Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 31

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 31 Björn E Hafberg PRESSUMYND/S.ÞÓR vildi taka mér þetta frí. Mikið í þessum bransa er með ein- dæmum leiðinlegt, hjákát- legt og smámunalegt. En það er ekki við neinn annan að sakast en sjálfan sig að vera að standa í þessu. Ástæðan fyrir því að ég held áfram í þessum bransa er virðingin sem ég ber fyrir fólkinu sem kaupir plöturnar okkar.“ DRAUMURINN AÐ FETA í FÓTSPOR TRÚBADORSINS SIGGA BJÖRNS En hvaöa drauma eiga Syk- urmolarnir helst? Einar svarar án umhugsun- ar: „Það er að feta í fótspor trúbadorains Sigga Björns. Hann er ekvhver mesti jaxl sem ég þekki . Hann er búinn að fara algerlega í fótspor Sykurmolanna án þess að fá nokkra svona stigatöflu eins og íþróttamenn. Hann er al- veg óstöðvandi þessi maður; miklu, miklu duglegri en við, auk þess sem hann er frábær spilari. Hann hefur meira að segja farið á staði sem við höfum ekki spilað á. Siggi Björns er nútímahetja og stendur okkur jafnfætis — og meira en það ef eitthvað er.“ Sykurmolarnir eru aftur orSnir sameign íslensku þjóSar- innar. Eftir slælegt gengi plötu númer tvö rýkur lagið HIT af þriSju plötunni upp vinsældalista. Þjóðin kemur sér fyr- ir ó óhorfendapöllunum og fylgist með hvemig krakkamir pluma sig. Meika þau það eða meika þau það ekki? Einar Orn og Magga Ornólfs lýsa hér því sem geríst inni ó v • I I i n u m A Síðustu vikurnar hefur þjóðin beðið spennt eftir fréttum af gengi Sykurmol- anna á erlendum vinsælda- listum. Stemmningin er í raun ekki svo ólík því þegar fréttir berast af afrekum ís- lenskra íþrótta- og afreks- manna. Sykurmolarnir eru þjóðareign um þessar mundir og engum stendur á sama um í hvaða sæti þeir hafna. Eng- inn getur spáð í hvað er fram- undan, lag hljómsveitarinnar HIT komst í sautjánda sæti breska alvöruvinsældalistans og platan sem allt snýst um kemur ekki út fyrr en tíunda febrúar og þá gæti aldeilis færst fjör í leikinn. í Banda- ríkjunum hafa viðbrögðin verið kröftug, en reynslan sýnir að þar tekur lengri tíma að klifra upp vinsældalistann. Því verða menn enn að hinkra við og sjá hvað gerist þar vestra. Það er í nógu að snúast hjá Sykurmolunum þessa dag- ana; ferðalög, viðtöl og aftur viðtöl. „Þegar búið er að leggja í að gera plötu verður að fylgja því eftir, hvort sem manni líkar betur eða verr. Þetta er eins og að eignast barn; það er ekki hægt að skilja það bara eftir þegar það er loks komið i heiminn," segir Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari, sem ásamt Einari Erni Benedikts- syni spjallaði við blaðamann PRESSUNNAR í vikunni. EKKI SAMA UM FRÆGÐ OG FRAMA Hér í eina tíð urðu fleyg ummæli meðlima Sykurmol- anna þegar þeir sögðu að að- eins væri um tvennt að ræða; heimsyfirráð eða dauða. Er kannski komið að heimsyfir- ráðunum núna? Þau brosa bæði að spurn- um frægð og frama og annað slíkt þá er það ekki alveg rétt. Við höfum ákveðinn metnað, sem liggur aðallega í því að við viljum ekki láta okkur leiðast. Sumir virðast hafa sérstaklega gaman af að tala um sykurmolana með litlu essi og reyna að gera mikið úr því að okkur sé alveg sama um peninga, en þannig er málum ekki háttað. Við ger- um hins vegar ekki allt fyrir peninga og oft höfum við gert hluti sem ekki hafa þótt gróðavænlegir, auk þess sem við höfum staðið fast á ýmsu sem kalla má listrænar kröf- ur. Það gerðist til dæmis núna við þessa plötu þegar við höfnuðum plötuumslagi sem nota átti og slíkt er ekki vin- sælt í þessum harða heimi," segir Margrét, stolt á svip. ERUM KOMIN í FYRSTU DEILDINA í POPPINU En hvað þýðir það í raun og veru fyrir hljómsveitina að hafa komið lagi í sautjánda sæti breska listans? „Það þýðir í sjálfu sér ekki mikið," segir EinarÖrn. „Það má þó segja að okkur hafi tekist það sem við að sjálf- sögðu alltaf vildum; að kom- ast í aðaldeildina eða fyrstu deildina í poppbransanum, við erum ekki lengur bara jaðarhljómsveit." „Ég er að minnsta kosti ekki farin að pakka niður til að flytja til útlanda," segir Margrét sposk á svip. „Ég lít ekki svo á að þetta breyti neinu stóru fyrir okkur per- sónulega, það breytir kannski því að við eigum eftir að selja fleiri plötur og hugs- anlega eiga fyrir næsta raf- magnsveitureikningi. Auðvit- að getur