Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 29

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR PRtSSAN 30. JANÚAR 1992 29 ÁRSHÁTÍÐIR & VETRARFAGNAÐIR SVFR viðburðir í bæjarlífinu Annað kvöld er árshátíð Stanga- veiðifélags Reykjavíkur á Hótel Sögu. Árshátíðir Stangaveiðifélags- ins hafa löngum þótt hinar vegleg- ustu og viðburður í bæjarlífinu. Á árum áður voru það þær, ásamt Pressuballinu svokallaða og árshá- tíð Félags íslenskra iðnrekenda, sem þóttu hvað veglegastar. Pressuballið er nú aflagt en hinar standa enn fyr- ir sínu og halda sínum sess. Á hátíðinni á morgun verða af- hent verðlaun fyrir síðasta veiði- tímabil. Jón G. Baldvinsson, for- maður SVFR, flytur ávarp, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Sigurdur Björns- son syngja og Gysbræður koma fram. Heiðursgestir verða landbún- aðarráðherra, borgarstjóri, veiði- málastjóri og rafmagnsveitustjóri, en það hefur lengi verið hefð að bjóða þeim sem þessum embættum gegna til fagnaðarins. Veislustjóri verður sá landskunni veiðiáhuga- maður Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins. Á matseðlinum er kampavíns- súpa með jómfrúarhumri, laxa- hrogn á kartöflurós, lambakambur og nautahnappur með Béarna- ise-sósu og rauðvínssafa og rósa- vínsgranít með ferskum ávöxtum. Auðvitað mæta allir í sínu fínasta pússi og Ijóst að þarna verður ekk- ert til sparað til að kvöldið megi verða sem eftirminnilegast. Arkitektar með eigin skemmti- atriði Arkitektafélag íslands heldur sína árshátíð á Naustinu þann 29. febrú- ar. Menn þar á bæ segja hátíðina með mjög hefðbundnu sniði ár frá ári. Að vísu munu arkitektarnir ekki ætla að kaupa skemmtikraftana þetta árið heldur sjá sjálfir um skemmtiatriðin. Arkitektar eru hæfileikamenn á ýmsum sviðum, eins og kunnugt er, og verður sjálf- sagt ekki skotaskuld úr því að gera grín að sjálfum sér og öðrum. Þjónanemar þjóna þjónunum Framreiðslumenn halda að sjálf- sögðu sína árshátíð eins og aðrir og verður hún mjög vegleg. Árshátíð þessi hefur þó þá sérstöðu að vera ávallt haldin í miðri viku, nánar til- tekið fyrsta eða annan miðvikudag í mars. Þetta á sér að sjáifsögðu ræt- ur að rekja til þess að framreiðslu- menn eru alltaf bundnir í vinnu um helgar. Eftir því sem við komumst næst verður hátíðin í ár þann 11. mars. Það hefur alltaf verið mikill klassi yfir þessu hjá þjónunum og fyrr á ár- um mættu allir í kjól og hvítt. Það er þó ekki skilyrði lengur en menn skulu að minnsta kostimæta í smók- ing. Félagið var stofnað þann 12. febrúar 1927 þannig að í ár er ekki bara um venjulega árshátíð að ræða heldur einnig 65 ára afmælishátíð. En hver þjónar þjónunum þegar þeir skemmta sér? Jú, það eru nem- ar á síðasta ári í Hótel- og veitinga- skólanum. Þeir fá góða æfingu á því að þjóna tilvonandi kollegum og auk þess kærkominn vasapening. Fegurðar- drottningin krýnd í apríl Fegurðardrottning íslands verður krýnd á Hótel íslandi þann 22. apríl. Til úrslita munu keppa 18 til 20 stúlkur sem koma fram á sundfötum og í samkvæmisklæðnaði, eins og reyndar undanfarin ár öll. Dagskrá- in er ekki fullmótuð enn sem komið er, en ekki er að efa að hún verður öll hin glæsilegasta eins og ávallt. The PLATTERS á Hótel Islandi FÖSTUDAGINN 7. FEBRÚAR OG LAUGARDAGINN 8. FEBRÚAR Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu „The Platters“ Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pretender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor Lights, Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You’ll never Know, RedSailsin theSunset, Remember When... o.fl. Stjómandi: Bjöm Emilsson * Handrit: Ómar Vaidimarsson * Kóreógraíia: Ástrós Gunnarsdóttir * Hljóðmeistari: Sveinn Kjartansson * Ljósameistari: Kristján Magnússon *Sviðsstjóri:ÁgústÁgústsson. Kynnir: Útvarpsmaðurínn vinsæli, SigurðurPéturHarðar- son,stjómandiþáttarins„Landiðogmiðirí‘. MiAasala og borðapantanlr f sfma 687111 Munlð glæsllegustu glstlherborgf landslns Herborgjabókanir s. 688999 HOTEL ISLAND OGSTEINARHF. KYNNA NÝJA STÓRSÝNiNGUÁ HÓTEL ÍSLANDi Páll Ósltar Hjálmtýsson TIL FOR77£ • ÍSLENSKIR TÓNAR ^ Í30ÁR 1950 -1980 DaníelÁgúst Haraldsson Tugir laga frá gullöld íslenskrar dægurtónlistar fluttir af nokkrum bestu dægurlagasöngvurum landsins ásamt Dægurlagacombói Jóns Ólafssonar. MóeiðurJúniusdóttir Sigrún Eva Armannsdóttir Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasdóttir NÆSTU SÝNINGAR 25. JANÚAR OG 1. FEBRÚAR. RúnarJúllusson Sigurður Pétur Harðarson Dæguriagacombó Jóns Ólafssonar: ÁsgeirÓskarsson, Einar Bragi Bragason, Haraldur Þorsteinsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm Einarsson, Stefán Hjörleifsson. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi að skemmtun lokinni ásamt söngkonunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Berglindi Björk Jónasdóttur. Húsið opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 20.00. Sýning hefst kl. 22.00. ISLAND Staður með stíl

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.