Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 12

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 30. JANÚAR 1992 Sameinaðir verktakar Einokunin gaf hluthöfum hundraðfalt stofnframlag • Stofnhlutafé í Sameinuðum verktökum var 58 milljónir að núvirði 1957. no í vasann Stofnhlutafé í Sameinuðum verktökum var 58 milljónir að núvirði 1957. hafa 5.400 milljónir verið uppskornar og þar af 3.100 milljónir beint í hendur hluthafa.# Framkvæmdirnar fyrir varnarliðið hafa þrefaldast að umfangi síðustu 12 ár. Framundan er hins vegar mikill samdráttur og þá þykir rétt að úthluta pen- ingum og breyta félaginu í almenningshlutafélag. Þorkell Jónsson, byggingarmeistari og starfsmaður Samein- aðra verktaka. Hann á persónulega 0,28 prósent hlut í SV og tók því við 2,5 milljóna króna tékka um daginn. Sameinaðir verktakar (SV) hafa greitt hluthöfum sínum eða greiða á allra næstu árum samtals um 3,1 milljarð króna í arð og úttektir. Eftir standa 2,3 milljarðar í hreinni eign SV. Upprunalegt hlutafé í SV frá 1957 nam hins vegar 58 milljónum króna að núvirði. Halldór H. Jónsson lagði þá fram 255 þúsund í eigin nafni, en færgreiddar 13,5 milljónir og á persónulega 10 milljónir til viðbótar af því sem eftir stendur. Ávöxtunin er góð; stofnframlag hans hefur nær hundraðfaldast. Framkvæmdir fyrir varnar- liðið hafa þrefaldast frá 1980 og hagnaður íslenskra aðal- verktaka (ÍA) eftir skatta hin síðari ár numið nálægt 500 milljónum króna. Nú er hins vegar þíða í heiminum og flestum stórverkefnum fyrir varnarliðið að mestu lokið. Uppgripsárunum er lokið. Þá er fyrirhugað að breyta ein- okunarfyrirtækjunum í al- menningshlutafélög. SV voru stofnaðir 1951 sem sameignarfélag 43 einstak- linga og fyrirtækja. Þá var fé- lagið virkur framkvæmdaað- ili, en varð pappírsfyrirtæki þegar ÍA voru stofnaðir. Sum- arið 1957 komu málarameist- arar, húsasmíðameistarar, trésmíðameistarar, bygging- armeistarar, pípulagninga- menn og annars konar iðnað- armenn saman á fund og nokkrir verkfræðingar voru mættir og svo vitaskuld Hall- dór H. Jónsson og Thor O. Thors. Þá breyttist SV í hluta- félag og hætti sjálfstæðri verktöku. EKKJUR OG DÁNARBÚ LEYSTU IÐNAÐARMENN AF HÓLMI Félagið var stofnað til að vera samnefnari fyrir helm- ingshlut einkaframtaksins í einokun IA á framkvæmdum fyrir va'rnarliðið. í samþykkt- um var það gert að skilyrði að aldrei mætti selja hluta- bréf í félaginu öðrum en verktökum eða meisturum í iðngreinum og æ síðan hefur félagið verið lokað. Árið 1983 var svo komið að alls 17 dánarbú voru meðal 147'hluthafa. Árið 1990 töld- ust hluthafar 183. Þar af voru 23 fyrirtæki eða félög, 152 einstaklingar og 8 dánarbú. Það segir sína sögu um breyt- ingarnar að einstaklingarnir skiptust þannig að karlar voru 87 en konur orðnar 65. Hér er mikið til um að ræða ekkjur, börn og barnabörn upprunalegra stofnenda. Úpprunalegt hlutafé SV ár- ið 1957 hljóðaði upp á 50.000 nýkrónur. Framreiknað kem- ur í ljós að þessi fórnarkostn- aður fyrir einokunina sam- svarar 58 milljónum króna. Af einstökum hluthöfum má nefna að Halldór H. skrifaði sig persónulega fyrir 220 krónum, sem framreiknað gera 255 þúsund í dag. Til að átta sig betur á því hvaða upphæðir þetta voru má nefna að dagvinnukaup i almennri hafnarvinnu var á þessum tíma tæplega 20 ný- aurar. Þá var dagvinnan 48 stundir á viku og samsvöruðu 220 krónurnar hans Halldórs því liðlega 23ja vikna dag- vinnu hafnarverkamanns. 4 MILUARÐA FRAMKVÆMDIR - UMSVIFIN HAFA ÞREFALDAST Allt frá þessum tíma hafa ÍA haft einokun á fram- kvæmdum fyrir varnarliðið og þessi útvaldi hópur haft einokun á helmingshlut af „hermanginu". Með þessari einokun og fulltingi stjórn- valda myndaðist grundvöllur fyrir því að rukka varnarliðið um óhemjufé fyrir fram- kvæmdirnar. Af og til hafa borist fregnir af umkvörtun- um bandarískra þingmanna yfir hinum geysilega háu út- gjöldum vegna framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Þau hafa hins vegar verið útskýrð sem kostnaður til að halda frið á Islandi um herstöðina. Um leið fékk fyrirtækið sérstöðu hvað tolla varðar og önnur gjöld. Svo dæmi sé tek- ið má nefna að árið 1983 var verðmæti tollfrjáls innflutn- ings IA vegna varnarliðs- framkvæmda 1,3 milljarðar að núvirði. Síðustu ár hafa árlegar framkvæmdir á vegum IA hljóðað upp á 60 til 65 millj- ónir dollara á ári að meðal- tali. Á núverandi gengi þýðir þetta árlegar framkvæmdir upp á 3,5 til 3,8 milljarða