Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 44

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 LÍFIÐ EFTIR VINNU O Leoncie gerir garðinn frægan „Geirvörturnar á mér verða alltaf grjótharðar í kulda, finndu bara," segir ind- vetska prinsessan Leoncie Martin í miklu viðtali sem birtist nýskeð í Extrabladet, víðlesnasta dagblaði Dan- merkur. Af viðtalinu má ljóst vera að Leoncie hefur vakið talsverða athygli meðal frænda vorra Dana. Eins og flestir vita hefur Le- pncie um árabil verið búsett á íslandi; hér hefur hún létt fólki lífið með söng, nektar- dansi og reyndar elda- mennsku líka. Stundum hef- ur hún meira að segja sam- einað þetta þrennt á einni og sömu skemmtuninni. í viðtalinu segir Leoncie að UppÁlnAlds fr 0 ju’ VINIO Magnús Einarsson dagskrárgeröarmaöur „Mitt uppúhaldsuíri er ítalska raudvínid Brunello de Montalcino, en það er framleitl í héraðinu Toscana. Þetta er eitt frœgasta og um leið dýrasta ítalska rauðvín- ið. Sem dœmi má nefna að Frank Sinatra drekkur helst ekki annað vín." Félag nýrra íslendinga Sólveig hangir út um allan bæ Það er erfitt að vera íslend- ingur, en hlýtur þá ekki að vera miklu erfiðara að vera nýr Islendingur — kannski á miðjum aldri? Tæplega hundrað nýir ís- lendingar, fólk sem er ættað úr öllum heimshornum og hefur að undanförnu tengst stofnun samtakanna „Félags nýrra íslendinga", hljóta að svara þessari spurningu ját- andi. Hinir nýju íslendingar ætla að koma saman á Púlsinum á föstudagskvöldið og ræða málin yfir kaffibolla, ölglasi og matarbita, en formlega hefur félagið þó enn ekki ver- hún kasti klæðum í þeim til- gangi einum að safna pening- um til að taka upp lög á hljómplötur. Þó segist hún alls ekki skammast sín fyrir að kasta klæðum, enda sé lík- ami hennar með afbrigðum fallegur. Hún segir að á síð- asta ári hafi hún átt níu lög á svokölluðum „demo“-vin- sældalista í Bretlandi. Nú sé hún nýkomin frá Prag þar sem hún hafi einmitt dvalið í hljóðveri og tekið upp lög á nýja plötu. Hún segist fullviss um að útgáfa sín á Santana-laginu „Black Magic Woman" muni hljóta miklar vinsældir, enda sé hún sjálf svört töfrakona. Blaðamaður Extrabladet spyr Leoncie hvort hún geti hugsað sér að koma nakin fram í Danmörku? Leoncie svarar að það muni hún aðeins gera fyrir mikið fé, ekki minna en 50 þúsund krónur íslenskar. ið stofnað. Að sögn Tonys Martino, eins forsvarsmanna félagsins, er ætlunin ekki sú að stofna þrýstihóp eða samtök sem hafi uppi háværa kröfugerð. Tilgangurinn sé fyrst og fremst sá að hjálpa útlending- um sem setjast að hér á landi að aðlagast samfélaginu, hjálpa þeim að læra málið, veita upplýsingar um grund- vallaratriði eins ogréttarkerf- ið, skattheimtu og stjórn- sýslu, hjálpa fólki að komast yfir „menningarsjokk" — semsagt að gera samfélagið skiljanlegra og aðgengilegra. Tony, sem er Bandarikja- „Mér finnst þetta ekkert óskaplega þægilegt," segir Sólveig Arnarsdóttir, en flennistór plaköt með mynd af henni hanga nú út um borg og bý. Það á sér þá skýringu að Sólveig leikur titilhlut- verkið í kvikmyndinni „In- guló“ eftir Ásdísi Thorodd- maður, hefur búið á íslandi samanlagt í ein tíu ár. Hann kom hingað fyrst á sjöunda áratugnum. Tony fer ekki í grafgötur með að íslenska samfélagið hafi farið batn- andi síðan þá: „íslenskt sam- félag hefur margt að bjóða innflytjendum, en um leið auðga þeir samfélagið, enda vilja þeir flestallir verða nýtir og starfsamir borgarar. Þegar ég kom hingað voru svona þrjú veitingahús í bænum. Nú er engin leið að hafa tölu á því hvað þau eru mörg. Þar eiga innflytjendur ekki svo lítinn hlut að máli.“ sen, sem frumsýnd verður 8. febrúar. „Ingaló passar ekki inn í það samfélag sem hún lifir í, hún er óheppin og lendir í óþægilegum aðstæðum," seg- ir Sólveig. Hún segir að Inga- ló sé vissulega ekki grínmynd en þó ekki heldur háalvarlegt drama. Sólveig hefur ekki séð myndina og kemur ekki til með að sjá hana fyrr en á frumsýningu. Hún viður- kennir að auðvitað sé hún dauðstressuð en jafnframt kveðst hún hafa trú á mynd- inni. „Þetta er mjög óþægi- legt. Við tókum myndina upp í sumar og þegar maður er aðeins farinn að vinna sig út úr þessu, þá hellist þetta yfir mann aftur," segir Sólveig. Þessa dagana æfir Sólveig Sölku Völku með Herranótt, þar sem hún leikur Sölku. „Salka Valka er ekkert ólík Inguló. Þær koma báðar úr litlu þorpi, eru báðar sérstak- ar og skera