Pressan - 03.09.1992, Page 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. SEPTEMBER 1992
Umboðsmenn Beck’s buðust til að flytja bjórinn sjálfir
Svínaræktendur á íslandi hafa í
mörg ár barist íyrir því að ein-
angrunarstöð fyrir svín verði reist
í Hrísey þannig að hægt verði að
flytja svín til landsins og endur-
nýja stofninn sem hér er fyrir.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hillir nú undir að þessi
draumur svínabænda verði að
veruleika, því farið er að ræða
byggingu húss í eynni sem þjóna
myndi þessu hlutverki.
Það hefur lengi verið baráttu-
mál Svínaræktarfélag Islands að fá
að flytja inn til landsins ný erfða-
efni. Fyrir nokkrum árum fékk fé-
lagið norska sérfræðinga hingað
til iands til að meta ástand grein-
arinnar hér og koma með tiliögur
til úrbóta. Norsku sérfræðingarnir
sögðu að bæta þyrfti erfðaeigin-
leika stofnsins með innflutningi
og gerðu það að tillögu sinni að til
landsins yrðu fiuttar grísafullar
gyltur. Þeim yrði komið fýrir í ein-
angrunarstöð, látnar gjóta og
þeim síðan lógað. Afkvæmin yrðu
látin æxlast og afkvæmi þeirra
loks flutt í land til kynbóta.
Valur Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Svínaræktarfélags
íslands, sagði í samtali við blaðið
að þetta væri sú áætlun sem svína-
bændur væru nú að reyna að þoka
áfram gegnum kerfið. „Það hafa
engar ákvarðanir verið teknar.
Lögin um innflutning búfjár segja
að ríkið eigi að gera þessa hluti en
það hefur nú verið frekar varnar-
stríð gagnvart ríkinu en sókn und-
anfarið og er það núna. Þannig að
það er ekki gott að segja hvort
þessir hlutir eru að gerast en við
vonum það,“ sagði Valur.
„Peningarnir þurfa að finnast
og af því að lögin fela þetta ráðu-
neytinu þarf ráðuneytið að ákveða
að gera það. Það eina sem við get-
um gert er að þrýsta
ráðuneytið," sagði
ennfremur. Hann kvaðst
meðallagi bjartsýnn á
aðgerðum yrði, niður-
skurður væri alls staðar
hann beindist ekki síst
landbúnaðinum, en
synlegt væri að að grípa til
einhverra ráða til að fá
erfðaefni í
á landi.
Eins og bjórneytendur urðu
varir í sumar ákvað Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins að láta
Holsten-bjór taka við af Beck’s
sem helsta fulltrúa þýskra bjór-
tegunda í útsölum sínum. Sú
ákvörðun byggðist á útboði
þar sem Holsten bauðst á
töluvert lægra verði en
Beck’s og búast má við á
næstunni að Beck’s verði
ekki fáanlegur eins víða í
útsölum ÁTVR og verið
hefur. Samkvæmt upplýs-
ingum PRESSUNNAR
hefði þó ekki þurft að fara
svona, nema vegna þeirr-
ar tilhögunar sem ATVR
hefur á áfengisflutningum til
landsins.
Þegar Bræðurnir Ormsson,
umboðsaðili Beck’s hér á landi,
gerðu tilboð sitt buðust þeir til að
koma bjómum til landsins sjálfir í
stað þess að koma honum á skip
Samskips, sem annast alla bjór-
flutninga fyrir ÁTVR. Með þessu
töldu þeir sig geta lækkað flutn-
ingskostnaðinn verulega og kom-
ið cif-verði á bjórnum (verði á
vörunni kominni til landsins) nið-
ur á svipaða tölu og tilboð Holsten
hljóðaði upp á eða jafnvel nokkru
neðar. ÁTVR tók ekki þessu til-
boði.
Þór Oddgeirsson, aðstoðarfor-
stjóri ÁTVR, sagði í samtali við
PRESSUNA að bjórútboðið hefði
miðast við fob-verð (verð á hafn-
arbakka erlendis), enda hefði
stofnunin gert samninga við Sam-
skip um að það félag flytti allan
bjór sem hingað kæmi á vegum
ÁTVR. Miðað við þær forsendur
var tilboðið frá Holsten lægra og
því var tekið.
Svo virðist því sem íslenskir
unnendur Beck’s (sem hefur haft
um 23 prósenta markaðshlut-
deild) hefðu getað haft greiðari
aðgang að honum en raunin verð-
ur. Flutningssamningar ÁTVR
hækkuðu hins vegar verðið og
niðurstaðan varð þessi.
22% skerðing
heildarkvótans
á tveimur árum
20 skip
með
18,2%
heildar-
kvótans
Á tveimur árum eða frá
upphafi fiskveiðitímabilsins
haustið 1990 hefur úthlutaður
heildarkvóti' botnfisktegunda
dregist saman um rúmlega 81
þúsund tonn þorskígilda eða
um 22,3 prósent.
Fyrir tveimur árum voru 20
kvótahæstu skipin með 57.000
tonn af liðlega 365 þúsund
tonnum eða 15,65 prósent
heildarinnar. Þau 20 skip sem
nú eru kvótahæst eru með
51.600 tonn af liðlega 283 þús-
und tonnum eða 18,23 prósent
heildarinnar. Hlutfallsleg
aukning kvótahæstu skipanna
er því 2,58 prósentustig.
Sé aðeins litið á fimm kvóta-
hæstu skipin kemur í ljós að
fyrir tveimur árum var kvóti
þeirra 17.645 tonn, sem var
4,84 prósent heildarinnar. Þau
fimm skip sem nú eru kvóta-
hæst eru með 17.531 tonn eða
6,19 prósent núgildandi heild-
ar.
Nokkur breyting hefur orðið
á röðun kvótahæstu skipa á
þessu tímabili. Árið 1990 var
Guðbjörgin frá ísafirði í efsta
sæti, en kvóti skipsins hefur
síðan minnkað um 643 tonn
og hefur skipið nú fallið niður í
þriðja sæti. I efsta sæti nú er
Grandatogarinn Snorri Sturlu-
son, sem hefur aukið kvóta
sinn um 1.376 tonn eða 53 pró-
sent og hækkað sig úr 12. sæti.
I öðru sæti er sem fyrr Örvar í
eigu Skagstrendings, en kvóti
þess skips hefur minnkað um
„aðeins 1,4 prósent".
Af þeim skipum sem fyrir
tveimur árum voru á lista
hinna tuttugu kvótahæstu hafa
fimm skip misst 27 til 28 pró-
sent kvóta síns. Þetta eru Bjart-
ur í eigu Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað, Dagrún í eigu
Baldurs á Bolungarvík, Gyllir í
eigu Útgerðarfélags Flateyrar,
Akureyrin í eigu Samherja og
Kaldbakur í eigu Utgerðarfé-
lags Akureyringa.
Samningur ATVR
við Samskip hækk
aði verðið á Beck’s
m
ra