Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 45

Pressan - 30.01.1992, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR PRESSAN 30. JANÚAR 1992 45 ... fær Sveinn Ein- arsson (eða ölltt heldur útgefandi Leiklistarsögunnar hans) fyrir að hafa ekki tekið þátt i bókmenntaverð- laununum. Það gaf minni spámönnum kost á að gleðjast yfir sigurlaununum. geta skoðað nýpússað gólfið í safn- inu og stigann sem Daniel Magnús- son smiðaði af hagleik. • Björg Örvar. Einn af efnilegri mál- urum af yngri kynslóð leggur leið sina i Breiðholtið þar sem stendur menningarmiðstöðin Gerðuberg. Gott i sunnudagsbiltúmum og kaffi- stofan i húsinu er lika fin. ÓKEYPIS • Komið og sjáið. Þrátt fyrir ýmsar smávægilegar breytingar i heims- pólitíkinni standa biósýningar enn- sé á köflum háfleyg er lygilega gam- an að fylgjast með þessu fólki sem varla er hægt að reka á gat í tónlist- arsögunni. Hinn sænski stjórnandi þáttanna er kannski skemmtilegasti sjónvarpsmaður á Norðurlöndum. Sjónvarpið, sun. kt. 16.00. • Nikita litli Njósnamynd, kannski ekki sú frumlegasta í greininni, um strák í bandarískum smábæ sem uppgötvar að foreldrar hans njósna fyrir Sovétrikin. Það er alltaf gaman að horfa á Sidney Poitier, sem fer með stórt hlutverk. Stöð 2, fös. kl. 23.05. þá yfir i sal Menningarsambands ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna við Vatnsstíg og verður svo frameftir vetri. Aðgangur er allsendis ókeypis og fint fyrir blanka gáfumenn að skora stig hjá sætum stelpum með þvi að bjóða þeim á listræna sov- éska mynd hjá MÍR. Myndin nú um helgina er heldur ekki af verri end- anum, Komið og sjáið, stórkostlegt listaverk eftir Elem Klimov. Sun. kl. 16.00. SJÓNVARP • Annir og aldinmauk. Fyrsti þátt- urinn i seríunni lofaði góðu, ekki síst vegna alls konar stæla i upptöku sem hljóta að teljast runnir undan rifjum Þiðriks Ch. Emilssonar upp- tökustjóra. Um siðustu helgi voru kátir söngskólanemar i sviðsljósinu, það verður svo að koma i Ijós hvort nemendur i Þroskaþjálfaskólanum eru jafnskemmtilegir. Sjónvarpið, fös. kl. 21.05. • Ottó er nashyrningur. Gasalega hugljúf dönsk kvikmynd fyrir börn, unglinga og annað fólk. Hún er lika fyndin, enda gerð eftir einni af hin- um bráðsniðugu sögum Ole Lund Kirkegaard. Möst fyrir börnin. Sjón- varpið, lau. kl. 21.40. • Kontrapunktur. íslendingar taka i annað sinn þátt i keppni tónfróð- ustu Norðurlandabúa. Þótt músikin BÍÓIN HOMO FABER REGNBOGANUM Harðbannað að missa afþessari mynd, sem reyndar virðist ætla að ganga all- vel ofan í landann. Allt gengur upp; ógnarfalleg en þó hófstillt umgjörð, hár- fínn leikur, furðulega áleitin saga. Mynd sem leitar á hugann, aftur og aftur. ★★★ LÖGGAN Á HÁU HÆLUNUM W.l. Warshawski BÍÓBORGINNI Höfundum þessarar myndar fannst svo góð hugmynd að setja Philip Marlow/Sam Spade í kjól að þeir spöruðu sér ómakið að reyna að fá fleiri hug- myndir. Sjálfsagt myndi hin lögulega frk. Warshawski aldrei leysa nein mál ef Ijótu kallarnir væru ekki alltafað eltast við að lemja hana. ímesta lagi innlegg í baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna. ★ EUROVISION EIND SINNIENN Er hægt að halda Eurovisi- on án Eyfa eða þeirra stall- systra, bakraddasöngkvenn- anna norðlensku, Evu Ásrún- ar og Ernu? Og er ekki viss- ara að hafa Björgvin Hall- dórsson einhvers staðar nærri, svona til að allt sé eins og það á að vera? Það kynnu einhverjir að segja, en aðrir tuldra ábyggilega eitthvað um að þetta sé sama fúla liðið „Nei, það hef ég aldrei gert.