Pressan - 19.03.1992, Síða 43
FIMMTUDAGUR PRESSAN 19. MARS 1992
43
LÍFIÐ EFTIR VINNU
Björn Baldvinsson
starfsmaöur Aðalstöövarinnar
Hvað ætlar þú að gera
um helgina Bjössi?
„í kvöld œtla ég að spila
með Rut+ á Duus. A föstu-
dagskvöldið œtla ég að fara
á nýja staðinn Hollí og
hlusta á D.J. Keoki og
dansa frá mér allt vit. A
laugardaginn œtla ég að
setjast áTvo vini og hoifa á
handboltann á 130 tommu
skjá. Um kvöldið œtla ég
bara að slappa afvið kerta-
Ijós, osta og rauðvín. Og á
sunnudaginn œtla ég aftur
á Tvo vini og fá mér að
borða og horfa á liand-
bolta. “
Sjálfsagt hefði Þorbjöm Broddason ekki getað sagt fyrir
um það á sínum yngri ámm hvemig hann kæmi til með að
líta út sem miðaldra maður. Og ef hann hefur gert það er
næsta víst að sá spádómur hefurekki ræst. Að minnsta kosti
ef marka má alla þá spádóma um pólitíska ffamvindu mála
sem Þorbjörn hefur mælt fram en ekki gengið eftir. En
svona var hann þá. Og svona er hann nú - kontinn með spá-
mannsskeggið.
• Pat Tennis er stálgítarleikari frá
Bandaríkjunum. Hann var hér á
landi í sumar er leið og spilaði þá
meðal annars inn á plötu með Geir-
mundi Valtýssyni. Hann heillaðist
svo af landi og þjóð að hann er
kominn aftur og leikur kántrí í Borg-
arvirkinu ásamt Viðari Jónssyni og
Þóri Úlfarssyni í kvöld og helgina _
alla. Tarna er eitthvað fyrir hina
mörgu aðdáendur amerískrar
sveitatónlistar.
• Blátt blóö rennur á Blúsbarnum
á föstudagskvöldið. Aðalsmennirnir
í Bláu blóði eru blúsarar í yngri kant-
inum sem frelsast hafa í blúsnum.
POPPIÐ
• Andrea Gylfadóttir ætlar að
syngja djass á veitingastaönum Jass í
kvöld. Andrea syngur flestum betur og
engu máli virðist skipta fyrir stúlkuna
hvað tónlistarstefnurnar heita. Með
aðstoð Kjartans Valdimarssonar og
Þórðar Högnasonar fer Andrea létt i
gegnum djassinn. Hreint unaðslegt.
• Amishes heitir hljómsveit sem
margir hafa heyrt um en enginn
heyrt í. En nú skal bætt úr því og í
kvöld, fimmtudagskvöld, spilar þetta
band á Blúsbarnum. Sveitin mun
eiga ættir að rekja til þeirra er stóðu
að þeirri ágætu Blúsbræðrasýningu
á Borginni. Nú, gospel- og soultón-
list er á efnisskránni og ef að líkum
lætur verður þetta allt frekar alvöru-
iaust og skemmtilegt.
• Djasstónleikar verða haldnir á
Púlsinum fimmtudags- og föstu-
dagskvöld. Þar leika Hilmar Jens-
son, sem er útskrifaður frá Berklee
College of Music, Skúli Sverrisson,
sem er reyndar einnig útskrifaður
frá Berklee, og Jim Black og Chris
Speed. Þessir herramenn hafa allir
saman leikiö með ýmsum þekktum
sveitum og kunna víst örugglega til
verka við djassinn. Þetta veit á gott.
H^aiaa
Ragnar
Rögnvaldsson
bakari
„Þetta er hjá Ragnari
Rögnvaldssyni. Nú er illt í efni,
húsbóndinn er hvergi nærri. En;
svarinn, hann er sérstakt tœki
sem er við tólið mitt. Það tœki
sem ég vil að sœki, sœki skila-
boðið þitt. Síðan skilaboðin þú
tala skalt inn á svarann, þá veit
ég allt. Skiljið eftir nafit og
númer, samband hefég trú mér.
