Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 20

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 Loftræstingin í Bessastaðastofu var bríhönnuð Sem kunnugt er fór kostn- aður við viðgerðir og endur- bætur á Bessastaðastofu langt fram úr áætlun. Hefur nú komið í ljós að kostnaður við hönnun og eftirlit með verkinu varð hvorki meira né minna en 24,5 prósent af framkvæmdakostnaðinum. Kostnaður við úttektir, hönn- un og eftirlit nam 65,2 millj- ónum króna, en heildar- kostnaður við endurbæturn- ar var 266,'6 milljónir. Þetta skýrist meðal annars af því að sífellt þurfti að hanna og teikna upp á nýtt stóra hluta af verkinu. Var til dæmis fyrirkomulag loft- ræstikerfa þríhannað og lagnir að aðaltöflu og stjórn- stöð þurfti að tvíhanna. Stjórnarfundur hjá Hafskip Síðasta stjórn í Hafskip kom saman í síðustu viku. Auk stjórnarmanna sat Björg- ólfur Gudmundsson, fyrrum forstjóri félagsins, fundinn. Af fimmtán manna stjórn mættu þrettán. Tveir voru erlendis. Fundarmenn fara leynt með hvað rætt var á fundin- um. Einn þeirra sagði þetta: „Það kom fram að menn eru haldnir sama krafti og áður fyrr og óvíst með öllu hvað gerist í framhaldinu." Brynjólfur með Veröld Brynjólfur Kjarlansson hæstaréttarlögmaður hefur verið skipaður bústjóri yfir þrotabúi Veraldar. Brynjólfur er að verða áberandi í hlut- verki bústjóra. Hann er einn þriggja bústjóra í þrotabúi Álafoss og þá er hann og bú- stjóri í þrotabúi Arnarflugs. Búið er að óska eftir að kröfum í þrotabúið verði lýst. Eignir Veraldar eru ekki miklar, aðallega lausafjár- munir, það eru skrifborð og stólar, og útistandandi kröfur. Sérfræðingarnir fá meir og meir Sérfræðingakostnaður rík- issjóðs eykst ár frá ári. Tölur liggja nú fyrir um slíka þjón- ustu árið 1989 og 1990. Kem- ur fram að sérfræðiþjónusta hjá A-hluta ríkissjóðs hefur vaxið um 16,6 prósent, sem er 2,8 prósentum umfram verðlag. Árið 1989 var kostnaður við sérfræðiþjónustu ríkisins 1.338 milljónir króna en 1990 var þessi kostnaður kominn upp í 1.607 milljónir. Endurskipulagning framundan hjá Baulu SAMKEPPNIN VIB MJOLKURRISANM AD SLIGA BAULIII Endurskipulagning er nú framundan hjá mjólkurfyrir- tækinu Baulu hf., sem eink- um framleiðir jógúrtvörur. Hefur fyrirtækið lagt beiðni inn til landbúnaðarráðuneyt- isins um að fá viðurkenningu sem afurðastöð. Er það gert í þeim tilgangi að fá aðgang að verðmiðlunarkerfi mjólkur- iðnaðarins. „Við erum ekki bráðfeigir vona ég. Þetta er spurning um það hvað maður á að reikna með að það taki lang- an tíma að breyta þessu kerfi. Við getum hvorki né viljum halda áfram til eilífðarnóns í þessum ójafna leik,“ sagði Þórdur Asgeirsson, forstjóri Baulu, þegar hann var spurð- ur um stöðu fyrirtækisins. Hann sagði að í þau fjögur ár, sem fyrirtækið hefur starfað, hefði verið rætt um að breyta verðmiðlunarkerfinu og helst afnema það. Á síðasta ári var hlutafé í Baulu aukið um 15 milljónir króna og þá komu meðal annars fyrirtæki eins og Hag- kaup, K. Albertsson hf. sem tengist Brauði hf., Venus í Hafnarfirði og verslunin Nóa- tún inn í fyrirtækið. Eftir því sem næst verður komist töldu forsvarsmenn þessara fyrirtækja ástæðu til að reyna að tryggja framtíð Baulu til að halda úti einhverri sam- keppni við mjólkurrisa land- búnaðarkerfisins, einkum Mjólkursamsöluna í Reykja- vík. Þegar þetta nýja hlutafé kom inn var staða Baulu orð- in tæp og hafði í tvígang orð- ið dráttur á greiðslum til Mjólkursamiags KÞ á Húsa- vík, þar sem vörur Baulu eru framleiddar. Samkvæmt heimildum PREiSSUNNAR er tæpast vilji fyrir því hjá þessum aðilum að verja meira fé til Baulu, en greiðslustaða fyrirtækisins er erfið. Þórður tók þó fram að engar vanskilaskuldir væru til staðar hjá fyrirtækinu. „Við stöndum frammi fyrir vali á því hvort við eigum að bíða eftir að kerfinu verði breytt eða fara inn í það og stofna eigin afurðastöðvar- kerfi," sagði Þórður. Rætt hef- ur verið um að Baula semji beint við bændur, sem gerir fyrirtækinu kleift að fá greitt úr sjóðum landbúnaðarins. Sagði Þórður að fyrirtækið greiddi nú þegar iðgjald til kerfisins án þess að fá neitt til baka. Hann teldi að Baula hefði nú greitt um 10 milljón- ir í þessa gjaldtöku, sem er auðvitað töluvert fyrir fyrir- tæki sem ekki hefur meira en 100 milljóna króna ársveltu. Þórður Ásgeirsson hjá Baulu: Vona að við séum ekki bráð- feigir. Dagsbrún Hefur haft soguritara á launum síðan 1946 