það orðið gaman, við skömmumst okkar ekk- ert fyrir það ef plöturnar okk- ar seljast." EINS 0G 8RIDSLANDSLIÐÐ ingunni, greinilega búin að heyra þessa oft áður. „Ætli þetta sé ekki eins og með muninn á súkkulaðibita og karamellu; hvort þetta er upphafið eða upphafið að endalokunum skiptir í raun ekki svo miklu máli," segir Margrét brosandi. Einar kink- ar kolli og tekur undir og seg- ir að þessi ummæli hafi frek- ar verið tengd útgáfufyrir- tækinu Smekkleysu, sem staðið hefur fyrir útgáfu framsækinna listaverka á síð- ustu árum. Oft hefur mátt skilja á um- mælum Sykurmolanna að þátttaka þeirra í músíkinni sé fiemur sprottin af ánægjunni yfir að spila og búa til tónlist en að verða fræg og eignast peninga. „Sú ímynd hefur stundum verið birt af okkur að við sé- um að þessu af því okkur finnist þetta vera leikur og að við séum jafnvel að leika okk- ur að því að gera grín að fólki. Og ef sú ímynd hefur komið upp að okkur sé alveg sama Og Einar bætir við: „Við er- um ekki komin á þann há- menningarstandard að við fá- um boðsmiða á allar fínu menningaruppákomurnar í bænum, því sjálfsagt þykjum við enn ekki nógu listrænt sinnuð." JAFNVEL EINS OG BRIDSLANDSLIÐIÐ Þrátt fyrir að plata Sykur- molanna sé enn ekki komin út liggja nú þegar fyrir risa- pantanir og allt stefnir í að platan seljist í margfalt stærra upplagi en fyrri plötur hljóm- sveitarinnar, sem selst hafa í hundruðum þúsunda ein- taka. Hvaða fyrirheit gefa slíkir hlutir? Einar gerist allalvarlegur á svip og segir, með þungri áherslu þótt blaðamann gruni að ekki sé djúpt á bros- inu: „Ég held bara að ég verði að segja það hér. Sú frétta- mennska sem hefur verið viðhöfð um þetta ris okkar upp vinsældalistann er svip- uð og þegar Mezzoforte gerði þetta um árið. Menn hætta að líta á þetta sem list og fara að fjalla um þetta á sama hátt og íþróttakeppni, þetta verður æsifréttaflutningur og við er- um allt í einu orðin eins og einhvers konar landslið. Það er litið svo á sem við séum að keppa fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þetta er meira en Júróvisjón. Þetta jaðrar við að vera eins og hand- boltalandsliðið eða jafnvel bridslandsliðið." FRAMLEIÐUM EKKI VERKSMIÐJUPOPP Og Einar heldur áfram: „Fólk má ekki gleyma því að við erum að gera tónlist. Við erum ekki að framleiða verk- smiðjupopp. Áhrifin sem þetta á eftir að hafa á okkur — ef framinn verður meiri — er að það verður meiri pressa á okkur og lagt að okkur að fara í lengri tónleikaferðir og slíkt." Ef platan fær þær viðtökur sem vonir standa til verðið þið þá ekki neydd til að taka stökk og leggjast í langar hljómleikaferðir með tilheyr- andi standi? „Það verða engar langar tónleikaferðir," segir Margrét ákveðin. „Við erum búin að taka þá ákvörðun og stönd- um mjög fast á því núna að hljómleikaferðir verði í al- gjöru lágmarki. Við ætlum ekki að vera nema tvær vikur í burtu í senn og ferðirnar verða að vera vel skipulagðar og hnitmiðaðar." Fremur rólegt hetur verið í kringum meðlimi Sykurmol- anna síðustu tvö árin. Sumir fóru að spila með öðrum músíköntum og aðrir gripu í störf eins og að afgreiða á bar, svo eitthvað sé nefnt. Ýmsir spáðu því að dagar hljóm- sveitarinnar væru taldir, en svo er allt skyndilega breytt. UPP í HÁLS OG KOK AF TÓNLEIKUM Hvernig tilfinning er það þá að sjá aftur fyrir sér þessi ferðalög og allt sem frægð- inni fylgir? Fylgjaþví kannski tregablandnar tilfinningar að vera komin aftur í hringið- una? Margrét svarar með sem- ingi: „Nei, ekki beinlínis. Við fengum svo sem alveg upp í háls á sínum tíma.“ „Ég fékk upp í kok,“ skýtur Einar inn í. „Og það var ástæðan fyrir því að við ákváðum að taka okkur algjört frí, en vorum ekki að hætta eins og svo margir virðast halda. Ég held að öllum finnist bara nokkuð gaman að því að fá þessa spennu aftur. Við finnum dá- lítið fyrir því, eins og við sé- um að byrja hringinn aftur, en núna ætlum við að stjórna þessu meira sjálf. Auðvitað verðum við stundum að láta undan og gera hlutina öðru- vísi en við hefðum kosið, en við ráðum þó sjálf því sem við viljum ráða,“ segir Margrét. Ög Einar heldur áfram: „Núna eftir þetta hlé, eða hvað sem kalla má þessi síð- ustu tvö ár eða svo, hef ég uppgötvað hvers vegna ég

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.