Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 18

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRBSSAN 30. JANÚAR 1992 ARNÓR Sigurjónsson hefur undan- farið haft afskipti af skemmtanabanni svartra bandarískra hermanna í Duus-húsi. Nú hefur eig- andi veitingastaðarins hins vegar upplýst að hún hafi bannað bæði Grænlend- inga og Dani án þess að nokkur hafi hreyft mót- mælum. Það er nefnilega þannig að stundum heyrast ekki mótmæli, eins og segja má um nýlistaand- spyrnuhreyfingu GUÐMUNDAR Guömundssonar, sem um langt skeið hefur barist gegn óþurftarmönnum í myndlist eins og Sigurdi Guömundssyni, Yoko Ono og Crislo. Hann veit allt um Kjarvalsstaðafælnina og er ekki spar á upplýsingar um hana. Auk þess gefur Guð- mundur allskyns fræðing- um langt nef eins og GUÐBERGUR Bergsson sem fékk bók- menntaverðlaun Vigdísar þrátt fyrir að hann segði að það væri líklega það versta sem hægt væri að gera listamönnum að veita þeim verðlaun. En þó að enginn skilji almennilega hvað Guðbergur er að fara, frek- ar en fyrri daginn, þá finnst öllum sjálfsagt að heiðra Guðberg þótt ekki væri nema til að stríða honum. Svo fékk hann að halda ræðu þar sem hann sagði að liklega vildu flestir viðstaddra snúa svan hans úr hálsliðnum og allir hlógu. En enginn er spá- maður í sínu föðurlandi, það veit HANS Gudmundsson handknatt- leiksstjarna sem hlýtur ekki náð fyrir augum landsliðs- þjálfarans Þorbergs Aöal- sleinssonar þrátt fyrir að vera markakóngur ár eftir ár. Þetta er reyndar ekki nýtt í iþróttasögunni því markakóngar knattspyrn- unnar, Gudmundur Steins- son og Hördur Magnússon, þekkja þetta mætavel. Sömuleiðis Ingi Björn Al- bertsson, Sigurjón Krisljáns- son, Heimir Karlsson og Sigurlás Þorleifsson. Já, það er engin trygging fyrir landsliðssæti að skora mik- ið. Werner Rasmusson í Ingólfsapóteki GREIDDIAFSLÁTT ÞEGAR HANN FÉKK REIKNINGA ÓTENGDA VHISKIPTUNUM Jón Grétar Ingvarsson, sem var yfirlyfjafræðingur á Landa- kotsspítala, hefur verið ákærður fyrir ólöglega lyfsölu. Hann átti viðskipti við tvö apótek, í fyrstu við Vestur- bæjarapótek og síðar Ingólfsapótek. Hann naut afslátt ar hjá báðum apótekunum. Ingólfsapótek greiddi honum afsláttinn þegar hann gat látið af hendi reikninga, sem í raun eru með öllu óskyldir Ingólfsapóteki. Werner Rasmusson stefndi PRESSUNNI vegna fréttaskrifa um viðskipti Ingólfsapóteks og Jóns Grétars Ingvarssonar. Werner Rasmusson. Hann veitti Jóni Grétari Ingvarssyni afslátt vegna mikilla lyfjakaupa. Afslátturinn var ekki veittur fyrr en Jón Grétar gat lagt fram reikninga, sem voru fyrir allt önnur viðskipti. Petta eru reikningarnir sem Jón Grétar Ingvarsson lét Ing- ólfsapótek hafa þegar hann tók við afsláttargreiðslunum fyr- ir hin miklu lyfjakaup. lngólfsapótek, apótek Werners Rasmussonar, og Jón Grétar Einarsson, sem var yfirlyfjafræðingur á Landakotsspítala, áttu tals- verð viðskipti sín á milli. Jón Grétar keypti lyf af Ingólfs- apóteki fyrir nærri 4,5 millj- ónir króna á rúmu ári. Þessi lyf voru að hluta notuð til áfyllingar í lyfjabúri spítal- ans. Það var gert vegna þess að Jón Grétar hafði selt lyf úr búrinu með ólöglegum hætti. Hann hefur verið ákærður fyrir. Werner og Jón Grétar gerðu með sér samkomulag. I því fólst að Jón Grétar naut afsláttar vegna magnkaupa. Afslátturinn var ekki greidd- ur fyrr en Jón Grétar gat komið með reikninga á móti. Jón gat útvegað tvo reikn- inga, báða frá fyrirtækinu Galdrastáli, og lét Werner hafa. Reikningarnir voru samtals upp á rúmar 230 þús- und krónur. Það er nákvæm- lega sama fjárhæð og afslátt- urinn til Jóns Grétars. Eins og PRESSAN hefur áð- ur