Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 10

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 M E N N Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka Sameinaður góðverkataki Niðursuðuverksmiðjan á Isafirði lSPAfll 150 MILLJON- IIM Á ABEINS 3 ÁRUM ísafjörður. Mikið hefur gengið á hjá rækjuverksmiðjum bæjarins. ísver er gjaldþrota og nú er reynt að forða Niðursuðuverksmiðjunni frá gjaldþroti. Stundum gleymi ég mér og læt berast á öldum múg- mennskunnar; dæmi þá sem síst skyldi og leyfi fordómun- um að hlaðast upp svo ég hætti að sjá menn og málefni í réttu Ijósi. Og það er sama hvað ég er oft minntur óþyrmilega á þetta; alltaf gleymi ég mér aftur. Þar til „Efþreyttur maður þyrfti að komast yfir fjall vildi Thor bora gat á fjallið “ einhver vekur migá ný. Innst inni er ég nefnilega skepna eins og aðrir menn og ef ekki væri fyrir einstaka menn, sem æ virðast geta skilið hismið frá kjarnanum, lægi ég sjálfsagt grandalaus á hinu dýrslega plani og vissi ekki upp á mig skömmina. Nú síðast var það Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Samein- aðra verktaka, sem vakti mig. Það gerði hann í viðtali við sunnudagsblað Morgun- blaðsins. Þá var næstum vika síðan ég hafði slegist í för með múgnum, gert hróp og köll að Thor og félögum. Kallað þá lögverndaða skattsvikara, hermangara, siðleysingja og öðrum þeim nöfnum sem flugu um hugann þegar mað- ur sá 900 milljónir renna í vasann á þeim sem áttu það ekki skilið. Að minnsta kosti fékk ég ekki krónu. Það var því sárt að lesa við- talið við Thor. Að átta sig á að sá sem ég hafði grýtt og gert hróp að var ekki hermangari eða skattundandráttarmað- ur, heldur þreyttur baráttu- maður kærleika og jafnaðar. Hann hafði barist hatrammri baráttu gegn helvítinu hon- um SÍS um að fá að halda 900 milljónunum inni í Samein- uðum verktökum. Hann vildi gefa þær fátækum. Ef þreytt- ur maður þyrfti að komast yf- ir fjall vildi Thor bora gat á fjallið. Ef fátækan mann van- hagaði um aur vildi Thor gefa honum hann. Og Thor miklaðist ekki af þessum góðverkum. Aætlun hans var að geyma sjóðina á sérstökum megrunarreikn- ingum í bönkum til að þeir rynnu hægt og hljóðalaust yf- ir á reikninga hinna fátæku. Er furða þó að ég og aðrir dauðlegir menn áttuðum okkur ekki á jafnútspekúler- aðri góðmennsku? Og við höfðum ekki aðeins misskilið Thor, heldur Sam- einaða alla. Þar innandyra tókust ekki á fégráðugir fé- sýslumenn heldur umbóta- sinnar og hægfara skynsem- isstefnumenn. Slíkar nafngift- ir tilheyra mannréttinda- hreyfingum frekar en gróða- fyrirtækjum og það hefðum við átt að skilja. Og ef ekki væri fyrir SIS hefði Thor Ó. Thors tekist að breyta Sameinuðum verktök- um í Sameinaða góðverka- taka. En þótt ég geti beðiö Thor og viðskiptafélaga hans af- sökunar nú, þá veit ég að inn- an tíðar mun ég aftur sökkva niður á hið dýrslega plan. Ég mun enn á ný slást í hóp þeirra sem hröktu frelsarann frá Nasaret. Eina von mín er að menn eins og Thor þreyt- ist ekki á að veita mér og öðr- um breyskum mönnum leið- sögn. ÁS Niðursuðuverksmiðjan á ísafirði tapaði rétt um 150 milljónum króna á árunum 1988 til 1990. Greiðslustöðv- un fyrirtækisins rennur út í byrjun næsta mánaðar. Verið er að leita eftir nauðarsamn- ingum. Eiríkur Böövarssort hefur verið framkvæmda- stjóri fyrirtækisins. Skuldir fyrirtækisins eru um 880 milljónir króna, átta sinnum hærri en eignirnar, sem eru metnar á 110 milljón- ir króna. Þá er tekið mið af því að þær seljist á góðu verði. Komi til nauðungar- sölu er veruleg hætta á að mun minna fáist fyrir þær. Leitað hefur verið til allra kröfuhafa um að falla frá miklum meirihluta krafna sinna. Islandsbanki einn á kröfu upp á 270 milljónir króna vegna afurðaíána. Bankastjórnin hefur þegar samþykkt að falla frá tals- verðum hluta sinna krafna. Hjá Niðursuðuverksmiðj- unni starfa um 60 manns. Sölustofnun lagmetis