Pressan - 03.09.1992, Side 2
2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
—
ÞETTA
BLAÐ
HEFUR
TÍMA
AFLÖGU
...einsog„tálbeitan"
sem hafði tíma aflögu til
að hjálpa fíknó að kló-
festa „kókaínmanninn"
sem segist hafa ætlað að
selja efnið í Danmörku.
Á blaðsíðu 16 og 17.
... eins og George Bush
sem gefur sér tíma frá
erilsömu starfi Banda-
ríkjaforseta til að freista
þess að ná endurkjöri,
þótt maðurinn sé með
eindæmum óvinsæll og
það þurfi kraftaverk til,
líkt og fræðast má um á
blaðsíðu 24.
... eins og Elsa G. Drage-
de sem hefur sótt nám-
skeið hjá Námsflokkun-
um i 15 ár og hikar ekki
við að skrá sig enn á
námskeið í postulíns-
málun í haust.
Blaðsíða 30.
... eins og Bjarni Sig-
urðsson markmaður sem
hafði tíma til að fara nið-
ur úr jörðinni eftir að
hann fékk boltann í
gegnum klofið í leik
gegn Stjörnunni. Það
fannst honum vont eins
og stendur á síðu 34.
... eins og baráttuglöðu
gleðikonurnar sem
koma reglulega saman
og ræða sín mál og setja
fram kröfur svo mellu-
dólgarblána. Alltum
það hjá Jónu
á síðu 35.
... eins og fslendingarnir
sem sitja á bekknum hjá
fótboltaliðunum á Bret-
landi, naga neglur eða
horfa annars hugar á fé-
lagana skemmta sér úti á
velli. Allt um þá
á s/ðu 37.
... eins og Eyfi sem hafði
tíma aflögu til að
skreppa inn í búð og
kaupa sér sportbíl sem
hann keyrir á, alveg
rígmontinn, eins og lesa
má um á blaðsíðu 41.
F Y R S T
F R E M S
T
LEÓ LÖVE. Gæti hagnast vel á dáhsk-íslenskri orðabók. VALGERÐ-
UR MATTHÍASDÓTTIR. Sér um menninguna í Sjónvarpinu ásamt
Arthúri Björgvini.
RÁNDÝR ORÐABÓK
Deilan milli prentsmiðjunnar
Odda og Isafoldarprentsmiðju um
prentkostnað við dönsk-íslensku
orðabókina hefur vakið talsverða
athygli. Af henni virðist mega ráða
að heildarprentkostnaður á þeim
6.000 eintökum sem hingað til
lands eru komin hafi ekki verið
meiri en 420 krónur á eintak. Leó
Löve, eigandi ísafoldarprent-
smiðju, dásamar hversu ódýrt sé
að prenta í Belgíu, þeir Odda-
menn reyna að malda í móinn.
Meðal þeirra sem þekkja til
bókaútgáfu er almælt að með
þessu hafi Leó líklega talað af sér.
Ef prentkostnaðurinn er ekki
hærri en þetta þarf ekki flókna út-
reikninga til að komast að þeirri
niðurstöðu að Leó hljóti að leggja
allhressilega á bókina, langt um-
fram framleiðslukostnað. Efbókin
selst hljóti hann að hagnast vel á
framtakinu, og þá ekki síður í ljósi
þess að hann fékk drjúga styrki frá
opinberum aðilum til að ldára
verkið, bæði hérlendis og í Dan-
mörku. Bókin kostar 9.980 krónur
út úr búð.
ARTHÚR BJÖRGVIN
ÞÝÐIR NIETSZCHE
Arthúr Björgvin Bollason
hefur dvalið á Akureyri í sumar
við þýðingar ásamt Þresti Ás-
mundssyni sagnfræðingi. Þeir fé-
lagarnir ráðast ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur, en þeir hafa
síðustu tvö sumur unnið að því að
þýða eitt af höfuðverkum þýska
heimspekingsins Friedrichs Ni-
etzsche, ritið Handan góðs og
ills. Bókin mun koma út sem lær-
dómsrit á vegum Hins íslenska
bókmenntafélags, öðru hvoru
megin við áramótin.
Listaþátturinn Litróf verður
aftur á dagskrá Ríkissjónvarpsins í
vetur og hefst hann í október. Art-
húr Björgvin mun áfram hafa um-
sjón með þættinum, en þó ekki
einn, þar sem hann hefur fengið
Valgerði Matthíasdóttur til liðs
við sig. Er æflunin að hafa þáttinn
með nokkuð svipuðu sniði og áð-
ur en hann mun þó fá á sig annað
yfirbragð.
ÞORSTEINN GERIRTIL-
RAUN UM HEIMINN
Kannski eru pólitískar marka-
línur alveg hættar að skipta máli,
en fyrir þá sem eru langminnugir
hlýtur það samt að sæta tíðindum
þegar Þorsteinn Gylfason, pró-
fessor í heimspeki, lætur Mál og
menningu, útgáfufélag íslenskra
sósíalista í meira en fimmtíu ár,
gefa út bók eftir sig. Þorsteinn hef-
ur sjaldnast verið dreginn í dilk
með áköfum vinstrimönnum.
