Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 23

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 23 STJÓRNMÁL STJÓRNMÁL Ollu snúið á haus Mikið hefur verið rætt og ritað um fyrirhugað GATT-samkomulág að undanförnu, fæst af því af viti. Raunar hefur öllu verið snúið á haus í þessari umræðu. Andstæðingar samkomulagsins og málaliðar þeirra hafa beitt lúalegum áróðursbrögðum til að afla máli sínu stuðnings. Þeir hafa kosið að endur- taka lygina nógu oft í þeim ásetningi að gera hana að sannleika. Þeir hafa persónugert umræðuna með gífuryrt- um árásum á utanríkisráðherra. Og „Það er skömm að því að svo virðist sem meirihluti alþingis- manna gangi erinda fimm prósenta lands- manna en virði að vettugi hagsmuni níu- tíu og fimm prósenta þeir hafa beitt miskunnarlausum hræðsluáróðri nú þegar á móti blæs í efnahagsmálunum. GATT-samkomulagið snýst ekki um afkomu íslenskra bænda eða afdrif ís- lensks landbúnaðar. Það snýst um að neytendur hvar sem er eigi kost á góðri og ódýrri vöru. Til að svo geti orðið verða þeir að framleiða þessa vöru sem best eru til þess fallnir. Enginn íslendingur er svo skyni skroppinn að halda að skilyrði til landbúnaðar séu sérlega ákjósanleg á íslandi enda eru íslenskar landbúnað- arvörur hvorki ódýrar né sérstaklega góðar. Væri ekki fyrir það heljartak sem landbúnaðarmafían hefur á stjórnvöldum ætti almenningur á ís- landi kost á miklu betri og langtum ódýrari landbúnaðarvörum en nú er reyndin. Það eru kjör neytenda sem eiga að vera aðalatriðið í umræðunni en ekki kjör framleiðenda. Neytendurnir eru einfaldlega tuttugu sinnum fleiri en framleiðendurnir. Það er skömm að því að svo virðist sem meirihluti al- • þingismanna gangi erinda fimm pró- senta landsmanna en virði að vettugi hagsmuni níutíu og fimm prósenta. Verði GATT-samkomulagið að veru- leika eru nokkrar líkur á því að inn- flutningur hefjist með tímanum á sumum hefðbundnum búvörum og að sama skapi dragi úr innlendri bú- vöruframleiðslu. Þetta verður því miður ekki á næsta ári og ekki heldur því þar næsta heldur hugsanlega þeg- ar dregur að aldamótum. GATT-sam- komulagið gengur nefnilega alltof skammt og það gefur of mörg færi á að fara í kringum þær skuldbindingar sem í því eru. Allar líkur eru því á að landbúnað- urinn haldi áfram að sliga íslenskt samfélag um fyrirsjáanlega framtíð nema gagnger stefnubreyting verði hjá stjórnvöldum. Það gerist hins veg- ar ekki af sjálfu sér. Fyrst þarf róttæk- ar breytingar á kosningafyrirkomu- lagi sem tryggi að hagsmunir meiri- hluta alþingis fari saman við hags- muni meirihluta þjóðarinnar. Þá þarf einnig að gera dágóðan skurk í stjórn- kerfinu. Þegar Jón Baldvin taldi upp þá aðila sem stæðu að skipulögðum undirróðri gegn sér skildi hann einn undan — landbúnaðarráðuneytið. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA í Genf. Gegn röngu ámæli Fyrir skömmu hófst „fréttaskýr- ing" í 19:19 í Stöð 2 á þessari spurn- ingu: Er það virkilega að verða svo að sósíalisminn eigi sitt síðasta at- hvarf í íslenska Sjálfstæðisflokkn- um? Var spurningin tilvitnun í for- ystugrein í DV eftir Ellert B. Schram, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðis- flokksins. Tilefni hennar var, að þingflokkur sjálfstæðismanna ritaði svarbréf til viðskipta- og iðnaðar- ráðuneytisins og óskaði eftir við- ræðum við Alþýðuflokkinn um lagafrumvarp vegna frjálsrar verð- lagningar á olíu og bensíni. Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálf- stæðismanna, gerði í Morgunblaðs- grein skil á þessari afstöðu þing- flokksins, eftir að hún hafði verið sett í skuggalegt ljós í forystugrein- um þriggja dagblaða, DV, Morg- unblaðsins og Alþýðublaðsins. Allir sem lásu grein þingflokksformanns- ins gátu gert sér grein fyrir því, að ástæðulaust væri að saka þingmenn Sjálfstæðisflokksins um sósíaiisma í þessu máli. í tæpar átta mínútur velti Kristján Már Unnarsson, fréttamaður á Stöð 2, því hins vegar fyrir sér í 19:19, hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks- „...velti Kristján Már Unnarsson, fréttamað- ur á Stöð-2, því hins vegar fyrir sér í 19:19, hvort þingmenn Sjálf- stœðisflokksins vœru ekki þrátt fyrir allt eins konar felu-sósíal- istar. “ ins væru ekki þrátt fyrir allt eins konar felu-sósíalistar. Sagði hann, að á Alþingi hefðu menn séð annað en að Sjálfstæðisflokkurinn væri boðberi frelsis í viðskiptum. Frétta- maðurinn sló fram þessari fullyrð- ingu: „Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins töluðu hvað harðast gegn GATT- samningunum, sem einmitt fjalla um aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur ...“ Þessi full- yrðing stenst alls ekki frekar en hin um andstöðu þingflokksins við frjálst olíu- og bensínverð. Hinn 7. janúar fóru fram miklar umræður utan dagskrár á Alþingi um GATT. Þar töluðu fimm þing- menn Sjálfstæðisflokksins fyrir utan Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra. Vildu þeir allir aðild íslands að GATT, en töldu sjálfsagt að ítreka og gæta íslenskra hagsmuna í við- ræðunum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður á Vestfjörðum, sagði meðal annars að við ættum að taka þátt í GATT-viðræðunum með opn- um huga, djarfir og óhræddir, en við ættum auðvitað að halda fram sér- stöðu okkar. Árni M. Mathiesen, þingmaður á Reykjanesi, sagði að við ættum að líta samstarfið innan GATT jákvæðum augum vegna mik- ilvægis þess fyrir okkur og láta það móta afstöðuna í landbúnaðarmál- unum. Tómas Ingi Olrich, þingmað- ur á Norðurlandi eystra, sagði að meginsjónarmið okkar í viðræðum um GATT og ekki síst um þátt land- búnaðarins ætti að vera að vinna að aukinni fríverslun í heiminum. Kynnti Davíð Oddsson forsætisráð- herra stefnu ríkisstjórnarinnar síð- an hinn 10. janúaráþingi ogvarein- hugur um hana í þingflokki sjálf- stæðismanna. Þarer ekki lagst gegn þátttöku GATT. Einhverjir kunna að ætla, að fyrr- nefnd „fréttaskýring" á Stöð 2 hafi verið flutt áður en Geir H. Haarde birti grein sína um viðhorf þing- flokks sjálfstæðismanna til frjáls- ræðis í olíuviðskiptum eða Davíð Oddsson kynnti stefnu ríkisstjórnar- innar og stjórnarflokkanna í GATT- málinu. Svo er alls ekki, því að „fréttaskýringin" birtist ekki í 19:19 fyrr en 21. janúar. Margt í íslenskri fjölmiðlun er að- finnsluvert. Þeir eru til dæmis ófáir, sem hafa verið úthrópaðir á röngum forsendum í PREISSUNNI eða for- vera hennar. Fjölmiðlar sjálfir ráða mestu um traust, sem er borið til þeirra. Hið sama gildir um þing- flokka. í stjórnmálum mega menn vænta árása úr öllum áttum. Stjórn- málamenn eru vinsæll skotspónn. Það er hins vegar með öllu ástæðu- laust fyrir þá frekar en aðra að sitja þegjandi undir röngum áburði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokks. FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlar eru ekki dómstólar Alltaf annað slagið heyrir maður mismunandi útgáfur af þeirri hug- mynd að fjölmiðlar séu einskonar dómstóll. Áð það jafngildi refsingu ef fjölmiðill fjallar um misgjörðir einhvers manns. Þeirri