Þorleifur Friðriksson, sagn- fræðingur Dagsbrúnar: Segir að nú sjái fyrir enda sagnarit- unar félagsins eftir tæplega 50 ára starf. Á vegum Verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar hefur um langt skeið verið unnið að rit- un sögu félagsins. Frá 1946 hafði Sverrir heitinn Krist- jánsson það verk með hönd- um en eftir andlát hans hefur Þorleifur Fridriksson sagn- fræðingur haft umsjón með verkinu. Tók Þorleifur til starfa 1984 en hefur reyndar tekið sér hlé vegna annarra skrifa í eitt til tvö ár á þessu tímabili. Ekkert hefur þó enn verið birt af sögu félagsins og hafa gagnrýnisraddir vegna þess vaknað innan félagsins. Þorleifur sagðist kannast við slíkar raddir en sagði að nú sæi fyrir enda verksins þannig að menn ættu að geta tekið gleði sína. Sagðist hann gera ráð fyrir að verkið færi frá sér til vinnslu með haust- inu, þótt enn væri ekki ákveðið hvernig útgáfu yrði háttað. Sagði Þorleifur að það væri að sinni beiðni sem ætl- unin væri að ljúka allri sagn- fræðilegri vinnu áður en út- gáfan hæfist. Gert er ráð fyrir að saga Dagsbrúnar komi út i nokkrum bindum. „Það er mikill metnaður fyrir því að skrifa sögu sem félaginu er sómi að, enda Dagsbrún flaggskip íslenskra verkalýðsfélaga. Það hefur hins vegar tafið fyrir að heim- ildir voru nánast hrópandi í fjarveru sinni og hefur þurft mikið starf til að tína þær saman," sagði Þorleifur. Hann nefndi sem dæmi um vandkvæði við heimildaöfl- un að gerðabók Dagsbrúnar fyrir tímabilið 1917 til 1926 hefði ekki fundist. Hefði síð- an verið brugðið á það ráð að ráða starfsmann í eitt ár til að flokka skjalasafn félagsins og nú væri það í góðu standi. Sem dæmi um heimilda- vandamál má nefna að engar upplýsingar hafa fundist um það við hvaða kjör fyrsti söguritarinn, Sverrir Krist- jánsson, bjó á meðan hann vann að sögu félagsins. D E B E T „Gísli er góður strákur og gott að leita til hans sem vinar. Hann er alltaf tilbúinn að hlusta á mann og aðstoða. Gísli sem yfirmaður er með mannlegu hliðina í lagi, hann gerir ráð fyrir mis- tökum og hefur mjög jákvætt viðhorf til fólks al- mennt,“ segir Margrét Hilmisdóttir, vinkona og fyrrum samstarfsmaður hjá Reykvískri tryggingu. „Gísli er stórskemmtilegur og já- kvæður og hann er opinn fyrir öllu. Hann hafn- ar engu sem vitleysu nema að vera búinn að skoða málið vandlega. Svo er honum mjög hlýtt til kvenna," segir Björn Halldórsson, eigandi Neptúnus, gamall skólafélagi og vinur. „Gísli er óvenjulega ástríkur faðir, vill alltaf vera að tala um börnin sín og reynir að sjá það jákvæða í fari þeirra. Hann er einn traustasti vinur sem ég á. Gísli tekur hlutina með fyrirvara. Þó svo að líf- ið hafi ekki endilega alltaf verið dans á rósum hjá honum þá vinnur hann mjög markvisst að hlutunum og lætur lífið ganga eins vel upp og hann getur," segir Jónína Benediktsdóttir, íþróttakennari og vinur. „Gísli er mjög kraft- mikill og fljótur að taka ákvarðanir. Hann æðr- ast aldrei þótt á móti blási og skapstilling hans er á stundum hreint ótrúleg. Gísli er mjög djarf- ur þegar hann hefur einu sinni tekið ákvörðun og fylgir henni eftir af miklum krafti. Það er mjög gott að vinna með honum," segir Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Al- þýðuflokks og fyrrum samstarfsmaður hjá Reykvískri tryggingu. K R E D I T „Gísli mætti vera raunsærri. Hann vill byggja húsið áður en grunnurinn hefur ver- ið tekinn,“ segir Margrét Hilmisdóttir. „Það fer ekki saman að vera góður bílstjóri og tala of mikið í síma á meðan á akstri stendur. Því er ekki hægt að segja að Gísli sé góður bíl- stjóri,“ segir Björn Halldórsson. „Gísli nöldrar yfir því að mega ekki reykja pípuna sína þegar hann heimsækir mig. Svo er það mjög mikill galli að hann hætti í almenni- legri leikfimi. Gísli er líka rosaleg pjattrófa. Mér, þriggja barna móður, finnst það alltaf svolítið erfitt þegar Gísli rennir í hlaðið á Range Rovernum sínum, íklæddur Boss- fötum. Þá er allt eins og andskotinn hjá mér þar sem ég stend berfætt í gallabuxum," segir Jónína Benediktsdóttir. „Hann var helst til harður fyrr á árum en hefur mildast mjög. Efnisleg gæði skiptu hann miklu máli áður en nú seinni árin er hann farinn að skilja að það eru ekki bara bein verðmæti sem skipta máli,“ segir Össur Skarphéðinsson. Gísli Lárusson forstjóri Gísli Lárusson er forstjóri Skandia ísland.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.