En fyrir jólin kemur hún sem-
sagt út þessi bók, hjá Máli og
menningu, greina- og ritgerðasafn
sem að líkindum mun hafa titilinn
Tilraun um heiminn. Hún inni-
heldur meðal annars rómaðan
fyrirlestur um lýðræðið, sem Þor-
steinn hefur flutt víða um land.
Ekki munu þó allir vera jafn-
hrifnir af þessu ráðslagi Þorsteins.
Hann hefur lengstum bundið
trúss sitt við Bókmenntafélagið og
meðal annars ritstýrt flokki svo-
kallaðra „lærdómsrita“ sem Bók-
menntafélagið hefur gefið út um
árabil. Mun Sigurður Líndal,
prófessor og forseti Bókmenntafé-
lagsins, vera heldur móðgaður út í
Þorstein fyrir að hafa söðlað um.
EDDU HEIÐRÚNU
MISBOÐIÐ
Það hefur löngum staðið styr
um hlutverk stúlkunnar Elizu Do-
little í söngleiknum My Fair La-
dy. Frægt er til dæmis þegar leik-
konurnar Audrey Hepburn og
Julie Andrews bitust um rulluna.
Ekki var miklu friðlegra á dög-
unum í Þjóðleikhúsinu þegar tU-
kynnt var um val á leikurum í
uppfærslu leikhússins á söng-
leiluium, sem verður jólaleikritið í
ár — í leikstjórn sjálfs Stefáns
Baldurssonar þjóðleikhússtjóra.
Edda Heiðrún Backman
hafði reiknað með að hreppa þetta
eftirsótta hlutverk og brást hin
versta við þegar ljóst varð að það
væri ætlað annarri leikkonu,
nefriilega Steinunni Ólínu Þor-
steinsdóttur. Var Eddu Heið-
rúnu svo misboðið að hún sagði
samningi sínum við Þjóðleikhúsið
LADDI
FERYFIR
Vikulegir skemmtiþættir hefja göngu
sína á Stöð 2 í vetur í umsjá grínistanna
Ladda (Þórhalls Sigurðssonar) og Arnar
Árnasonar. „Við ætlum að vera með grín
og glens og fáum til liðs við okkur hina og
þessa leikara,“ segir Laddi. Auk þeirra
stendur til að Sigurður Sigurjónsson verði
viðloðandi skriftir og sjálfsagt á honum eff-
ir að bregða fyrir í einum þætti eða svo.
Von er á að nýjar persónur taki til starfa en
jafnframt mun gömlum andlitum bregða
fyrir. Þeir félagar ætia að breyta nokkuð til
en væntanlega verður mikið af „þeim sjálf-
um“ í þáttunum.
Nú þegar Laddi er „farinn yfir“, eins og
sagt er, hlýtur að verða tómlegt hjá Hemma
og líklegt að þættir hans verði ekki samir á
eftir. „Þetta verkefni er miklu stærra og því
er ég trúlega hættur hjá Hemma en við höf-
um hins vegar ekki rætt það endanlega.
Hemmi stendur alveg fyrir sínu þótt
Dengsa vanti. Hann þarf bara að fá sér nýj-
an aðstoðarmann, enda tími kominn á
Dengsa að hvíla sig.“ Laddi er ekki óvanur
að leggja persónur í dvala þegar þreyta er
farin að segja til sín og það er honum því
nauðsynlegt að virkja sinn óþrjótandi hug-
myndabanka til að halda sér ferskum.
Laddi og Örn Árna aetla í loftið með vikulegt grín
og glens á Stöð 2 í vetur. Siggi Sigurjóns verður
að öllum líkindum liðtækur við skriftir en ætlar
ekki að vera fastur leikari í þáttunum.
þegar í stað lausum og hélt á brott
með allt sitt hafurtask.
FÍNT EN EKKI SNOBBAÐ
Eins og PRESSAN hefur greint
frá verður opnað kafifihús á horni
Bankastrætis og Ingólfsstrætis í
byrjun október, Kaffi Sólon ís-
landus, sem á að verða lifandi
kaffihús með myndlistarsýning-
um, fyrirlestrum, tónleikum og
fleiru, en án þess þó að vera of
snobbað.
Fjölmargir hluthafar standa að
baki framkvæmdinni eða hátt í 20
manns sem eiga ýmislegt sameig-
inlegt, til að mynda eru þetta vina-
hópar sem tengjast innbyrðis.
