Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 38

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 38
EINKUNNA BÆKU RÁÐHERRA NNA¥ Þjóðin hefur ekki mikið álit á ráðherrunum sínum. Sam- kvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem Skáís gerði fyrir PRESSUNA um síðustu helgi fá sex þeirra fall- einkunn hjá þjóðinni. Aðeins fjórir ná prófi. Og enginn þeirra með bestu einkunn. Jóhanna Sigurðardóttir þykir hafa staðið sig langbest ráðherranna. Halldór Blön- dal og Sighvatur Björgvins- son fengu hins vegar verstu útreiðina. En lítum nánar í einkunna- bækur ráðherranna. í könnuninni voru þátttak- endur beðnir að gefa hverj- um ráðherra einkunn fyrir frammistöðu sína í embætti síðustu átta mánuðina — eða frá því ríkisstjórn Davíðs Oddssonar tók við 1. maí á fyrra ári. I úrtakinu voru 600 manns og náðist í 573. Þeir voru allir tilbúnir að gefa ráð- herrunum einkunn. Enginn neitaði að svara og enginn var í vafa um hvaða einkunn hver ráðherra ætti skilið. Það var eins og fólk hefði beðið eftir því að fá tækifæri til að setjast í sæti prófdómara og meta frammistöðu ráðherr- anna. HEILÖG JÓHANNA DÚX SIGURÐARDÓTTIR Ef meðaleinkunnir ráð- herranna eru skoðaðar sést að þær eru ekki háar, frá 3,9 og upp í 5,9. Enginn kemst nærri hæstu einkunn. Og að- eins fjórir ná upp á milli bekkja. Hinir sex yrðu að sitja eftir, að mati þátttak- enda í könnuninni. Hæstu meðaleinkunn fékk Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra. Hún dúx- aði með 5,9 í meðaleinkunn og var nokkru yfir næsta ráð- herra; Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra og fyrr- um formanni Sjálfstæðis- flokksins. Næstir komu tveir jafnir; Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra og Jón Sigurðs- son viðskipta- og iðnaðarráð- herra, með 5,1. Þeir rétt skriðu milli bekkja. Það voru því aðeins tveir ráðherrar úr hvorum flokki sem náðu. Allir hinir féllu. HALLDÓR OG SIGHVATUR FÚXUÐU Hæst var fallið hjá Halldóri Blöndal samgöngu- og land- búnaðarráðherra. Hann fékk aðeins 3,9 í einkunn. Með slíka einkunn er hæpið að það borgi sig fyrir Halldór að reyna aftur við bekkinn. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra ætti einnig að velta fyrir sér hvort það taki því að reyna aftur, en hann fékk 4,0 í einkunn, rétt aðeins örlitlu hærri einkunn en fúxinn Halldór. Þriðji lægstur varð Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra. Hann fékk 4,4 í meðaleinkunn. Rétt fyrir of- an hann var Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og formaður Alþýðu- flokks, með 4,5 í meðalein- kunn. Næstir fyrir ofan Jón Bald- vin voru þeir félagarnir Dav- tð Oddsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokks, og Eiður Guðnason umhverfisráðherra. Þeir fengu 4,8 í meðaleinkunn. Þeir féllu en það var naumt fall. Samanlögð meðaleinkunn ráðherrra Sjálfstæðisflokks- ins var 4,7. Ráðherrar Al- þýðuflokksins náðu örlitlu betri árangri eða 4,86 í með- aleinkunn. FLESTIR ROSALEGA ÁNÆGÐIR MEÐ JÓHÖNNU OG DAVÍÐ En kannski segir meðalein- kunnin ekki allt. Kannski hef- ur einhver ráðherranna náð góðum árangri með því að gera ekki neitt; þannig að fólki finnist hann hvorki eiga hrós né skammir skilið. Athugum hverjir fengu oft- ast hæstu einkunn frá próf- dómurunum. Jóhanna Sigurðardóttir dúxaði þar eins og í meðal- einkunnunum. 46 prósent þátttakenda gáfu henni sjö eða meira í einkunn. Þar af gáfu 15 prósent henni níu eða tíu. Næstur kemur Davíð Odds- son, sem þurfti eftir sem áður að þola fall vegna slæmrar meðaleinkunnar. Af próf- dómurunum gáfu 38 prósent honum hærri einkunn en sjö. 15 prósent gáfu Davíð níu eða tíu eða jafnstór hópur og veitti Jóhönnu allra hæstu einkunn. Davíð getur sjálf- sagt vel við unað. Það er sama hvernig niðurstöðum prófanna er snúið og velt;

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.