur afar skýrt hlutverk: hún er helgidómur. Þetta er kirkja. Með hvelfingu og hinum helga boga, og Lif- andi vatnið allt um kring. Upp upp mín sál og allt mitt geð, ætti að standa þar vegna þess að allt leitar upp í henni, allt beinir huganum á æðra svið; þetta var rækilega und- irstrikað með helgun Perl- unnar, þegar staðarhaldarinn í Viðey og prestur Sjálfstæðis- flokksins lagði í umboði Guðs almáttugs blessun yfir það sem fram færi þarna inni. Og það þarf ekki prest að blessa kaffisötur og kleinumaul — nei, henni er ætlað háleitara hlutverk. Hún er útsýnisturn. Þú átt að labba þarna út og horfa yfir borgina og fyllast helgum kenndum; þú átt að labba þarna út og komast að raun um að Guð hefur vel- þóknun á því að þú sért hér, í borginni góðu en ekki undir hinni vondu hlíð. Andri Thorsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.