“ Hvar vildirðu helst búa ef þú ættir þess ekki kost að búa á íslandi? „Á Ítalíu. Þar er gott veðurfar og þar sér maður besta fótboltann." Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Með þykkar varir, sítt og mikið hár, helst dökkt, og falleg kinnbein." Hefurðu lesið Biblíuna? „Aldrei alla, en ég hef ein- hvern tíma gluggað í Nýja testamentið." Gætirðu hugsað þér að reykja hass? „Nei, alls ekki. Ég held að það sé lítið á því að græða." Syngurðu í baði? „Ég syng í sturtu og þá helst lög með Þursunum og Spilverki þjóðanna." Ferðu einn í bíó? „Já, ég geri mikið af því. Ef maður ætlar sér að njóta myndar- að syngja sömu fúlu lögin ár eftir ár. Er kannski ekki best að vera glaður og jákvæður út í söngvakeppnina; hún megnar þó enn að vekja með þjóðinni tilfinningar, hvort sem það er spenna, kátína eða fýla. Myndina tók Spessi í vikunni þegar Sjónvarpið tók upp lögin sem komust í undanúrslitin hér heima. Ó innar er best að fara einn í fimm-bíó, þá eru líka engin hlé." Hvaða rakspíra notarðu? „Boucheron og Kenzo." Ertu daðrari? „Þetta er erfið spurning. Ef rétta stemmningin er þá getur ver- ið að villist upp úr mér smá- daður." Hugsarðu um og hefurðu áhuga á stjórnmálum? „Ég hef ekki ennþá séð neitt það stjórnkerfi sem virkar upp á tíu. Þegar það verður gerist ég áhangandi þess." Hefurðu verið til vand- ræða drukkinn? „Nei, ég er háttvís hverjar svo sem að- stæðurnar eru." Hvaða orð lýsir þér best? „Fagurkeri." Áttu þér eitthvert mottó í lífinu? „Lifðu lífinu áður en þú deyrð." • Listamannaskálinn. Gestur að þessu sinni er bandaríski leikstjór- inn Martin Scorsese, sem er skrit- inn, sérvitur en afburðasnjall. Stöð 2, sun. kl. 17.00. BÍÓIN BÍÓBORGIN: VI Warshawski* Billy Bathgate**Flugásar**, Aldrei án dóttur minnar* BÍÓHÖLLIN: Kroppaskipti** TTmasprengjan* Thelma & Louise*** Svikahrapp- urinn** Dutch** HÁSKÓLABÍÓ: Hasar í Harlem** Brellubrögð 2* Mál Henrys** Addams-fjölskyld- an** Af fingrum fram** Tvöfalt líf Veróniku*** The Commit- ments*** LAUGARÁSBÍÓ: Hrói höttur, prins gleðinnare Glæpa- gengið** Barton Fink*** REGN- BOGINN: Ricochet** Morðdeildin* Náin kynnio Fjörkálfar* Homo Faber*** Fuglastríðið** SAGABl'Ó: Peningar annarra** Flugásar** STJÖRNUBIÓ: The Fisher King*** Tortímandinn 2*** Börn náttúr- unnar**. ... að sala á skurfilæknis- hönskum hefur blómstraö eftir að hættan af alnæmis- veirunni varð kunn. í Banda- ríkjunum seldust slíkir hanskar fyrir um 337 milljón- ir dollara (19,5 milljarða ís- lenskra króna) árið 1987. Ár- ið 1991 var salan komin upp í 547 milljónir dollara (31,7 milljarða króna). Eitt hanska- par kostar um 5 dollara (um 290 krónur). Söluaukningin jafngildir því um 42 milljón- um para eða um einu pari á hverja fimm Bandaríkja- menn. Stoppmyndir Þorsteins I. „Þetta eru stoppmyndir, eins og ég kalla það, hughrif héðan og þaðan úr lífinu, eins konar prósaljóð sem ég les inn á band og undir kliðar tónlist eða umverfishljóð eins og til