Pressan - 19.03.1992, Page 11

Pressan - 19.03.1992, Page 11
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992 11 N J. ^ efnd sem hefur fjallað um framtíðarskipan þróunaraðstoðar Islendinga gerir að tillögu sinni að Þróunarsamvinnu- stofnun verði gerð að deild eða skrif- stofu í utanríkisráðu- neytinu, enda heyri til dæmis flestar stofnanir Samein- uðu þjóðanna undir það. Nú starfar stofnunin sjálfstætt og telur nefndin að margvíslegt óhagræði og aukakostnaður hljótist af því, enda er hún ekki stór að vöxt- um. Mun Björn Dagbjartsson, for- stjóri stofnunarinnar, vera heldur hliðhollur þessum hugmyndum, þótt reyndar heyrist þær mótbárur að ráðuneytisdeild eigi ekki að sjá um framkvæmdir á borð við þær sem Þróunarsamvinnustofnun stendur í.. . * ^^^skarsverðlaunin verða afhent aðfaranótt 31. mars sem kunnugt er. Athöfnin verður sýnd í beinni út- sendingu á Stöð 2, en Stjörnubíó kostar útsendinguna. Það er ekki að ástæðulausu að Stjörnubíó sér sér hag í að borga þetta, því kvikmyndir sem það hefur sýnt eða mun sýna á næstunni hafa fengið 35 tilnefning- ar til verðlauna. Áður en útsending hefst verður klukkustundarlöng kynning á kvikmyndum Stjörnu- bíós... ✓ I Bæjarins besta er sagt frá því að bæjarráð Bolungarvíkur hafi ákveð- ið að fella niður gjöld vegna nýrra atvinnu- og þjónustufyrirtækja í bænum. í samþykkt bæjarstjórnar segir meðal annars að heimilt sé að fella niður fasteignaskatt, vatns- gjöld, holræsagjöld og aðstöðugjöld í allt að fimm árum. Akvörðun þessi er tekin í því skyni að örva nýsköp- un í atvinnulífinu ... J-5æjarsjóður Ólafsvíkur rekur sem kunnugt er Snæfelling hf. Fyrir- tækið hefur skrifstofuaðstöðu í tveimur húsum, í öðru er Ingólfur Aðalbjörnsson framkvæmdastjóri en Jónas Guðmundsson útgerðar- stjóri í hinu. Svo vill til að húsin eru tekin á leigu, annað er í eigu fram- sóknarfélags Ólafsvíkur en hitt í eigu sjálfstæðisfélagsins. Báðir flokkarnir eru í meirihlutaaðstöðu, með Alþýðubandalaginu, sem ekk- ert hús á tii að leigja ... Hraðnámstækni fyrir börn Lífleg og skemmtileg enskunámskeið fyrir börn. Tónlist, leikir og ýmis uppátæki í hverjumtímat Nánari upplýsingar f síma 10004 MÁLASKÓLINN MÍMIR í EIGU STJÓRIMUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.