Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992
9
Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis
Miklir erfiðleikar steðja nú að
verktakafyrirtækinu Hagvirki.
Heildarskuldir eru um tveir milljarðar
og engar stórframkvæmdir framundan.
Fjárfestingar fyrirtækisins í Smárahvammi
hafa aukið skuldirnar verulega og um leið er
óvíst hvort fyrirætlanir Hagvirkis um strætis-
vagnarekstur ganga eftir. Jóhann G. Bergþórsson,
forstjóri Hagvirkis, berst nú fyrir lífi þessarar
mestu verktakasamsteypu landsins og hefur átt í við-
ræðum við íslenska aðalverktaka um að þeir kaupi Hag-
virki. Því hefur verið hafnað, en Hagvirki leitar annarra
leiða til að fá fjármagn inn í fyrirtækið.
Eitt mesta verktakafyrirtæki landsins riðar nú til falls vegna
erfiðleika undanfarinna ára.
Undanfarið hefur Jóhann
G. Bergþórsson, forstjóri Hag-
virkis, átt í óformlegum við-
ræðum við forráðamenn ís-
lenskra aðalverktaka um sölu
á fyrirtækinu. Viðræðurnar
hafa snúist um að íslenskir
aðalverktakar keyptu stóran
hluta af Hagvirkissamsteyp-
unni. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR ætla íslenskir
aðalverktakar sér stærri hlut
á íslenskum verktakamark-
aði og hafa því ieitað að
heppilegu fyrirtæki til sam-
starfs, meðal annars til að fá
hagnýta verktakaþekkingu
inn í fyrirtækið. Eftir því sem
næst verður komist hefur til-
lögum Jóhanns hins vegar
verið hafnað.
Eitt það helsta sem Hag-
virki getur boðið fram í slík-
um viðræðum við hugsan-
lega kaupendur er verulegt
skattalegt tap, sem fylgir fyr-
irtækinu eftir erfiðan rekstur
undanfarinna ára. Er þar rætt
um tap upp á 600 til 700 millj-
ónir. Þetta geta hins vegar ís-
lenskir aðalverktakar ekki
nýtt sér, vegna þess að um
sameignarfélag er að ræða.
Jóhann sagðist i samtali við
PRESSUNA ekkert vilja tjá
sig um þessar viðræður.
Hann staðfesti hins vegtu- að
Hagvirki ætti í erfiðleikum
sem verið væri að reyna að
greiða úr. Stefán Fridfinns-
son, forstjóri íslenskra aðal-
verktaka, vildi heldur ekkert
tjá sig um málið.
Benti Jóhann á tvö atriði
sem einkum hefðu farið illa
með stöðu Hagvirkis. Á árinu
1989 tapaði fyrirtækið sölu-
skattsmáli og var gert að
greiða 108 milljónir í sölu-
skatt sem, að sögn Jóhanns,
aldrei var innheimtur. Á
verðlagi dagsins í dag er
þarna um að ræða 137 millj-
ónir. Þetta sagði Jóhann að
hefði verið þungt högg fyrir
fyrirtækið.
600 MILLJÓNIR
BUNDNAR í
SMÁRAHVAMMI
Hitt atriðið sem Jóhann
benti á eru framkvæmdir fyr-
irtækisins í Smárahvammi í
Kópavogi. í samvinnu við
Frjálst framtak hefur verið
undirbúin verslunar- og íbúð-
arbyggð, sem illa hefur geng-
ið að selja. Sagði Jóhann að
það léti nærri að fyrirtækið
væri með 600 milljónir
bundnar þar.
Hagvirki er eitt mesta verk-
takafyrirtæki landsins og hef-
ur á undanförnum áratug
unnið að flestum stórfram-
kvæmdum hér á landi. í kjöl-
far samdráttar í verklegum
framkvæmdum var fyrirtæk-
ið stokkað upp og ýmsar
eignir seldar. Þetta átti sér
stað á síðasta ári. Þá varð til
fyrirtækið Hagvirki-Klettur
hf., sem hét reyndar áður
Hagtala, Hamar og Vélsmiðj-
an Klettur. Þetta fyrirtæki
hefur staðið að stórfram-
kvæmdum fyrirtækisins síð-
an.