Hlakka til að heyra í þér. “
LIST UNCA
FÓLKSINS '92
Svona til fróðleiks má geta þess að
einhverjir þeirra voru áður í Sonum
Raspútíns.
• Haraldur Reynisson skemmtir
þeim sem leggja leið sína til Feita
dvergsins á föstudags- og laugar-
dagskvöldið. Haraldur ku vera
nokkuð snjall við spilleríið og fær
fólk til að syngja með og skemmta
sér. Það er líka svo þægilegt að
koma sér í gott skap hjá Dvergnum
því öliö er selt á vægu verði miðað
viö það sem annarstaðar gerist.
• Blautir dropar spila á Apríl á
föstudags- og laugardagskvöldið.
Mjólkursamlagsdrengurinn frá Búð-
ardal og félagar hans eru alveg
ágætir. Við vitum þaö því við höfum
heyrt í þeim.
• Gömlu brýnin verða í Firöinum á
laugardagskvöldið. Björgvin Gísla-
son og félagar. Þarna eru á ferðinni
tónlistarmenn sem staðið hafa í eld-
línunni í mörg ár en á þeim eru þó
engin ellimörk. Viö vekjum sérstaka
athygli á því að þetta kvöld heldur
líkamsræktarstööin Hress árshátíð
sína í Firðinum og því ætti aö verða
fullt af föngulegu kvenfólki þarna
(jú, jú og körlum líka en þeir eru víst
í minnihluta). Og drengir, húsið
verður opnað klukkari 24.
VEITINGAHÚS
Starfsfólk úr nærliggjandi bönkum
og kontórum borðar í hádeginu á
Kínahúsinu viö Lækjargötu, og líka
konur sem eru í hátt eins og þær
séu annars í óðaönn að selja eöa
kaupa kjóla, ilmvötn og svoleiðis.
Svo villist inn maður í úlpu, sest
einn út í horn og lítur varla upp fyrr
en hann pantar sér mat og bjór
með. Þvínæst blaðamaður sem er
vanur að fara út að borða með
Mogganum. Allir virðast njóta há-
degisstundarinnar ágætlega, enda
er þarna hægt aö fá prýðilega þrí-
réttaða máltíð fyrir tæpar 600 krón-
ur. Og ögn minna fyrir 500 krónur.
Staöurinn er svo allt öðruvísi á
kvöldin. Þá er þar fólk sem er ekki
vant því að fara út að borða. Er hik-
andi í fasi og horfir dálítið vand-
ræðalega í kringum sig á hitt fólkið,
sem kann eiginlega ekki heldur að
borða á veitingahúsi. En það þarf í
raun ekki aö hafa neinar áhyggjur,
því maturinn er ágætlega frambæri-
legur og þjónustan umhyggjusöm.
Hið eina sem vekur spurn er hvern-
ig verðið tvöfaldast á þeim fáu
stundum sem líða frá hádegi til
kvölds.
LEIKHÚS
• Indíánar. Það er sjálfur Gulli í
Karnabæ sem stendur fyrir því að
flytja hingað þennan 15 til 20
manna hóp indiána af Sioux-ætt-
bálki. Og áhuginn virðist ærinn,
enda hefur smátt og smátt orðið sú
umpólun viöhorfa aö almennings-
álitið telur indíána nokkurn veginn
algóða, en hvíta ofsækjendur þeirra
alslæma. Þessi hópur, sem kallar
sig Lakota-flokkinn, ætlar að dansa,
syngja og gefa innsýn í menningar-
heim rauðskinna. Borgarleikhús
sun. kl. 15, Þjóöleikhús sun. kl. 21.
• Rómeó & Júlía. Þaö er alveg
Ijóst að sýningin fór í taugarnar á
Helga Hálfdanarsyni, enda löngum
verið umdeilt hvort eða hvernig eigí
að færa Shakespeare í nútíma-
klæði. Dómnefnd DV líkaði hins
vegar svo vel að hún úthlutaði sýn-
ingunni menningarverðlaunum.