greint frá stefndi Werner Rasmusson PRESSUNNl vegna fyrri skrifa blaðsins um viðskipti Jóns Grétars Ingvarssonar og Ingólfsapó- teks. Búið var að flytja málið í bæjarþinginu. Dómari var Garðar Gíslason. Hann náði ekki að dæma í því áður en hann lét af störfum og tók við embætti hæstaréttardómara. Georg Lárusson borgardóm- ari hefur málið nú til með- ferðar. Hann hefur ákveðið að fresta frekari meðferð þar til dómur í máli ákæruvalds- ins gegn Jóni Grétari liggur fyrir. Það er gert að kröfu verjenda PRESSUNNAR. GALDRASTÁL OG GREIÐSLURNAR Við meðferð málsins í bæj- arþingi Reykjavíkur kom í Ijós að Jón Grétar Ingvarsson og Werner Rasmusson höfðu gert með sér munnlegan við- skiptasamning. Meginefni hans hefur áður verið skýrt í PRESSUNNI. Jón Grétar varð að ná samkomulagi við eitt- hvert apótek til að geta hald- ið ólöglegri lyfsölu áfram, það er úr lyfjabúri Landa- kotsspítala. Að hluta til lét hann lyf aftur í lyfjabúrið í stað þeirra sem hann seldi með ólöglegum hætti. í fyrstu keypti hann lyfin í Vesturbæjarapóteki en eftir að nýr apótekari tók við apó- tekinu var þeim viðskiptum hætt. Það var þá sem Jón Grétar gerði samninginn við Werner og eftir það beindi Jón Grétar viðskiptum sínum að apóteki Werners, Ingólfs- apóteki. Eins og áður sagði er um tvo reikninga að ræða. Annar erað fjárhæð krónur 112 þús- und krónur, útgefinn í júní 1989. í sama mánuði fékk Jón Grétar greiddan afslátt frá Ingólfsapóteki upp á ná- kvæmlega sömu fjárhæð. Hinn reikningurinn er upp á 122.944 krónur, útgefinn í apríl 1990. í sama mánuði fékk Jón Grétar greiddar 122.944 krónur frá Ingólfs- apóteki. WERNER JÁTAÐI Werner Rasmusson játaði í bæjarþingi Reykjavíkur að hafa tekið við reikningunum frá Jóni Grétari og látið hann hafa jafnháar ávísanir í stað- inn. Reikningarnir voru frá fyrirtæki sem heitir Galdra- stál. Það fyrirtæki hafði unn- ið ákveðin verk fyrir Jón Grétar. Hann staðgreiddi og lét stíla reikningana á Ingólfs- apótek, þrátt fyrir að apótek- inu kæmi sú vinna, sem Galdrastál innti af hendi, ekki við á nokkurn hátt. Jón Grétar fór síðan með þessa reikninga í Ingólfsapó- tek þar sem tekið var við þeim sem hverri annarri greiðslu. Á móti greiddi apó- tekið Jóni Grétari með ávís- unum. Reikningarnir voru síðan settir í bókhald apó- teksins, rétt eins og hver önn- ur verkkaup fyrirtækisins. Reikningar þessir komu því til frádráttar skattstofni Ing- ólfsapóteks. Með þessum hætti nýttust þeir apótekinu betur en venjuleg greiðsla, þeir lækkuðu skattaálögur á Ingólfsapótek. Jón Grétar keypti lyf fyrir 6,7 milljónir króna hjá Vest- urbæjarapóteki og fyrir 7,3 milljónir hjá Ingólfsapóteki. ÁKÆRAN Ákæran á hendur Jóni Grétari Ingvarssyni er alls í sex liðum. I fyrsta kafla henn- ar er hann ákærður fyrir fjár- drátt og brot á lögum um lyfjadreifingu. í öðrum kafla er hann ákærður fyrir fjár- drátt og fjársvik, í þriðja kafla fyrir fjárdrátt, og í fjórða kafla fyrir skjalafals. í fimmta kafla er getið um refsiákvæði og í sjötta kafla eru dómkröf- ur. Þær eru að Jón Grétar verði dæmdur til refsingar og sakarkostnaðar og skaðabóta og að hann verði sviptur starfsleyfi lyfjafræðings. Þegar ákæran er lesin kem- ur glöggt fram að Jón Grétar átti mikil viðskipti við lyfja- fyrirtækið Medico hf. Hvað eftir annað virðist sem hann hafi fengið forráðamenn fyr- irtækisins til að útbúa reikn- inga sem hann gat nýtt sér til að knýja út greiðslur. Jón Grétar blekkti forráða- menn fyrirtækisins til að gefa út tvo reikninga sem hann nýtti sér og lét Landakotsspít- ala greiða 420 þúsund krónur fyrir. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.