Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 22

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 621391, dreifing 621395 (601054), tæknideild 620055, slúðurlína 621373. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. Verð í lausasölu 190 kr. eintakið. Sljóleiki og leti V I K A N KJAFTASKOR VIKONNAR Það er hún Þórey Helgadótt- ir, bóndi á Tunguhálsi II í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði. í ræðu sinni á fundi um GATT í Miðgarði í Skagafirði sagði hún meðal annars um Jón Baldvin Hannibalsson: „Þvf- likur viðbjóður er það, sem nú hefur hellt sér hér yfir okk- ur. Hvað er þessi sullaveiki- bandormssjúki hrægammur að slefast hér norður í land til að Ijúga og smjaðra? Það er líklega ekki nóg að þetta kvik- indi sé alltaf argandi og garg- andi í tíma og ótíma i fjölmiðl- um. Einhver besta frétt sem komið hefur í útvarpinu var lesin í fréttatíma á miðnætti aðfaranótt gamlársdags. Það var búið að hóta þessum hræ- gammi lífláti. Loksins kom að því. Við skul- um átta okkur á því að þessi Jón Baldvin er ekkert nema útsendari Djöfuisins sem ætl- ar sér að drepa okkur íslend- inga og draga til Helvítis.“ HVER ER ÞESSI KONA? „Ég las smávegis yfir honum þarna. Ég tala nú yfirleitt tæpi- tungulaust. Og mér fannst hann alveg eiga þetta skilið,“ sagði Þórey í samtali við PRESSUNA. „Það má náttúrlega meta það hverju hefði mátt sleppa, og svona. En mér fannst hann bara alveg eiga þetta skiiið af okkur bændum. Hann hefur verið mjög ósvífinn í garð okk- ar alia sfna tfð, þessi maður.“ Sér hún eftir einhverju sem hún sagði? „Nei, ég sé ekkert eftir þvf, það er langt frá því. En ég veit að fólk er náttúrlega óskap- lega hissa á að það skuli ein- hver kerlingarræfill úti í sveit þora að láta svona út úr sér. Ég viðurkenni það að orð- bragðið var dálítíð svakalegt. En það hefur verið mitt að láta hart mæta hörðu, ég er ekki með neina linkind yfir- leitt. Mér finnst að þessi mað- ur þurfi að reka sig á.“ í PRESSUNNI í dag er fjallað enn frekar um Sam- einaða verktaka og greiðslur fyrirtækisins á óeðlileg- um gróða af verklegum framkvæmdum fyrir banda- ríska herinn til hluthafa sinna. í frétt blaðsins kemur fram hvað ríkisvernduð einokun íslenskra aðalverk- taka á þessum framkvæmdum skilaði óheyrilegum arði til eigenda fyrirtækisins. Sambærilegan gróða er ekki hægt að finna í íslensku viðskiptalífi, — nema þar sem ríkið hefur lagt sitt af mörkum til að búa til aðstæður fyrir hann. í raun er kannski bara til eitt sambærilegt tilfelli um slíkan ofsagróða í skjóli ríkisverndaðrar einokun- ar. Apótekarar hafa búið við slíkar aðstæður undan- farna áratugi. Með því að hefta samkeppni og tak- marka aðgang að auðlindinni hefur ríkið gefið þeim nánast frjálsan aðgang að buddu landsmanna. Munurinn á aðalverktökum og apótekurum er hins vegar sá að aðaiverktakarnir sóttu sitt fé í vasa bandaríska hersins. Fjárveitingavaldið í Bandaríkj- unum leit á óhóflegar greiðslur fyrir verktakastarf- semi sem gjald fyrir herstöðina, sambærilegt því sem bandaríski herinn hefur greitt í öðrum löndum, til dæmis á Filippseyjum. Munurinn á Filippseyjum og Islandi er sá að á íslandi voru greiðslurnar faldar og runnu að mestu í vasa einkaaðila í stað ríkissjóðs. Á Islandi var stunduð einkavædd aronska. Þrátt fyrir viss átök um veru hersins á Miðnesheiði var sátt innan stjórnmálaflokkanna um þessa tilhög- un. Fyrir utan muldur á hátíðarstundum hreyfði eng- inn þeirra neinum mótmælum við henni. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk sitt í gegnum þá flokksmenn sína sem voru eignaraðilar að Sameinuðum verktökum. Framsókn fékk sitt í gegnum Regin og Sambandið. A-flokkarnir virðast síðan hafa talið sig fá sitt í gegn- um eignarhlut ríkisins. Þeir virðast einnig hafa talið að þar sem félagar í verkalýðsfélögunum á Suður- nesjum fengu vinnu hafi allt verið í lagi. En þrátt fyrir sátt stjórnmálaflokkanna um þessa tilhögun er hún í hæsta máta óeðlileg og óásættan- leg. Það er ekki ásættanlegt að stjórnvöld skyldu ekki strax afnema einokun aðalverktaka, og þess fólkssem að þeim standa, á