Raunin er sú aö margt er vel gert,
annaö miður: Leikmyndin hefur of
Æ S K U M
__ - sðPN
Þessar stúlkur íklæðast fötum frá Dolce & Gabbana. Islensk-
ar stúlkur fá að prófa þau í Hollí á föstudagskvöldið.
LANDAMÆRI
RAUNVERULEIKANS
Listahátíðir eru yfirleitt því
betri og skemmtilegri sem fleiri
fá að koma þar fram og gera hér-
umbil það sem þeim sýnist. Fyr-
irtæki af því taginu eru nefnilega
fljót að taka á sig svip þyngsla-
legra stofnana. Við hér á
PRESSUNNI þykjumst vissir
um að það verði ekki raunin á
Listahátíð ungs fólks sem hefur
hlotið nafnið Unglist ’92 og
verður haldin í Hinu húsinu 30.
mars til 5. apríl. Þar standa vonir
til að blómgist þúsund blóm
unglinga- og æskumenningar, en
skólar, einstaklingar og hópar
hafa frest til laugardags að til-
kynna þátttöku í sfma 624320.
Og hvað verður svo á seyði
þessa daga? Jú, allt sem nöfnum
tjáir að nefna og endurspeglar
áhugamál fólks á aldrinum 16 til
20 ára. Kannski myndlist, tón-
list, leiklist, söngur, ljóðlist, og
kannski ljósmyndun, dans,
skúlptúr, gjömingar, fórðun. Og
kannski eitthvað allt annað.
„Ég eyði orðið miklum tíma í
flugvélum og á hótelherbergjum,
sem er náttúrlega ákveðinn
ókostur fyrir jafnheimakæran
mann og mig,“ segir Kristinn
Sigmundsson stórsöngvari sem
kemur fram á tvennum tónleik-
um hér í Reykjavík um helgina.
Kristinn hefur undanfama mán-
uði verið á þönum milli borga í
Evrópu og sungið Rossini í Genf
og Dresden, Verdi í Wiesbaden
og Hamborg og Wagner í Ham-
borg. Að auki var hann nýskeð í
tónleikaferð um Suður-Évrópu
með ffægum hljómsveitarstjóra,
Frans Bmggen, sem fæst einkum
við miðaldatónlist. En er það
ekki hálfgerð bilun hjá söngvara
að syngja svona víðáttumikið
prógramm?
„Auðvitað er algengara að
menn sérhæfi sig og líklega er
það betra svona bisnesslega séð.
Ég syng hins vegar allt sem að
kjafti kemur og held því áfram
meðan ég kemst upp með það að
hafa prógrammið svona fjöl-
breytt. Kannski sérhæfi ég mig
seinna."
Kristinn ætlar ekki að dvelja
lengi á íslandi þetta sinnið. A
fimmtudagskvöld treður hann
upp með Sinfóníuhljómsveitinni
í Háskólabíói og glímir við flók-
ið verk og vandflutt, Söngva
förusveins eftir Mahler. A föstu-
dagskvöld halda þeir svo ljóða-
tónleika í Islensku óperunni vin-
imir Kristinn og Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari. Efnis-
skráin liggur á mörkum Þýska-
Kristinn æfir sig meö Jönasi.
- Hef prógrammiö fjölbreytt
meöan ég kemst upp með
það.
lands og Frakklands, þar mætast
á miðri leið Beethoven og Schu-
mann og Ravel og Fauré.
Einu sinni var þama Sesar, svo
lengi Hollywood, stutta stund
Yfir strikið og í smátíma líka
Eplið. Nú gengur staðurinn við
Ármúla enn einu sinni í endur-
nýjun lífdaga og heitir frá og
með föstudagskvöldi Hollí,
undirtitill „landamæri raun-
veruleikans“. Svo er bara að
bíða og sjá hverju ffarn vind-
ur. Það á alltént að opna með
stæl á föstudagskvöldið. Inn-
lendir og erlendir hönnuðir og
listamenn hafa innréttað stað-
inn eftir sínu höfði og meðal ann-
ars komið fyrir reykvélum, sápu-
kúlumaskínum og leysigeisla-
tækjum, þannig að varla þurfa
menn að sjá handa skil frekar en
þeir vilja. Og þama verður líka
Julie Jewels. Er hún nokkuö
sest aö á íslandi?
