Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 36

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 Einar Már Guðmundsson rithöfundur. „ Verði Ijós og það varð Ijós." Margrét Sigurðardóttir söngkona. „Þegar ég heyri orðið Ijós deltur mér í hug gleði. Ég lít á þetta óhlutbundið og hugsa um Ijósið í sálinni, birtu. “ Björgvin Gíslason tónlistarmaður. „Ljós? Mér koma fyrst I hug trúarbrögð sem ég held að séu iðkuð á Ha- waii. Þú átt að loka aug- unum og ímynda þér að þú sjáir rosalega skœrt Ijós og þetta Ijðs á að vemda fjölskyldu þína fyrir öllu illu. “ Sigurður Flosason tónlistarmaður. „Pera, það erþað fyrsta sem kemur upp í hug- ann. “ Andrea Gylfadóttir söngkona. „Mér kemur í hug eitt- hvað fallegt og gott. Ég tengi Ijðsið við góðar til- finningar, en þetta orð hefur margrœða merk- ingu. “ Þorlákur (Tolli) Kristinsson myndlistarmaður. „Fœðing. Þetta tengist sköpuninni, það er ekk- ert líf án Ijóss. “ Margrét Lóa Jónsdóttir skáldkona. „Ljós? Ég sé bara fyrir mér orðið Ijðs. “ Finnur Torfi Stefánsson tónskáld. „Myrkur. Það er hœgt að láta sér detta margt ann- að í hug en mér finnst þetta vera það öflug- asta. “ Því miður er ekki hægt að kaupa sér kynþokka fyrir penínga en maður kemst hins vegar langleiðina ef mað- ur á nóg af þeim. Og þannig er það með margt annað sem hugurinn girnist. Úrvalið eykst sífellt ef nægir peningar eru til að greiða fyrir það. Þó mun sitthvað vera eftir sem ekki er falt. Það er sérstaklega rvotalegt að ylja sér við það í kreppunni að það sé til eitthvað sem ekki er hægt að kaupa þótt maður ætti alla peninga í heimi. Jafnvel þótt maður ætti alla peninga Sameinaðra verktaka gæti mað- ur ekki keypt það. C/l HVAÐ ER HÆGT OG HVAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KAUPA FYRIR PENINGA? Þú getur keypt stór brjóst en ekki langa leggi Það er reyndar hægt að kaupa lengingu á leggjum; bæði í Rússlandi og hér heima. Það er hins vegar enn bið í að sú aðgerð tryggi að leggirnir verði langir og fagrir þótt þeir verði kannski lengri. Þú getur keypt þér heilan her af einkabílstjórum en ekki ökuskírteini Þetta er reyndar ekki held- ur alveg algilt. Það mun vera hægt að tryggja það með peningum að maður missi ekki ökuskírteinið. Þú getur keypt þér óperu- höll en ekki tóneyra Þetta er hins vegar alveg gulltryggt. Það hefur engum einu sinni dottið í hug að reyna að græða tóneyra í fólk. Ef af því verður leggj- um við til að Árni Johnsen verði fyrstur undir hnífinn. Þú getur keypt þér met- ord en ekki gott uppeldi Það er rétt. En þótt ekki sé hægt að kaupa gott uppeldi eftir á er hægt að eyða ótrúlegum peningum í að reyna að hylma yfir það. Og það getur borið árangur. En reglulega brestur hjúpurinn og hið upprunalega brýst fram. Þú getur keypt þér fegurð en ekki géfur Þó er hægt að beita svipuð- um brögðum og við að fela slæmt uppeldi. Það mun vera heil iðngrein að fela takmark- aðar gáfur fólks. Bandaríkja- forsetar undanfarinna ára- tuga eru dæmi um það. Það virðist þó enn langt í að tak- ist að auka gáfur þeirra. Þú getur keypt þér grennra mitti en ekki hærri vöxt Kannski ekki alveg rétt. Það mun þó kosta mun meira af þjáningu en peningum að leygja á vextinum. Þú getur keypt þér óað- finnanlegt nefen ekki óað- finnanlegt yfirbragð Þetta er hins vegar alveg skothelt. Það má sjá á meist- araverkum plastik-skurð- læknanna. Því fullkomnara sem nefið er því hjárænulegri verður heildarsvipurinn. Það er eins og viðfangsefnin séu alltaf hálfhissa. Það kann þó að vera raunin. Flest fólk verður hissa á að hitta fyrir nýja manneskju í speglinum. Þú getur keypt þér hjá- konu en ekki ást Þetta mun vera margreynt. Það skiptir engu hvort konan er keypt með einni stað- greiðslu, reglulegum greiðsl- um eða óreglulegum afborg- unum. Það tryggir ekki ást. Þú getur keypt þér grönn læri en ekki fallega ökkla Þetta er hins vegar tíma- spursmál. Þegar búið er að grenna öll læri í heiminum kemur röðin að ökklunum. Þú getur keypt þér dýr málverk en ekki góðan smekk Það er hins vegar hægt að nota dýr málverk til að fela slæman smekk. Þú getur keypt þér börn en ekki lánsemi Það er meira að segja hægt að kaupa sín eigin börn. Bæði greiða fyrir getnað þeirra og eins er hægt að kaupa sín eig- in börn til að gera allan and- skótann. Maður þarf bara að greiða sífellt hærri upphæðir. Ekkert af þessu tryggir beint lánsemi, þótt það standi held- ur ekki í vegi fyrir henni. Þú getur keypt þér fulla fataskápa affögrum fötum en ekki stil En ef þú hefur ekki stílinn skaltu endilega fá þér fata- skápana. Þeir skemma að minnsta kosti ekki fyrir. Þú getur keypt þér veg- semdir og titla en ekki ætt Og það er eins með foreldr- ana og ættina. Það er ekki hægt að kaupa þá, öfugt við börnin. En það er hins vegar miklu auðveldara að skila foreldrunum. Það er ekki hægt að gera við börnin. Þú getur keypt þér glimm- er og gimsteina en ekki persónutöfra Öfugt við margt af því sem hefur verið sagt hér að ofan bæta gimsteinarnir ekki upp skort á persónutöfrum. Þeir geta þvert á móti dregið fram sorglega vöntun þeirra. Þú getur keypt þér tæki- færi en ekki hæfileika Það sannaðist á Sigurlaugu Rósinkranz og Piu Zadora. Þú getur keypt þér full- komnar tennur en ekki full- komið bros Og það skiptir ekki máli þótt þú setjir í þær gull og jafnvel gimsteina. Brosið getur batn- að, en ef það var slæmt fyrir þá verður það aldrei gott. Þú getur keypt þér at- kvæði en ekki stjórnvisku Atkvæðakaupin geta hins vegar borið þig það langt að þú hafir ekkert við stjórnvisk- una að gera. Þú getur keypt þér vini en ekki vitsmuni Þetta er hinn raunverulegi boðskapur ævintýris H.C. Andersen. Dátinn átti nóg af aurum til að búa sér til vini en hann skorti hins^vegar vits- muni til að halda í hvora tveggju. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.