dæmis sjávarniður eða klukknasláttur." Þetta segir Þorsteinn J. Vil- hjálmsson, útvarpsmaður á Rás 2, um kassettuna „Þetta líf, þetta líf", sem hann hefur nýskeð látið fjölfalda í 300 eintökum, stungið í blátt um- slag, og selur nú vinum, kunningjum og öðrum sem reynast áhugasamir. „Hvert prósaljóð er ekki langt, svona 30 til 50 sekúnd- ur. Svo kemur stopp. Þvínæst ný mynd. Rammi utan um aðra tilfinningu," segir Þor- steinn. Er þetta kannski nýtt list- form? „Það hefur náttúrlega allt verið gert áður, þótt ég eigi mér enga sérstaka fyrirmynd í þessu, nema kannski sumt af því sem ég hef verið að gera í útvarp. Mér fannst þetta form einfaldlega hæfa mér betur, og því andrúms- lofti sem ég reyni að fanga, en hefði ég til dæmis farið að gefa út smásagnasafn eða Ijóðabók." Kennir konum að hnýta slæður „Flestar konur binda á sig slæður á einn máta, við köll- um það stundum ömmuhnút- inn. Það er hins vegar hægt að binda á sig slæður, klúta og sjöl á margvíslegan hátt, allt eins og hæfir þeim klæðnaði sem konan er í,“ segir Anna Sigríður Þorkels- dóttir, sem er leiðbeinandi á svokölluðu „slæðuhnýtinga- námskeiði" sem Tómstunda- skólinn gengst fyrir. Anna rekur annars verslunina Lit- rófið við Grensásveg og legg- ur þar meðal annars stund á litgreiningu, auk þess sem hún hefur staðið fyrir nám- skeiðum um fatastíl, förðun — og slæðuhnýtingar. „Þessi námskeið hafa verið mjög vinsæl, enda fer varla hjá því að íslendingar noti mikið af slæðum og sjölum í þeirri veðráttu sem hér er." VibtiA, juí jL, ... að Pravda hefur lokað skrifstofu sinni í Tókýó. Blað- ið taldi sig ekki hafa efni á að greiða 290 þúsund króna ieigu á mánuði fyrir skrifstof- una. Jón Agnar Ólafsson er átján ára nemi á náttúru- fræðibraut í Menntaskól- anum í Kópavogi. Hann er naut og er á lau.su nú rétt sem stendur. Hvað borðarðu í mörg- unmat? „Kókópöffs að öllu jöfnu en ef það er ekki til þá er það heitt brauð með osti.“ Kanntu að elda. „Ég kann að hita pylsur, steikja egg og hita pítsu. Og svo samlokur með skinku, osti og pítusósu, það er það albesta sem ég geri. Ég er ekki mikill kokkur, mér finnst betra að láta elda ofan í mig.“ Læturðu lita á þér hárið? ... að bandarísk sjúkrahúsa- keðja er grunuð um stórkost- legt fjármálamisferli sem fólst í því að selja Fred Flint- stone-vitamfn á 3 dollara og 60 sent (um 210 krónur) en eðlilegt verð á þess konar vítamíni er 13 sent (7 krónur og 50 aurar). Léttur þægilegur matseðill Pizzur eins og þær eiga að vera RESTAURANT Laugavegi 126, sími 16566 - tekur þér opnum örmum feóJíin, STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR Ein á forsetavaktinni Nú er tími bókaútsala sem veitir kærkomið tækifæri til að brenna yfir á VÍSA-reikningn- um og fylla heimilið af bókum sem þú kemur líklega aldrei til með að lesa. — Og því miður; forsetar fara líka á útsölu. Bókin sem seldist svo mikið og var skilað aftur fæst nú á 485 krónur á útsölu. Fær 9 af 10 í Barböru Cart- land-flokknum. Vinsazlustu myndböndin 1. Naked Gun 2Vi 2. A Kiss before Dying 3. Hrói höttur 4. Mermaids 5. LA Story 6. Silence of the Lambs 7. State of Grace 8. The Pope must die 9. Murder 101 10. Green Card

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.