KRISTINN PREPUR
NIPUR FÆTI
fólk sem kann best við sig í svona
umhverfi: Julie Jewels, næturlífs-
frömuður frá New York (er hún
nokkuð sest að á Islandi?), plötu-
snúðurinn D.J. Keoki og Montg-
omery Frazier, stfiisti frá MTV-
sjónvarpinu, sem ætlar að stjóma
tískusýningu með fötum frá eftir-
töldum: Dolce & Gabbana, Gi-
orgio di Santangelo, Isabel Tol-
edo, Alfrodo Viloria, Byron Lars
og Rage. Þetta ku vera „djarfur
næturklúbbaklæðnaður" og hon-
um íklæðast stúlkur frá Módel
’79.
Þessi æskubjarti hópur er í óðaönn að skipuleggja unglista-
hátíðina sem veröur í Hinu húsinu um mánaðamótin.
Vlf>
MÆLUM
MEf>
Að Sjónvarpið gefi lottóinu
smáfrí
eða setji það á skaplegan tíma, til
dæmis klukkan hálfeilefu á þriðju-
dagsmorgnum
Að fréttastofa Sjónvarps gefi
Flugleiðum smáfrí
það þarf ekki að segja frá því í
hvert skipti sem forstjórinn fær sér
brauðsneið
Að fólk fjölmenni í ísbúðina í
Álfheimunum
ísinn er svo rosalega ódýr, og
góður
Að fólk fjölmcnni í verslunina
Kjötborg á Ásvallagötu
pillarnir þar eru svo góðir og
skemmtilegir við alla, líka börnin
og gamla fólkið
INNI
Að vera
unglingur í
menntaskóla
og leika í stóru
leikriti, yrkja
ljóð, skrifa í
skólablaðið,
ganga með
pappírskiljur í
vasanum, sitja
á kaffihúsum. Sletta frönsku eða
einhverju ennþá merkilegra tungu-
máli. Vera ofboðslega menningar-
legur í hugsun, hátt og klæðaburði.
Leikstjómendum og svoleiðis fólki
sem kom utan úr bæ inn í mennta-
skólana fyrir svona fimm árum
mætti afar furðulegt andrúmsloft;
unglingarnir sem af einhverjum
ástæðum (þrýstingi að heiman?)
höfðu ákveðið að taka þátt í sýning-
um skólaleikfélagsins voru svo
uppteknir af því að læra að þeir
máttu í raun ekki vera að því að
leika f leikriti. Þeir ætluðu nefnilega
að standa sig ferlega vel í lífsbarátt-
unni. Þessi tími er alveg ábyggilega
liðinn. Það verður enginn meiri
maður af því að ströggla í skóla í
þeim tilgangi einum að græða pen-
inga eftir dúk og disk. Nei, maður á
að vera áreynslulaust gáfaður og
frjór, hvorki skipa sér í flokk fúxa
eða dúxa, en nota tímann til að
auðga andann í ofboðslega merki-
legum leiksýningum.
Brjóst. Það er að segja brjóst sem
eru eins og valin úr verðlistum lýta-
lækna, brjóst sem allir sjá að eru
ekki svona frá hendi náttúrunnar,
brjóst sem eru öll eins, stór, ávöl,
svo þrýstin að þau eru alveg að
springa. Gervibrjóst. Þetta er ekki
bara af því að sílíkon sé kannski
hættulegt, heldur miklu frekar af
því að fólk fattaði að svoleiðis
brellur væru plebbalegar og varla
samboðnar nema konum sem hafa
framfæri af því að vera allsberar.
Þær konur sem síðustu árin hafa
haft komplexa út af brjóstunum á
sér geta semsagt borið höfuðið hátt
árið 1992. Ógnarstjórn tískunnar
kennir kannski ekki að konur eigi
að vera eins og Twiggy eða Jane
Birkin, ekki ennþá, en það er allt í
lagi að hafa alls konar brjóst, lítil,
stór eða miðlungs - bara þau séu
náttúruleg.