framkvæmdum fyrir her- inn. Það er ekki ásættanlegt að stjórnvöld skyldu ekki strax gefa út yfirlýsingu um að þau ætluðu í mál við eigendurna til að reyna að fá skattalegum hunda- kúnstum þeirra hnekkt. Það er ekki þolandi að stjórnvöld skuli sífellt yppa öxlum í málum sem þessu og segja að þetta hafi verið svona lengi. Það ber einfaldlega vott um sljóleika og leti, sem er óþolandi. HVERS VEGNA Má ekki gera gróða Sameinaðra verktaka og Regins upptækan? ATLI GÍSLASON LÖGFRÆÐINGUR SVARAR Þannig spyr Pressan. Lög- um samkvæmt verður gróð- inn ekki gerður upptækur í skilningi þess orðs. Það breyt- ir litlu þótt það sé haft á orði, að skýra megi dýrar fram- kvæmdir Islenskra aðalverk- taka sf. og Sameinaðra verk- taka hf. þannig fyrir banda- rískum þingnefndum, að með þeim sé einnig greitt leigugjald fyrir aðstöðu her- liðsins hér a' landi. Þótt ég sjái ekkert friðhelgt við her- mangsgróðann á ég ekki von á öðru en að dómstólar telji afleidd eignarréttindi vernd- uð af 67. gr. stjórnarskrárinn- ar. Hitt er svo annað mál, að til álita kemur að skattleggja gróðann, þessar 900 milljón- ir. Það gerist væntanlega að mestu leyti ef úrskurði ríkis- skattanefndar um heimild Sameinaðra verktaka til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa verður hnekkt. Við þessa út- gáfu skilst mér að miðað hafi verið við uppreiknaðan eign- arhluta Sameinaðra verktaka í íslenskum aðalverktökum eins og hann var árið 1978. Það telja ýmsir afar hæpið. Þá er hugsanlegt að byggja skattlagningu á ákvæði í skattalögum um óvenjuleg skipti í fjármálum sem er svo- hljóðandi: ,,Ef skattaðilar ^emja um skipti sín í fjármál- um á hátt sem er verulega frábrugðinn því sem almennt gerist í slíkum viðskiptum skulu verðmæti, sem án slíkra samninga hefðu runnið til annars skattaðilans en Frá aðalfundi Sameinaðra verktaka Þá er það almennt óeðlilegt að hlutafélög og hluthafar komist upp með ráðstafanir sem hafa þann tilgang einan að koma í veg fyrir skattlagningu. gera það ekki vegna samn- ingsins, teljast honum til tekna." Það má fullyrða að ráðstafanir Sameinaðra verk- taka hf. eru óvenjulegar. En hvað er óvenjulegt í þessum viðskiptum? Það er óvenju- legt að heimila útgáfu jöfnun- arhlutabréfa í hlutafélagi með hliðsjón af eign þess í sameignarfélagi sem er sjálf- stæður skattaðili. Það er ef til ''að 'tihítl vill venjulegt Míthafar ákveði á hluthafafundum að hlutabréf séu skráð á nafn- verði þannig að þeir greiði ekki eignarskatt af raunvirði þeirra um áratugaskeið. Þetta verður óvenjulegt þegar sömu hluthafar nota umdeil- anlega aðferð við útgáfu jöfn- unarhlutabréfa til þess eins að ekki verði lagður tekju- skattur á gróðann þegar greiða á hann út. Það er held- ur óvenjulegt og frábrugðið því sem ég þekki að jöfnunar- hlutabréf stoppi jafn stutt hjá hluthöfum og raun ber vitni, að þeim sé skipt svo snarlega út fyrir reiðufé. Vonandi tap- ar ríkissjóður ekki stimpil- gjaldinu af bréfunum í þessu bráðlæti. Þá er það almennt óeðlilegt að hlutafélag og hluthafar komist upp með ráðstafanir sem hafa þann til- gang einan að koma í veg fyr- ir skattlagningu, fyrst skatt- lagningu eignarskatts hjá hluthöfum en síðan tekju- skatts. Fróðir menn segja mér að málið sé í heild sinni veru- lega frábrugðið því sem al- mennt gerist í viðskiptum. Eitthvað hlýtur að vera til í því fyrst framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, Thor Ó. Thors, talar um harmleik, sem hann hafi nauðugur tek- ið þátt í. Dómstólar munu væntan- lega dæma um réttmæti nið- urstöðu ríkisskattanefndar um viðmiðun við útgáfu jöfn- unarhlutabréfa hjá Samein- uðum verktökum hf., en sá þáttur er aðeins einn af fleir- um í fléttunni. Hugsanleg skattlagning á greiðslum til hluthafanna er sjálfstætt mál og kemur samkvæmt skatta- lögum sem slíkt til skoðunar hjá skattstjórum við endur- skoðun skattframtala hlut- hafanna og álagningu árið 1993. Þá verður málið metið í heild sinni. Atli Gislason ÞA H6FIAR EKfÆRr t'rtc/vsm PRlALMAUÁíXAP é& Kfa í KASÍCA fcEST AO FAM Wfr ' BíNARs AfcflAfc

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.