Áfram var þó rekið fyrir-
tækið Hagvirki hf., sem hefur
haft með byggingarfram-
kvæmdir á höfuðborgar-
svæðinu að gera. Það mun
einkum vera það fyrirtæki
sem á í erfiðleikum nú.
Einnig voru stofnuð fyrir-
tækin Hagtak hf. og Nortak
hf. Hagtak var stofnað 21.
desember 1990 og er skráð
með 60 milljónir í hlutafé.
Nortak var stofnað í sam-
vinnu við norskt verktakafyr-
irtæki, NCC. Þessi fyrirtæki
eru í raun pappírsfyrirtæki
sem áttu að vera til taks ef að-
stæður á verktakamarkaðin-
um byðu upp á slíkt. Þá til-
heyra Hagvirkissamsteyp-
unni Hagþing hf. og Verk-
fræðiþjónusta Jóhanns Berg-
þórssonar.
FRESTUN
FUÓTSDALSVIRKJUNAR
ÞUNGT ÁFALL
Auk söluskattsmálsins og
Smárahvammsvandræðanna
má nefna það áfall er snýr að
framtíðinni; frestun fram-
kvæmda við Fljótsdalsvirkj-
un vegna frestunar á álverinu
nýja. „Þetta var rothöggið og
í raun banabiti Hagvirkis,"
sagði einn heimildamanna
PRESSUNNAR.
Hagvirki lagði fram veru-
lega fjármuni bæði vegna
Hafskips og Arnarflugs og
tapaði því fé. Einnig jók það
erfiðleika fyrirtækisins
hversu treg sala var lengst af
á framkvæmdum þess í Kol-
beinsstaðamýri í Reykjavík.
Þá má nefna að Hagvirki
og Samherji keyptu á sínum
tíma gömlu bæjarútgerðina í
Hafnarfirði. Samherji fékk
þrjá togara til sín, en frysti-
húsið, sem er í eigu Hagvirkis
eða dótturfyrirtækis, hefur
staðið autt og ónotað um
nokkurt skeið.
GÁTU EKKI LEYST
ÚT SCANIA-
ALMENNINGSVAGNANA
Það er enn til marks um
erfiðleikana hjá Hagvirki að
dótturfyrirtækið Hagvagnar
hf. er komið í vandræði með
að standa við samninga um
almenningsvagnaakstur á
höfuðborgarsvæðinu. Al-
menningsvagnar sf. stóðu að
útboði á akstri um Hafnar-
fjörð, Kópavog, Garða-
bæ/Bessastaðahrepp, Mos-
fellsbæ og hraðleiðina Hafn-
arfjörður-Reykjavík. Hag-
vagnar gerðu tilboð í þessar
leiðir, að Mosfellsbæ undan-
skildum, og fengu verkið.
Samkvæmt samningnum
eiga Hagvagnar að fá árlega
216 milljónir fyrir aksturinn,
en tilboð fyrirtækisins var
rúmlega 1 prósenti yfir kostn-
aðaráætlun. Samningurinn
var undirritaður í desember
sl. og samkvæmt honum á
akstur að hefjast 1. júní. Þeg-
ar er séð fram á að það kunni
að dragast. Hagvagnar voru
með samningsdrög í höndum
um kaup á 20 vögnum af
Scania, en þegar til kom tókst
ekki að leggja fram viðun-
andi tryggingar. „Þeir höfðu
hvorki getu né tryggingar til
að leysa þessa vagna út,“
sagði heimildamaður PRESS-
UNNAR. Nú á fyrirtækið í
viðræðum við Volvo og alls
óvíst hvernig þær takast.
Sigurður Már Jónsson og
Friðrik Þór Guðmundsson