Einn af frumkvöðlunum er Hall-
dór Auðarson sem verður fyrst
um sinn framkvæmdastjóri. Aðrir
hluthafar eru Ríkharður Hördal
í Morkinskinnu, Lisbet Sveins-
dóttir myndlistarkona, Dóra
Einarsdóttir, eiginkona Harðar
Helgasonar, aðstoðarforstjóra
Olís, Elín Edda Ámadóttir, bún-
ingahönnuður og eiginkona
Sverris Guðjónssonar söngvara,
Klara Stephensen, eiginkona
Ólafs Stephensen, Oddný Ól-
afsson, móðir Guðrúnar Krist-
jánsdóttur myndlistarkonu sem
gift er Ævari Kjartanssyni út-
varpsmanni, Guðmundur Ing-
ólfsson í fmynd, Ríkharður Lín-
dal sálfræðingur, Jóhanna Jónas-
dóttir læknir, kona Ingólfs
Margeirssonar, Þorvaldur Val-
geirsson, markaðsstjóri hjá Visa,
Helga Benediktsdóttir arkitekt,
Olaf Fekker sem rekur íslands-
gallerí í Holiandi og móðir hans
Johanna Fekker Islandsvinur,
Mark Andre Partal, Frakki bú-
settur á íslandi, Sigrún Þorvarð-
ardóttir í Pipar og salti og Guð-
rún Svansdóttir, eiginkona
Guðjóns Bjamasonar arkitekts.
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON. Fyrstur Islendinga til að þýða Nietszche að gagni. ÞORSTEINN GYLFA-
SON. Gefur út hjá Máli og menningu, við lítinn fögnuð Sigurðar Líndal. STEINUNN ÓLlNA ÞORSTEINS-
DÓTTIR. Þar fann Stefán Baldursson Elizu Dolittle. EDDA HEIÐRÚN BACKMAN. Hraktist móðguð burt úr
Þjóðleikhúsinu.
UMMÆLI VIKUNNAR
„Ég vek athygli á að það er búið að vera
að skamma mig í heilt árfyrir að pína
sjúklinga, gamalmenni og ég veit ekki
hvað. Erþetta þá allt bara vitleysa, bara
misskilningur?
Leynast margir kántrí-
aðdáendur í Austur- og
Vestur- Húnavatns-
sýslu og á Ströndun-
um, Hallbjörn?
„Kántríaðdáendur leynast víða en
þeir eru duglegir að fela sig, sér-
staklega á Ströndunum. Það koma
kannski fleiri í ljós þegar Útvarp
Kántríbær fer í loftið.“
Hallbjörn Hjartarson, konungur fslenska
kántrísins, ætlar, auk þess að reka
Kántríbæ sem hann opnaði aftur eftir
sex ára hlé í sumar, að hleypa af stokk-
unum nýrri fjölskyldurekinni útvarps-
stöð sem spilar eingöngu kántrítónlist.
Hann hefur þegar fjárfest I fokdýrum út-
búnaði og munu útsendingarstöðvar-
innar ná til Austur- og Vestur-Húna-
vatnssýslu og á Strandir.
Það þarf ódýrari skot
„Það gengur einfaldlega ekki
upp að það fari um 150 krónur af
hverju kílói kindakjöts í slátur-
kostnað."
Halldór Blöndal
sauðáhirðir.
Diana Ke/ur/allið
/yrir orðkynagiriai
„Elsku krúsidúllan mín, hlæðu
meira. Ég er hamingjusamur þeg-
Sighvatur Björgvinsson niðurskurðarhnífur.
ar þú ert hamingjusöm. Ég græt
þegar þú grætur. Ég elska þig, ég
elska þig, ég elska þig, ég elska
þig-“
JamesGilbey
símaelskhugi og ökuþór.
fllirafer Jön Baldvin
Hl vondræða!
„Það að ég er gift ráðherra var
mér fremur til trafala en hitt.“
Bryndís Schr^m
nýr framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs.
Og svo á frændi minn
þribjól í Breiöholtdnu!
„Það hefur sterkari áhrif á
áhorfandann að stúlkan skuli vera
skyggn en samt sem áður nær
sjónlaus.“
(sak Örn Sigurðsson
kvikmyndagagnrýnandi DV.
Þetta gerum
við öll!
„Við sáum ekki ástæðu til að
sitja á okkur. Okkur hefur lengi
þótt launin of lág. Því ákváðum
við á síðasta fundi að breyta um
viðmið og hækka launin.“
Steinunn Sigurðardóttir
bæjarstjórnarforseti á Akranesi.
Það er nó»
að fletta
Lögbirtinffi
„Ég reikna svo sem ekkt með að
fara og skoða íslensk fiskeldisfyr-
irtæki meðan ég verð hjá ykkur.“
lan Anderson
rokkari.
Valdimar Traustason, 70 ára
fékk nýleqa oq Aró inn með handafíi r\7kí\óa túðu
af eyjunni. En Örn Smarason, fjögurra ára Eatreksfírð-
ingur, veiddi nyieqa 11 kíióa lax! Dynjandaá. Nú er fískur
Vaidimars að vísu 964% pynqri, en á hinn bóginn er
Vaidimar 1.650 prósentum eldri en Örn. Kílóin eru 2,75
á hvert lifar hja Erni en aðeins 1,67 hjá Vaidimari. Ár-
anqur quttans er þvi í raun 64J°% betri. Til að jafna ár-
anqurinn hefði iúða Vaidimars þurft að vera 192,5 kíló.
Eða Vaidimar 27,5 árum yngri en hann er. Huqteiðið
þefcta.