hefur verksmiðjuna nú á leigu, en Niðursuðuverksmiðjan er ein alstærsta rækjuverksmiðja landsins. Ef nauðarsamningar takast Jóhannes B. Skúlason, út- varpsstjóri Sólarinnar og fyrrverandi útvarpsstjóri Stjörnunnar, tók út vörur hjá Húsasmiðjunni þegar hann vann að undirbúningi fyrir Sólina. Þetta fullyrða starfs- menn Stjörnunnar. Þegar reikningarnir frá Húsasmiðjunni bárust til Stjörnunnar var málið kann- að. í Ijós kom að engin úttekt hafði farið fram fyrir hönd út- varpsstöðvarinnar. Við nán- ari eftirgrennslan kom í Ijós að efni til innréttinga og ann- ars á vegum Sólarinnar hafði verið skrifað hjá Stjörnunni. Forráðamenn íslenska út- varpsfélagsins hafa ekki kært er ætlunin að hefja viðræður við forráðamenn Rækju- stöðvarinnar á ísafirði og Bakka í Hnífsdal um hugsan- lega sameiningu fyrirtækj- anna. Marfang hf. í Reykjavík er tilbúið að greiða 45 millj- ónir króna í nýtt hlutafé í Nið- þetta framferði Jóhannesar, en málið er í skoðun þar á bæ. Reikningarnir voru upp á um 250 þúsund krónur. Jóhannes B. Skúlason, og þeir starfsmenn sem störfuðu með honum þegar hann rak Stjörnuna, hafa deilt hart og lengi. Starfsmennirnir saka Jóhannes um að hafa svikið sig um launagreiðslur. „Gísli Gíslason, lögfræðing- ur Jóhannesar, hélt fund með okkur starfsmönnum Stjörn- unnar vegna þeirra launa sem Jóhannes skuldar okk- ur," sagði einn starfsmanna Stjörnunnar. „Gísli lagði mik- ið kapp á að við stofnuðum ursuðuverksmiðjuna takist nauðarsamningar. Fjórða rækjuverksmiðjan á þessu svæði, ísver, er til gjaldþrota- skipta. Á ísafirði hefur verið unnin meiri rækja en á nokkrum öðrum stað á land- inu. Jóhannes B. Skúlason. Hann er sakaður um að hafa tekið vörur út hjá Húsasmiðjunni og látið skrifa þær hjá Stjörnunni. Vörurnar voru notaðar til að standsetja útvarpsstöð Jó- hannesar, Sólina. bankareikning svo hann gæti lagt launin okkar inn. Hann vildi helst af öllu að við hefð- um einn sameiginlegan reikning, frekar en við vær- um hvert með sinn reikning- inn. Við fórum að vilja hans og opnuðum reikning strax næsta dag. Gísli var látinn vita hvaða númer væri á reikningnum. Nú eru um tveir mánuðir frá því þetta var. Engar greiðslur hafa enn borist," sagði starfsmaðurinn. Fyrrum starfsfólk Jóhann- esar á Stjörnunni telur sig eiga um fimmtán hundruð þúsund krónur hjá honum í ógreiddum launum. Þau laun ætlaði Gísli Gíslason að greiða inn á bankareikning- inn. Milljónafélagið í Kvikmyndasjóði Ágúst skilaði styrknum Hrafn Gunnlaugsson og Valgeir Guðjónsson meðal þeirra sem hafa fengið styrki en ekki skilað neinum verkefnum Ágúst Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður skilaði Kvikmyndasjóði styrknum sem hann fékk til að gera kvikmyndina „Hamarinn og krossinn", þar sem ekki varð af framleiðslu hennar. Sömu sögu er að segja af Eyvindi Erlendssyni og Milljónafélag- inu. Hins vegar eru þess dæmi að kvikmyndagerðar- menn hafi fengið handrits-og undirbúningsstyrki án þess að Kvikmyndasjóður fengi nokkra vitneskju um til hvers þeir voru notaðir. Samkvæmt upplýsingum frá Kvikmyndasjóði munu þannig engar upplýsingar liggja fyrir um „Píslarsögu síra Jóns Magnússonar", en Hrafn Gunnlaugsson fékk 4,5 milljóna króna undirbúnings- styrk vegna hennar. Af öðr- um slíkum dæmum má nefna að ekkert handrit liggur fyrir frá Valgeiri Guðjónssyni, sem fékk handritsstyrk úr sjóðn- um upp á 150 þúsund krónur árið 1985. Þetta eru ekki einu dæmin um að styrkir sjóðsins hafí ekki skilað verkum eða upplýsingum um til hvers þeir voru notaðir. Ísíðustu PRESSU kom fram hvaða kvikmyndagerðar- menn hafa fengið mest úr Kvikmyndasjóði frá stofnun. Þar var Ágúst Guðmundsson í þriðja sæti með 54 milljónir í úthlutaða styrki. Ef endur- greiðslan hans er dregin frá fellur hann niður í það fimmta. Jóhannes B. Skúlason á Sólinni Sólin lét skrifa hjá Stjörnunni

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.