Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 37

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 37 inga er óvíst, en hitt er ljóst að þeir bera af öðrum Vestfirðingum hvað getraunaþáttöku varðar. í biaðinu Bæjarins besta eru tölur um hversu margar raðir í getraunum eru að jafnaði seldar á hvern íbúa í einstök- um byggðarlögum á Vestfjörðum. Eins og áður sagði eru Suðureyring- ar í forystu, með tæpar fimm raðir á íbúa. Þingeyringar eru í öðru sæti en Súðvíkingar kaupa fæstar raðir allra Vestfirðinga, eða 1,34 raðir að jafnaði á íbúa ... s l»_7uðureyri hefur verið í frettum síðustu ár vegna vandræða í at- vinnulífi. Nýir eigendur hafa tekið við Freyju, stærsta fyrirtæki staðar- ins. Hvort það eykur vonir Súgfirð- H lýindi og snjóleysi hafa víða haft áhrif. Til dæmis hafa skíða- svæði landsins verið nánast lokuð í allan vetur, með tilheyrandi tekju- tapi. Þá hafa þeir kaupmenn sem selja skíðavörur og reyndar ailar vetrarvörur orðið fyrir áföllum. Merki um þetta eru að útsölur á vetrarvörum eru þegar hafnar, áður en janúar er liðinn ... óhann G. Jóhannsson og fé- lagar á Púlsinum standa í stórræð- um þessa dagana. Erlendir tónlistar- ------------ menn eru væntan- legir hingað í hrönn- inum. Meðal ann- arra gamli Cream- trommarinn Ginger Baker, sem kemur . hingað líklega með djasssveit og spilar á Púlsinum 19. og 20. febrúar. Kætast nú gamlir hippar og aðrir popparar ... rátt fyrir að Kristján Arason gefi kost á sér í landsliðið á ný nær hann ekki að slá landsleikjamet. Metið á félagi hans, Þorgils Óttar Mat- hiesen, en hann hefur leikið yfir 240 landsleiki. Kristján hefur hins vegar leikið 226 landsieiki og vantar því um tuttugu leiki til að ná Óttari. En Kristján á annað met, sem sennilega verður seint slegið, en það er í markaskorun. Kristján hefur skorað 1.085 mörk fyrir íslenska landsliðið, eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Porgils Óttar hefur skorað næstflest rnörkin, eða 568, sem gerir 2,35 mörk í leik að meðaltali. Þriðji markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi er Geir Hallsteinsson, en hann gerði 529 mörk í 116 lands- leikjum, sem gerir 4,56 að jafnaði í leik. FH-ingar skipa sér greinilega í efstu sæti markaskorara í íslenskum handbolta... c kJigurður Ólafsson, veitinga- maður á Hressó, hefur tekið upp á því að efna til bókmenntakynningar fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Nú á þriðjudaginn verður Iesið upp úr verkum spænska skáidsins Fe- derícos Garcia Lorca. Lesarar verða meðal annarra Guðbergur Bergsson, Baldur Óskarsson og' Helgi Hálfdanarson, sem allir hafa þýtt verk eftir Lorca. Auk þess verður lesið upp úr snilldarþýðing- um Geirs _ Kristjánssonar og Magnúsar Ásgeirssonar . . . ANNA VILHJÁLMS drottning íslenskrar kántrí-tónlistar ásamt hljómsveit í KLÚBBNUM föstiidagskvöld. 20 ára aldurstakmark KLUBBURINN Borgartúni 32 Símar 624588 624533 KUIBBURINN /. OHGAHTÚWI\ L0R3Ð Hótel Loftleidum býdur um þessa helgi freistandi hladbord í vistlegu umhverfi. Ekki adeins í hádeginu heldur líka á kvöldin, Hladborð með þorraívafi á aðeins 1,980 kr pr, mann. Borðapantanir í síma 22321 HÓTEL LOFTLEIÐIR Réttur Hallqrgarðsins nr. 40: Nautalundir með fivítlauft og cfiallottulauk í rauðvínssósu Símon ívarsson, gítarleikari, leikur Ijúfa tónlist fyrir matargesti. Við kynnum nýjar matargerðarperlur á lystilegum matseðli. Verið velkomin á veitingastað vandlátra. Borðapantanir isíma 678555 eða 30400. H allargarðurinn íHúsi verslunar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.