sig úr. Ég er samt ekki að segja að þær séu al- veg eins, en það er eitthvað dálítið iíkt með þeirn," segir Sólveig að lokum. Ibsicuutui dUm&i SIGURÐUR SVERRISSON RITSTJÓRI PRESSAN fékk Sigurð til að stilla upp kvöldverðarboðinu þessa vikuna. Gestalistinn ber að sjálfsögðu keim af annáluð- um áhugamálum hans, en. hann mátti bjóða hverjum sem er. Gestir Sigurðar eru: John Cleese vegna þess að hann er óborganlegur húmoristi. Rowan Atkinson bara það að sjá hann kemur mér til að hlæja. Angus Young það er nauðsynlegt að hafa einn þungarokksgítarleikara með. Ozzy Osbourne til að kynnast borðsiðum hans, sem reyndar hafa batnað í seinni tíð. Graeme Souness til að ræða við hann um ástand og horfur hjá Liverpool. Kenny Dalglish til að skamma hann fyrir að bregðast á úrslitastund. Klm Basinger er með ein- hverjar þær kyssilegustu varir sem ég hef séð. Bjarni Haraldsson það er nauðsynlegt að hafa meistarakokk með. Kreppan leggst ekkiJtungt á mig persómdega. Eg finn engan mun. Ég á hins vegar helvíti bágt með að þola fólk kvarta uttdan henni. Ég sit við borð, horfi á mann sem hefur það um 450 prósentum betra en ég, hann er með fyrir þremur glösum í vasanum og hann segir: „Mikið djöfttll er ég blankur. Ég hef bara ekki séð það svartara." Sjálfur hefég ekki t mörg ár séð það eins bjart og þessi maður má þola. LEIKHÚS • Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. Krítík- kerar eru óvenju samhljóða í alls- herjar hrifningarvimu vegna þessar- ar fyrstu sýningar í smiðaverkstæði Þjóðleikhússins. Frekar en bókin er sýningin náttúrlega ekkert grin og þla&zti LOU REED MAGIC AND LOSS Viðfangsefnið er ekki það besta fyrir ís- lendinga eftir dóms- dagsboðskap stjórn- valda og valdníðslu þeirra, því hér er fjall- að um dauðann og söknuð og annað sem fylgir! Reed er auðvitað einn af rokkrisum seinni tíðar og þessi þlata enn ein stað- festingin á því. Kannski ekki eins góð og „New York“ en samt mjög góð. Fær 8 af 10. gaman, þetta er nöturleg saga um skuggalegar hliðar mannlífsins. Ólikt því sem yfirleitt gerist þegar leikrit eru unnin upp úr skáldsögum er þetta alvöru leikhús, ekki bara einhvers konar aukabúgrein. Fös. & lau. kl. 20.30. • Blóö hinnar sveltandi stéttar. Is- lendingar eru enn að reyna að fá botn i Sam Shepard, þann örlaga- töffara, sem að mörgu leyti er amer- ískastur allra ameriskra leikskálda. Nú er það Leikfélag Hafnarfjarðar sem glimir við Sám og verður áhugaleikurunum i Bæjarbíói nokk- uð vel ágengt. Fim., fös., sun. kl. 23.30. • Til heiðurs Blúsbræörum. Geng- ið sem sýndi „Rocky Horror" sið- asta vetur er við sama heygarðs- hornið og frumsýnir blúsbræðra- sýningu á Borginni um helgina. Myndin var fjörug og skemmtileg og ætli sýningin sé það ekki líka. Ef ekki, þá er barinn opinn. Fim. & lau. kl. 20.30. KLASSÍKIN • Guörún Birgisdóttir og Martial Nardeau eru hjón og flautuleikarar og sækja ísafjörð heim um helgina. Þar ætla þau að leika á blokkflautur og nútima þverflautur í sal Frímúr- ara. Annars eru (sfirðingar ekkert síður i sviðsljósinu þetta kvöld; að ógleymdum verkum eftir Mozart, Telemann og Debussy verður frum- flutt verkið Grænn snjór eftir heima- manninn og tónskáldið Jonas Tóm- asson. Og undirleikarinn er lika ís- firskur; það er hún Hólmfríður Sig- urðardóttir sem spilar á píanó. Fim. kl. 21.00. MYNDLIST • Þorvaldur Þorsteinsson. Klippi- myndir og sundurklipptar Ijós- myndir i Nýló. Nauðsynlegt fyrir þá sem vilja fylgjast með, en lika gott fyrir þá sem hafa gaman af að leysa gátur. Pælingarnar eru nostursam- legar, en það er f ráleitt augljóst hvað Þorvaldur er að fara. Hann er heldur ekki þekktur fyrir að fara troðnar slóðir. Þeir sem ekki fíla myndirnar LÁRÉTT: 1 fyrirgefning 6 stybban 11 hlust 12 bandhespa 13 snjöllu 15 ódáinsveig 17 afbrot 18 krapaelgur 20 óðagot 21 ágætur 23 tíu 24 hvæs 25 golþorskum 27 hvik 28 úthaldsbetri 29 ráf 32 ávítur 36 flatfiskur 37 þjóta 39 karlmannsnafn 40 gufu 41 legg 43 ótta 44 snyfsi 46 leiðslur 48 lesa 49 mikla 50 býður 51 ættsveitir. LÓÐRÉTT: 1 píslarsaga 2 rokgjörn 3 prjál 4 vota 5 skýli 6 átvagl 7 löngun 8 látbragð 9 fiskana 10 borðar 14 hysknu 16 karlmannsnafn 19 óþokki 22 trufla 24 trefill 26 vogarskálar 27 augnhár 29 svína- kjöts 30 þreytt 31 væskill 33 blautan 34 erfiða 35 hrellir 37 heldur 38 skilyröislaus 41 gras 42 maður 45 blaður 47 eira.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.