króna. Heildarvelta ÍA hefur farið vaxandi á síðustu árum — þrefaldast að raungildi frá 1979. Veltan var þannig að meðaltali 1,5 milljarðar 1979 til 1981, 3,2 milljarðar 1982 til 1985 og fór upp í 4,4 milljarða að meðaltali 1986 til 1990. HALLIR REISTAR ÁN LÁNA - MILLJARÐAR í BÖNKUM Á þessu ári er búist við svipuðum framkvæmdum og í fyrra, en reiknað er með samdrætti 1993 og 1994. Hafa ber í huga að flestum stórframkvæmdum, sem í gangi hafa verið allt frá 1983, verður brátt að mestu lokið — og ekki að búast við veru- lega stórum verkefnum í kjöl- farið á þessum þíðutímum. Mestu uppgripsárin eru því liðin. Á síðustu árum hefur hagn- aður eftir skatta verið 10 til 12 prósent af veltu að meðal- tali og var 12,4 prósent árið 1990. Hagnaður eftir skatta var um 150 til 170 milljónir Bergur Haraldsson á fundi Sameinaðra verktaka, stjórnar- maður um langt árabil sem fulltrúi Félags vatnsvirkja hf., sem á 7 prósent í SV. Af 3.100 milljóna útgreiöslum renna 215 milljónir til FV og af eftirstandandi 2.300 milljóna króna eignum er 161 milljón merkt félaginu. Fyrir nokkrum árum voru aðeins 24 einstaklingar á hluthafaskrá félagsins. Hvað fengu Karl kennari og Hanna hjúkka? Samsetning eigenda Sam- einaðra verktaka hefur breyst mikið í tímans rás. Enn er þar marga iðnaðarmenn að finna, en hópurinn ein- kennist nú ekki síst af fjölda ekkna, dánarbúa og afkom- enda „frumherjanna". Ef ein- ungis er litið til þeirra 900 milljóna sem nýverið var út- hlutað kemur í Ijós að fólk úr ýmsum stéttum hefur fengið væna búbót. Lítum á nokkur nöfn: Karl Sœmundsson kennari, Afla- granda 40, fékk 5,4 milljónir. Sigþrúður Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur, Faxa- túni 38, fékk 2,2 milljónir. Sig- urbergur Árnason iðnfræð- ingur, Grundarlandi 18, fékk 8,1 milljón. Pétur Gudmunds-. son verslunarmaður, Nökkvavogi 15, fékk 2,7 millj- ónir. Inga Þorkelsdóttir hár- greiðslukona, Víðimel 19, fékk 6,7 milljónir. Hanna María Kristjónsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Jakaseli 9, fékk 2 milljónir. Karvel Ög- mundsson útgerðarmaður í Njarðvík fékk 4 milljónir og Adolf Wendel heildsali, Sörla- skjóli 26, fékk 2,5 milljónir. Einar Þorbjörnsson Jóhannessonar í kjötbúðinni Borg, til hægri, við setningu fundar Brúar hf., þar sem 40 milljónir komu til úthlutunar. Erfingjar Þorbjörns eiga 30 prósent í Brú og fengu því 12 milljónir til skipta. Útgreiðslur og hluti af eftirstandandi eigum í Sameinuðum nema 5.375 milljón- um. Þar af er 241 milljón í nafni Brúar, sem lagði 2,6 milljónir fram við stofnun SV. Af 241 milljón eiga erfingjar Þorbjörns 72 milljónir. Brú hf. er um leið einstætt félag; Það var tekið til gjaldþrotaskipta 1967, en 19 árum síðar var búið afhent eigendunum án þess að til úrskurðar kæmi. árin 1979 til 1981 en var 450 til 520 milljónir á ári 1986 til 1990. Hreinn hagnaður á tólf ára tímabili til 1990 hefur ver- ið nálægt 4,3 milljörðum króna. Lengstum framan af söfn- uðust fjármunir og fasteignir upp hjá félaginu sjálfu. Byggð var „Watergate“-höllin við Höfðabakka þar sem SV eiga stóran hlut í húsum og lóðum í eigin nafni á móti ÍA. Eins og ÍA hafa SV lagt áherslu á að dreifa bankainnstæðum á innlánsstofnanir, en Lands- bankinn hefur ávallt verið að- albanki félagsins. Með því að eiga dagleg viðskipti við Landsbankann og með því að SV er fimmti stærsti einstaki eigandi íslandsbanka eru bein og óbein áhrif leiðandi manna í þessum fyrirtækjum augljós. HLUTHAFARNIR SKIPTA MEÐ SÉR 3 MILLJÖRÐUM Árið 1990 var ákveðið að breyta eignarhlutföllum í ÍA með því að ríkið, Reginn og SV tækju út misháar upphæð- ir úr sjóðum fyrirtækisins, þannig að eftir úttekt yrði rík- ið meirihlutaeigandi. Úttekt- in fólst í því að af 4,5 milljarða króna bankainnstæðum skyldi taka 2,4 milljarða. Þar af skyldu 1.340 milljónir renna til SV og 670 milljónir til Regins. Til að ofgera ekki bönkunum var ákveðið að dreifa útgreiðslunum á fimm ára tímabil. Arður til hluthafá SV var fyrst greiddur árið 1959 og var lengi framan af aðeins 3 til 5 milljónir króna að nú- virði á ári eða þar til 1983. Frá 1959 til og með 1991 eða Tjarnargata 12 í Keflavík, eign SV og Aðalverktaka. Einokunarfyrirtækin hýsa þar Sparisjóð Keflavíkur. Bein og óbein áhrif fyrirtækjanna á banka eru mikil. Sparisjóðurinn hefur fengið að geyma um 6 prósent af heildarinnstæðum ÍA í bönkum landsins (hlutfall frá 1983).

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.