sérkenniiegu delluhug- mynd hefur líka verið haldið á loft að það ætti að birta myndir af af- brotamönnum í fjölmiðlum, — og þá liklega samkvæmt úrskurði dóm- ara. Mest hefur verið rætt um kyn- ferðisafbrotamenn í þessu sam- hengi. Til að tryggja framkvæmdina yrði ríkið liklega að kaupa sér dag- blað, því það hefur ekkert með að gera hvað birtist í blöðum í einka- eign. Nema það væri metið nógu réttlátt að Ríkissjónvarpið birti myndir af þessum mönnum á skján- um. Þessar vangaveltur um fjölmiðla sem einhvers konar hluta refsikerf- isins hafa meira að segja náð inn í raðir blaðamanna. Sumir þeirra hafa gælt við hugmyndir um að búa til einhvers konar refsistiga. Fyrir eitt afbrot fær hinn seki nafnið sitt birt og fyrir næsta afbrot nafn og mynd. I framhaldinu fara menn sjálfsagt að velta fyrir sér í hvaða til- fellum eigi að nota tveggja dálka mynd og hvenær þriggja dálka mynd. Forsíðumyndin væri síðan notuð þegar um landráð eða fjölda- morð væri að ræða. Ég lít ekki á PRESSUNA sem dóm- stól. Blaðamenn PREISSUNNAR sitja ekki við tölvurnar og deila út refs- ingum. Þegar þeirsegja hvað maður heitir þá þýðir það ekki að þeir telji hann glæpamann. Við erum ein- faldlega að nefna mann til sögunn- ar. Sama er að segja um myndbirt- ingar. Myndirnar eru ekki refsingar heldur myndir af persónum fréttar- innar. Þar sem nafnbirtingar í blöðum eru eilífðarumræðuefni vil ég segja frá vinnureglu PRESSUNNAR. Hún er sú að við birtum öll nöfn og myndir nema sérstakar aðstæður réttlæti að sleppa því. Mér hefur sýnst að flestir aðrir noti þá vinnu- regluna að birta engin nöfn nema sérstakar aðstæður réttlæti það. Maður þarf ekki að skoða nema eins til tveggja áratuga gömul blöð til að sjá að þessi vinnuregla ann- arra fjölmiðla er tiltölulega ný upp- finning. Hún hefur getið af sér alls- kyns skringilegheit, eins og um árið þegar fyrrverandi blaðamaður með lögfræðimenntun var tekinn fyrir að smygla hassolíu til landsins. Þá var sagt í fréttum að lögfræðingur á fimmtugsaldri hefði verið handtek- inn. Um það leyti sem fréttin kom út fylltist miðbærinn af lögfræðingum á fimmtugsaldri sem vildu endilega sýna sig meðal fólks til að sanna að þeir sætu ekki í gæsluvarðhaldi. Gunnar Smári Egilsson „Þjóð, sem rökrœðir með frásögnum af skœldum hrútum, er hún nefnir í höfuð fólks, sem henni er illa við, hefur nákvœmlega það Alþingi sem hún Jónas Kristjánsson ritstjórl. Þá má broyta hanni i vetnisverksmifiju „Þessi samningur þýðir að verksmiðjan er kolsprungin áður en hún fer af stað.“ Þórhallur Gunnlaugsson vatnsberí. Draumastarfifi „Ég elska það líka hvað eftir mér er tekið.“ Claudla Schlffer fyrlrsœta. Svart réttlati „Þessi gerð hafði ekkert með litarhátt viðkomandi að gera, heldur hóp manna sem áttu að fá sína lexíu.“ Gyða Slgtúadótllr Duus-húsalgandl. Þýðir þafi grátt gaman? „Þetta er gamanmynd með alvarlegri tónlist.“ Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri. Sufiur-Ameríka í hnotskurn „Af þessum heimshluta heyrast fáar fréttir á Islandi, enda lífið þar að mestu ljúft og of friðsamlegt til að teljast fréttnæmt, ef frá eru taldar róstur í Perú og eiturlyfjaframleiðsla í Kólumbíu." Ingólfur Guðbrandsson ferðaguð. Klámrýnir framtifiarinnar „Er sjónvarpið að verða svallgímald þar sem ofbeldi og klám flýtur yfir bakka og æ erfiðara verður að halda slíku efni frá ungviðinu?“ Ólafur M. Jóhannesson fjölmlðlarýnlr. Nægjusemi „Ég vil ekki meira, takk.“ Thor Ó. Thors aðalverktaki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.